Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 36
36 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
She Believes Cup
Leikið í Carson í Kaliforníu:
Ísland – Nýja-Sjáland.............................. 1:0
Dagný Brynjarsdóttir 1.
Bandaríkin – Tékkland ............................ 0:0
Staðan:
Ísland 1 1 0 0 1:0 3
Bandaríkin 1 0 1 0 0:0 1
Tékkland 1 0 1 0 0:0 1
Nýja-Sjáland 1 0 0 1 0:1 1
Lengjubikar karla
A-deild, riðill 1:
Valur – ÍBV............................................... 1:1
Staðan:
Valur 3 2 1 0 9:1 7
ÍBV 2 1 1 0 3:2 4
Víkingur R. 1 1 0 0 4:0 3
HK 1 0 0 1 1:2 0
Grótta 1 0 0 1 0:3 0
Þróttur V. 2 0 0 2 0:9 0
Þýskaland
B-deild:
Schalke – Paderborn............................... 2:0
- Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með
Schalke.
Danmörk
SönderjyskE – AGF................................. 2:3
- Kristófer Ingi Kristinsson og Atli Bark-
arson léku fyrstu 79 mín með SönderjyskE.
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 82
mínúturnar með AGF og skoraði annað
markið. Mikael Anderson kom inn á hjá
AGF á 57. mínútu.
Staðan:
Midtjylland 17 11 2 4 31:16 35
København 17 9 6 2 34:13 33
Brøndby 17 8 6 3 25:20 30
AaB 17 8 4 5 27:20 28
Randers 17 8 4 5 23:19 28
Silkeborg 17 5 10 2 26:16 25
AGF 18 6 6 6 18:21 24
Viborg 17 4 8 5 26:27 20
OB 17 4 7 6 25:24 19
Nordsjælland 17 4 4 9 20:31 16
SønderjyskE 18 2 4 12 13:36 10
Vejle 17 2 3 12 16:41 9
Ungverjaland
Mezökövesd-Zsory – Honvéd................. 0:0
- Viðar Ari Jónsson lék ekki með Honvéd.
4.$--3795.$
Frakkland
B-deild:
Nice – Caen .......................................... 28:28
- Grétar Ari Guðjónsson varði 8 skot í
marki Nice og var með 28% vörslu.
%$.62)0-#
Subway-deild karla
Þór Þ. – Breiðablik ........................... 136:116
Njarðvík – Grindavík ......................... 102:76
Staðan:
Þór Þ. 17 13 4 1684:1522 26
Njarðvík 16 12 4 1507:1313 24
Keflavík 17 12 5 1533:1426 24
Valur 17 10 7 1390:1356 20
Stjarnan 17 10 7 1523:1464 20
Grindavík 17 9 8 1444:1455 18
Tindastóll 16 8 8 1408:1447 16
Breiðablik 17 7 10 1801:1803 14
ÍR 17 7 10 1520:1504 14
KR 15 7 8 1340:1386 14
Vestri 16 3 13 1263:1435 6
Þór Ak. 16 1 15 1205:1507 2
1. deild karla
Höttur – Álftanes ................................. 96:81
ÍA – Selfoss ........................................... 71:86
Fjölnir – Haukar .............................. 101:108
Staðan:
Haukar 20 18 2 2065:1609 36
Höttur 21 18 3 2121:1757 36
Álftanes 21 13 8 1992:1802 26
Fjölnir 21 12 9 1969:1972 24
Sindri 20 11 9 1885:1757 22
Selfoss 20 10 10 1739:1766 20
Skallagrímur 20 8 12 1685:1786 16
Hrunamenn 19 6 13 1655:1846 12
Hamar 18 3 15 1400:1727 6
ÍA 20 1 19 1483:1972 2
1. deild kvenna
Ármann – Snæfell................................. 67:59
Staða efstu liða:
Ármann 16 13 3 1301:1049 26
Snæfell 16 10 6 1167:1107 20
ÍR 13 10 3 988:762 20
Þór Ak. 16 9 7 1179:1090 18
Aþena/UMFK 14 8 6 1015:1027 16
KR 14 8 6 1037:994 16
Hamar/Þór 14 8 6 1033:988 16
Spánn
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Valencia – Murcia................................ 83:86
- Martin Hermannsson skoraði 10 stig
fyrir Valencia, tók 5 fráköst og gaf 3 stoð-
sendingar.
NBA-deildin
Charlotte – Miami.................... (frl.) 107:111
Brooklyn – Washington ................... 103:117
New Orleans – Dallas....................... 118:125
Milwaukee – Philadelphia................ 120:123
LA Clippers – Houston.................... 142:111
4"5'*2)0-#
LANDSLIÐIÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hallbera Guðný Gísladóttir er orðin
þriðja leikjahæsta landsliðskona Ís-
lands í knattspyrnu frá upphafi, jöfn
Margréti Láru Viðarsdóttur, eftir
sigurleik Íslands gegn Nýja-Sjálandi
í Carson í Kaliforníu í fyrrinótt, 1:0.
Hallbera lék sinn 124. A-landsleik
og náði með því Margréti Láru en Ís-
land á eftir að mæta Tékklandi og
Bandaríkjunum á She Believes Cup,
alþjóðlega mótinu, á næstu dögum
og hún fær því tækifæri til að fara
fram úr Margréti.
Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir,
með 136 landsleiki, og Katrín Jóns-
dóttir með 133 hafa leikið fleiri leiki
en þær tvær.
_ Dagný Brynjarsdóttir skoraði
sitt 33. landsliðsmark þegar hún
gerði sigurmarkið eftir aðeins 30
sekúndna leik. Dagný renndi sér á
boltann á marklínunni eftir horn-
spyrnu eftir að markvörður Nýja-
Sjálands sló boltann í Guðrúnu Arn-
ardóttur og hann stefndi þaðan í
markið. „Ég stal markinu af Guð-
rúnu en vildi ekki taka sénsinn,“
sagði Dagný á fréttamannafundi eft-
ir leikinn.
Aðeins Margrét Lára með 79
mörk og Hólmfríður Magnúsdóttir
með 37 hafa skorað fleiri mörk fyrir
landslið Íslands en Dagný.
_ Dagný og Glódís Perla Viggós-
dóttir léku báðar sinn 98. landsleik.
Þær eiga þar með möguleika á að
verða 11. og 12. landsliðskona Ís-
lands til að ná 100 landsleikjum í
lokaleik mótsins.
Haldið hreinu í fimm leikjum
_ Þorsteinn Halldórsson lands-
liðsþjálfari getur verið ánægður með
varnarleikinn. Nýja-Sjáland átti að-
eins tvö skot á markið allan tímann
og íslenska liðið hefur nú haldið
hreinu í fimm landsleikjum í röð og í
sex af síðustu sjö frá því í júní 2021.
_ Olivia Chance, fyrrverandi leik-
maður Breiðabliks, var í byrjunarliði
Nýja-Sjálands og Betsy Hassett,
leikmaður Stjörnunnar, kom inn á
sem varamaður.
_ Bandaríkin og Tékkland gerðu
0:0 jafntefli í hinum leik mótsins í
Carson í fyrrinótt. Ísland mætir
Tékklandi annað kvöld, sunnudags-
kvöld, klukkan 23 að íslenskum tíma
í Carson og mætir loks Bandaríkj-
unum aðfaranótt fimmtudagsins,
klukkan tvö að íslenskum tíma. Sá
leikur fer fram í Frisco í Texas.
_ Lið Íslands gegn Nýja-Sjálandi:
Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Vörn: Sif Atladóttir (Ásta Eir Árna-
dóttir 67), Glódís Perla Viggósdóttir,
Guðrún Arnardóttir (Ingibjörg Sig-
urðardóttir 67), Hallbera Guðný
Gísladóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir (Karitas Tómasdóttir 85),
Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhanns-
dóttir 67). Sókn: Sveindís Jane Jóns-
dóttir, Berglind Björg Þorvalds-
dóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir
46), Agla María Albertsdóttir (Am-
anda Andradóttir 85).
Hallbera jafnaði
við Margréti Láru
- Dagný tryggði sigur með 33. marki
AFP
Reyndust Hallbera Guðný Gísladóttir er eina 100 leikja konan í íslenska
hópnum í Bandaríkjunum og hér á hún í höggi við C.J. Bott í fyrrinótt.
Fjórir Íslendingar komu við sögu
þegar SönderjyskE og AGF mætt-
ust í efstu deild dönsku knattspyrn-
unnar í gær. AGF vann 3:2 útisigur
og skoraði Jón Dagur Þorsteinsson
og jafnaði þá 2:2 fyrir AGF. Mikael
Anderson kom inn á sem varamað-
ur hjá AGF á 57. mínútu.
Kristófer Ingi Kristinsson og Atli
Barkarson byrjuðu báðir inni á hjá
SönderjyskE og léku fyrstu 79 mín-
úturnar.
AGF er með 24 stig eftir átján
leiki í 7. sæti en SönderjyskE er
með 10 stig í 11. sæti.
Mark hjá Jóni
Degi í útisigri
Morgunblaðið/Eggert
Skoraði Jón Dagur Þorsteinsson
átti sinn þátt í sigri AGF í gær.
Norðmenn eru orðnir sigursælasta
þjóðin á einum Vetrarólympíu-
leikum frá upphafi en þeim áfanga
náðu þeir í gær þegar Johannes
Thingnes Bö sigraði í 15 km skíða-
skotfimi karla á leikunum í Peking.
Þetta voru fjórðu gullverðlaunin
hjá Bö á þessum leikum en með
þeim varð Noregur fyrsta landið til
að hljóta 15 gullverðlaun á einum
og sömu leikunum. Fyrra metið
setti Kanada árið 2010 með því að
fá 14 gullverðlaun á sínum heima-
velli í Vancouver. Noregur er alls
með 34 verðlaun á leikunum.
Bö tryggði Noregi
glæsilegt met
AFP
Sigursæll Johannes Bö fagnar sínu
fjórða gulli og því 15. hjá Noregi.
Aron Jóhannsson, þrautreyndur at-
vinnumaður í knattspyrnu og fyrsti
Íslendingurinn sem lék í loka-
keppni HM, kom við sögu hjá Val í
fyrsta skipti í Lengjubikarnum í
gær. Úrvalsdeildarliðin Valur og
ÍBV gerðu þá 1:1 jafntefli á Hlíðar-
enda í A-riðli keppninnar en Aron
kom inn á sem varamaður hjá Val í
síðari hálfleik. Það gerði einnig
Ágúst Eðvald Hlynsson sem einnig
lék sinn fyrsta leik fyrir Val í
keppninni. Hólmar Örn Eyjólfsson
var hins vegar ekki á leikskýrslu en
Valsmenn sömdu við hann á dög-
unum. Eins og Aron hefur Hólmar
verið erlendis í meira en áratug.
Spánverjinn Sito kom ÍBV yfir á
19. mínútu en Akureyringurinn Al-
marr Ormarsson jafnaði fyrir Val á
54. mínútu. Liðin eru í tveimur
efstu sætunum í A-riðli sem stend-
ur. Valur með 7 stig eftir 3 leiki og
ÍBV með 4 stig eftir 2 leiki.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Hlíðarenda Aron Jóhannsson er mættur í slaginn hér heima.
Jafntefli hjá Val og ÍBV
Daniel Mortensen átti stórbrotinn
leik og skoraði 47 stig fyrir Þór
þegar liðið vann Breiðablik 136:116
í Þorlákshöfn í gær. Íslandsmeist-
ararnir í Þór eru á toppnum í úr-
valsdeildinni, Subway-deildinni,
með 26 stig. Liðinu hefur því geng-
ið mjög vel í titilvörninni eftir ansi
óvæntan sigur í fyrra.
Rétt er að taka fram að ekki
þurfti að framlengja leikinn og
Mortensen skoraði því 47 stig á
fjörutíu mínútum. Er það mesta
stigaskor hjá dönskum leikmanni á
Íslandsmótinu. Mörg dæmi eru um
að menn hafi skorað meira í leikj-
um í efstu deild hérlendis en í ein-
hverjum tilfellum í framlengdum
leikjum. Mortensen var ansi nálægt
50 stiga múrnum sem ekki margir
hafa náð hérlendis.
Breiðablik er í mikilli baráttu um
að komast í úrslitakeppnina með 14
stig í 9. sæti. Everage Lee Rich-
ardson sem lengi hefur leikið á Ís-
landi hefur virkilega látið að sér
kveða með Breiðabliki og skoraði
35 stig í gær.
Suðurnesjaliðin sigursælu Njarð-
vík og Keflavík eru tveimur stigum
á eftir Þór. Njarðvíkingar léku í
gær og átti ekki í vandræðum með
að leggja Grindavík að velli í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík. Heimamenn
sigruðu 102:76 og voru yfir 51:39 að
loknum fyrri hálfleik. Grindvík-
ingar eru með 18 stig í 6. sæti.
Stigaskorið dreifðist vel hjá
Njarðvík en Mario Matasovic skor-
aði 20 stig og var stigahæstur.
Haukur Helgi Pálsson hefur fundið
sig hratt og örugglega eftir hálfs
árs fjarveru vegna meiðsla. Hann
skoraði 14 stig og gaf 5 stoðsend-
ingar. Ivan Alcolado og Elbert
Matthews skoruðu 22 stig hvor fyr-
ir Grindavík.
Skoraði 47 stig fyrir
Íslandsmeistarana
Morgunblaðið/Unnur Karen
47 stig Daniel Mortensen fór ham-
förum gegn Breiðabliki í gær.