Morgunblaðið - 08.02.2022, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Botsía kl. 10.15
Postulínsmálun kl. 12.30.Tálgað í tré kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Leikfimi m. Milan kl. 10. Leshringur kl. 11.15 Handavinna kl.
12-16. Karlakórsæfing kl. 12.45. Brids kl. 12.30. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Innipútt kl. 14. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Allir velkomnir. Sími. 411-2600.
Boðinn Pílukast kl. 9. Ganga / stafganga kl. 10. Brids og kanasta kl.
13. Sundlaugin er opin frá kl. 13k30-16.
Bústaðakirkja Félagsstarf heldri borgara, opið hús í safnaðarsal frá
kl. 13-16 á miðvikudag. Spil, handavinna, hugleiðing og bæn. Góðir
gestir koma til okkar, feðginin Laufey Dóra og Áskell en þau hafa
verið að hanna og framleiða kjóla með sjálfbærni og umhvefissjónar-
mið í huga. Laufey Dóra er læknir og Áskell er blaðamaður og ljós-
myndari. Kaffið góða á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur.
Fella- og Hólakirkja Félagsstarf eldri borgara í dag, þriðjudaginn 8.
febrúar, hefst með kyrrðarstund kl. 12. Umsjá Kristín Kristjánsdóttir
djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Hlökkum til að sjá ykkur.
Verið hjartanlega velkomin.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV
kl. 9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl.
12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Bónusrútan kl. 13.10.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Stólajóga kl. 11 í danssal Sjálandsskóla.
Leikfimi í Ásgarði kl. 12.15. Botsía í Ásgarði kl. 13.10. Njálulestur í
Jónshúsi kl. 13 –15. Smiðjan opin fyrir smíðahóp kl. 13–16.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 9
til 10.15 heilsu-Qi-gong.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara! Í dag, þriðjudaginn 8.
febrúar verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna
húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert. Boðið er upp á kaffi og
meðlæti að opna húsinu loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir.
Kyrrðarstund hefst kl. 12. Að henni lokinni er léttur hádegisverður
gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir!
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9.Tréútskurður kl. 13. Kanasta kl. 13 allir
velkomnir (byrjendur sem lengra komnir).
Korpúlfar Listmálun í Borgum kl. 9, morgunleikfimi í Borgum kl. 9.45
og botsía í Borgum kl. 10. Helgistund í Borgum kl. 10.30 og leikfimis-
hópur Korpúlfa, Margrétar-hópur, í Egilshöll kl. 11. Spjallhópur í lista-
smiðjunni í Borgum kl. 13 og sundleikfimi kl. 14 í Grafarvogssund-
laug. Minnum á Korpúlfabingó á morgun 9. febrúar kl. 13 í Borgum,
margt góðra vinninga. Minnum á grímuskyldu.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um Brynjólf
Sveinsson sem Skálholtsbiskup. Kaffiveitingar.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffikrókur alla morgna kl. 9-
11.30. Pútt kl. 10.30 að Austurströnd 5. Ath. Helgistundin sem vera átti
í salnum á Skólabraut í dag frestast um viku og verður þriðjudaginn
15. febrúar kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Örnámskeið,
roð og leður á neðri hæð félagsheimilis kl. 15.30. Nk. fimmtudag
verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
HEITIRPOTTAR.IS
Sími 777 2000
Saltvatnspottar,
klórpottar og
hitaveitupottar
Eigum til á lager
alla tegundir potta
Sendum hvert
á land sem er
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝
Rafn Hjartar-
son fæddist á
Hellissandi 27. júlí
1935. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akranesi 28. janúar
2022.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Vig-
fúsdóttir, f. 11. júní
1911, d. 29. apríl
1994, og Hjörtur
Jónsson, f. 28. októ-
ber 1902, d. 10. ágúst 1963.
Systkini hans eru: Snorri, lát-
inn, Hreinn, látinn, Hróðmar,
Jón, Aðalheiður, látin, og Vigfús.
Eiginkona Rafns er Elsa Guð-
mundsdóttir f. 2. febrúar 1937.
Dætur þeirra eru: 1) María Guð-
munda, gift Þorsteini Ósk-
arssyni og eiga þau þrjú börn. 2)
húsasmíðameistari 1962. Þar
kynntist hann Elsu Guðmunds-
dóttur. Þau giftu sig hinn 11.
júní 1960 í Akureyrarkirkju.
Rafn vann hjá Þorgeiri og Ellert
með náminu og í mörg ár á eftir.
Var formaður Trésmiðafélags-
ins um árabil.
Rafn fór í Lögregluskólann í
Reykjavík og 1972 byrjaði hann í
lögreglunni á Akranesi og sinnti
því starfi til 1988, er hann hóf
störf í Landsbankanum á Akra-
nesi þar sem hann vann til
starfsloka. Rafn starfaði einnig í
mörg ár með frímúrarareglunni
Akri. Hann hafði mikið yndi af
söng, var í mörg ár í Karlakórn-
um Svönum á Akranesi.
Útför Rafns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 8. febrúar
2022, klukkan 13. Streymt verð-
ur frá útförinni á vef Akra-
neskirkju, www.akraneskirkja.is
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Jóhanna Kristín,
gift Hauki Líndal
Jónssyni og eiga
þau þrjú börn. 3) El-
ísabet, gift Ríkarði
Pálssyni og eiga
þau tvö börn.
Barnabörnin eru
níu, þar af er eitt
látið. Barna-
barnabörnin eru
fimmtán og langa-
langafabörnin tvö.
Rafn ólst upp á Munaðarhóli á
Hellissandi og átti þar sín æsku-
ár með foreldrum og systkinum.
Lá leið hans í Bændaskólann á
Hvanneyri þar sem hann útskrif-
aðist sem búfræðingur árið
1955. Eftir það fór hann í húsa-
smíðanám í Iðnskólanum á
Akranesi og útskrifaðist sem
Elsku pabbi. Nú að leiðarlok-
um koma margar minningar upp í
hugann.
Fyrsta minning mín er þegar
ég var fjögurra ára og þú komst
inn í líf okkar mömmu. Þá baðstu
skipstjóra sem sigldi utan að
kaupa handa mér dúkkuvagn og
dúkku. Okkar samband hefur alla
tíð verið sterkt og yndislegt.
Þegar ég ólst upp ein hjá ykkur
og þegar systur mínar tvær voru
litlar fór ég oft með þér í pöntun,
það var pöntunarfélag fyrir
starfsfólk Þ og E. Það var opið á
fimmtudagskvöldum, þá fékk ég
að afgreiða mennina og fékk að
launum Malta-súkkulaði og App-
elsín. Man alltaf þegar ég setti
fæturna í gjörðina og við duttum!
Það var bara staðið upp, þó svo að
ég væri að drepast í fótunum, og
haldið áfram því ég vildi ekki
missa af súkkulaðinu og gosinu.
Man líka eftir að hafa farið með
þér á kóræfingu í Bíóhöllinni, og
ég söng Fuglinn í fjörunni.
Í bílskúrnum á Vogabrautinni
gerðist margt, þú kenndir okkur
að smíða og passa að pússa alltaf
vel áður, og þar var sungið og
rædd málin gegnum tíðina.
Svo komu börnin okkar systra
og þá voru þau öll í bílskúrnum að
dunda sér með þér og þú kenndir
þeim margt eins og okkur; smíða
skip og báta og gera bát úr bréf-
um. Þú kenndir þeim líka bæn-
irnar.
Ég ólst upp í góðu umhverfi og
fékk gott uppeldi þar sem þú
kenndir mér bænirnar strax. Ég
var ekki alltaf sátt við að læra fað-
irvorið utan að en það sem ég er
þakklát ykkur mömmu fyrir að
gefast ekki upp.
Samband ykkar mömmu hefur
alltaf verið svo fallegt og ástríkt
og þið báruð alltaf svo mikla virð-
ingu hvort fyrir öðru. Voruð lika
alltaf eins og nýtrúlofuð, allt til
enda.
Undanfarin ár hefur
alzheimersjúkdómurinn gengið
nærri þér og verið þér erfiður og
okkur fjölskyldunni líka. En alltaf
varst þú blíður og góður og við
kynntumst nýjum manni, sem við
fjölskyldan elskuðum meira en
allt annað.
Í covid var alltaf sunnudags-
kaffi hjá okkur í fjölskylduni. Þá
kom Sigurlaug oft með rjóma-
pönnukökur sérstaklega handa
þér því þú ljómaðir alltaf þegar þú
sást pönnsurnar. Fyrir þær
stundir er ég mjög þakklát í dag.
Seinustu dagar þínir voru á
sjúkrahúsinu umvafinn fjölskyld-
unni og það var yndislegt að geta
verið svona mikið hjá þér og hald-
ið í sterka hönd þína elsku pabbi.
Starfsfólki HVE þakka ég fyrir
alla góðvildina sem þau sýndu
okkur, starfsfólki Höfða þakka ég
fyrir umhyggju við pabba.
Hittumst síðar elsku pabbi.
Þín dóttir,
María Guðmunda
Kristinsdóttir.
Elsku pabbi minn. Minning-
arnar um góðan mann streymdu
fram í hugann þegar ég hélt í
höndina á þér síðustu dagana
þína, allt þetta góða sem þú gafst
af þér til okkar systranna og
mömmu. Maður er aldrei tilbúinn
til að sleppa takinu, en það kom að
því þótt sárt væri.
Nú ertu kominn í Sumarlandið
fagra og það kæmi mér ekki á
óvart að þú syngir þar Ó blessuð
vertu sumarsól, en söngurinn var
þitt yndi á yngri árum og
skemmtilegar minningar um
ferðalögin þar sem lagið var tekið
í bílnum og við tókum öll undir
með þér og sungum einhver falleg
sumarlög.
Skemmtilegu tjaldútilegurnar
við Skorradalsvatnið, þar sem þú
leyfðir mér einu sinni að prófa að
keyra og munaði litlu að ég keyrði
tjaldið niður, en við hlógum bara á
eftir.
Allar ferðirnar á Snæfellsnesið,
þínar æskuslóðir, við systurnar
vorum alltaf svo spenntar að fara
á Hellissand, þar sem þú sýndir
okkur staði sem þú hafðir komið á
þegar þú varst ungur.
Gleymi aldrei ferðinni niður í
Dritvíkina, þar sem þú sagðir
okkur söguna á bak við stóru
steinana í fjörunni og auðvitað
tókstu upp stærsta og þyngsta
steininn og lyftir honum upp,
enda varstu sterkasti pabbi í
heiminum fannst okkur systrum
alltaf.
Eftir að ég flutti ung að árum
austur á Eskifjörð með Hjört átt-
um við og börnin mín samt eftir að
njóta þinnar samveru og hjálpar
sem húsasmíðameistari. Þegar
við Haukur byrjuðum að byggja
húsið okkar, bara tvítug að aldri,
þá kom sér vel að eiga pabba sem
smið sem varði mörgum stundum
við að aðstoða okkur í sumarfríinu
sínu, takk pabbi minn, fyrir alla
hjálpina.
Góðar minningar koma líka
upp þegar við ferðuðumst með
ykkur mömmu um Austurlandið
þegar þið komuð í heimsókn,
reyndum alltaf að finna nýja og
nýja staði til að fara með ykkur á,
með nesti með okkur til að borða
úti í náttúrunni. Leita að sér-
kennilegum steinum, en það var
líka áhugamál hjá þér og einnig
hjá mér og fleiri afkomendum þín-
um.
Eftir því sem árin liðu fann ég
fyrir því hve langt í burtu ég var
frá ykkur, vildi getað notið meiri
samveru með ykkur, en ég reyndi
þó alltaf að heimsækja ykkur í
hvert skipti sem ég átti leið suður,
því það skipti mig miklu máli, þeg-
ar aldurinn færðist yfir ykkur
mömmu, að hitta ykkur, áður en
það yrði of seint einn daginn.
Hvíl þú í friði pabbi minn, við
systurnar pössum mömmu fyrir
þig eins og þú baðst um.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
Jóhanna Kristín Rafnsdóttir.
Rafn Hjartarson
✝
Kristín Guð-
mundsdóttir
fæddist í Króki,
Ásahreppi,
Rangárvallasýslu,
20. nóvember 1923.
Hún lést 22. janúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Ólafsson, f.
21.12. 1888, d. 2.5.
1989 og Guðrún
Gísladóttir, f. 13.12. 1889, d. 6.9.
1935. Kristín var sjöunda barn
hjónanna en þau áttu 14 börn.
Systkini hennar voru: Guðrún
Lovísa, f. 1915, d. 2007. Viktoría
Guðrún, f. 1916, d. 2002. Guð-
bjartur Gísli, f. 1918, d. 1996.
Ólafur, f. 1920, d. 2009. Eyrún,
f. 1921, d. 2014. Hermann, f.
Sævar Björnsson, f. 26.6. 1944.
Kona hans er Pálína Ellen Jóns-
dóttir, f. 11.7. 1952.
Kristín og Einar hófu búskap
í Reykjavík og bjuggu þar alla
tíð.
Kristín ólst upp í Króki í Ása-
hreppi. Á 12. ári missti hún
móður sína. Eftir hefðbundna
skólagöngu sem var á þessum
árum, fór hún í Húsmæðraskól-
ann í Hveragerði. Eftir að Örn
fæddist bjó hún í Króki en 1953
fluttu þau til Reykjavíkur þegar
Kristín og Einar hófu búskap.
Kristín starfaði lengi hjá Sæl-
gætisgerðinni Víkingi og síðar
hjá Þvottahúsi ríkisspítalanna.
Hún gegndi trúnaðarmanna-
störfum á báðum stöðum.
Kristín og Einar áttu lengi
sumarbústað í Öndverðarnesi í
Grímsnesi. Þau höfðu gaman af
því að dansa og voru lengi í
samkvæmisdönsum hjá Heiðari
Ástvaldssyni.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 8. febrúar
2022, klukkan 15.
1922, d. 2014. Dag-
björt, f. 1925, d.
2011. Sigurbjörg, f.
1926, d. 2014. Ing-
ólfur, f. 1927, d.
2006. Valtýr, f.
1928, d. 2015.
Ragnheiður, f.
1929, d. 1999. Gísli,
f. 1930, d. 1977.
Sigrún, f. 1931, d.
2015.
Kristín giftist 14.
mars 1954 eftirlifandi eigin-
manni sínum, Einari Inga
Hjálmtýssyni, f. 1.8. 1930. For-
eldrar hans voru: Hjálmtýr Ró-
bert Brandsson, f. 11.11. 1908,
d. 17.3. 1932 og Þórey Helga
Einarsdóttir, f. 31.10. 1906, d.
26.5. 1992.
Kristín átti einn son, Örn
Stína frænka var móðursystir
mín. Hún var sú sjöunda í röð-
inni af systkinunum frá Króki
sem voru fjórtán talsins. Móðir
mín Sigrún var litla systir henn-
ar. Stína er nú sú síðasta til að
kveðja af systkinahópnum, í
hárri elli. Æskuminningar mínar
eru margar tengdar þeim Stínu
og Einari eiginmanni hennar.
Ég kom oft á Flókagötuna í risið
til þeirra með foreldrum mínum
og Fríðu systur. Þar bjuggu þau
ásamt Erni syni Stínu og Þór-
eyju móður Einars. Stína vann
lengi í Sælgætisgerðinni Víkingi
og nutum við systkinabörnin
góðs af því. Á flestum heimilum
systkina Stínu voru til brúnir
bréfpokar fullir af súkkulaði og
öðru góðgæti sem Stína kom
reglulega með færandi hendi. Á
sumrin ferðuðumst við saman
um landið með Stínu og Einari
og fleiri systrum hennar. Sofið
var í tjöldum og til eru margar
myndir og minningar úr þessum
ferðum. Seinna eignuðust Stína
og Einar sumarbústað í Gríms-
nesinu og undu sér vel. Þangað
kom ég oft sem krakki. Stína var
mjög vinnusöm í bústaðnum. Ég
man eftir henni í köflóttri vinnu-
skyrtu að bera á spýtur og mikil
vinna hjá henni fólst í að halda
eldinum í kamínunni logandi.
Hún bakaði líka oft pönnukökur
með kaffinu handa okkur gest-
unum. Stína og Einar voru sam-
hent og ræktuðu upp mikinn og
fallegan gróður í kringum bú-
staðinn. Þegar þau fluttu á
Kleppsveginn kom ég þangað
með mömmu og stundum bök-
uðu þær flatkökur og kleinur
saman systurnar. Á Bústaðaveg-
inum hjá Böggu systur hennar
og fjölskyldu hitti ég Stínu og
Einar oft því þar var viðkomu-
staður flestra systkinanna. Stína
kom þá keyrandi því hún tók bíl-
próf mjög snemma. Hún hafði
lært á bíl hjá Valla bróður sínum
eins og margar af systrunum
gerðu. Einar hefur sagt mér að
hún hafi verið mjög flinkur bíl-
stjóri. Þau skiptust oft á að
keyra á ferðum sínum. Einar og
Stína fóru nokkrar ferðir til
Noregs og heimsóttu þar Lóu
frænku og hennar fjölskyldu og
nutu þess að að keyra um það
fallega land. Árið 2011 ákváðu
þau hjónakornin þá háöldruð að
flytja í aðra íbúð með betra að-
gengi. Þau komu mörgum að
óvart þegar þau keyptu íbúð á
jarðhæð í Ferjuvaði í Norðlinga-
holti. Við mamma grínuðumst
með það í góðu að þau hefðu
flutt í Norðlingaholtið með unga
fólkinu á meðan flestir jafnaldr-
ar þeirra fóru í þjónustuíbúðir.
Þetta lýsir þeim hjónum vel því
dugleg og sjálfbjarga hafa þau
alltaf verið. Hin síðari ár naut
Stína mjög góðs af því hve Einar
er ern og hefur sinnt henni mjög
vel. Mér er minnisstætt að ef
hún var á sjúkrahúsi færði hann
henni rjómaís, því ís var í uppá-
haldi hjá henni. Stína var frekar
dul en jafnlynd og dagfarsprúð
kona. En gat þó stokkið upp á
nef sér ef eitthvað var gert á
hlut hennar. En það var fljótt úr
henni. Ég fann vel fyrir vænt-
umþykju hennar í minn garð og
eftir að mamma kvaddi 2015 fór
ég að fara til þeirra reglulega.
Ég fékk að setja rúllur í hárið á
henni og aðstoða með ýmislegt.
Stína kvaddi mig alltaf með orð-
unum: „Ég bið að heilsa fólkinu
þínu“ og þannig kveð ég þig,
kæra frænka, með þakklæti fyrir
stundir okkar saman.
Guðrún Ólafsdóttir.
Kristín
Guðmundsdóttir