Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 48

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 48
60 ára Guðný Halla ólst upp á Draflastöðum og Stekkjaflötum í Sölvadal í Eyja- firði, en býr á Bú- landi í Austur- Landeyjum. Hún er sjúkraliði að mennt en er í dag starfandi bóndi og náttúrugræðari með lífrænt mjólkurbú, hrossarækt, hundarækt, hænur og fyrirtækja- rekstur á Búlandi. „Við höfum ræktað íslenska fjárhundinn undir ræktunar- nafninu Gerpla í um 30 ár og fjöldinn allur af hvolpum hefur verið seldur og ræktaður hérlendis og erlendis.“ Guðný Halla rekur einnig Friðar- miðstöðina ehf. Fjölskylda Eiginmaður Guðnýjar Höllu er Guðmundur Ólafsson, f. 1959, bú- fræðingur og vélfræðingur. Börn þeirra eru Ólafur Björn, f. 1985, Guð- rún María, f. 1989, Ásgeir Helgi, f. 1991, og Halldór Örn, f. 2002. Barna- börnin eru orðin fjögur. Foreldrar Guð- nýjar Höllu: Gunnlaugur Þ. Halldórs- son, f. 1932, d. 2009, bóndi, og Guðrún I. Kristjánsdóttir, f. 1933, fv. bóndi, búsett á Dalvík. Guðný Halla Gunnlaugsdóttir 48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 40 ára Steinar er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og Vesturbænum, en býr í Njarðvík. Hann er með MA-gráðu frá Boston Con- servatory Music Theater and dance í trompetleik og er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Garða- bæjar og Akraness ásamt því að stunda spilamennsku. Steinar er í Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna og hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Það síðasta sem ég tók þátt í var óperusýn- ingin Góðan daginn, frú forseti eftir Alex- öndru Chernyshovu. Ég hef mikinn áhuga á bílum, en ég hef verið að vinna við keyrslu meðfram tónlistinni, t.d. á leigubíl og rútu. Svo hef ég mikinn áhuga á ferðalögum, tónlist, kvikmyndum og fleira.“ Fjölskylda Bræður Steinars eru Stefán Helgi, f. 1979, Guðbjörn Már, f. 1983, og Gunnlaugur Þór, f. 1988. Foreldrar Stein- ars eru Kristinn L. Matthíasson, f. 1950, leigubílstjóri og Droplaug G. Stefáns- dóttir, f. 1953, hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett í Njarðvík. Steinar Matthías Kristinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sköpunarþrá þín er rík og sjálf- sagt að þú finnir henni farveg. Þú kemst á snoðir um leyndarmál. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefðir gott af því að komast í frí og velta fyrir þér lífinu og tilverunni. Láttu það eftir þér að dekra við þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gefðu voninni byr undir báða vængi og láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum þinn rætast. Einhver gerir uppreisn á heimilinu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Nú er komið að því að þú fram- kvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Allt fellur í ljúfa löð í ásta- málunum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú munt hugsanlega flytja eða skipta um vinnu á næstu tveimur árum. Ljáttu ljós þitt skína í vinnunni í dag. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur gaman af rökræðum en vilt eftir sem áður forðast illindi. Dugn- aður þinn vekur athygli þeirra sem eru í kringum þig. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fólk hlustar þegar þú talar, en í dag læturðu meira gott af þér leiða með því að hlusta. Skrifaðu niður markmið þín. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Hættu að snúa upp á þig og komdu til móts við þá sem eru reiðu- búnir til sátta. Ekki gera úlfalda úr mý- flugu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ef ekkert er að gert lognast sambandið við vinina út af og þú getur engum um kennt nema þér. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það verður áfram svo mikið að gera hjá þér að á stundum mun þér finnast nóg um. Notaðu viljastyrk þinn ekki bara fyrir þig heldur líka í annarra þágu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur þörf fyrir að taka það rólega, lesa, horfa á sjónvarp og tala við vini þína. Einhver kemur við kvikuna í þér. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er ekki um annað að ræða en setja undir sig hausinn og berjast gegn óréttlæti. Þú ert innsti koppur í búri á vinnustaðnum. Hjörtur fór fyrir því verkefni. Dval- arstaðir þeirra víða um land voru merktir og árið 2012 gaf Ferðafélag Íslands út fræðsluritið „Afreksfólk öræfanna“ eftir Hjört. „Ég var formaður Félags eldri borgara á Selfossi í 14 ár og fram til 2013 starfaði ég með Félagi áhuga- blaðs framsóknarmanna á Suður- landi, í tvö ár og skrifaði leiðara í Dagskrána á Selfossi í nokkur ár. Þá hefur hann ritstýrt og sá um út- gáfu á Umhverfinu, blaði Kiwanis- manna á Selfossi, frá 1979-2013. Árið 1997 tóku áhugamenn að minnast Fjalla-Eyvindar og Höllu. H jörtur Þórarinsson fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi 10.2. 1927 og ólst þar upp til 12 ára aldurs en síðan á Reykhólum, við almenn sveitastörf og hlunnindabúskap þess tíma, svo sem selveiðar, eggja- og dúntekju og heyskap í ýmsum eyjum Breiðafjarðar. Hjörtur naut farkennslu í sinni sveit og stundaði síðan nám við Ungl- ingaskóla Flateyrar og við Unglinga- skóla Árelíusar Níelssonar á Stað á Reykjanesi. Hann lauk almennu kennara- og söngkennaranámi vorið 1948, íþróttakennaranámi 1949 og var síðan við nám í Danmarks Lær- erhöjskole 1965-66. Hjörtur kenndi við Barnaskólann og Miðskólann í Stykkishólmi 1949- 51, við Barna- og unglingaskólann á Selfossi 1951-59, við Flensborgar- skóla 1959-60 og á Selfossi 1960-61. Hann var skólastjóri á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði 1961-78 og sinnti þá jafnframt ökukennslu í hér- aðinu. Hjörtur var síðan kennari við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1978- 80 og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 1980-94. Hjörtur var formaður skóla- nefndar Fjölbrautaskólans á Selfossi 1981-94 og formaður Hollvarða- samtaka skólans 2002-2019. Hann var rekstrarstjóri Tónlistarskóla Ár- nesinga 1978-2005. Hann kom að stofnun tónlistarfélaga í Árnessýslu og í Borgarfirði og var meðal stofn- enda tónlistarskóla á þessum stöð- um. Hjörtur hefur starfað með Kiw- anishreyfingunni í Borgarfirði og á Selfossi frá 1972 og hefur sinnt ýmsum öðrum félagsstörfum: „Ég lít á það sem ómetanlegt tækifæri á lífsferlinum að hafa fengið að starfa í Frímúrarareglunni í 65 ár. Auk þess hefur þátttaka mín í kórum verið með litlum frávikum frá 1940. Það hefur verið óþrjótandi lind ánægju og sálarbóta. Í Reykholti var ég formaður sóknarnefndar í sex ár og á Selfossi fékk ég tækifæri til að leggja kirkjunni lið um ára- bil.“ Hjörtur var ritstjóri Þjóðólfs, fólks um íþróttir aldraðra vítt um land um tuttugu ára skeið.“ Sveitarfélagið Árborg, Töðugjöld- in og Sunnlenska fréttablaðið veittu Hirti viðurkenningu fyrir störf hans að menningarmálum. „Ég hef flokkað safn mitt af stök- um og tækifærisljóðum og komin eru Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri og framkvæmdastjóri – 95 ára Nýtur ævikvöldsins í Mosfellsdal Stúdentsútskrift Björn Geir Leifsson, Hjörtur Geir Björnsson, Friðrika Hanna Björnsdóttir, Ólafur Hrafn Björnsson og Sigrún Hjartardóttir. Jólin 2021 Með langafadætrum, Andreu Sigrúnu og Viktoríu Dís. Afmælisbarnið Hjörtur við Jökulsárlón. Ljósmynd/Ágúst Magnússon Til hamingju með daginn 21 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Brostu framan í spegilinn Börn og brúðhjón •Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. •Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.