Morgunblaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Horfnar Höf. Stefán Máni Les. Rúnar Freyr Gíslason Lengsta nóttin Höf. Ann Cleeves Les. Margrét Örnólfsdóttir Dagbók Kidda klaufa Höf. Jeff Kinney Les. Oddur Júlíusson Palli Playstation Höf. Gunnar Helgason Les. Gunnar Helgason Sjálfstýring Höf. Guðrún Brjánsdóttir Les. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Stúlkan sem enginn saknaði Höf. Jónína Leósdóttir Les. Elín Gunnarsdóttir Við skulum ekki vaka Höf. Heine Bakkeid Les. Stefán Jónsson Arnaldur Indriðason deyr Höf. Bragi Páll Sigurðarson Les. Björn Stefánsson vi ka 5 Klettaborgin Höf. Sólveig Pálsdóttir Les. Sólveig Pálsdóttir Þetta gæti breytt öllu Höf. Jill Mansell Les. Sólveig Guðmundsdóttir TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is L andsmenn hafa löngum hópast saman í ýmiss kon- ar félagsstarf og stofnað margs konar samtök en sem von er hefur heimsfaraldurinn Covid-19 haft mikil áhrif á þessa starfsemi eins og annað. Félögin hafa brugðist við á ýmsa vegu en sum orðið verr úti en önnur. Á landinu starfa ótal kórar og hefur þeim vegnað misvel und- anfarin misseri. Magnús Ragn- arsson, kórstjóri Kórs Langholts- kirkju og Söngsveitarinnar Fílharmóníu, hefur haldið úti viku- legum æfingum og nýtt til þess fjar- fundaforrit þegar þess hefur þurft. „Við búum líka það vel að geta æft í sjálfri Langholtskirkju. Það skiptir svo miklu máli að hafa hátt til lofts og vítt til veggja, þá er smithættan minni.“ Núna er þetta þannig að hluti hópsins mætir en aðrir eru á Zoom. Það er að vísu ekki hægt að syngja saman í gegnum Zoom en vel hægt að kenna ólíkar raddir og slíkt. „Ég hef sagt við fólkið mitt þegar við höfum verið að æfa fyrir tónleika sem við vitum ekki hvort verða haldnir að það skiptir máli að halda röddinni í formi. Það geta komið stór verkefni með stuttum fyr- irvara.“ Harmsaga frá í mars 2020 Það hefur ekki öllum kórum tekist að halda uppi æfingum undan- farin tvö ár. „Þetta er búin að vera ein harmsaga frá því í mars 2020,“ segir Eggert Benedikt Guðmunds- son, formaður Karlakórs Reykjavík- ur. „Við höfum ekki getað haldið tónleika og nánast ekkert getað æft. Við höfum aðeins komið saman úti, sungum til dæmis niðri í bæ á að- ventunni. Núna erum við aðeins farnir að æfa og erum þá með skipt- an kór.“ Kórfélagar virðast ekki hafa helst úr lestinni við þessar hömlur. „Þegar það má koma saman þá eru þeir mjög duglegir að mæta. Menn eru orðnir mjög sólgnir í að fá að syngja aftur. Þetta er mikil sálu- hjálp fyrir alla,“ segir Eggert. Rótarýklúbbum landsins hefur að mestu tekist að halda sína viku- legu fundi. „Ég held að það megi al- mennt segja að það hafi gengið ótrú- lega vel að halda úti félagsstarfinu. Klúbbarnir hafa fundið leiðir til þess,“ segir Ásdís Helga Bjarna- dóttir umdæmisstjóri. Margir skiptu yfir í fjarfundi en aðrir voru með blandað kerfi þannig að hluti hóps- ins mætti á staðinn en aðrir voru heima. Það voru mest klúbbar úti á landi sem héldu áfram að hittast en klúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu skiptu að mestu yfir í fjarfundi. Áhuginn á samverunni á Rót- arýfundum, þótt rafrænir séu, hefur ekki minnkað. „Það var mjög skemmtilegt að elstu félagarnir ósk- uðu eftir að það yrði opnað hálftíma fyrr inn á fjarfundina svo þeir gætu spjallað óformlega saman fyrst.“ Fé- lögum hefur frekar fjölgað en hitt. Nærri allir klúbbarnir lögðu niður starf í janúar en flestir funduðu með hefbundnum hætti á ný í þessari viku. Frumleg á samfélagsmiðlum Hjá Þjóðdansafélaginu hefur allt starf legið niðri síðan í mars 2020. „Það hefur bara verið lokað hús algjörlega og ekkert nema kostnaðurinn. Þetta er áhuga- mannafélag sem hefur enga styrki. Við eigum húsnæðið sem við erum í og sem betur fer skuldlaust en rekstrarkostnaðurinn er mikill,“ segir Bendt Pedersen, formaður fé- lagsins. Ólíkt samkvæmisdönsum þar sem dansað er í pörum gengur þjóð- dansinn út á ýmiss konar skiptid- ansa, að halda í hendurnar hvert á öðru í hringjum og syngja. Það gengur ekki þegar viðhalda á fjarlægðarreglum. „Við erum að vonast til að geta farið að gera eitt- hvað fljótlega. Þetta hefur verið mjög bagalegt fyrir okkur.“ Ein tekjulind félagsins er þjóðbún- ingaleiga sem nýtist meðal annars á peysufatadögum framhaldsskólanna en sá gleðskapur hefur auðvitað fall- ið niður undanfarið. Bára Grímsdóttur, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, segir marga fundi félagsins hafa fall- ið niður. Eftir að faraldurinn skall á féllu fundir og skemmtikvöld félags- ins niður út árið. Þau hittust hins vegar í Heiðmörk og héldu streym- istónleika. Það gekk mun betur árið 2021 og þá tókst að halda ýmsa fundi. Þau hafa sleppt söngvökunum því þar er hist í litlu rými og sungið saman. „En við virkjuðum fésbók- arsíðuna okkar og fengum skáld, tónlistarmenn og kvæðamenn til að taka sig upp á myndbönd.“ Hjá Ármönnum, félagi flugu- veiðimanna, hefur verið gripið til ýmissa ráða til þess að halda starf- semi félagsins gangandi. Þeir hafa nýtt netið og meðal annars framleitt myndbönd um hnýtingar og haldið rafræn fræðslukvöld. Hjörtur Odds- son, formaður félagsins, bendir á, að að ýmsu þurfi að huga varðandi lög- gjöf félagasamtaka svo halda megi fjarfundi, sérstaklega varðandi aðal- fundi. Hluti af starfsemi Ármanna fer fram utandyra, til dæmis kast- kennsla á Klambratúni og fé- lagsmenn hafa hist til þess að hreinsa strendur Hlíðarvatns eftir veturinn. Hjörtur segist hafa fundið fyrir meiri þátttöku í þeim við- burðum en oft áður. „Fólk er svolítið eins og beljur að vori, áfjáð í að fara að hreyfa sig og hitta fólk.“ Mæt- ingin á hnýtingarkvöld félagsins sem haldin eru vikulega hefur hins vegar verið takmörkuð, margir fé- lagsmenn hafa verið varkárir. En tíminn hefur nýst til þess að flytja í nýtt húsnæði og bæta aðstöðuna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Karlakórinn „Menn eru orðnir mjög sólgnir í að fá að syngja aftur. Þetta er mikil sáluhjálp fyrir alla.“ Bagaleg staða en leita sífellt lausna Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á allt samfélagið og er félagsstarf fullorðinna ekki undanskilið. Sum félagasamtök hafa neyðst til þess að leggja niður starfsemi sína á meðan önnur hafa brugðið á ýmis ráð til þess að halda lífi í starfinu. Morgunblaðið/Eggert Dansað Allt starf hefur legið niðri hjá Þjóðdansafélaginu enda mikil snert- ing og samvera hluti af því. Formaður félagsins segir stöðuna bagalega. Næsta laugardag ætla strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri að standa fyrir Tíu tíma tónflæði. Tón- listin mun óma laugardaginn 12. febr- úar, allan liðlangan daginn eða frá kl. 10 til 20. Þar mun fjöldi strengjanemenda, allt frá hljómsveitum til smærri sam- spilshópa stakra nemenda, leggja hönd á plóg við að halda tónlistinni gangandi í Hömrum í Hofi í heila tíu tíma. Tónaflóðið er skipulagt bæði til að halda upp fjöri þrátt fyrir allt kóvidið, en krökkunum þykja svona uppá- komur yfirleitt mjög skemmtilegar, og einnig í fjáröflunarskyni, en for- eldrafélagið býður fyrirtækjum að heita á hina ungu strengjaleikara. Safnað verður í ferðasjóð nemend- anna og mun hann nýtast til hljóm- sveitaferðalaga og annarra slíkra við- burða. Eru menn hvattir til að leggja leið sína í Hof á laugardag og láta smáræði af hendi rakna í sjóðinn. Strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri Tónlist flæðir í tíu tíma í Hofi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Strengir Nemendur tónlistarskólans á 70 ára afmæli hans árið 2016. Listamaðurinn Uldis Ozols hefur „sjónrænt, þrívítt samtal“ á Torginu, á fyrstu hæð Borgarbókarsafnsins Grófinni, í dag, fimmtudaginn 10. febrúar, kl. 17. Viðburðurinn er kall- aður „Viltu sjá sögu?“ en þar verða fluttar gamansögur, barnasögur, „VV“-sögur og sannar sögur sem allir geta skilið, hvort sem þeir kunna ís- lenskt táknmál eða ekki. Í tilkynningu frá bókasafninu segir: „Frásagnarhefðin er rík í táknmáls- samfélögum heims og varðveita sög- urnar bæði menningu og sögu hóps- ins sem og táknmálið sjálft. Íslenskt táknmál er þar engin undantekning og eru sögurnar sem varðveittar eru ígildi bókmennta íslenskrar tungu, menningarverðmæti og heimild um þróun málsins og þar með málsögu. Sögurnar lifna við í flutningi sögu- manns sem hefur gott vald á tákn- máli og nýtir hið sjónræna, þrívíða mál til hins ýtrasta.“ Þrívítt samtal á Borgarbókasafninu Grófinni Sjónrænar sögur lifna við Ljósmynd/Colourbox Sögur Frásagnarhefð táknmálsins í hávegum höfð í Grófinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.