Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 41

Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikkonan Tanja Björk Ómars- dóttir var í vikunni tilnefnd til kanadísku kvikmynda- og sjón- varpsverðlaunanna, The Academy of Canadian Cinema & Television Awards eins og þau heita á ensku, sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í fransk-kanadísku kvikmyndinni Le Bruit des Mo- teurs, eða Vélarhljóð. Tanja leikur þar íslenska kappaksturskonu og það á frönsku sem hún talar reip- rennandi því hún bjó lengi vel í Lúxemborg. Í myndinni segir af ungum manni sem er leystur tímabundið frá störfum og heldur til heima- bæjar síns þar sem hann kynnist hinni íslensku Aðalbjörgu sem Tanja leikur. Tveir aðrir Íslend- ingar leika í myndinni, þeir Arn- mundur Ernst Backman og Ingi Hrafn Hilmarsson. Le Bruit des Moteurs verður sýnd á Frönsku kvikmyndahátíð- inni í Bíó Paradís 27. febrúar en hún var sett í gær. „Alexandre lendir í kröppum dansi þegar hann er tengdur kynlífsteikningum sem valda usla í samfélaginu,“ segir um kvikmyndina á vef bíósins en þar má einnig nálgast upplýsingar um allar myndir hátíðarinnar og sýn- ingartíma. Kanadíski Óskarinn Verðlaunin sem Tanja er til- nefnd til eru þau virtustu á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis í Kanada og veitt af kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni þar í landi og því sambærileg Óskars- verðlaununum í Bandaríkjunum eða Edduverðlaununum hér heima. Leikstjóri myndarinnar, Philippe Grégoire, er einnig tilnefndur til verðlauna fyrir bestu leikstjórn en myndin er hans fyrsta í fullri lengd og er tilnefnd sem slík, þ.e. sem besta frumraun leikstjóra. Tanja nam leiklist í Los Angeles og reyndi þar fyrir sér í faginu en hefur lítið leikið hér á landi frá því hún kom heim úr námi. Áður en hún hélt til LA hafði hún leikið bæði í þáttum og myndum, m.a. Fáðu já og XL og í nokkrum stutt- myndum og tónlistarmyndböndum. Hún segist upphaflega hafa fengið áhuga á leiklist þegar hún kom fram með Sirkus Íslands og þurfti að láta reyna á leikhæfileikana. Tanja ólst upp í Lúxemborg og talar fyrir vikið sex tungumál, en það hefur opnað henni ýmis tæki- færi erlendis. „Ég fékk það svolítið í gjöf, það eru margir í Lúxem- borg sem tala að minnsta kosti þrjú tungumál,“ segir hún. Súrrealískt element Tanja segir ákveðna þroskasögu rakta í myndinni, þroskasögu ungs manns að nafni Alexandre sem er leikinn af Kanadamanninum Rob- ert Naylor sem er býsna þekktur í Kanada. Tanja segir Alexandre snúa aftur í ræturnar og með kynnum sínum af íslensku konunni finni hann aftur kjarnann í sér, ef þannig mætti að orði komast. „Þetta er mjög falleg og skemmti- leg kvikmynd, finnst mér. Það er svona súrrealískt element sem endurspeglar hans innra líf,“ út- skýrir Tanja, „í stað þess að myndin sýni allt bókstaflega leyfir leikstjórinn sér að sleppa því að skilgreina hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Um leikstjóra myndarinnar, Philippe Grégoire, hefur Tanja að- eins gott eitt að segja. „Það var æðislegt að vinna með honum, hann er mjög einbeittur, næmur og flottur leikstjóri,“ segir hún. Það sama hefur hún að segja um mótleikara sinn, Naylor. „Hann er vel þekktur í Kanada og er frábær mótleikari og leikari almennt, virkilega gaman að vinna með hon- um“ Tanja er spurð að því hvort hún hafi þurft að æfa sig í kappakstri fyrir hlutverkið og segist hún ekki hafa þurft að gera það. „Það var bara fengin atvinnumanneskja til að keyra því það eru alls konar tryggingaratriði í þessu,“ segir hún. Hún hafi fengið að keyra en þó ekki á fullum kappaksturs- hraða. Þakklát Tanja segist aðspurð ekki vera með umboðsmann eða -menn er- lendis. „Ekki eins og er, en hver veit nema það breytist,“ segir hún um þá stöðu. Hún hafi ekki verið mjög virk í leiklistinni undanfarin tvö ár, m.a. út af kófinu, en í heimsfaraldrinum ákvað hún að snúa sér að öðru og hefur verið að einbeita sér að skrifum og reyna fyrir sér í tónlist. Þess má geta að fyrsta frumsamda lag Tönju kem- ur út á öllum helstu streymis- veitum 22. febrúar næstkomandi. Le Bruit des Moteurs var tekin upp fyrir þremur og hálfu ári og var frumsýnd á Spáni í fyrra. „Ég ákvað bara að fara að gera annað í smátíma,“ segir Tanja og er í framhaldi spurð að því hvort til- nefningin sé ekki lyftistöng fyrir hana sem leikkonu. Hún svarar því til að jú, vissulega sé hún það. „Þetta var mjög óvænt og skemmtilegt og ég er bara þakklát og veit ekki alveg hvernig ég á að vera. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sín störf og þetta er í fyrsta sinn sem ég er til- nefnd fyrir eitthvað. Ég bjóst ekki við því.“ Verðlaunin verða afhent í byrjun apríl og segir Tanja að afhending- in verði ekki með hefðbundnum hætti, einhver hluti hennar í beinni útsendingu en annað tekið upp fyr- ir fram. Hún fái samt að fljúga til Kanada og vera viðstödd einhvers konar verðlaunaviðburð. „Þetta er allt að koma í ljós á næstu dögum hjá mér,“ segir hún að lokum. Lemstraður Robert Naylor í hlut- verki Alexandres í Vélarhljóði. „Mjög óvænt og skemmtilegt“ - Leikkonan Tanja Björk Ómarsdóttir er tilnefnd til merkustu kvikmyndaverðlauna Kanada fyrir leik sinn í Les Bruit des Moteurs - „Alltaf gaman að fá viðurkenningu,“ segir hún um tilnefninguna Kappaksturskona Tanja í hlutverki Aðalbjargar, klædd í kappakstursgalla með vísun í íslenskt lopapeysumynstur. Víkingur Heiðar Ólafsson frumflutti í fyrrakvöld með Fílharmóníuhljóm- sveit Los Angeles-borgar nýjan píanó- konsert eftir Daníel Bjarnason. Kon- sertinn nefnir Daníel „Feast“ eða Veisla og tileinkar hann Víkingi sem flytur hann nú fjóra daga í röð í hinnni rómuðu tónleikahöll Walt Disney Con- cert Hall undir stjórn Esa-Pekka Salo- nen. Þeir Daníel og Víkingur hafa á undanförnum árum átt í gjöfulu sam- starfi við hljómsveitina í Los Angeles. Að tónleikalotunni afstaðinni í Los Angeles heldur Víkingur Heiðar til New York þar sem hann heldur debút- tónleika sína í Carnegie Hall á þriðju- daginn kemur. Leikur hann þar verkin á nýjustu plötu sinni, Mozart og sam- tímamenn. Einleikarinn Víkingur Heiðar leikur í Los Angeles og New York þessa dagana. Frumflutti nýjan konsert Daníels í LA Í tilefni af 95 ára afmæli Ljósmynd- arafélags Íslands var í gær opnuð norræn ljósmyndasýning á fyrstu hæð í Hörpu. Við það tækifæri af- henti forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, sem opnaði sýninguna, íslenskum verðlaunahöfum sem eiga myndir á sýningunni viður- kenningar. Á sýningunni eru 45 verðlauna- myndir frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Efnt var til samkeppni félaga atvinnu- ljósmyndara í hverju landi. Ís- lensku myndirnar eru frá átta at- vinnuljósmyndurum. Þrír þeirra unnu til verðlauna og Aldís Páls- dóttir til tvennra, fyrir portrett og auglýsingamynd. Heida HB fékk verðlaun í flokki landslagsmynda og Sigurður Ólafur Sigurðsson í flokki frétta- og heimildarmynda. Verðlaun Sigurður Ólafur Sigurðsson vann í flokki frétta- og heimildarljósmynda. Norræn ljósmyndasýning í Hörpu Í SESC Pompeia-safninu í Sao Paulo í Brasilíu hefur verið opnuð umfangsmikil sýning á ljósmyndum úr nýj- asta og viðamiklu verkefni ljósmyndarans Sebastião Salgado sem hann kallar Amazonia. Salgado (f. 1944) er einn þekktasti heimildarljós- myndari samtímans, frægur fyrir verkefni sem fjalla um jafn aðkallandi málefni og flóttamenn, hungur- sneyðir og umhverfismál. Salgado myndar í svarthvítu og myndir hans þykja í senn dramatískar og fallegar en umfjöllunarefni þeirra eru oft hápólitísk. Amazonia fjallar um eyðingu skóga og loftslagsvána, umfjöll- unarefni sem forseti Brasilíu er þekktur fyrir gera lítið úr. Salgado, sem er þekktasti ljósmyndari Brasilíu og menntaður hagfræðingur, hefur auk þess að mynda breytingarnar breitt sér í ræðu og riti í baráttu fyrir betri umgengni landa sinna um náttúruna. efi@mbl.is AFP Náttúra Salgados í Brasilíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.