Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 34. tölublað . 110. árgangur . FYRST ÍSLEND- INGA TIL AÐ SPILA Í MEXÍKÓ MIKIL VINNA AÐ VERA ÁHRIFAVALDUR CAMILLA RUT 40ANDREA RÁN 51 Lilja Alfreðs- dóttir viðskipta- ráðherra telur að bankarnir eigi, í ljósi mikils hagn- aðar, að létta undir með heim- ilum og fyrir- tækjum sem horfa fram á hærri vaxtabyrði vegna vaxta- hækkana Seðlabankans. „Bankanir eru að skila ofurhagn- aði og hagnaður þeirra verður meiri í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðla- banka Íslands. Ég tel að það eigi að nota þennan ofurhagnað til að greiða niður vexti fólksins í landinu,“ segir Lilja sem situr jafnframt í ráðherra- nefnd um efnahagsmál. „Ég tel því mjög mikilvægt að ákveðin heimili, sérstaklega ungs fólks og tekjulágra, sitji ekki eftir með svartapétur. Það er því betra að bankarnir komi strax inn í þetta og fari að huga að heimilunum í landinu og ef bankarnir finna ekki einhverja lausn á því tel ég að við ættum að endurvekja bankaskattinn,“ segir Lilja sem rökstyður þetta í Morgun- blaðinu í dag. »6 Bankarnir styðji við heimilin Lilja Alfreðsdóttir - Bankaskattur sé hinn kosturinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Takmörkun afhendingar Lands- virkjunar á raforku samkvæmt samningum um skerðanlega orku til fjarvarmaveitna á köldum svæðum, stóriðjufyrirtækja og gagnavera kom til framkvæmda á miðnætti. Áður hafði skerðing orku til fiski- mjölsverksmiðja og fiskþurrkana á köldum svæðum tekið gildi. Ástæðan fyrir því að Landsvirkj- un virkjar ákvæði í samningum um skerðanlega orku er lakur vatnsbú- skapur á hálendinu. Stærsta hluta skerðingarinnar bera fiskimjöls- verksmiðjurnar en alveg er skrúfað fyrir afhendingu til þeirra eins og fiskþurrkana og fjarvarmaveitna á köldum svæðum. Fiskimjölsverksmiðjurnar og fjarvarmaveiturnar taka á sig mik- inn aukakostnað með kaupum á jarðefnaeldsneyti til að knýja katl- ana í stað rafmagns. Þannig er áætl- að að Orkubú Vestfjarða þurfi að bera 360 milljóna króna kostnað vegna þessa en það svarar til þess að tveggja ára rekstrarhagnaður hafi flogið út um gluggann, eins og Elías Jónatansson orkubússtjóri tekur til orða. Áætlað hefur verið að skerðing- arnar standi í þrjá til fjóra mánuði. Ekki er þó ljóst hvenær skerðingum lýkur, veðurfar og þá sérstaklega vorkoman mun stýra því, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. »16 Olíukatlar sjö fjar- varmaveitna ræstir - Lokað fyrir skerðanlega orku - Mikill kostnaður og mengun nýttir til undirbúnings þar sem ör- yggi björgunarmanna hefur verið haft að leiðarljósi. 22 kafarar munu taka þátt í aðgerðinni. Veðurspá er hagstæð en ef ekki tekst að tryggja öryggi björg- unarmanna verður aðgerðum frest- að. »6 Björgunaraðgerðir sem miða að því að sækja lík þeirra manna sem fór- ust í flugslysinu í síðustu viku eiga að hefjast í dag. Viðbragðsaðilar eiga að vera tilbúnir með sinn bún- að klukkan níu að morgni. Uppsetning vinnubúða fór fram í gær en síðustu dagar hafa verið Ríflega tuttugu kafarar taka þátt Morgunblaðið/Óttar Geirsson Björgunaraðgerð Vinnubúðum vegna aðgerðanna var komið upp í gær. Þessir ferðamenn í Reykjavík létu snjó og kulda ekki hindra sig í að skoða sig um í höfuðborginni og vekur Sólfarið ávallt mikla athygli. Veðurfarið í borginni hefur enda verið tiltölulega milt eftir hinar rauðu og gulu veðurviðvaranir sem settu svip sinn á upphaf vikunnar. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Stilla á eftir storminum við Sólfarið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.