Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 51

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Petra Vlhová frá Slóvakíu bætti ól- ympíugulli í stórt verðlaunasafn sitt í gærmorgun þegar hún sigraði í svigi kvenna á vetrarólympíuleik- unum í Peking. Þetta kemur í beinu framhaldi af mikilli sigurgöngu í vetur þar sem hún vann fimm heimsbikarmót í röð. Útlitið var þó ekki gott eftir fyrri ferðina þegar hún var í áttunda sæti en Vlhová tryggði sér fyrsta sætið með frá- bærri keyrslu í síðari ferðinni. Með þessari frammistöðu færði hún jafnframt Slóvakíu sitt fyrsta ól- ympíugull í alpagreinum. Sögulegur sigur í sviginu AFP Gullið Petra Vlhová með fyrstu sigurlaun Slóvaka í alpagreinum. Íris Una og Katla María Þórðar- dætur, tvíburasystur frá Keflavík, eru komnar til liðs við knattspyrnu- lið Selfyssinga frá Fylki. Íris og Katla eru tvítugar, leika báðar sem varnarmenn, og léku með Keflavík til 2019. Þær hafa síðan leikið með Fylki undanfarin tvö ár. Báðar hafa þær spilað 45 úrvalsdeildarleiki. Íris lék 18 af þessum leikjum með Keflavík árið 2019 og Katla 17. Þá hafa þær báðar leikið með yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum en Katla á 38 landsleiki að baki og Íris 25. Morgunblaðið/Eggert Selfoss Katla María Þórðardóttir kemur frá Fylki ásamt Írisi Unu. Tvíburar til Selfyssinga MEXÍKÓ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skrifaði á dög- unum undir samning við Club Am- érica í efstu deild Mexíkó. Andrea, sem er 26 ára gömul, er uppalin hjá Breiðabliki en hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að semja við mexíkóskt félagslið. Miðjumaðurinn lék með Houston Dash í bandarísku atvinnu- mannadeildinni fyrir áramót þar sem hún fékk fá tækifæri og kom aðeins við sögu í einum deildarleik með lið- inu. Hún hefur einnig leikið með Le Havre í frönsku 1. deildinni og þá á hún að baki 127 leiki í efstu deild með Breiðabliki þar sem hún hefur skorað tíu mörk. Andrea skrifaði undir samning sem gildir út þetta tímabil í Mexíkó en Club América er sem stendur í fjórða sæti vorkeppni efstu deild- arinnar með 13 stig eftir sex leiki af sautján en henni lýkur í maí. „Ég fékk að æfa með Utah Royals eftir að ég útskrifaðist úr South Flo- rida-háskólanum og þar kynntist ég Craig Harrington, þáverandi þjálfara Utah, en hann þjálfar í dag Club Am- érica,“ sagði Andrea í samtali við Morgunblaðið þegar hún var spurð út í vistaskipti sín til Mexíkó. „Ég fór að velta möguleikunum fyrir mér eftir að það varð ljóst að ég yrði ekki áfram í Houston. Ég og Craig höfum alltaf haldið ágæt- issambandi og hann hafði áhuga á því að fá mig til Mexíkó. Þegar þetta kom upp þá varð ég strax mjög spennt fyr- ir tækifærinu og þetta heillaði mig mikið. Ég hafði úr nokkrum kostum að velja en fyrsti kostur var að vera áfram í Bandaríkjunum. Ég hafði nefnt Mexíkó sem hugsanlegan áfangastað við umboðsmann minn og hans fyrsta svar var að það yrði erfitt þar sem aðeins tveir erlendir leik- menn mega vera í hverju liði. Þetta kveikti aðeins í mér ef svo má segja og eftir að ég heyrði þetta var ég nánast staðráðin í að fara til Mexíkó ef tækifærið byðist,“ sagði Andrea Rán sem á að baki 12 A- landsleiki fyrir Ísland. Kom skemmtilega á óvart Andrea er spennt fyrir því að spila sína fyrstu leiki fyrir félagið en hún bíður nú eftir leikheimild með liðinu. „Maður er í smá „búbblu“ á Íslandi og þaðan er horft mikið til Evrópu. Bandaríska atvinnudeildin er ein sú sterkasta í heimi en það er lítið talað um deildina á meðan deildirnar í Þýskalandi og Frakklandi fá mikla athygli. Við sjáum oft og tíðum bara það sem er í fréttum og það er ekki mikið skrifað um þessar deildir í Norður- og Suður-Ameríku. Ég fór að fylgjast vel með leikjum Club Am- eríca eftir að ég frétti af áhuga þeirra og leikstíll liðsins sem dæmi heillaði mig mikið. Það kom líka skemmtilega á óvart að sjá hversu sterk deildin er í raun og veru. Ég vonast til þess að fá leikheimild með liðinu í næstu viku en Mexíkó- borg er í rúmlega 2.000 metra hæð yf- ir sjávarmáli. Ég þarf að venjast loft- inu hérna og það er þess vegna gott að fá smá tíma til þess að einbeita sér eingöngu að æfingum. Það er stutt í landsleikjahlé og þá fæ ég líka góðan tíma til þess að koma mér enn þá bet- ur inn í hlutina en þessar fyrstu æf- ingar með liðsfélögunum lofa góðu. Stelpurnar hérna eru mjög teknískar og hraðinn er mikill á æfingum. Þetta er mikið fram og til baka og þær mexíkósku elska að skjóta á markið.“ Kvennaboltinn hátt skrifaður Andrea hefur fundið fyrir miklum áhuga frá stuðningsmönnum félags- ins frá því hún samdi við félagið sem leikur meðal annars heimaleiki sína á Azteca-leikvanginum sem er sögu- frægasti völlur landsins og tekur 81.000 manns í sæti. „Knattspyrnukonur njóta mikillar virðingar hérna sem er mjög jákvætt. Æfingasvæðið okkar er við hliðina á æfingasvæði karlanna og við erum með sér grasvöll fyrir okkur. Við not- um sömu líkamsrækt og strákarnir og aðstaðan og umgjörðin í kringum kvennaliðið er algjörlega til fyr- irmyndar. Stuðningsmenn félagsins hafa verið frábærir síðan ég kom og ég er komin með tæplega 80.000 fylgjendur á Instagram sem dæmi en ég held að þeir hafi verið í kringum 2.700 áður en ég samdi við félagið. Stuðningsmennirnir bíða svo fyrir utan æfingasvæðið til þess að fá eig- inhandaráritanir og myndir af sér með okkur eftir æfingar og manni líð- ur hálfpartinn eins og Lionel Messi hérna. Ég er búinn að fá þvílíkan fjölda af skilaboðum frá stuðnings- mönnum og vinabeiðnir á Facebook síðan ég skrifaði undir sem segir manni að það er fylgst mjög vel með kvennaboltanum hérna,“ bætti Andr- ea Rán við í samtali við Morg- unblaðið. Líður hálfpart- inn eins og Lionel Messi Ljósmynd/Club América Mexíkó Andrea Rán Hauksdóttir á æfingu hjá sínu nýja félagi í Mexíkó- borg. Hún vonast til þess að fá leikheimild með liðinu í næstu viku. - Andrea Rán Hauksdóttir er fyrst Íslendinga til þess að semja í Mexíkó KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Njarðvík . 18.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – ÍR ........................... 19 Meistaravellir: KR – Vestri ................. 19.15 Hlíðarendi: Valur – Stjarnan............... 20.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir/Fylkir – FH ............... 19.30 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: Fjölnir – Þróttur R ............. 20.30 Í KVÖLD! Subway-deild kvenna Breiðablik – Njarðvík .......................... 76:70 Valur – Keflavík ................................. (54:38) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport. Staðan fyrir leik Vals og Keflavíkur: Njarðvík 15 10 5 1000:952 20 Fjölnir 14 10 4 1176:1076 20 Valur 15 10 5 1136:1078 20 Haukar 13 8 5 967:908 16 Keflavík 14 6 8 1091:1063 12 Breiðablik 15 4 11 1078:1203 8 Grindavík 16 3 13 1138:1306 6 Danmörk Herlev – Falcon ................................... 74:72 - Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 2 stig fyrir Falcon, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 33 mínútum. Rúmenía Targu Mures – Phoenix Constanta ... 49:56 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 16 stig fyrir Phoenix, tók 9 fráköst og átti 3 stoð- sendingar á 32 mínútum. Spánn B-deild: Gipuzkoa – Estudiantes...................... 54:72 - Ægir Már Steinarsson leikur með Gipuz- koa. NBA-deildin Philadelphia – Phoenix .................... 109:114 Atlanta – Indiana.............................. 133:112 Brooklyn – Boston.............................. 91:126 Memphis – LA Clippers................... 135:109 New Orleans – Houston..................... 110:97 Dallas – Detroit .................................. 116:86 Denver – New York.......................... 132:115 LA Lakers – Milwaukee .................. 116:131 Portland – Orlando............................. 95:113 Sacramento – Minnesota ................. 114:134 >73G,&:=/D _ Breki Ómarsson mun ekki leika með ÍBV næsta sumar í efstu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Á Fótbolta.net kom fram í gær að Breki hefði fengið samningi sínum við ÍBV rift en hann átti að renna út í lok keppnistímabilsins. Breki lék fimmtán leiki með ÍBV síðasta sumar þegar liðið vann sér sæti í efstu deild á ný og skoraði fjögur mörk. Alls á hann að baki 20 leiki í efstu deild með ÍBV þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann er 23 ára gamall. _ Leiknir í Reykjavík, sem varð í átt- unda sæti úrvalsdeildar karla á síð- asta ári, hefur fengið til liðs við sig pólskan knattspyrnumann, Maciej Makuszewski. Hann er 32 ára kant- maður sem á að baki fimm A- landsleiki fyrir Pólland og var í 35 manna hópi Pólverja fyrir heims- meistaramótið í Rússlandi 2018 en var ekki valinn í endanlega hópinn. Makuszewski lék síðast með Jagiel- lonia Bialystok og var þar í fjögur ár en þar á undan lék hann með Lech Poznan. Hann hefur ávallt leikið með pólskum liðum, að undanskildu einu tímabili þar sem hann var í röðum Terek Grozní í Rússlandi. Eitt ogannað Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð í gærmorgun sjöunda íslenska konan af fimmtán sem nær að ljúka keppni í svigi á Vetrarólymp- íuleikum frá því Ísland átti fyrst keppanda í greininni árið 1956. Hólmfríður varð þá í 38. sæti af 90 keppendum og hækkaði sig um fimm sæti í seinni ferðinni eftir að hafa verið í 43. sæti eftir þá fyrri. Eftir fyrri ferðina var hún um tveimur sekúndum frá 30. sætinu, en í seinni ferðinni fara fyrstu þrjá- tíu keppendurnir í öfugri röð niður brautina, frá númer 30 niður í núm- er eitt, áður en aðrir fá að ljúka keppni. - Steinunn Sigurðardóttir varð í 16. sæti í svigi í Innsbruck 1976 sem er besti árangur Íslendings í sög- unni. Hún keppti líka í Lake Placid 1980 en lauk þá ekki keppni. - Ásta Halldórsdóttir varð í 27. sæti í Albertville 1992 og í 20. sæti í Lillehammer 1994. - Emma Furuvik varð í 33. sæti í Salt Lake City 2002. - Helga María Vilhjálmsdóttir varð í 34. sæti og Erla Ásgeirsdóttir í 36. sæti í Sotsjí 2014. - Freydís Halla Einarsdóttir varð í 41. sæti í Pyeongchang 2018. Átta aðrar hafa keppt í svigi á Ól- ympíuleikum án þess að ná að ljúka keppni. Jakobína Jakobsdóttir (Cortina 1956), Jórunn Viggósdóttir (Inn- sbruck 1976), Nanna Leifsdóttir (Sarajevo 1984), Guðrún H. Krist- jánsdóttir (Calgary 1988), Brynja Þorsteinsdóttir, Sigríður Þorláks- dóttir og Theódóra Mathiesen (Nagano 1998) og Íris Guðmunds- dóttir (Vancouver 2010). Hólmfríður á eftir eina grein í Peking en hún keppir í risasvigi í nótt, frá klukkan þrjú að íslenskum tíma. Enginn Íslendingur keppir í dag en í fyrramálið klukkan sjö gengur Snorri Einarsson 15 kíló- metra í Peking. Sú sjöunda sem lýkur keppni AFP Peking Hólmfríður Dóra Friðgeirs- dóttir í svigkeppninni í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.