Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 ✝ Ebba Júlíana Lárusdóttir var fædd í Stykkishólmi 7. mars 1934. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 1. febrúar 2022. Foreldrar Ebbu voru hjónin Ásta Þorbjörg Pálsdóttir úr Höskuldsey, f. 1900, d, 1987, og Lárus Elíasson úr Helgafellssveit, f. 1893, d. 1971. Ebba var næst yngst sjö systkina. Elstur var Bjarni, f. 1920, d. 2014, Svanlaugur Elías, f. 1924, d. 2016, Helga Kristín, f. 1928, d. 2015, Lea Rakel, f. 1929, Hrefna, f. 1933, og Gunnlaugur, f. 1935. Ebba giftist Þorgeiri Ibsen, fyrrverandi skólastjóra í Hafn- arfirði, þann 10. desember 1955. Þau bjuggu saman alla sína tíð í is, eiginkona hans er Katia Stein- feld, b) Oliver Aron, c) Henry Elí- as, d) Robert Erik. Ebba Júlíana fæddist í Stykk- ishólmi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi 1951 og stund- aði nám í hússtjórn við St. Reste- rup í Danmörku 1954. Ebba vann hjá Pósti og síma í Stykkishólmi og síðar Landsímanum í Reykja- vík um nokkurt árabil. Þá var hún ritari við Lækjarskóla í Hafnarfirði frá 1968 þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Frá árinu 1988 lagði Ebba einnig stund á glerlist. Ebba hélt fjölda einka- og samsýninga bæði heima á Íslandi og erlendis. Ebba lagði stund á handbolta á sínum yngri árum og lék badminton um árabil. Ebba varð m.a. Íslands- meistari í badminton, í einliða- leik sex ár í röð, 1952-1958, og tvíliðaleik fjórum sinnum. Útför Ebbu Júlíönu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. febrúar 2022, klukkan 15. Þeir sem ekki hafa tök á að mæta í út- förina geta fylgst með henni í beinu streymi. Hlekkur á streymi: http://www.mbl.is/andlat Hafnarfirði. Þor- geir var fæddur á Suðureyri við Súg- andafjörð 26. apríl 1917, hann lést þann 8. febrúar 1999. Börn þeirra eru: 1) Ásgerður, f. 1960, gift Júlíusi Helga Valgeirs- syni, f. 1957. Börn þeirra eru a) Atli Geir, kvæntur Gígju Eyjólfs- dóttur. Börn þeirra eru Patrekur og Hildigunnur. b) Ebba Lára, gift Theodóri Ingibergssyni. Börn þeir eru Valgerður Björk, Júlíus Ingi og Elvar Atli. c) Guð- laug Björt, sambýlismaður henn- ar er Hannes Iwarsson. 2) Þorgeir Ibsen, f. 1966, kvæntur Denise Ibsen, f. 1967. Börn þeirra eru a) Andrew Kurt- Mamma mín, þá ertu farin í sumarlandið. Ég gæti ekki óskað mér betri móður. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú og pabbi áttuð alltaf nægan tíma fyrir okkur systkinin og fyrir barnabörnin, þið pössuðuð alltaf upp á að við værum sterkur hluti af ykkar lífi. Á æskuárum okkar systkinanna var mikið um ferða- lög, hvort sem það var út á land, upp á fjall eða til útlanda, og alltaf fengum við að fljóta með. Það að ferðast með ykkur var sérstaklega skemmtilegt. Það má með sanni segja að þú lést ekki fjarlægðina halda aftur af þér. Það var alveg sama hvert ég flakkaði. Þið pabbi voruð alltaf til í koma og vera hjá okkur og eiga ógleymanlegar stundir með okkur. Eftir að pabbi dó þá varst þú líka ótrúlega dugleg að heim- sækja okkur Denise og strákana, hvort sem það var til London eða Bandaríkjanna. Fyrir það verðum ég og mín fjölskylda ævinlega þakklát. Hólmurinn átti sérstakan stað í þínu hjarta. Þér þótti vænt um að okkur skyldi takast að endur- byggja Silfurgötu 1 í Stykkishólmi og varst ótrúlega ánægð með út- komuna. Samverustundirnar okk- ar þar eru ómetanlegar. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar. Ég elska þig. Þorgeir Ibsen. Það eru forréttindi að hafa átt móður sem sýndi mér alltaf traust í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, var stolt af mér og lét það óspart í ljóst. Ég var því það lán- söm að eiga mömmu sem ekki var bara mamma mín heldur mín besta vinkona og stuðningsmaður Móðir mín fæddist í Stykkis- hólmi og ólst upp á æskuheimili sínu undir Þinghúshöfðanum. Á einum fegursta útsýnisstað lands- ins með útsýni yfir Breiðafjörðinn þar sem sólarlagið er engu líkt. Hún var alltaf Hólmari og Hólm- urinn var hennar athvarf og sælu- reitur. Frændgarðurinn í Stykk- ishólmi var stór og þangað var alltaf gott að koma, ekki síst eftir að búið var að endurbyggja æsku- heimilið. Þar fannst móður minni best að vera. Móðir mín hafði einstakt auga fyrir fallegum hlutum og var mikil smekkmanneskja. Henni var einnig margt til lista lagt og var mjög listræn í sér, hannaði skálar og glerlistaverk sem hún bæði seldi og sýndi á sýningum hér- lendis sem erlendis. Við fjölskyld- an sem og aðrir eigum eftir hana falleg verk sem hún færði okkur og öðrum þegar tilefni gafst til. Hún vildi alltaf vera að gleðja aðra og var mjög gjafmild. Hún hélt dýrindisveislur án nokkurrar fyr- irhafnar, hafði unun af garðyrkju og ber garðurinn hennar á Sæv- angi þess glöggt merki. Móðir mín er okkur fyrirmynd hvernig njóta eigi heilsusamlegs lífernis. Hún fór mikið á skíði með okkur fjölskylduna hér á árum áð- ur og fór með skíðavinkonum sín- um í skíðaferð til Madonna á Ítal- íu. Hún fór að spila golf og eignaðist golfvinkonur og fór í golfferð erlendis. Spilaði golf bæði hér á landi og í Florida þegar hún var í heimsókn hjá Þorgeiri syni sínum. Var í leikfimi með eldri borgurum og fór á nær á hverjum degi í sund í sundlaug Garða- bæjar, lærði skriðsund á efri árum og synti alltaf sínar ferðir og svo var spjallið tekið í pottinum. Það var mikill missir hjá mömmu minni þegar hún missti föður minn og saknaði hún hans alltaf. Hún hélt ótrauð áfram, átti góða vini og fjölskyldu sem hún vildi vera sem mest í kringum. Hún ferðaðist mikið með okkur fjölskyldunni bæði innanlands og erlendis og eru ófáar ferðirnar sem við fórum saman til að heim- sækja Þorgeir og hans fjölskyldu. Hún var líka dugleg að ferðast ein og heimsækja þau hvort sem þau bjuggu í London, Florida eða Bahamas. Hún vildi vera sem mest með sínu fólki og fylgdist vel með öllum. Barnabörnin og síðar langömmubörnin voru hennar líf og yndi og að leika við þau og vera með þeim á þeirra forsendum fannst henni best. Amma Ebba var ómissandi og var mikið með okkur, bæði í hversdagslífinu sem og á öllum hátíðis- og tyllidögum og þegar merkisviðburðir voru í lífi okkar. Það verður því skrítið að hafa hana ekki lengur með okkur þar sem hennar líf var svo samofið okkar. Maður syrgir af því að maður elskaði og var elskaður. Söknuð- urinn er mikill en jafnframt þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minning- arnar eru dýrmætar og þær verða aldrei frá manni teknar. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín dóttir, Ásgerður Þorgeirsdóttir. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund. Það sem ég á eftir að sakna þín mikið. Nú streyma fram margar minningar um þig. Sam- bandið okkar var einstakt, ég hefði ekki getað verið heppnari með ömmu. Þú varst ekki bara heimsins besta amma, þú varst líka ein besta vinkona mín. Alltaf var gott að koma til þín á Sævanginn í Hafnarfirði. Á mín- um yngri árum gisti ég oft hjá ykkur afa, það þótti mér svo gam- an. Þú varst alltaf svo dugleg að koma til okkar í Njarðvík og sást þú um heimilið ákveðna vikudaga. Það var mikill spenningur að koma heim úr skólanum þegar ég vissi að þú varst heima, oftast voru það ilmandi heitir snúðar sem tóku á móti manni. Þegar við Teddi vorum í háskólanámi og bjuggum í nokkur ár í Kópavogi eyddum við ófáum dögum hjá þér, það var svo notalegt að vera hjá þér. Margar voru utanlandsferð- irnar okkar, bæði öll stórfjölskyld- an saman eða við skvísurnar í verslunarferð, það þótti þér nú ekki leiðinlegt. Þér þótti svo vænt um ættaróðalið þitt í Stykkishólmi, þar leið þér svo vel. Margar voru ferðirnar í Hólminn þar sem ým- islegt var brallað. Fjölskyldan skipti þig miklu máli og varst þú alltaf svo ánægð þegar við vorum öll saman. Þú varst svo stolt af þínu fólki, studdir okkur og fylgdist vel með öllu. Það var svo gott að koma í heimsókn með börnin til þín. Þú varst alltaf að gera eitthvað með börnunum, þú gafst þeim tíma og athygli, sett- ist með þeim á gólfið og lékst við þau. Litlu langömmu börnin þín áttu sérstakan stað í hjarta þér, þú naust þín svo vel í kringum þau. Ég mun halda minningu þinni á lofti, tala um þig og segja Valgerði Björk, Júlíusi Inga og Elvari Atla sögur af þér, þú varst í svo miklu uppáhaldi hjá þeim. Alla tíð vorum við í góðu sambandi, ef við hitt- umst ekki þá heyrðum við hvor í annarri alla daga og stundum oft á dag. Ég á eftir að sakna símtal- anna okkar mikið. Í febrúar 2021 fluttir þú í heimabæinn okkar, það var nota- leg tilfinning að hafa þig nær okk- ur og auðveldara var að skjótast til þín í heimsókn. En stoppið var stutt þar því þú brotnaðir í október og dvaldir þú þína síðustu mánuði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að hafa ekki fengið að vera nógu mikið hjá þér og eiga með þér síð- ustu mánuðina vegna ástandsins í samfélaginu reyndist mér afar erf- itt. Ég hefði viljað getað átt með þér góðar samverustundir á sjúkrahúsinu. Við heyrðumst í myndsímtali nánast alla daga og við kíktum á gluggann hjá þér, það hjálpaði okkur mikið. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að eiga síð- ustu dagana með þér þar sem við gátum aðeins spjallað og verið saman. Elsku amma mín, söknuðurinn er mikill. Ég kveð þig með trega og sorg í hjarta. Mikið er ég stolt af því að hafa átt þig sem ömmu. Ég er afar þakklát fyrir tímann sem ég átti með þér, allt sem þú kenndir mér, gafst mér og allar minningarnar okkar. Þær mun ég geyma í hjarta mínu um ókomin ár. Ég kveð þig með orðunum sem þú kvaddir mig með: „Takk fyrir allt, elsku engillinn minn.“ Þín ömmustelpa og nafna, Ebba Lára Júlíusdóttir. Elsku amma mín. Ég þakka þér fyrir allar frá- bæru stundirnar sem við höfum átt saman. Margar góðar minning- ar sem við eigum. Frá því ég var lítill strákur hefur þú hugsað vel um mig. Mér fannst svo gaman að leika í hrauninu á Sævangi í Hafn- arfirði. Ég man eftir hestasteinin- um í garðinum þínum þar sem ég ímyndaði mér að ég væri kúreki eða indjáni. Þú varst alltaf hetja mín. Þú kenndir mér á skíði í Blá- fjöllum, eins svo þú kenndir pabba. Þegar ég var eldri þá komst þú á alla fótboltaleikina mína. Þú fagn- aðir mest af öllum áhorfendum. Amma var mikil stuðningskona fyrir mig, alltaf í mínu horni. Þú gafst mer kraft til að halda áfram og ekki gefast upp. Amma var góður lífsleiðbein- andi, með góðar ráðleggingar. Þegar mér fannst lífið erfitt hélt hún mér á sporinu „það leggst allt- af eitthvað til“. Mikið hefur þú rétt fyrir þér, amma. Þegar ég var ekki viss hvað ég vildi gera í lífinu þá varst þú til staðar með hugmyndir og leiðsögn. Þú þekktir mig best. Það varst þú sem bentir mér á flugvirkjun sem starfsferil. Ætti ég ekki bara prófa það? Heldur betur. Þetta var fyrir tíu árum síð- an og þessi starfsferill hefur gefið mér svo margt. Takk amma. Ég mun aldrei gleyma ferðalag- inu okkar til Parísar. Þú sem varst lofthrædd og vildir bara fara hálfa leið upp á Eiffelturninn … við komum ekki alla leið til Parísar til að fara hálfa leið amma! „Nei, Ebba Júlíana Lárusdóttir Elskuleg frænka okkar, SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 9. febrúar klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt og má nálgast hlekk á youtube-síðu Grafarvogskirkju. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andat Systkinabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VALGERÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Geitaskarði, Flúðabakka 1, Blönduósi, lést 31. janúar. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 11. febrúar klukkan 14. Hægt verður að nálgast streymi frá útförinni á facebooksíðu Blönduóskirkju. Ágúst, Sigríður Heiða, Ingunn Ásdís Þorbjörn, Hildur Sólveig og fjölskyldur Okkar ástkæri ÞORVALDUR TRYGGVASON, fv. aðalbókari Flugleiða, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 15. Jóhanna H. Sveinbjarnardóttir Hildur Þorvaldsdóttir Gunnar Indriðason Þór Þorvaldsson Edda Eðvaldsdóttir Tryggvi Þorvaldsson Unnur Gylfadóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ALDA ÓLAFSDÓTTIR, Leirubakka 6, Seyðisfirði, lést fimmtudaginn 3. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Fossahlíð. Útför fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju 16. febrúar klukkan 14. Þorbjörg Finnbogadóttir Kjartan Kjartansson Vera Kapitóla Finnbogadóttir Jón Hilmar Jónsson Magnús Stefánsson Þorgerður Magnúsdóttir Guðrún Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA HULDA EINARSDÓTTIR frá Atlastöðum í Fljótavík, til heimilis að Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á LSH Fossvogi mánudaginn 24. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-2 fyrir góða umönnun í sjúkralegunni. Gísli Bjarnason Steinar Gíslaon Karólína M. Vilhjálmsdóttir Börkur Gíslason Sigurrós Gunnarsdóttir Hilmar Gíslason Bára Rósa Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNAR INGIMARSSON, Smyrlahrauni 44, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlátið og útförina. Jóhann Guðni Bjarnarsson Þórunn Huld Ægisdóttir Guðný Bjarnarsdóttir Karl Óskar Magnússon Ingibjörg Bjarnarsdóttir Sigurður Pétur Sigurðsson Ottó Albert Bjarnarsson Sandra Gísladóttir afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, lést laugardaginn 5. febrúar á líknardeild Landspítalans. Sævar Daníelsson Jökull Sævarsson Íris Sævarsdóttir Erik Robert Qvick Patrik Írisarson Santos Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SUMARLIÐI AÐALSTEINSSON málarameistari, Árskógum 5, lést af slysförum aðfaranótt 4. febrúar. Elín Salína Hjörleifsdóttir Heiðar Sumarliðason Þorbjörg D. Hall Hjörleifur Sumarliðason Maríanna Finnbogadóttir Aðalsteinn Sumarliðason Maren Kjartansdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.