Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 21

Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, og tvö elstu börn hans, Donald og Iv- anka, verða að mæta fyrir rétt í New York fyrir miðjan næsta mánuð til að svara spurningum ríkissaksóknara um meinta ólögmæta viðskiptahætti fyrirtækis þeirra, Trump Organiz- ation. Úrskurður um þetta var kveð- inn upp í hæstarétti ríkisins. Trump þarf og að afhenda réttinum marg- vísleg gögn um reksturinn. Þeim er heimilt að bera fyrir sig 5. gr. stjórn- arskrárinnar og neita að svara spurningum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar áður sagt að þeir einir skýli sér á bak við 5. gr. sem hafi eitthvað á samviskunni. Í yfir- lýsingu eftir úrskurð dómarans sagðist Trump vera í baráttu við „spillt og rotið kerfi“. BANDARÍKIN Trump komi fyrir rétt í næsta mánuði Donald Trump Eldur kom upp um hálffimm- leytið í fyrrinótt í farþegaferj- unni Euroferry Olympia sem var á siglingu í Jónahafinu frá Grikklandi til Ítalíu. Um borð voru 237 far- þegar og 51 skipverji. Fólkinu var bjargað í aðvífandi báta og skip, en óstaðfestar fréttir hermdu að allt að 10 manns væri enn saknað. Einhverjir farþeg- anna voru sofandi þegar bruna- viðvörunarbjöllurnar hringdu. Flestir þeirra voru ítalskir. Þeir voru fluttir til Korfú-eyjar í Grikklandi og var einn í hópnum lagður inn á sjúkrahús þar vegna öndunarerfiðleika. Á þessu stigi er ókunnugt um eldsupptök en eldurinn breiddist hratt út og logaði ferjan stafna á milli á stuttum tíma. MIÐJARÐARHAF Óttast um 10 far- þega í logandi ferju Farþega bjargað. Stefán Gunnar Sveinsson Guðmundur Magnússon Utanríkisráðherrar Frakklands og Þýskalands skoruðu í gærkvöldi á Rússa að þrýsta á aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu að sýna still- ingu og ýta ekki undir það mikla spennuástand sem nú ríkir þar. Enn kom til skotbardaga og sprengingar heyrðust í gærmorgun í austurhluta Úkraínu þar sem vopnaðir aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússum, hafa ögrað sveitum Úkraínuhers. Hvorugur viður- kenndi að eiga upptökin. Vestrænir hernaðarsérfræðingar hafa spáð því að Rússar muni sviðsetja slík átök og kenna Úkraínumönnum um þau til að réttlæta innrás í landið. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Do- netsk- og Luhansk-héruðunum fyrirskipuðu í gær óbreyttum borg- urum að yfirgefa héraðið vegna mögulegra átaka, og átti að ferja þá yfir til Rostov-héraðs í Rússlandi. Sagði Denis Pushilin, leiðtogi „al- þýðulýðveldisins í Donetsk“, að konur, gamalmenni og börn yrðu flutt fyrst af öllum, og hélt því fram að Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, myndi fljótt gefa her- mönnum sínum fyrirskipun um að sækja að aðskilnaðarsinnum. Óttast sviðsetningu Annalena Baerbock, utanríkisráð- herra Þjóðverja, og Jean-Yves le Drian, franski utanríkisráðherrann, sögðu í yfirlýsingu sinni að þau hefðu áhyggjur af því að atvik yrðu sett á svið til þess að búa til tylliástæðu fyr- ir auknum hernaðarátökum. Eitt slíkt atvik virtist hafa átt sér stað í borginni Donetsk, en rúss- neskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að stór sprenging hefði skekið borgina, og var skuldinni skellt á stjórnarher Úkraínu, sem sagður var reiðubúinn til þess að herja á aðskilnaðarsinna á næstunni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa hins veg- ar þvertekið fyrir að herlið þeirra muni standa í nokkrum sóknarað- gerðum gegn aðskilnaðarsinnum. Ítrekaði Dmytro Kuleba, utan- ríkisráðherra Úkraínu, á Twitter- síðu sinni í gær að Úkraínumenn harðneituðu ásökunum frá Rússum um að Úkraínuher ætlaði að blása til sóknar, eða að Úkraínumenn hygðu á skemmdarverk í efnaverk- smiðjum í Donbass-héruðunum. 190.000 við landamærin Bandarísk stjórnvöld áætla nú að um 190.000 rússneskir hermenn séu við landamærin að Úkraínu, og er það mesti liðssafnaður í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Telja Bandaríkjamenn að Rússar muni geta hafið innrás í Úkraínu hvenær sem er, og að slík innrás sé yfirvofandi. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í gær að liðssafnaður Rússa væri langt umfram það sem þörf væri á fyrir heræfingar, og að innrás Rússa gæti hafist án nokk- urs fyrirvara. Stoltenberg var staddur í München í gær, þar sem hin árlega öryggisráðstefna fer nú fram. Rússar sækja ekki ráðstefnuna í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Antony Blinken, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði á ráðstefnunni í gær að stjórnvöld í Moskvu væri nú að hefja áróðursherferð til þess að búa til tylliástæðu fyrir stríði. Væri allt sem sést hefði undanfarna sólar- hringa í takti við spár vesturveld- anna um slíka herferð. Volodymyr Zelenskí Úkraínufor- seti hugðist ferðast til München í dag, en þar á hann meðal annars að funda með Kamölu Harris, varafor- seta Bandaríkjanna. Í gærkvöldi sagði skrifstofa Zelenskís hins veg- ar að hann væri að íhuga hvort að- stæður kölluðu á að hann yrði áfram í Kænugarði. Pútín stjórnar heræfingum Í gær var tilkynnt í Moskvu að nýjar heræfingar væru fyrirhugað- ar við landamæri Úkraínu í dag og myndi Pútín forseti, æðsti yfirmað- ur heraflans, sjálfur stjórna þeim. Var sagt að við æfingarnar yrði meðal annars notast við stýriflaug- ar og langdrægar eldflaugar, sem meðal annars geta borið kjarnorku- odda. Hermenn á landi, flugsveitir og flotadeildir á Svartahafi munu taka þátt í æfingunum. Sagði í yfir- lýsingu frá Kreml að æfingarnar væru hefðbundnar og að ekki ætti að setja þær í samhengi við ástand- ið á landamærum Úkraínu. Fréttirnar um nýju heræfingarn- ar og þátt Pútíns forseta í þeim hafa enn aukið áhyggjur í Úkraínu og meðal vestrænna bandamanna um að innrás Rússa í landið geti orðið á hverri stundu. Í gær ræddi Joe Biden Banda- ríkjaforseti með fjarfundabúnaði við forystumenn helstu bandalags- þjóða Bandaríkjanna um stöðu og horfur mála í Úkraínu. Þá er fyrir- hugaður fundur Antony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og starfsbróður hans í Moskvu, Sergei Lavrov, seinni hluta næstu viku. Segja Bandaríkjamenn að fundurinn verði því aðeins haldinn að Rússar hafi ekki ráðist á Úkra- ínu áður. Reynt að egna til átaka - Rússar prófa langdrægar eldflaugar og stýriflaugar við landamæri Úkraínu - Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittast í Moskvu í næstu viku AFP Heræfingar Rússneskur hermaður miðar sprengjuflaug á ímyndað skotmark við heræfingu í Hvíta-Rússlandi. Stuðningsmenn Jamaat-e-Islami-flokksins í Pakistan voru í hópi þeirra sem mótmæltu gífurlegri hækkun bensínverðs á götum höfuðborgarinnar, Islamabad, í gær. Frekari mótmæli eru fyrirhuguð víða um landið næstu daga. Ríkisstjórnin kvaðst tilneydd til að grípa til þessara ráðstafana vegna mikilla hækkana á hrá- olíu á heimsmarkaði. Stjórnin hefur biðlað til almenn- ings um að draga sem mest úr eldneytisnotkun svo ekki þurfi að koma til enn frekari hækkana. Stjórn- arandstæðingar hyggjast freista þess að koma ríkis- stjórninni frá með vantrauststillögu á þinginu. Heitar deilur eru á milli þingflokkanna um réttmæti hækk- ananna sem hafa mikil áhrif á kjör stórra hópa í landinu. Gífurleg ólga í Pakistan eftir fordæmalausa hækkun eldsneytisverðs Almenningur spari bensínið AFP Dómstóll á Indland kvað í gær upp dauðadóm yfir 38 mönnum sem sakaðir eru um að hafa staðið fyrir hryðjuverki í borginni Ahmedabad í Gujarat- héraði árið 2008. Þá létust 50 manns og fleiri en 200 særðust. Aldrei áður hafa jafn margir hlotið dauðadóm í einu máli í landinu á þessari öld. Dóms- niðurstöðunni verður áfrýjað til æðra dómstigs. Hryðjuverkið var þáttur í deilum indverskra hindúa og múslima sem leitt hafa til margra ofbeldisverka á síðustu áratugum. Ekkert lát er á ósætti þessara trúarhópa. INDLAND 38 fengu dauðadóm vegna hryðjuverks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.