Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 4

Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 18. mars 2022 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 17. febrúar 2022. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ungum barnafjölskyldum hefur fjölgað hratt að undanförnu í Urr- iðaholti í Garðabæ og bæjaryfirvöld átt fullt í fangi með að tryggja sívax- andi fjölda barna í hverfinu leik- skólavist. Pláss í samreknum grunn- og leik- skóla Urriðaholtsskóla hafa hvergi nærri dugað til og í fyrra var gripið til þess ráðs að setja upp til bráða- birgða sex deilda ungbarnaleikskóla, Mánahvol á Vífilsstöðum, með færanlegum einingahúsum, sem unnt er að stækka í átta deildir. Frekari uppbygging er í undirbún- ingi, skiptir þar mestu væntanlegur leikskóli sem reisa á við Holtsveg. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa um miðjan ágúst á næsta ári. Hafliði Kristinsson, formaður íbúasamtaka Urriðaholts, segir að úrræðin í dag hafi ekki mætt þörfum íbúanna og uppbygging leikskóla gengið of hægt fyrir sig. „Það er spenna í hverfinu út af þessu og hún er mjög skiljanleg,“ segir hann. Íbúasamtökin hafi þrýst á bæjaryfir- völd að hraða aðkallandi uppbygg- ingu leikskóla. ,,Alveg frá upphafi hafa skólamálin verið meginmál samtakanna, að bæði grunnskóli og leikskóli séu í forgangi. Það hefur bara gengið of hægt að okkar mati en við höldum áfram að þrýsta á,“ segir hann. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir aftur á móti að nóg pláss sé í boði í dag fyrir leikskóla- börn en stóra vandamálið sem menn standi frammi fyrir sé skortur á starfsfólki á leikskólana. „Við erum með allskonar áætlanir á prjónunum um að ná í fólk en þetta er ekki bara vandamál í Garðabæ heldur á höfuð- borgarsvæðinu í heild,“ segir Gunn- ar. Sveitarfélagið hefur m.a. sett í gang auglýsingaherferð til að laða að starfsfólk á leikskólana og lagt til hliðar 25 milljónir kr. í pott til að gera betur við starfsmenn. Samsetning íbúa í Urriðaholti er fáheyrð í sveitarfélögum, yfir 70% þeirra sem flutt hafa í hverfið eru fædd eftir 1980 og börn á leikskóla- aldri eru nú um 16% íbúa. Þessu átti enginn von á þegar hverfið var skipulagt á sínum tíma og líkir Gunnar þessari fjölgun barna við sprengingu. „Þetta er miklu meira en við höfum séð í gegnum tíðina. Það er ótrúlegur fjöldi ungs fólks sem er að koma þarna inn í hverfið, sem er ánægjulegt en það er líka krefjandi að mæta þörfum þeirra.“ Spá fjölgun í 480 árið 2024 Nýlega birti VSÓ Ráðgjöf grein- ingu á þörf fyrir uppbyggingu hús- næðis leik- og grunnskóla í Garðabæ til ársins 2040 þar sem fram kemur að nýir íbúar í Urriðaholti virðast vera upp til hópa ungt fólk og pör með ung börn. Börn á leikskólaaldri í hverfinu eru orðin 240 í dag og er áætlað að þeim fjölgi í 480 þegar toppnum verði náð á árinu 2024. Í undirbúningi sé leikskóli í bráða- birgðahúsnæði í Kauptúni en fljót- lega verði byggður varanlegur leik- skóli við Holtsveg. Hugsanlega megi starfrækja þá báða samtímis meðan álagið er sem mest en bráðabirgða- húsnæðið verði svo aflagt að því liðnu skv. greiningu VSÓ Ráðgjafar. Spá fyrir grunnskólann gerir ráð fyrir að nemendafjöldinn í fyrsta til tíunda bekk fari úr 89 árið 2020 í 691 á árinu 2028. Spurður um næstu skref segir Gunnar að verðkönnun sé í gangi fyrir uppsetningu lausra húseininga með sex deildum sem teknar verði í notkun í ágúst næstkomandi og bygging nýja leikskólans verði væntanlega boðin út á næstu vikum. Þar er um að ræða sex deilda leik- skóla fyrir 120 börn með 35 stöðu- gildum. Tímaáætlun sem lögð var fram í bæjarráði fyrr í þessum mán- uði gerir ráð fyrir að útboð verði auglýst í mars og framkvæmdir hefj- ist í maí. Þeim skal vera lokið 1. ágúst á næsta ári svo hægt verði að taka leikskólann í notkun um miðjan ágúst 2023. Þá hafa að sögn Gunnars bæst við 12 leikskóladeildir sem geri kleift að svara þörfinni fyrir öll leikskólabörn frá tólf mánaða aldri. Hafliði segir að skiljanlega sé pirringur í íbúum, enda hafi legið fyrir í nokkurn tíma að ungt barna- fólk væri að setjast að í hverfinu. Hann segir að notkun bráðabirgða- húsnæðisins sem komið var á fót í fyrra hafi vissulega létt á. Þar sé um vandaðar lausnir að ræða og almenn ánægja með þær en eftir sem áður sé það eingöngu sett upp til bráða- birgða og hafi alls ekki dugað til. Spurður hvernig foreldrar hafa ráð- ið fram úr vandanum segir hann sum foreldri hafa þurft að fara með börn sín á aðra staði, m.a. út á Álftanes og margir sem eru tiltölulega nýfluttir í Urriðaholt hafi þurft að halda börn- unum áfram í þeim leikskóla sem þau voru í áður en þau fluttu í hverf- ið. „Það þarf að púsla þessu saman núna vegna þess að aðstaðan er ekki fyrir hendi eins og hún þyrfti að vera,“ segir Hafliði. Hann segir það líka vissulega eiga við rök að styðj- ast að erfiðlega gangi að manna leik- skólana. „Við vitum að það er ekki nóg bara að byggja, það þarf að ráða mannskap og það er áskorun ekki bara í Garðabæ heldur víðar.“ Þörf á víðtækri umræðu Manneklan á leikskólum er stórt viðfangsefni ekki bara Garðabæjar heldur margra sveitarfélaga sem brýnt er að takast á við að sögn bæjarstjóra. „Þetta er erfið staða og við erum ekki eina sveitarfélagið sem er að glíma við hana. Það þarf að taka djúpa og víðtæka umræðu um leikskólamálin, mönnun og fyrir- komulag því þetta brennur á öllum sveitarfélögum,“ segir Gunnar. „Við þurfum að taka þessa um- ræðu með atvinnulífinu og stjórn- völdum, á milli sveitarfélaganna og á sveitarstjórnarstiginu um hvernig við viljum hafa leikskólastigið til framtíðar. Það eru uppi stórar spurningar sem þarf að finna svör við. Eigum við t.d. bara að miða við fjögurra eða fimm tíma nám og síðan yrði restin ákveðin umönnun eða pössun? Það eru margar spurningar sem við stöndum frammi fyrir.“ Urriðaholtsskóli Í byggingunni við Vinastræti 1-3 er samrekinn leik- og grunnskóli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lóð Bygging leikskóla fyrir 120 börn við Holtsveg á að hefjast í maí á þessu ári. Takast á við barnasprengju - Börnum á leikskólaaldri fjölgar ört í Urriðaholti - Mannekla á leikskólum stórt vandamál að sögn bæjarstjóra - Formaður íbúasamtaka segir þörfum íbúa ekki mætt og uppbygging hafi gengið of hægt Fjöldi barna á leikskólaaldri áUrriðaholtssvæði Áætlaður fjöldi 2016-2040 og til langtíma 500 400 300 200 100 0 2016 2020 2024 2028 2032 2036 2040 Langtíma Heimild: VSÓ Ráðgjöf 236 480 282 Gunnar Einarsson Hafliði Kristinsson Metfjöldi starfsmanna Landspítala greindist á fimmtudag með kórónu- veiruna, eða alls 100 manns. Í gær- morgun voru því 409 starfsmenn í einangrun sem er einnig met. Von- ast var til að 30 manns kæmu til baka úr úr einangrun síðdegis í gær. Fram kemur á heimasíðu Land- spítala að þær deildir þar sem ástandið er verst vegna manneklu séu smitsjúkdómadeild, fæðingar- deild og heila-, tauga- og bæklunar- skurðdeild. Alls greindust 2.317 kórónu- veirusmit innanlands á fimmtudag og höfðu þá samtals 102.086 ein- staklingar greinst með veiruna frá upphafi faraldursins eða 27,7% Ís- lendinga. 4.721 sýni var greint inn- anlands á fimmtudag og var hlut- fall jákvæðra sýna því um 50%. 885 sýni voru tekin við landamærin en þar greindust 92 smit. 11.880 manns voru í gær í einangrun og 52 á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu. Bið eftir niðurstöðum úr sýna- töku hefur lengst töluvert síðustu daga og er nú um tveir sólar- hringar Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir heilbrigðisyfirvöld ekki koma til með að fá aðstoð Ís- lenskrar erfðagreiningar við að greina PCR-sýni þrátt fyrir langan biðtíma eftir niðurstöðum. Fyrirtækið heldur þó áfram að raðgreina hluta þeirra sýna sem eru jákvæð en almennri raðgrein- ingu hefur verið hætt. Yfir tvö þúsund veirusmit - Yfir 400 starfsmenn Landspítala voru í einangrun í gær - Tveggja sólarhringa bið er eftir niðurstöðu úr skimun Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetning Bólusett við kórónu- veirunni í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.