Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 „POP-UP“ VERSLUNARRÝMI Á EINUM FJÖLFARNASTA STAÐ ÍSLANDS! Isavia auglýsir laus „pop-up“ rekstrarrými á Keflavíkurflugvelli. Rýmin semum ræðir bjóða upp áfjölbreyttan rekstur, svo sem sölu á vörum og veitingum, fræðslu, upplifanir o.fl. Um er að ræða takmarkað framboð svæða og staðsetninga. Umsóknar- frestur er til ogmeð 7. mars ef hefja á rekstur sumarið 2022 og samnings- tími er frá einum til tólfmánaða á tímabilinu apríl 2022 til ársins 2027. Umsækjendur verða boðaðir í viðtöl eftir þörfum til að fylgja eftir umsóknum sínum.Við val á viðsemjendum verður horft til þess að aðilar í tímabundnum rekstri auki viðfjölbreytni í þjónustu á svæðinu. Sérstaklega verður horft til aðila sem geta boðið upp á tengingu við íslenskamenningu ásamt hverskonar upplifun fyrir farþega. Framundan ermesta uppbyggingarskeið í sögu Keflavíkurflugvallar. Því fylgja ný og spennandi tækifæri fyrir enn betriflugstöð. Nánari upplýsingar um forsendur og kröfur er aðfinna á vefsvæði Isavia, isavia.is/pop-up. WWW.ISAVIA . IS/POP-UP Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikilvægt er að vinna í öllum þeim þáttum sem orsaka matarfíkn þar sem hún er líkamlegur, andlegur og tilfinningalegur sjúkdómur. Það er álit Overeaters Anonymous (OA) samtakanna sem aðstoða félags- menn sína við að fást við sjúkdóm- inn. Félagið hefur starfað hér á landi í 40 ár og heldur afmælisfund í dag. OA-samtökin eru samfélag fólks sem með sameiginlegri reynslu veitir hvert öðru styrk og von um bata frá óheilbrigðu sambandi við mat og líkamsímynd. Starf þeirra byggist á 12 spora kerfi, eins og AA-samtökin sem vinna gegn áfengisfíkn, nema hvað OA- samtökin aðstoða sitt fólk til að takast á við mat og matarvenjur. Margir að leita lausna Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum hefur aðgerðum vegna offitu fjölgað mikið sem sýni að margir eigi við vandamál að stríða og séu að leita lausna. „Vissulega er ekki alltaf beint sam- band á milli ofþyngdar og matar- fíknar en engu að síður er það stað- reynd að við Íslendingar erum feitastir allra þjóða innan OECD, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í desember 2020. Þar segir að 27% Íslendinga eigi við offitu að stríða,“ segir þar. Vitundarvakning varð varðandi sporin tólf og erfðavenjur samtak- anna um aldamótin og breytti það miklu fyrir samtökin og félaga þeirra. Samkvæmt upplýsingum OA fór fólk að ná betri árangri og þá ekki aðeins á vigtinni heldur var samhliða farið að vinna með and- lega líðan og tilfinningar sem eiga stóran þátt í matarfíkn. Einnig var farið að nota ýmis verkfæri sem hjálpa mörgum að halda sig frá þeim mat sem veldur fíkninni, eins og til dæmis að skrifa, senda mat- aráætlun og hugleiða. 40 ára afmælisfundur „Okkar reynsla er sú að ef aðeins á að vinna að bættri líkamsþyngd þá mun árangurinn verða skamm- vinnur. Mikilvægt er að vinna í öll- um þeim þáttum sem orsaka mat- arfíkn þar sem hún er líkamlegur, andlegur og tilfinningalegur sjúk- dómur,“ skrifa samtökin. Fjörutíu ára afmælisfundur OA- samtakanna á Íslandi verður hald- inn í safnaðarheimili Frírkjunnar í Hafnarfirði í dag, laugardag, klukk- an 13.30. Þar munu tveir félags- menn segja sögu sína. Einnig verð- ur hægt að fylgjast með fundinum á netinu, með aðstoð Zoom- forritsins. Öllum sem áhuga hafa á að fræðast um um starf samtak- anna er boðið til fundarins. Félagar telja að áfram verði þörf fyrir samtökin, eins og önnur 12- spora samtök sem hjálpað hafi tug- um þúsund Íslendinga og muni gera um ókomin ár. Ekki nóg að ná árangri á vigtinni - Offita er sögð mikið vandamál á Íslandi - Samtök sem vinna gegn matarfíkn nota 12 spora kerfi til að hjálpa félagsmönnum - OA-samtökin minnast tímamóta með afmælisfundi í dag Ljósmynd/Colorbox Þyngd Vigt er nauðsynlegt tæki á heimilum fólks sem glímir við ofþyngd. „Ég er matarfíkill sem lýsir sér þannig að ég er vanmáttug þegar kemur að mat, sérstaklega sykri og skyndibitafæði. Mjög ung fór ég að borða yf- ir tilfinningar sem ég átti hvorki að sýna né tjá og helst ekki hafa. Snemma fór ég að vera óheiðarleg með mat, fór að fela hann fyrir öðrum, jafnvel stela og ljúga. Ef ég byrjaði að borða þá gat ég ekki hætt og við tók mikil skömm og sektarkennd. Ég fór að borða yfir þær tilfinningar svo þetta varð yfirleitt vítahringur og stanslaust át.“ Þannig lýsir einn félagi í OA-samtökunum, kona, matarfíkn sinni. Hluti af sögu hennar er birtur hér. Í samtökunum þarf enginn að koma fram undir nafni og þess vegna birta samtökin þessa sögu án nafns. Hún lýsir vandamálum sínum í gegnum lífið. Hún var komin með 40 aukakíló og náði að léttast aftur sem því nam með breyttum lífsstíl og mataræði. Aftur fór hún að borða yfir tilfinningar og bætti á sig aukakíló- um. Hún varð kvíðin og þunglynd og farin að nota áfengi sem lyf við því. Hún segist hafa náð tökum á áfengisfíkninni með aðferðum AA- samtakanna. Áfram blómstraði matarfíknin. Hún segist hafa hitt rétta fólkið á réttum stað í OA-samtökunum sumarið 2015 og síðan hafi hún haldið sig frá sykri og hveiti. „Ég er með örfá aukakíló en er sátt við mig eins og ég er. Ég er mannleg og geri mistök og stundum borða ég yfir til- finningar en hef lært að fyrirgefa sjálfri mér og held alltaf áfram, einn dag í einu, þakklát og æðrulaus,“ skrifar hún. Borðaði „yfir tilfinningar“ MATARFÍKILL SEGIR SÖGU SÍNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.