Morgunblaðið - 08.02.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 08.02.2022, Síða 32
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Með kaupum á 100 lítra+ fiskabúrum fylgir afsláttarkort sem veitir 20% afslátt af öllu í fiskadeild í 30 daga Leikhúsunn- endum gefst tækifæri til að skyggnast örlítið á bak við tjöldin á Leikhúskaffi sem Borgarbókasafn- ið í Kringlunni hefur boðið upp á í samstarfi við Borgarleikhúsið á síðustu misserum. Að þessu sinni fá gestir innsýn í verkið Tu jest za drogo (Úff hvað allt er dýrt hérna) sem leikhópurinn PóliS stendur að. Á Leikhúskaffinu í dag kl. 17.30-19.00 segja Ólafur Ásgeirsson, höfundur og leikari, og Aleksandra Skolo- zynska leikkona gestum frá verkinu. Leikritið er ferða- saga tveggja ungra Pólverja sem koma til landsins til að vinna og safna peningum fyrir brúðkaup sitt heima í Póllandi. Á ferðalaginu hitta þau fyrir furðulegt fólk og lenda í ýmsum ævintýrum sem reyna á samband þeirra. Að kynningu lokinni verður rölt yfir í leikhúsið þar sem leikmynd og önnur umgjörð verksins verður skoðuð. Úff hvað allt er dýrt hérna kynnt á Leikhúskaffi Borgarbókasafnsins ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. FH og Haukar unnu bæði góða sigra í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í gærkvöldi. FH vann öruggan útisigur á botnliði HK á meðan Haukar sóttu frækinn útisigur í Garðabæinn gegn Stjörnunni. Bæði lið eru nú með 22 stig að loknum 14 leikjum í tveimur efstu sætum deildarinnar og er það aðeins ögn betri markatala FH sem skilar liðinu toppsætinu. »26 Hafnarfjarðarliðin hnífjöfn á toppi deildarinnar ÍÞRÓTTIR MENNING deild og á tímamótunum heillaðist Smári af félaginu. Smári hefur nokkrum sinnum komið á Selhurst Park, heimavöll Palace. Hann segir sérstaklega eft- irminnilegt þegar fjölskyldan hafi verið í fríi í Bretlandi sumarið 1996. „Þá barst okkur boð um að heim- sækja Selhurst Park. Í heimsókn- inni var rætt við starfsfólk félagsins og allir krókar og kimar vallarins skoðaðir. Við enduðum í bikarasafn- inu. Margir hlæja dátt þegar ég segi frá því en tilfellið er að þarna er sal- ur fullur af bikurum. Að skoðunar- ferðinni lokinni var okkur boðið inn á skrifstofu Dave Bassett, þáver- andi framkvæmdastjóra, og þar var komandi keppnistímabil rætt.“ Leikmenn koma og fara og Smári segir að margir hafi verið í uppá- haldi hjá sér, meðal annars hafsent- inn Jim Cannon og sóknarmennirnir Ian Wright og Mark Bright. „Marg- ir góðir hafa spilað með Palace en helsta vandamálið er að þegar menn fara að skína koma stórliðin eins og gráðugir úlfar og kaupa þá. Núna eru flottir leikmenn í liðinu og nægir þar að nefna Wilfried Zaha.“ Crystal Palace er almennt ekki fyrsta liðið sem kemur upp í hugann þegar rætt er um enska fótboltann en Smári segir að hann sé langt frá því að vera einn í heiminum. „Ég þekki þó nokkra stuðningsmenn Pa- lace og veit um fleiri. Það er eitt sem greinir þennan hóp frá stuðn- ingsmönnum annarra félaga; hann hefur takamarkalaust vit á knatt- spyrnu og er alltaf sæll og glaður með liðið sitt. Hann veit að ef mikið verður um ósanngjörn úrslit þá mun leiðin á endanum liggja upp á ný.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enski boltinn er byrjaður að rúlla á ný eftir stutt hlé. Smári Geirsson, fyrrverandi kennari og skólameist- ari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, er áhangandi enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace, sem sækir Norwich heim annað kvöld, og vonar það besta. „Ég hef verið grjótharður stuðningsmaður Palace frá 1969,“ leggur hann áherslu á. „Ég er alltaf ánægður með mína menn og þótt úrslitin hafi oft verið ósanngjörn erum við Pa- lace-menn ávallt glaðir og ham- ingjusamir.“ Frá barnæsku hefur Smári haft áhuga á íþróttum. Hann var til dæmis í knattspyrnuráði Þróttar í Neskaupstað og reyndar formaður þess um tíma. Hann hefur skrifað margar bækur sagnfræðilegs eðlis og er nú að ljúka heilmiklu verki um sögu Fáskrúðsfjarðar sem á að koma út síðar á árinu. „Það er alltaf nóg að gera í skrifunum og það hef- ur verið skemmtilegt að glíma við Fáskrúðsfjarðarsöguna. Nú skrifa ég einnig fréttir á heimasíðu Síld- arvinnslunnar sem er afskaplega hressandi.“ Ýmislegt ræður stuðningi Íslend- inga við ensk fótboltalið. „Ég hef alltaf haft óbeit á því að halda með stórliðum,“ segir Smári. „Þegar ég var stráklingur hélt ég með Burnley og síðan með Wolves því Úlfarnir léku í eins búningum og Þróttur Nes. Það var síðan árið 1969 að Pa- lace kom upp í efstu deild og ég fann á mér að þetta væri lið sem vert væri að styðja. Mér fannst nafnið á félaginu forvitnilegt og þar sem ég hef áhuga á sögu fór ég að setja mig inn í sögu þess.“ Gömul saga Upphaf Crystal Palace má rekja til heimssýningarinnar 1851. Gler- hýsið og sýningarhöllin Crystal Pa- lace var þá reist í Hyde Park í Lundúnum. Eftir sýninguna var mannvirkið síðan flutt í suðurhluta borgarinnar. Verkamenn og aðrir starfsmenn við bygginguna stofn- uðu samnefnt áhugamannafélag en atvinnumannafélagið varð síðan að veruleika 1905. Vorið 1969 vann Crystal Palace sér fyrst sæti í efstu Sæll stuðningsmaður - Smári Geirsson hefur haldið með Crystal Palace í nær 53 ár Ljósmynd/Hákon Ernuson Fótbolti Smári Geirsson er harður stuðningsmaður Crystal Palace.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.