Morgunblaðið - 08.02.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Andri, við gerum það ekki.“ Við
vorum á toppnum. Ógleymanleg
stund. Við vorum mjög góðir vinir,
alltaf ævintýri í kringum okkur.
Við stóðum alltaf saman.
Þegar ég var að leita mér að
húsnæði þá varstu þú að spyrja út
um alln bæ fyrir mig. Þú hjálpaðir
mér með að semja um kaup á hús-
inu sem ég veit að án þín hefði ég
ekki getað gert. Þegar húsið þurfti
endurnýjun þá varst þú til staðar.
Að mála húsið að innan öll kvöld
syngjandi gömlu góðu lögin hans
Hauks Morthens.
Viltu með mér vaka er blómin sofa,
vina mín, og ganga suður að tjörn?
Þar í laut við lágan eigum kofa,
lékum við þar okkur saman börn.
Þar við gættum fjár um fölvar nætur
fallegt var þar út við hólinn minn.
Hvort er sem mér sýnist að þú grætur,
seg mér hví er dapur hugur þinn?
Hví ég græt og burt er æskan bjarta,
bernsku minnar dáin sérhver rós.
Það er sárt í sínu unga hjarta
að sjá hve slokkna öll þín skærstu ljós.
Ó, hve fegin vildi ég verða aftur
vorsins barn og hérna leika mér.
Nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur
þunga sorg á herðum mér ég ber.
Hvað þá gráta gamla æskudrauma,
gamla drauma bara ór og tár.
Láttu þrekið þrífa stýristauma.
Það er hægt að kljúfa lífsins ár.
Kemur ekki vor að liðnum vetri?
Vakni ei nýjar rósir sumar hvert?
Voru hinar fyrri fegri betri?
Feldu ei tár en glöð og hugrökk vert.
(Guðmundur Guðmundsson)
Á sumrin fórum við í berjamó,
spiluðum golf, og nutum tímans
saman í heimabænum þínum,
Stykkishólmi. Þó ég hafi fæðst er-
lendis og hafi búið mest allt líf mitt
erlendis þá hefur Ísland alltaf ver-
ið heima fyrir mig vegna þíns kær-
leika. Þú munt alltaf eiga stað í
hjartað mínu. Við bræðurnir, Ró-
bert, Henrý, Oliver og ég, munum
alltaf sakna þín.
Þinn
Andri Ibsen.
Elsku amma Ebba.
Það er komið að kveðjustund og
söknuðurinn er svo mikill. Ég er
ennþá að ná áttum þar sem þú
varst svo mikill partur af mér og
allri fjölskyldunni. Við töluðum svo
mikið um framtíðina og trúði ég
því alla tíð að þú myndir verða alla-
vegana 100 ára og að við myndum
fá að upplifa miklu meira saman en
nú er raunin. Við vorum alltaf með
húmorinn og gleðina í fyrirrúmi í
gegnum óteljandi facetime-samtöl
síðustu ár vegna veru minnar er-
lendis þar sem þú lést tæknina svo
sannarlega ekki stoppa þig. Þú
varst alltaf á leiðinni til mín í heim-
sókn til Svíþjóðar svo ég gæti boð-
ið þér í kaffi í öllu fína silfrinu sem
þú varst búin að gefa mér. Það er
sárt að eiga mikið af framtíðar-
plönunum eftir sem við töluðum
svo mikið um og fá ekki að deila því
með þér amma. En þú kenndir
mér svo ótal margt og mun ég taka
það allt með mér út í lífið.
Þú varst alltaf til staðar og alltaf
með okkur fjölskyldunni og því
eru minningarnar óteljandi. Minn-
ingarnar sem eru mér efst í huga
eru allar helgarnar sem ég gisti á
Sævanginum í Hafnarfirði. Þær
einkenndust af ristuðu brauði með
banana og heitu kakói í rúmið,
sundferð í sundlaugina í Garðabæ,
bökuðum pönnukökum og föndri
yfir daginn. Í gegnum mína barn-
æsku var það svo notalegt þegar
þú komst einn virkan dag í viku
suður til Njarðvíkur þegar ég var
ekki á körfuboltaæfingum og átt-
um við þann dag saman. Þá tókstu
alltaf meðferðis snúða og
ljúffengan kvöldmat. Svo má ekki
gleyma öllum ferðunum saman til
Stykkishólms, til Flórída til Þor-
geirs, verslunarferðunum til Bost-
on og skvísuferðunum meðal ann-
ars til Danmerkur. Mikið
uppáhald var eplakakan þín á að-
fangadag sem við fengum okkur
svo oft tvær í morgunmat á jóla-
dag. Þú komst mér líka í golf og
var það mjög skemmtilegt að eiga
sameiginlegt áhugamál og eyða
ennþá meiri tíma saman.
Amma, þú ert fyrirmyndin mín.
Þú hugsaðir alltaf fyrst um alla
aðra og varst svo gestrisin. Þú
varst alltaf svo stolt af mér og ég
talaðir svo fallega til mín, bæði við
mig og í kringum aðra. Þú sýndir
alltaf öllu svo mikinn áhuga í mínu
lífi og því var alltaf svo gaman að
spjalla við þig um lífið og
tilveruna. Þú varst líka alltaf svo
glæsileg og það vita allir sem þig
þekktu þar sem þú varst alltaf svo
smart og í fínasta tauinu. Við
höfðum líka rætt það mikið að það
er miklu betra að vera fínni í öllum
tilefnum en ekki og áttum við það
sameiginlegt. Ég er svo þakklát að
hafa getað eytt seinustu dögunum
þínum hjá þér á sjúkrahúsinu þar
sem við gátum átt kveðjustund
saman. Það er svo erfitt að hugsa
til þess að þú verðir ekki lengur
hjá okkur en ég lofa að halda
minningunni þinni á lofti alla tíð,
amma. Þú verður alltaf í hjarta
mínu og ég veit að þú veist það.
Elska þig amma mín!
Þín ömmustelpa,
Guðlaug Björt Júlíusdóttir.
Elsku Ebba móðursystir okkar
er fallin frá.
Hún var yngst systranna á Silf-
urgötunni í Stykkishólmi en þær
voru fjórar og bræðurnir þrir.
Bræðurnir Bjarni og Svanlaugur
eru látnir en Gunnlaugur, sem er
yngstur, býr í Stykkishólmi. Syst-
urnar voru fjórar, þær Helga,
Lea, Hrefna og Ebba. Þær voru
einstaklega samrýndar og miklar
vinkonur en mamma Helga dó
2014.
Við minnumst Ebbu fyrst þeg-
ar við vorum lítil að koma í heim-
sókn til ömmu og afa á Silfurgöt-
unni. Hún átti fallegt lítið herbergi
í húsinu og var alltaf svo góð við
okkur frændsystkini sín. Árin liðu
og hún eignaðist fjölskyldu. Þor-
geir var maðurinn hennar og þau
eignuðust Ásgerði og Þorgeir.
Þau bjuggu í fallegu húsi í Hafnar-
firði alveg við hraunjaðarinn þar
sem fallegir burknar uxu villt. Þar
þótti krökkunum gaman að leika
sér. Ebba var mikil blómakona og
njótum við frændsystkinin þess að
hafa fengið afleggjara af fjölærum
plöntum frá þeim Ebbu og Hrefnu
móðursystrum okkar. Alltaf var
hún hjálpsöm og velviljuð við fólk-
ið sitt.
Jólaboð fjölskyldunnar voru ár-
legur viðburður þar sem allir hitt-
ust og átti Ebba mikinn þátt í því
að þau voru haldin og velheppnuð.
Þá var hún ákveðin og jákvæð
þegar kom að því að endurbyggja
frá grunni húsið okkar á Silfurgöt-
unni. Ebba frænka var listræn og
eru fjölbreytt glerlistaverk fagurt
vitni um hæfileika hennar á því
sviði.
Við andlát Ebbu viljum við
þakka fyrir kynnin og samveru-
stundirnar. Við sendum Ásgerði,
Þorgeiri og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hvíl í friði elsku Ebba.
Ásta Lára, Guðbrandur,
Erla, Ágúst og Þröstur.
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, ég kveð þig
með ljóðinu hans afa „Til
vina“.
Þótt ævitíminn eyðist
og ört verði þáttaskil,
vér eigum margs að minnast
og margs að hlakka til.
Og sérhver með oss eldist,
sem unnum vér hér á jörð
og á vorn hug og hjarta,
vora heill og þakkargjörð.
(ÞI)
Takk fyrir allt elsku
amma. Minning þín er ljós í
lífi okkar.
Atli Geir Júlíusson.
- Fleiri minningargreinar
um Ebbu Lárusdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Guðrún Ein-
arsdóttir
Thorlacius var
fædd 7. júlí 1925 í
Reykjavík. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 20. janúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Einar Tóm-
asson, kola-
kaupmaður í
Reykjavík, f. 18. febrúar 1893,
d. 12. september 1966, og eig-
inkona hans Ragnhildur Jóns-
dóttir, f. 26. júlí 1893, d. 1. maí
1961.
Systkini Guðrúnar eru: Elín,
f. 1917, d. 1982; Jóna Sigurveig,
f. 1920, d. 2000; Ásta, f. 1922, d.
1991; Anna, f. 1923, d. 2011;
Tómas, f. 1927, d. 2008; Sigríð-
ur, f. 1929, d. 2019; Inga, f.
1930; Ragnhildur, f. 1931, d.
1986; Soffía, f. 1932, d. 2005, og
Kristján, f. 1935, d. 2003.
Guðrún giftist 18. apríl 1946,
Þorleifi Thorlacius sendiherra.
Hann var fæddur 18. apríl 1923,
d. 3. febrúar 1986. Foreldrar
mars 1956. Börn þeirra: Íris
Thorhild, f. 1991, og Katharina
Ragnhild, f. 1992. 4) Ragnhild-
ur, f. 6. desember 1957, gift
Torben von M. Bondrop, f. 27.
janúar 1958. Börn þeirra: Pét-
ur, f. 1987, Stígur, f. 1990, og
Caroline, f. 1995.
Guðrún var alin upp í
Reykjavík, lauk prófi frá hús-
mæðraskólanum á Laugalandi í
Eyjafirði 1945. Um 1945 var
hún afgreiðslustúlka í hann-
yrðaverslun í Reykjavík. Hún
veiddi lengi vel með föður sín-
um í Elliðaánum og kenndi síð-
ar afkomendum sínum hand-
tökin við árbakkann. Guðrún
var sæmd gullmerki Stangveiði-
félags Reykjavíkur 17. maí
2019, en þá voru 78 ár liðin frá
því hún skráði sig í SVFR fyrst
kvenna. Guðrún fluttist ásamt
Þorleifi 1952 til Óslóar í Noregi,
en vegna starfa Þorleifs í utan-
ríkisþjónustunni bjuggu þau er-
lendis í yfir 20 ár, s.s. í Noregi,
Þýskalandi og Danmörku. Eftir
að þau fluttust heim bjuggu þau
á Seltjarnarnesi. Síðustu árin
bjó Guðrún í Kópavogi uns hún
fluttist á hjúkrunarheimilið Sól-
tún vorið 2020, þar sem hún
lést. Langömmubörnin eru 14
og eitt langalangömmubarn.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 8. febr-
úar 2022, klukkan 13.
hans voru Þor-
steinn Thorlacius,
f. 26. september
1886, d. 29. maí
1970, bóksali á Ak-
ureyri og prent-
smiðjustjóri í
Reykjavík, og Þor-
björg Þorleifsdóttir
Thorlacius, f. 2. júlí
1895, d. 12. febrúar
1985.
Börn Guðrúnar
og Þorleifs eru: 1) Þorsteinn, f.
12. ágúst 1946, kvæntur Guð-
nýju Jónasdóttur Thorlacius, f.
30. apríl 1947. Börn þeirra eru
Guðrún Tinna, f. 1971, Jónas
Einar, f. 1978, Þorleifur, f.
1984. 2) Einar, f. 18. mars 1952,
kvæntur Helgu Ásgeirsdóttur
Thorlacius, f. 7. febrúar 1950.
Börn þeirra eru Nadine Guð-
rún, f. 1975, Þórdís Ásta, f.
1983, og Steinunn Erla, f. 1984.
3) Þorbjörg, f. 13. febrúar 1954.
Fyrri eiginmaður: Helmut Wes-
termann, f. 20. maí 1951. Börn
þeirra: Sven-Peter, f. 1971, d.
2015, Jon Einar, f. 1974. Seinni
eiginmaður: Klaus Lethaus, f. 4.
Elsku mamma, komið að
kveðjustund. Þú kvaddir okkur
hinn 20. janúar. Síðustu mánuðir
voru þér efalaust erfiðir, þar sem
heilsu hrakaði, en alltaf varstu
glöð og kvartaðir aldrei. Þú
brýndir fyrir okkur afkomendum
mikilvægi þess að standa saman,
enda varst þú úr mjög samhentri
fjölskyldu í ellefu systkina hópi.
Þú varst á langri ævi ávallt ein-
læg og trú, hæversk og góð, nær-
gætin og skilningsrík. Áhugamál
áttir þú mörg og má sérstaklega
nefna stangveiði og elda-
mennsku, sem þú leiðbeindir mér
um, og hef ég leitast við að miðla
þessum fróðleik áfram til minna
barna. Langdvölum bjugguð þið
pabbi í Noregi, Þýskalandi og
Danmörku vegna starfa hans og
eru margar og góðar minningar
frá tíðum heimsóknum til ykkar.
Þótt þú sért nú aðeins minningin
ein mun ég ávallt minnast þín
með hugheilu þakklæti og hjart-
ans hlýju. Með ástarþökk ertu
kvödd í hinsta sinni hér. Hlýhug
allra vannstu sem fengu að kynn-
ast þér. Allt er geymt, engu
gleymt, ekkert er fullþakkað.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún)
Þorsteinn.
Elsku tengdamóðir mín og
vinur, Guðrún, hefur kvatt okk-
ur, 96 ára gömul, í sátt við langt
og farsælt æviskeið.
Guðrún var alin upp í stórum
systkinahópi á Bergstaðarstræti
í Reykjavík. Hún var alltaf stolt
af fjölskyldunni og lét það í ljós
hve henni þótti vænt um allt
frændfólkið sitt. Hún fylgdist
líka vel með þessum stóra hópi.
Já þau Bergstaðastrætissystkin-
in og þeirra afkomendur eru al-
veg einstök. Guðrún var mikil
fjölskyldumanneskja, hún pass-
aði upp á afkomendurna og var
alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði
á. Hún var stálminnug og mundi
alla afmælisdaga allra ættingj-
anna. Og háöldruð átti hún það
til að minna yngra fólkið á tann-
læknatíma o.fl. Dætur okkar og
barnabörn eiga margar góðar
minningar af ömmu Guðrúnu og
mun hennar verða sárt saknað í
þeirra hópi.
Þegar ég minnist Guðrúnar er
ég full þakklætis fyrir allt sem
hún hefur verið fjölskyldunni.
Okkar fyrstu kynni voru fyrir 54
árum þegar ég kom heim með
Einari syni hennar á Hofsvalla-
götuna. Ég kunni strax vel við
þessa glæsilegu konu og bar allt-
af síðan mikla virðingu fyrir
henni. Og seinna þegar við Einar
fluttumst til Þýskalands kynntist
ég henni enn betur, því við dvöld-
um hjá Þorleifi og henni í Bonn í
öllum fríum. Þá var gjarnan tek-
ið í spil og spiluð bridge langt
fram á nótt.
Guðrún var afbragðsgóður
kokkur og galdraði fram dýrindis
veislumat fyrir smáar sem stórar
móttökur. Enda var oft gest-
kvæmt hjá þeim hjónum hvar
sem þau bjuggu í heiminum. Það
var unun að fylgjast með og læra
af henni við matargerðina.
Hún var listræn í höndunum
og saumaði út og prjónaði hvert
listaverkið á fætur öðru. Öll fjöl-
skyldan átti peysur frá henni.
Guðrún hafði gaman af að
veiða og byrjaði ung að veiða í
Elliðaánum með föður sínum.
Guðrún var lunkinn veiðimaður.
Hún hélt áfram veiðinni meðan
heilsan leyfði og veiddi síðasta
laxinn árið 2000 í Elliðaánum.
Hún var sæmd gullmerki SVFR
árið 2019, enda félagi nr. 1.
Það var gaman að ræða bók-
menntir við tengdamóður mína,
hún las mjög mikið og var þakk-
lát fyrir að geta hlustað á hljóð-
bækur fram í andlátið. Hún
hvatti líka barnabörnin til lesturs
og gaf þeim ævinlega bækur í
jólagjöf.
Hún fylgdist líka vel með þjóð-
málum og hafði sterkar skoðanir
á flestu sem gerðist á vettvangi
stjórnmálanna og var oft rökrætt
um þau mál við stofuborðið hjá
henni. Einnig hafði hún unun af
sígildri tónlist og leiddi mig inn í
þann heim með því að setja plötu
á fóninn og njóta þess að hlusta í
rólegheitum.
Ég minnist með hlýju allra
heimsókna Guðrúnar til Akur-
eyrar, er við Einar bjuggum þar
ásamt fjölskyldunni. Þá var farið
í berjamó, göngutúra í Kjarna-
skógi á nýársdag, nestistúra í
Vaglaskóg að sumri og margt
fleira. Við fórum nokkrar ferðir
með Guðrúnu til Danmerkur og
Þýskalands að heimsækja dætur
hennar.
Starfsfólki Sóltúns vil ég
þakka fyrir hlýja umönnun Guð-
rúnar síðastliðin tvö ár.
Með þessum orðum kveð ég
þig elsku Guðrún, minning um
glæsilega konu mun lifa að eilífu.
Helga.
Amma. Ég keyrði inn Berg-
staðastrætið og framhjá húsinu
ykkar áðan, framhjá húsinu þar
sem þú áttir alla æskuna með
þínu besta fólki. Afi þinn og
amma, pabbi og mamma og þið
öll systkinin á Bestó. Hugsaði
um sögurnar sem þú hefur sagt
mér af æskunni í ungu Reykja-
vík. Göturnar í miðbænum eins
og þær voru þá, fólkið í húsun-
um.
Sögur af ykkur afa þegar þið
voruð ung og að draga ykkur
saman. Ég sé ykkur fyrir mér
þegar þið gangið saman löngu
leiðina úr miðbænum að Lind-
argötu þar sem afi leigði her-
bergi. Hann bauð þér inn og þið
settust við skrifborð þar sem
hann las fyrir þig ljóð, svo róm-
antískt og fallegt. Nú man ég
ekki hvert ljóðið var en sagan
finnst mér svo krúttleg og gam-
an að hugsa um ykkur svona ást-
fangin og sólgin í að eyða tím-
anum saman. Svona hugsa ég til
þín, þú ert ung og björt og glöð í
blóma lífs þíns. Með afa eins og
þú ert núna.
Ég fór líka í huganum upp að
Elliðaám þar sem þú fórst svo oft
með pabba þínum að veiða sem
stelpa og þar sem við afkomend-
ur þínir förum líka öll sumur.
Laxveiðikonan og stangveiði-
félagi nr. 1. sem þekkir ána sína
út og inn, alla bestu staðina.
Flatkökur með hangikjöti og
harðfiskur er besta nestið í veið-
ina. Það vita allir, líka fyrir
grænmetisætur. Heimalagaða
kindakæfan þín var líka síðasta
vígið. En svo kom að samtalinu
um að nú myndi ég ekki borða
meiri kæfu. Manstu! Þú skildir
það, alltaf styðjandi.
Staðföst, sumir hefðu sagt
þver en mér finnst fallegt að vera
staðföst. Þú varst þannig, líka
nægjusöm, jákvæð og dugleg.
Svo hélst þú alltaf þínu striki og
þorðir að hafa skoðun. Það er
töff. Amma töffari! Og þú hlærð
að mér þegar ég segi að mér
finnist þú vera töffari, en það var
gaman að hlæja saman og finna
streng í sama húmor. Það nýj-
asta af nálinni hjá okkur er sam-
talið um smásögur Þórarins Eld-
járns sem við vorum báðar að
lesa. Við vorum sammála um
fyndnustu söguna og ætluðum að
lesa hana aftur í vikunni. „Seim
tæm next spríng“ amma mín! Og
við hlógum innilega að vitleys-
unni.
Svo fór ég bara í eldhúsið að
gera mat. Gerði grænmetis-
lasagna og velti fyrir mér hvaða
mat þú hefðir gert? Pottþétt ekki
lasagna, en kannski kjötsúpu eða
einhvern góðan fisk. Þú hafðir
þína skoðun á mat og í eldhúsinu
varstu sannanlega á heimavelli.
Linsoðið egg handa afa, saltkjöt
og baunir mínus kjöt, nýtt brauð
með dönskum osti, döðlukaka
með rjóma og lakkrís, alltaf nóg
af lakkrís.
Annars hafa samverustund-
irnar okkar verið svo ótal margar
og góðar undanfarin ár. Það var
gott að hægja á og gefa rými með
þér. Allt stússið okkar saman,
hingað og þangað sem þú þurftir
að fara og samtölin um stórfjöl-
skylduna alla, upp og niður ætt-
artréð. Þú varst með öll tengslin
á hreinu, kristaltær í hugsun,
kýrskýr. Það versta er að mér
finnst ég ekki muna neitt af
þessu núna. En ég ætla ekki að
hafa áhyggjur af því, treysti því
að ég geti spurt þig í draumi ef
ég þarf eitthvað að rifja upp.
Góð ævi, gjöful og rík.
Takk fyrir þig amma mín og
allar góðu stundirnar okkar sam-
an.
Þar til við hittumst á ný.
Þín
Guðrún Tinna.
Guðrún Einars-
dóttir Thorlacius
Ástkær bróðir, mágur og frændi,
ÞÓRÐUR TÓMASSON,
Skógum,
lést fimmtudaginn 27. janúar á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Útför Þórðar hefur þegar farið fram
í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna. Fjölskyldan þakkar öllum
auðsýnda samúð.
Guðrún Tómasdóttir Magnús Tómasson
Kristín Magnúsdóttir og fjölskylda
Tómas Birgir Magnússon og fjölskylda
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BRYNJÓLFUR GÍSLI KRISTINSSON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 31. janúar.
Sérstakar þakkir til heimilis- og starfsfólks
fyrir hlýlegt viðmót og góðar stundir.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Arna Sigríður Brynjólfsdóttir
Kristinn Brynjólfsson
Sæunn Brynjólfsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn