Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 # a ll ir ú ta ð le ik a 20% afsláttur af skíðapökkum Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is Enn eru hér starfandi stjórn- málaflokkar, einkum Samfylk- ing og Viðreisn, sem hafa það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þeir hafa ekki mikinn stuðn- ing, sem von er, en munu sæta lagi ef að- stæður breyt- ast og reyna þá að þvinga fram aðild, rétt eins og þegar fall bank- anna var misnotað í þessum til- gangi. - - - Á vefnum fullveldi.is er fjallað um nýja skýrslu ESB og þar segir: „Hlutverk Evrópusambandsins og ríkja þess er að standa vörð um sam- runaþróunina innan sambandsins og koma í veg fyrir að fleiri ríki en Bretland yfirgefi það. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem unnin var fyrir þing Evrópusambandsins og kom út í fyrradag eftir að 516 af 705 þing- mönnum samþykktu hana. - - - Fjallað er um skýrsluna á frétta- vef brezka dagblaðsins Daily Telegraph en í henni segir einnig að möglegum þjóðaratkvæðagreiðslum í framtíðinni, um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu, ætti að fylgja annað þjóðaratkvæði til staðfest- ingar á því fyrra. En aðeins ef sam- þykkt er að yfirgefa sambandið.“ - - - Óvinsældir ESB eru orðnar slíkar að forysta þess telur nauðsyn- legt að beita sér með þessum hætti til að koma í veg fyrir frekara brott- fall. Mikilvægt er að hafa þetta í huga í öllum umræðum um ESB, sem og hitt, að meginmarkmið for- ystu ESB er að vinna að enn meiri samruna. - - - Með miklum ólíkindum er að stjórnmálaflokkar hér á landi styðji slíkan málstað. Ólýðræðislegt samrunabandalag STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðalheiður Jóhannes- dóttir lést 9. febrúar sl. 75 ára að aldri. Aðalheiður fæddist 9. maí 1946. Foreldrar hennar voru Jóhannes Þ. Jónsson og og Svava Valdimarsdóttir. Aðalheiður fór í Héraðsskólann á Núpi og eftir landspróf fór hún í Menntaskólann á Akureyri. Tíu ára ára gömul byrjaði Aðalheiður að pilla rækju á Súganda- firði. Hún vann síðan í frystihúsi og í kaupfélaginu þar sem faðir hennar var kaupfélags- stjóri. Hún flutti síðan til Reykja- víkur og vann í tæp tvö ár í raf- tækjadeild og á auglýsingadeild Sambandsins en hóf síðan störf á Morgunblaðinu árið 1967 og vann þar til ársins 2013 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hún starfaði lengst af á auglýsingadeild blaðsins en síðar við mynda- og greinasafnið. „Þegar ég byrjaði á auglýs- ingadeildinni voru ekki til nema þrjár auglýsingastofur, Gísli B., AUK og Argus. Svo var einn með auglýsingaþjónustu,“ sagði Aðal- heiður í viðtali við Morgunblaðið þegar hún lét af störf- um. Hún rifjaði upp þessa tíma í bréfi til starfsmanna og sagði m.a. að starfsfólkinu hefði verið bannað að hafa kókflöskur uppi við og stúlkurnar urðu að mæta til vinnu í kjól eða pilsi. „Þá var reykt í hverjum krók og kima, bæði starfs- fólk og viðskiptavinir. Röð af öskubökkum var á afgreiðsluborð- inu og hafði maður vart undan að losa þá. Þá voru þéringar sjálfsagður hlut- ur. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ sagði maður við viðskiptavinina. Svo handskrifaði maður heil ósköp af texta sem fór í setningu og þar á eftir var þetta steypt í blý. Svo greip ég sjóðheitar línurnar og fór með þær til þeirra sem unnu við síðurnar og lét bæta við. Einnig sá ég um dansauglýsingarnar og þá komu heilu hljómsveitirnar til að auglýsa. Ég man eftir Bjögga með brotna tönn.“ Aðalheiður eignaðist tvo syni. Út- för hennar fer fram í kyrrþey. Morgunblaðið þakkar fyrir langt og gott samstarf og vottar fjölskyldu Aðalheiðar innilega samúð. Andlát Aðalheiður Jóhannesdóttir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, og Páll Björgvin Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH), hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvett- vangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfanga- staðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggist á verkefn- inu Framtíðarsýn og leiðarljósi ís- lenskrar ferðaþjónustu til 2030, sem unnið var í samvinnu ríkis, sveitarfé- laga og hagaðila. Leggja á áherslu á þróun og kynn- ingar- og markaðsstarf ásamt sam- legð og samtali ferðaþjónustufyr- irtækja og tengdra aðila. Unnið verði að því að samstarfsvettvang- urinn verði við árslok 2022 að áfangastaðastofu höfuðborgarsvæð- isins. Höfuðborgarsvæðið verði áfangastaður Áfangastaður Páll Björvin Guðmundsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir und- irrituðu í gær samning um samstarfsvettvang ríkis og sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.