Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 26

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að nú styttist í útboð og framkvæmdir á fyrsta áfanga á Hlemmi ásamt Rauðarárstíg, frá Bríetartúni að Hverfisgötu. Reykjavíkurborg og Veitur hyggjast kynna og upplýsa borgarbúa og hagsmunaaðila um næstu skref. Reykjavíkurborg efndi í lok árs 2017 til hugmyndaleitar Hlemm- svæðisins. Þremur arkitektastofum var boðið að taka þátt í verkefninu, sem fólst í því að ímynda sér Hlemm framtíðarinnar. Athygli vakti að í öllum þremur tillögunum var ekki gert ráð fyrir akstri bíla niður Laugaveg við Hlemm, eins og verið hafði í áratugi. Strætisvögnum og borgarlínu verð- ur beint niður Hverfisgötu og Laugaveg í sérrými gegnum nýtt torgsvæði norðan Hlemms. Hönnunartillögur Mandaworks í Svíþjóð og DLD – Dagný Land Design urðu fyrir valinu árið 2018 og unnin var áframhaldandi hönnun á Hlemmi. Yrki arkitektar unnu deiliskipulag að svæðinu í samstarfi við Reykjavíkurborg og hönnuði svæðisins. Snákur fyrstur á svæðið Fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að breytingin nái til lóða og almenningsrýma sem eru í eigu borgarinnar. Stækka á Hlemmtorg með því að breyta um- ferð um svæðið. „Tilgangur breytinga er að ná ut- an um framkvæmdasvæðið sem fylgdi breytingum á gatnamótum Borgartúns við Snorrabraut og framlengingu hjólastíga yfir Sæ- braut,“ segir í tilkynningunni. Það sem er á döfinni á árinu 2022 er kafli á Laugavegi, svokallaður snákur, sem myndar afmarkað svæði með gróðri, setsvæðum, hjóla- stæði og óformlegum leikrýmum. Fyrsti áfanginn, sem verður fram- kvæmdur í sumar, nær frá Snorra- braut að húshorninu til móts við Hlemm Mathöll. „Stálprófíll sem rís og hnígur er leiðandi þáttur á þessum kafla en í honum er einnig falin óbein lýsing á völdum svæðum og afmarkar hann þjónustuleiðir í göturýminu. Yf- irborð snáksins er myndað með náttúrusteini, en leiðin þjónar einn- ig hlutverki blágrænna ofanvatns- lausna. Sólarmegin á Laugaveg- inum er gert ráð fyrir að veitinga- staðir geti vaxið út í göngurýmið,“ segir í lýsingu á verkefninu. Rauðarárstígur frá Grettisgötu að Hlemmi er sólrík gata og í tillögunni er gert ráð fyrir setsvæðum og leikmöguleikum í átt að torgsvæð- inu. Lítil hestahjörð stefni að torg- inu en það eru hreyfanlegir abstrakt hestar sem mynda m.a set- og leiksvæði. Veitinga- og þjónustufyrirtæki geti einnig vaxið út í göngurýmið, eins og það er orðað. VSÓ ráðgjöf, í samstarfi við Reykjavíkurborg, hannaði yfir- borðs- og gatnahönnun fyrir Rauð- arárstíg, norður af Hlemmi. Svæðið er hannað sem vistgata, er í einum fleti og allt rýmið verður hellulagt. Meðal breytinga má nefna: - Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað með lágum kantsteini. - Rauðarárstígur verður lok- aður til suðurs við Gasstöðina og með snúningshaus fyrir fólksbíla í botni götunnar. - Meðfram húsaröð við Rauðar- árstíg er aðkomusvæði íbúðarhús- anna þar sem útfæra má í samráði við húseigendur rampa að inn- gangi. Við jaðar bygginganna er gert ráð fyrir grænu gróðursvæði að hluta sem skapi mjúka ásýnd og geti orðið dvalarsvæði fyrir íbúana. Bekkir og klakkar afmarka svæðið næst húsunum. - Götutré verða gróðursett í trjárist meðfram götunni og regn- beð með fjölbreyttum gróðri. - Lýsing í götunni verður með 4-5 metra háum miðborgarlömpum. Götugögn, s.s. bekkir og hjóla- grindur, verða í samræmi við götu- gagnastefnu Reykjavíkurborgar. - Næst torgsvæðinu og Hlemmi verður komið fyrir stæðum fyrir hreyfihamlaða. Hlemmur mun gjörbreytast - Styttist í útboð og framkvæmdir á fyrsta áfanga að breyttum Hlemmi Tölvumynd/Mandaworks og DLD Hlemmur framtíðarinnar Svona sjá hönnuðirnir fyrir sér að svæðið muni líta út að framkvæmdum loknum. Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Gríptu til þinna ráða Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.