Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 35
DÆGRADVÖL 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
DAG EINN VONAST HANN TIL AÐ VERÐA
ALLSGÁÐUR OG MEÐ HREINA SAMVISKU.
Í BILI VERÐUR BAÐ AÐ DUGA.
„SENDU INN NÆSTU ÞRJÁ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að koma heim og fá
gott knús.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VELKOMIN. GOTT
AÐ SJÁ YKKUR
VEFNÁMSKEIÐ
DAGSINS ER…
„AÐ GANGA Á
LYKLABORÐI
OG STRAUJA
TÖLVUNA“
KATTA-
KLASSÍK!
ÉG ER AÐ FITNA ÞVÍ ÉG BORÐA
ALLTAF SVO MIKIÐ FYRIR
SVEFNINN
ÞÚ VERÐUR AÐ VENJA
ÞIG AF ÞVÍ!
EN VERÐ
ÉG EKKI AÐ
SOFA?
einu sinni til tvisvar í laxveiði á
hverju sumri, meðal annars árlega
ferð í Haffjarðará, þótt ég eigi enn
nokkuð í það að geta sagst vera
kominn með veiðibakteríuna – en
náttúran og vinskapurinn í slíkum
ferðum skiptir ekki síður máli. Svo
höfum við fjölskyldan reynt að
ferðast mikið innanlands og síðasta
sumar ferðuðumst við Hildur unn-
usta mín ásamt börnunum um alla
landshluta á Íslandi: Suður-, Norð-
ur-, og Austurland, Snæfellsnes,
Vestfirði og Vestmannaeyjar.“
Fjölskylda
Sambýliskona Harðar er Hildur
Þórarinsdóttir, f. 7.8. 1985, lög-
maður hjá Juris. Þau fluttu fyrir
um ári síðan úr Vesturbænum á
Skildingarnes í Skerjafirði í
Reykjavík. Foreldrar Hildar eru
hjónin Þórarinn V. Þórarinsson,
23.6. 1954, lögmaður, og Ásdís
Guðmundsdóttir, f. 11.8. 1955,
deildarstjóri guðfræði- og trúar-
bragðafræðideildar HÍ.
Stjúpbörn Harðar og börn Hild-
ar eru Laufey Ásdís Traustadóttir,
f. 23.5. 2010, og Pétur Viðar
Traustason, f. 9.12. 2013.
Systkini Harðar eru 1) Magnús
Ægisson, f. 14.7. 1985, viðskipta-
stjóri hjá Landsbankanum í
Reykjavík, unnusta hans er Móeið-
ur Pálsdóttir, meistaranemi í sál-
fræði, og 2) Guðbjörg Ægisdóttir,
f. 9.9. 1993, sjúkraliði, búsett í
Reykjanesbæ.
Foreldrar Harðar: Ægir
Magnússon, f. 1.8. 1957, vélvirki
hjá Framtaki, búsettur í Reykja-
nesbæ, og Guðríður Ólafía Jó-
hannsdóttir, f. 13.9. 1961, sjúkraliði
á Akranesi, d. 10.10. 2001. Sam-
býliskona Ægis í dag er Ragnheið-
ur Gunnarsdóttir framhaldsskóla-
kennari.
Hörður
Ægisson
Ólafía Guðrún Björnsdóttir
húsfreyja á Sólmundarhöfða
og í Akrakoti
Ellert Jónsson
bóndi á Sólmundarhöfða
á Akranesi og í Akrakoti í
Innri-Akraneshreppi
Guðbjörg Ellertsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Jóhann Stefánsson
skipasmiður á Akranesi
Guðríður Ólafía Jóhannsdóttir
sjúkraliði á Akranesi
Guðríður Ólafía Jóhannsdótir
ljósmóðir í Leirársveit og
húsfreyja á Skipanesi
Stefán Ólafur Jónasson
bóndi á Skipanesi í Leirársveit
Sigurlín Jónsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Sigurður Bjarni Bjarnason
vélstjóri á Akranesi
Sigurlaug Sigurðardóttir
vann í apóteki á Akranesi
Magnús Ingiberg Jóhannsson
atvinnukafari í Keflavík
Guðrún Magnúsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Jóhann Pétur Jóhannsson
vélstjóri á Akranesi
Ætt HarðarÆgissonar
Ægir Magnússon
vélvirki, býr í Reykjanesbæ
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Hrekkaus oft við henni gín.
Hugmynd, sem ég áðan fékk.
Búin táli, býsna fín.
Bítur fólk og veldur skrekk.
Guðrún B. svarar:
Oft ég gín við flugufrétt
og fluga kemst í hausinn.
Veiðiflugu vef ég létt,
en vespan beit í dausinn.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn:
Sá við flugu gaspri gín.
Gjarna fluga kom til mín.
Á veiðilínu er fluga fín.
Flugnabit er ekkert grín.
Eysteinn Pétursson leysir gátuna
þannig:
Gín við flugu saklaus sveinn.
Svo ég eina í höfuð fékk.
Lax á flugu fékk ég einn.
Flugubiti undan stekk.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Við flugu margur maður gín.
Mér í hug kom fluga sú.
Á öngli hnýtt sést fluga fín.
Flugnabitin óttast þú.
Þá er limra:
Það sagt er um Sigurstein
sálnahirði á Rein,
að berji hann guma,
gamla og hruma,
en geri ekki flugu mein.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Enn er vetur vítt um Frón,
vötnin þekur ís og lón,
gott er þá að glugga í blað,
ef gátan er á vísum stað:
Kjarkur vera kann og þor.
Kollinn vermir börnum á.
Löngum gætir lítt um vor.
Ljúft ei viðmót kalla má.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir:
Úlfgerður æpti af losta
óþoli, bruna og losta
en Hrollaugur bað
og hugsaði um það
hvað helvítis smokkarnir kosta.
Þá er limra eftir Jóhann S. Hann-
esson:
Það er barnafólk suður á Bökkum,
upp á Brekku er allt fullt af krökkum,
en niðri á Eyri
er auðlegðin meiri
og ófrjóvgi tekið með þökkum.
Símon Dalaskáld orti um Bú-
landshöfða:
Búlandshöfði er býsna hár
brimöldurnar viður.
Þar hefur Satan forðum flár
farið þráðbeint niður.
Halldór Blöndal
Halldór Blöndal @simnet.is
Vísnahorn
Ginið við flugunni
110 Ve
veVe
Tr