Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
Aðstæður í
efnahagslíf-
inu hafa
breyst hratt og
Seðlabanki Íslands
brást við því í gær.
Hækkun stýrivaxta upp á 0,75%
þurfti ekki að koma á óvart í
ljósi þróunar verðbólgu og ann-
arra hagstærða.
Viðbrögð seðlabankastjóra
við spurningum um hvort Seðla-
bankinn hafi gert mistök þegar
kórónuveirufaraldurinn skall á
þurfa ekki heldur að koma á
óvart. Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri benti á að slík um-
ræða bæri vott um minnisleysi,
margir þeir sem þannig töluðu
nú hafi áður talað með allt öðr-
um hætti. Seðlabankinn hafi
lagt áherslu á heimilin, að
tryggja kaupmátt og stöðug-
leika.
Það var ekki sjálfgefið að Ís-
land færi jafn vel í gegnum far-
aldurinn og raun ber vitni.
Lægri vextir áttu stóran þátt í
að það tókst. Hefði áherslan ein-
göngu verið á ríkisfjármálin eða
jafnvel ef ekkert hefði verið
gert, eru allar líkur á að áfallið
hefði verið mun meira og al-
mennara. Lífskjör hefðu þá
rýrnað hratt og mikið og horfur
í dag væru allt aðrar en nú er, þó
að óvissan sé vissulega enn mikil
eins og Seðlabankinn bendir á í
riti sínu, Peningamálum.
Hluti óvissunnar og hluti
hækkunar verðlagsins er utan
við það sem Ísland getur haft
áhrif á. Miklar verðhækkanir á
orku og hrávöru erlendis hafa
áhrif hér á landi, enda er al-
mennt vöruverð mjög á uppleið
þar vegna þessarar þróunar.
Þetta hefur óhjákvæmilega
áhrif á verðbólguna hér á landi á
næstunni, jafnvel þó að gengi
krónunnar haldi áfram að
styrkjast nokkuð, en um það er
ekkert hægt að fullyrða og
Seðlabankinn gerir ráð fyrir að
það verði nokkuð stöðugt.
Innanlands er þó hægt að
hafa mikil áhrif á þróun verð-
bólgunnar, einkum með aðgerð-
um á fasteignamarkaði og með
aðgerðum á vinnumarkaði.
Seðlabankinn nefnir hvort
tveggja í umfjöllun sinni um
stöðu og horfur og bendir á að
verðhækkanir á húsnæðismark-
aði vegi þungt í verðbólgunni og
geri útlit um verðbólgu verra. Í
Peningamálum er bent á að
verðbólguhorfur hafi versnað
töluvert frá því í nóvember sem
megi rekja til kröftugri efna-
hagsbata og þrálátari hækkunar
húsnæðisverð en áður hafi verið
gert ráð fyrir. Verðþróun hús-
næðis skýrir tæplega helming
verðbólgu á ársgrunni, sem sýn-
ir þann mikla vanda sem þessi
þáttur veldur.
Af þessu má draga þá ályktun
að hefði hækkun húsnæðisverðs
verið hófleg væri mun minni
þörf fyrir hækkun vaxta og
raunar leikur ekki vafi á að vext-
ir væru lægri hefði
húsnæðisverð ekki
þróast með þeim
hætti sem það hefur
gert. Þegar svo er
komið er augljóst
að þeir sem geta haft áhrif á
þessa þróun verða að meðtaka
skilaboðin og grípa til þeirra
ráðstafana sem duga svo ná
megi vöxtum niður sem fyrst,
eða í það minnsta koma í veg
fyrir áframhaldandi vaxtahækk-
anir. Fram undan eru sveitar-
stjórnarkosningar og þetta hlýt-
ur að verða eitt
meginviðfangsefni þeirra, ein-
faldlega vegna þess að það eru
sveitarfélögin sem ráða lóða-
framboði og það er lóðafram-
boðið sem ræður miklu um þró-
un húsnæðisverðs. Þetta á
vitaskuld einkum við á höfuð-
borgarsvæðinu og þar ræður
höfuðborgin sjálf langmestu um
þróunina. Vandinn er hins vegar
sá að í höfuðborginni er við
stjórn meirihluti sem fylgir
þeirri einstrengingslegu stefnu
að ekki megi stækka borgina
með því að byggja á nýju landi,
íbúðum megi aðeins fjölga með
því að þétta byggð. Þetta hefur
meðal annars komið skýrt fram
hjá frambjóðendum Samfylk-
ingarinnar vegna prófkjörs
flokksins um næstu helgi. Þessi
þéttingarstefna er því orðinn
einn helsti efnahagsvandi þjóð-
arinnar og veldur landsmönnum
öllum, ekki aðeins Reykvík-
ingum, miklum kostnaði.
Staðan á vinnumarkaði er
einnig með þeim hætti að miklu
skiptir að þar verði skyn-
samlegar á málum haldið og
mun það valda miklu um þróun
verðbólgu og efnahagsmála al-
mennt. Atvinnuleysi hefur
þróast með jákvæðum hætti og
kaupmáttur launa hefur vaxið
hratt þrátt fyrir faraldurinn,
sem vissulega er ánægjuefni í
sjálfu sér en um leið ábending
um að varlega þarf að fara í
framhaldinu. Í Peningamálum
segir að útlit sé fyrir að launa-
hækkanir vegna hagvaxtarauka
kjarasamninga verði meiri í ár
en gert var ráð fyrir í nóvember
en minni á næsta ári. Horfur séu
á litlum framleiðnivexti og að
launakostnaður á framleidda
einingu hækki því töluvert.
Í þeim kjaraviðræðum sem
fram undan eru er afar þýðing-
armikið að væntingar taki mið
af þróun síðustu ára og þeim
raunveruleika sem atvinnulífið
stendur frammi fyrir. Miklar
launahækkanir í heimsfaraldri
voru umfram innistæðu og úti-
lokað er að slík þróun geti haldið
áfram.
Þrátt fyrir að verðbólga fari
vaxandi og vextir þurfi að
hækka eru horfur í efnahags-
málum hér á landi í stórum
dráttum jákvæðar, en þó og því
aðeins að ráðstafanir á húsnæð-
ismarkaði og vinnumarkaði
verði skynsamlegar.
Nú þarf réttar að-
gerðir á húsnæðis-
og vinnumarkaði}
Viðbúin vaxtahækkun
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
R
annsóknir benda til þess
að fólk með gleraugu sé
betur varið gegn smiti af
nýju kórónuveirunni en
þeir gleraugnalausu. Danskir og
norskir vísindamenn eru að hefja
rannsókn á því hvort kórónuveiran
geti borist inn í líkamann í gegnum
slímhúð augnanna. Danska ríkis-
útvarpið DR greindi frá þessu.
Þar er minnt á að andlitsgrímur
og handspritt hefur verið hluti af
daglegu lífi okkar í bráðum tvö ár.
Svo kunni þó að vera að okkur hafi
yfirsést önnur mikilvæg vörn sem
gæti forðað fólki frá því að smitast af
kórónuveirunni. Vísbendingar eru
um að venjuleg gleraugu geti varið
augun fyrir loftbornum dropum sem
veiran dreifist með í andrúmsloftinu.
Þannig bendir bresk rannsókn
(https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/
articles/PMC8193301/) til þess að
fólk sem gengur með gleraugu sé
allt að 23% betur varið gegn kór-
ónuveirusmiti en gleraugnalaust.
Í grein sem birtist í In Vivo í
fyrrasumar er sagt frá því að rann-
sókn á 276 sjúklingum, sem veiktust
í byrjun faraldursins í Hubei-héraði
í Kína, sýndi að hlutfall þeirra í
hópnum sem gengu með gleraugu
lengur en átta stundir á dag var
lægra en almennt gerðist. Gler-
augun virtust því mögulega hafa
veitt vörn gegn smiti m.a. vegna
þess að fólk snerti síður á sér augun
ef það var með gleraugu.
Tímabært að rannsaka þetta
Hópur danskra og norskra vís-
indamanna ætlar að rannsaka hvort
fólk getur smitast af nýju kór-
ónuveirunni í gegnum augun. Thom-
as Benfield, prófessor við Amager-
Hvidovre-sjúkrahúsið, sagði við DR
að það sé löngu orðið tímabært að
rannsaka þetta. Hann er einn vís-
indamannanna sem standa að rann-
sókninni.
Haft er eftir Benfield prófessor
að vísbendingar hafi verið um það
um tíma að kórónuveiran geti smit-
ast í gegnum augun. Þess vegna tel-
ur hann mikilvægt að fá úr því skor-
ið hvort við höfum varið okkur eins
vel og mögulegt er gegn kórónu-
veirusmiti. Hann segir að þessi smit-
leið sé þekkt í tilfelli annarra veiru-
tegunda og því geti vel verið að
gleraugu geti veitt vörn gegn kór-
ónuveirusmiti. Veira sem veldur
kvefi getur t.d. komist inn í gegnum
augað og sama geti mögulega gilt
um kórónuveiruna.
Benfield kveðst eiga bágt með
að trúa því að Covid-19 geti ekki
smitast í gegnum slímhimnu augn-
anna. Nú á að rannsaka hversu al-
gengt það er að smit berist í gegnum
augun og inn í líkamann. Komi í ljós
að slík smit séu umtalsverður hluti
sýkinga verði væntanlega mælt með
gleraugum eða andlitshlífum til
varnar.
Gleraugun geta verndað
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í skriflegu svari að
margar veirur smitist í gegnum aug-
un og því geti gleraugu verndað
gegn smiti. Hann var spurður hvort
það geti verið ráðlegt að nota gler-
augu til viðbótar við andlitsgrímuna,
handsprittið og handþvottinn auk
þess að gæta að öruggri fjarlægð frá
öðru fólki í ljósi þess sem kemur
fram í greininni?
„Ég tel ekki ástæðu til að
breyta um tilmæli fyrr en niðurstaða
rannsóknarinnar liggur fyrir,“ svar-
aði Þórólfur.
Gleraugun verja fólk
mögulega gegn smiti
Fjöldi smita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá 1. júlí 2021
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb.
1.553
Heimild: LSH
og covid.is
33
2.554
8.763 einstaklingar
eru í sóttkví
2.250
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
50 einstaklingar
hafa látist
2.254 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
Fjöldi staðfestra smita innanlands
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit
10.100 eru með virkt
smit og í einangrun
33 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af
tveir á gjörgæslu og í öndunarvél
Nýtt met var slegið í kórónu-
veirusmitum í fyrradag en þá
greindust 2.252 með Covid-19
innanlands. Greind voru 4.753
einkennasýni og 609 sóttkví-
arsýni. Í sóttkví voru 29% við
greiningu. Á landamærunum
fundust 18 smit en greind
voru 304 landamærasýni.
Teknar hafa verið meira en
1,6 milljónir sýna innanlands
og á landamærunum frá því að
kórónuveirufaraldurinn hófst
fyrir bráðum tveimur árum. Í
gær höfðu verið tekin alls
1.078.443 sýni innanlands. Þar
að auki voru 453.402 landa-
mærasýni 1, það úr fyrri sýna-
töku meðan það fyrirkomulag
gilti, og 116.941 landamæra-
sýni 2 eða úr síðari sýnatöku.
Samtals gerir það 1.648.786
sýni.
Yfir 1,6 milljónir
sýna teknar
MET Í INNANLANDSSMITUM
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þ
að er þekkt aðferðafræði í heimi
klækjastjórnmála að búa til
ímyndaðan andstæðing til að beina
athyglinni frá vandræðum heima
fyrir. Nú veit ég ekki hvaða heima-
tilbúnu vandræði það eru að þessu sinni sem
ríkisstjórnin þarf að fela ef það er málið, en hitt
veit ég að þessi endurteknu ónot í garð Reyk-
víkinga eru orðin vandræðaleg í meira lagi.
Á yfirborðinu snýst þetta um skipulagsmál.
Nánar tiltekið um flugvallarmál. Formaður
Framsóknarflokksins og ráðherra innviðamála
hefur lagt fram öðru sinni frumvarp sem felur í
sér heimild ráðherrans til að svipta Reykjavík
skipulagsvaldi á Reykjavíkurflugvelli, á þessu
stóra og dýrmæta landsvæði í hjarta borg-
arinnar. Þetta er verulegt inngrip í skipulags-
vald sem er einn af hornsteinum stjórnar-
skrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Nú hefur
frumvarpið öðru sinni fengið samþykki þingflokka stjórn-
arflokkanna þriggja þar sem ekki einu sinni Reykjavík-
urþingmenn þeirra virðast hafa fengið hiksta yfir þessari
grundvallarbreytingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga. Nei
afsakið, á skipulagsvaldi Reykjavíkur. Staðreyndin er
nefnilega sú að þessir sömu þingflokkar stöðvuðu eigin
stjórnarmál á síðasta kjörtímabili þegar um var að ræða
inngrip í skipulagsmál annarra sveitarfélaga. Svo merki-
legt sem það nú er.
Það er nákvæmlega ekkert sem kallar á þessa stríðs-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í garð Reykjavíkur. Tillaga
innviðaráðherra gengur þvert á núgildandi samkomulag
ríkis og borgar um framtíðarskipulag innan-
landsflugsins. Á samkomulag sem er í fullu
gildi. Ríkið, Reykjavíkurborg og sveitar-
félögin á Suðurnesjum eru í sameiningu að
fullkanna kosti þess að flytja völl fyrir innan-
landsflug, æfinga-, kennslu- og einkaflug í
Hvassahraunið. Ákvörðun á að taka fyrir lok
árs 2024. Reynist Hvassahraun ekki vænlegur
kostur þarf að semja upp á nýtt en rekstrar-
öryggi Reykjavíkurflugvallar er tryggt.
Skipulagsvald sveitarfélaga er vitaskuld
ekki án takmarkana. Þessi hugmynd innviða-
ráðherra að fá Alþingi til að færa skipulags-
valdið frá íbúum sveitarfélaga er hins vegar
fráleit. Skipulagsferlar sveitarfélaga með
lögbundinni upplýsingamiðlun og samráði við
íbúa eru hin formlega leið íbúa til að hafa
áhrif á þróunina í nærumhverfi sínu. Til-
færsla valds frá þessum vettvangi og beint til ráðherra
er einfaldlega slæm hugmynd út frá hagsmunum íbúa og
tækifærum þeirra til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt.
Þetta veit fólk auðvitað. Ekki síst innan stjórnarráðs-
ins. Kannski er málið ekki flóknara en svo að það eru að
koma kosningar og ríkisstjórnarflokkarnir stefna á land-
vinninga í Reykjavík. Það er hins vegar ekki auðskilið
hvernig þeim getur þótt þetta inngrip í hagsmuni
borgarbúa vera rétta leiðin til þess að ganga í augu
þeirra.
Hanna Katrín
Friðrikson
Pistill
Hinn ímyndaði andstæðingur
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
hannakatrin@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen