Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
„Nú vakna ég útsofinn og hvíldur“
Skúli Sigurðsson
EKKI LÁTA BLÖÐRUNA
STOPPA ÞIG!
Brizo™ er fæðubótarefni
sérhannað fyrir karlmenn sem
þjást af einkennum góðkynja
stækkunar á blöðruhálskirtli.
™
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Flugleiðum til og frá Rússlandi
fækkaði enn í gær þegar ríkisflug-
félag Kasakstan, Air Astana, og
tyrkneska lággjaldaflugfélagið
Pegasus Airlines tilkynntu að þau
væru í bili hætt að fljúga þangað
vegna óvissu um tryggingar. Hern-
aðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og
refsiaðgerðir vestrænna ríkja í kjöl-
farið gegn Rússlandi hafa leitt til
þess að tryggingafélög treysta sér
ekki lengur til að tryggja flugvélar
og flugfarþega á leið til og frá land-
inu.
Mikilvæg leið lokast
Air Astana hefur haldið uppi flugi
milli Rússlands og margra borga í
Kasakstan en það er einkum nið-
urfelling flugs til stærstu borgar
landsins, Almaty, sem gæti orðið af-
drifarík fyrir fólk sem reynir að
komast frá Rússlandi eða til þess.
Þangað hafa margir flogið að und-
anförnu vegna þess að Kasakstan er
ekki þátttakandi í víðtæku flugbanni
vestrænna ríkja.
Fulltrúi Air Astana kvað félagið
vonast til að geta hafið flug að nýju
við fyrsta tækifæri.
Ísraelar halda enn uppi flugi til og
frá Rússlandi og hafa stjórnvöld í
Tel Aviv tekið að sér að ábyrgjast
tryggingar flugvélanna og farþega.
Meðal annarra landa sem enn halda
uppi flugi til Rússlands eru Tyrk-
land, Katar og Sameinuðu arabísku
furstadæmin.
Rússar hafa svarað flugbanni
vestrænna ríkja með því að neita
flugvélum þessara ríkja að fara um
rússneska lofthelgi á leið til annarra
áfangastaða. AFP
AFP
Flug Helsta flugfélag Rússa, Aero-
flot, er hætt öllu millilandaflugi.
Fleiri flugleiðir til
Rússlands lokast
- Ekki hægt að kaupa tryggingar
Öllu hefur verið
skellt í lás í kín-
versku borginni
Changchun og
útgöngubann
sett að hluta til
að stöðva út-
breiðslu nýrrar
bylgju kór-
ónuveirunnar,
Covid-19, hinnar
mestu í tvö ár.
Hafa borgaryfirvöld fyrirskipað
íbúunum að vinna heima hjá sér og
sett þá reglu að aðeins einn úr
hverri fjölskyldu megi láta sjá sig á
almannafæri á tveggja daga fresti í
því skyni að kaupa daglegar nauð-
synjar eða fara í skimun vegna far-
aldursins. Changchun er iðnaðar-
borg í norðausturhluta Kína. Þar
búa um 9 milljónir manna. Víðar í
Kína er fengist við aukna út-
breiðslu faraldursins með harka-
legum samkomutakmörkunum og
einangrun fólks og stöðugum
skimunum.
KÍNA
Öllu skellt í lás
vegna Covid-bylgju
Skimað fyrir
Covid-19.
Ekki færri en
sautján óbreyttir
borgarar hafa
fallið síðustu
daga í átökum
þjóðernishópa í
Darfur-héraði í
Súdan. Að þessu
sinni sló í brýnu
milli hópanna í
Jebel Moon-
fjöllum í vest-
urhuta héraðsins, nálægt landamær-
unum að Tjad. Tugir særðust enn
fremur í átökunum og fjölda fólks er
saknað. Átökin í Darfur hófust árið
2003 þegar uppreisnarmenn, sem
fæstir eru arabar, risu upp gegn rík-
isstjórninni í Kartúm. Stjórnarher-
inn og arabískir málaliðar, sem
reyndu að kveða uppreisnina niður,
hafa verið sakaðir um víðtæk
grimmdarverk. Talið er að allt að
300 þúsund manns hafi fallið í þessu
innanlandsstríði og þrjár milljónir
manna orðið heimilislausar.
SÚDAN
Ekkert lát á óöldinni
í Darfur-héraði
Átökin bitna illa
á almenningi
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Stríðið í Úkraínu heldur áfram með hræðilegum af-
leiðingum fyrir borgara landsins og sífellt sækja
Rússar að fleiri borgum. Í gær voru teikn á lofti um
að Rússar myndu ná að umkringja Kænugarð, en
skriðdrekar eru bæði fyrir norðan og vestan borg-
ina.
Ástandið í hafnarborginni Maríupól er verst, en
þar eru miklir kuldar og borgin hefur verið án raf-
magns, hita og vatns í 11 daga og matarbirgðir eru
að eyðast upp. Stephen Cornish, talsmaður Lækna
án landamæra, sagði í samtali við AFP-fréttaveit-
una að það yrði eitthvað að gerast strax til að af-
stýra yfirvofandi hörmungum í borginni.
„Hundruð þúsunda eru hér innilokuð.“ Varlega
áætlað er að 1.207 manns séu látnir og er búist við
að sú tala hækki þegar hægt verður að fara í gegn-
um húsarústir borgarinnar. Síðasta miðvikudag var
gerð loftárás á barnaspítala í borginni sem vakti
mikinn óhug umheimsins. Þar létust þrír, þar af eitt
barn og 17 særðust.
Árásir á almenna borgara
Einnig var skotárás var gerð á 330 manna heimili
fyrir fatlaða rétt fyrir utan Karkív. Í gær var fyrsta
loftárásin gerð á borgin Dnípró, og var m.a. skotið á
íbúðablokk, leikskóla og skóverksmiðju. Þá kom
fram í gær að Rússar hefðu skotið á flugvelli í Lútsk
og Ívanó-Frankívsk en borgirnar þrjár eru miklu
vestar í landinu og nær pólsku landamærunum.
Rússar hafa legið undir ámæli fyrir að gera eng-
an greinarmun á hernaðarskotmörkum og árásum
á almenna borgara. Fregnir af árásum í Kænu-
garði, Karkív og Dnípró herma að ekkert virðist
vera gert til að hlífa almennum borgurum. Yfir 30
árásir hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnanir,
sjúkrabíla og starfsfólk frá því innrásin hófst er
haft eftir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og
hafa 12 látist og 34 særst.
Bandaríkjamenn hafa aukið við efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn Rússum, og tilkynntu í gær að
þeir hygðust hætta öllum hefðbundnum viðskipt-
um við landið, og fleiri vörur fóru á bannlistann,
eins og sjávarafurðir, vodka og demantar og annar
lúxusvarningur. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti
yfir í gær að Bandaríkin vildu ekki taka beinan þátt
í stríðinu, því það yrði byrjunin á þriðju heims-
styrjöldinni.
Volodímír Selenskí forseti Úkraínu kallaði á
meiri hjálp á samskiptaappinu Telegram í gær.
„Evrópusambandið verður að gera meira fyrir
Úkraínu.“
Harmleikur í uppsiglingu
- Ástandið hrikalegt í stærstu borgum og loftárásir færast vestar, nær Póllandi
AFP/Sergey Bobok
Beðið fyrir Úkraínu Hermenn úkraínsku Azóv-
herdeildarinnar biðja saman í gær í Karkív.
Ekkert lát er á mótmælum og
samstöðufundum um heim allan
vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Mótmælendur krefjast þess að kom-
ið verði á friði og rússneska herlið-
ið fari tafarlaust úr landinu. Í gær
var efnt til fjölmennra útitónleika í
Tókýó, höfuðborg Japans, til að
sýna Úkraínumönnum samstöðu og
var þessi mynd þá tekin. Flutt var
tónverkið „Ást í stað styrjalda“.
Fundir og aðgerðir til stuðnings
Úkraínu hafa farið fram í öllum
heimsálfum undanfarna daga. Þá
er áberandi gríðarlegur stuðningur
almennings við málstað Úkraínu á
netinu, ekki síst á samfélags-
miðlum, sem mjög hafa verið not-
aðir til að tjá hug fólks. Í Rússlandi
hefur aðgangi almennings að þess-
um miðlum verið lokað.
Innrás Rússa í Úkraínu mótmælt um allan heim
Víðtækur
stuðningur
við Úkraínu
AFP/Philip Fong