Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 25

Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 25
» Samhengið í skipulags- og samgöngumálum er skýrt, stækkun borg- arinnar til austurs mun létta almenningi lífið, m.a. fyrir sam- félag eldri borgara. Reykjavík er borg sem getur stækkað. Nægt er bygging- arlandið, svo sem austan Elliðaáa. Breyta þarf skipulagi til að greiða fyrir slíkri uppbyggingu. For- dómar gagnvart notkun ökutækja í einkaeigu eiga ekki að koma í veg fyrir að skipulagsvaldi borg- arinnar sé beitt með skyn- samlegum hætti. Samhliða breyttu skipulagi þarf að fjárfesta töluvert í samgönguinnviðum, svo sem eins og Sundabraut. Tækifæri fyrir samfélag eldri borgara Eitt af því sem uppbygging borgarinnar til austur gefur færi á er að gera betur við eldri borgara. Sem dæmi gæti uppbygging nýrra hverfa skapað forsendur til að hanna íbúðakjarna fyrir eldri borgara, eins konar millistig þess að búa á eigin heimili og vera á hjúkrunarheimili. Á þetta hefur t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis bent en íbúðakjarnar af þessu tagi hafa verið reyndir erlendis. Í slíkum kjörnum býr eldra fólk í umhverfi þar sem það getur notið fé- lagsskapar, aflað sér ýmiss konar þjónustu og notið afþreyingar í nærsamfélaginu. Við það aukast lífsgæði þeirra. Slík þyrping íbúða myndi einnig auka fjöl- breytnina í fasteignaflórunni og liðka fyrir þró- un fasteignamarkaðarins. Að búa í nýjum hverf- um í austurhluta borgarinnar krefst jafnan aðgangs að einkabíl. Einkabíllinn veitir eldra fólki frelsi til að geta farið sinna ferða hvenær sem er og hvert sem. Sé sá valkostur í boði þá er hann valinn frekar en að beðið sé eftir strætó í því óútreikn- anlega veðri sem hér er. Heildarsamhengið Borgaryfirvöld eiga að mæta þörfum almenn- ings en ekki öfugt. Almenningur vill jafnan nota einkabílinn. Óþarft er að óttast uppbyggingu borgarinnar til austurs, þvert á móti skapar hún margvísleg tækifæri. Með því að nema ný lönd aukast líkur á að hægt sé að mæta hagsmunum eldri borgara með uppbyggingu íbúðakjarna ásamt því að létta á fasteignamarkaðnum í öðr- um hverfum borgarinnar. Heildarsamhengið í skipulags- og samgöngumálum er því skýrt. Það eina sem þarf er kjarkur og pólitískur vilji. Stækkum borgina til austurs Eftir Helga Áss Grétarsson Helgi Áss Grétarsson Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. helgigretarsson@gmail.com 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Veðrabrigði Það hafa skipst á skin og skúrir í veðrinu að undanförnu í bókstaflegri merkingu. Eggert Upplýsingin, menntastefna 18. aldar, miðaði að því að uppfræða al- menning og endurskipuleggja póli- tískt líf þannig að kennivaldi yrði vikið til hliðar og einstaklingnum veitt frelsi til hugsunar, skoð- anamyndunar og sannleiksleitar. Lýðræðið byggist samkvæmt þessu á því að hver einasti maður myndi sér sjálfstæða skoðun, en berist ekki hugsunarlaust með straumnum. Átakanlegt er að sjá fólk verða viðskila við samvisku sína, afneita sannfæringu sinni, missa sýn og stefnu, verða reköld í vindblásnu umhverfi hags- muna og valda, vegna hræðslu og utanaðkom- andi þrýstings. Í þeim tilgangi að verja fólk fyrir slíkum örlög- um reisir stjórnskipun okkar varnargarða um lýðræðið, þar sem rökstuddur efi og málfrelsi er sérstaklega varið. Þetta er gert til að reisa skorður við því að eitt afl, einn flokkur eða eitt sjónarmið, nái heljartökum. Síðustu misseri höf- um við orðið vitni að óheillaþróun í öfuga átt, þ.e. frá lýðræði til valdboðsstefnu. Þetta hefur gerst í skrefum, en þróunin er öllum sýnileg sem hana vilja sjá. Ótti hefur vikið hugsun til hlið- ar. Sá sem er fastur greipum ótt- ans getur ekki hugsað rökrétt. Óttastjórnun er orð sem leitar á hugann þegar fjölmiðlar, stjórn- málamenn, fræðimenn, læknar o.fl. boða heilsufarsvá, orkuskort, matarskort, netárásir og upplýs- ingaóreiðu. Mjög hefur skort á að sömu aðilar birti skilaboð um þrautseigju, hugrekki, viljastyrk, von, traust og trú, þannig að menn geti á raunsæjum grunni varist því að valdið sé tekið frá almenningi og lýðræð- islegt stjórnarfar leyst af hólmi með valdþótta og einhliða fyrirskipunum. Þegar stöðugt er hamrað á aðsteðjandi ógnum og ýtt undir ótta er grafið undan hinni vestrænu lýðræðishefð. Allir sem bera lágmarks- skynbragð á lærdóma sögunnar vita að það er skammgóður vermir að færa valdið frá kjós- endum og kjörnum fulltrúum þeirra til óþekktra stjórnenda sem starfa í umboðsleysi. Enginn tal- ar þó um varnarleysi okkar gagnvart slíku fyr- irkomulagi þar sem valdhafar svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart alþýðu manna. Um þetta nýja stjórnarfar virðist ekki mega efast. Pólitískur rétttrúnaður, sem framfylgt er með kjökri, heimtufrekju, hártogunum og kröfum um skilyrðislausa hlýðni, umber engan ágreining um kennisetningarnar. Við þessar aðstæður og með þessu móti er málfrelsið bælt og framkallað um- hverfi þar sem aðeins ein skoðun er í reynd leyfi- leg – á loftslagsmálum, bólusetningum gegn kór- ónuveirunni, rússnesku þjóðinni o.s.frv. Ekki ómerkari maður en Jonathan Sumption, fyrrver- andi hæstaréttardómari í Bretlandi, hefur bent á að lýðræðislegt stjórnarfar hrynji til grunna þegar „hræddur meirihluti krefst þess að sam- borgarar þeirra verði beittir stórtækum þving- unaraðgerðum“. Kjarni vestrænnar menningar, allt frá því á upplýsingaöld, er ákvörðunarvald hins hugsandi einstaklings sem efast. Án þess er lýðræðið svip- ur hjá sjón. Verkefni borgaranna, stjórnmála- manna, blaðamanna, fræðimanna o.fl. er að hugsa og ræða á gagnrýninn hátt um það sem al- mennt er viðurkennt og vinsælt þá stundina. Eitt megineinkenni ófrjálsra samfélaga mannkyns- sögunnar hefur verið bann við frjálsri umræðu. Allt sem er bannað að gagnrýna hefur tilhneig- ingu til að spillast af eigingirni, hagsmunabar- áttu og öfgum. Því þarf hin lagalega, pólitíska, menningarlega og samfélagslega umgjörð, enn sem fyrr, að verja frelsi borgaranna til hugsunar, tjáningar og sannleiksleitar. Efinn er mikilvægur. Heilbrigður efi er ekki andstæða vonar og trúar. Slíkur efi knýr okkur áfram í leit að sannleika; krefur okkur um stöð- uga endurskoðun þess sem við teljum okkur geta lagt til grundvallar. En við lifum nú á tímum þar sem sjálfstæðri hugsun og efa er úthýst í sífellt meiri mæli. Hinn hræddi einstaklingur sem hlýðir kemur í stað hins hugsandi einstaklings sem efast. Hvað getum við gert til að snúa þessu til betri vegar? Kæri lesandi, ég skora á þig að taka þátt í að skapa vakningaröldu til að rjúfa doða hugs- unarleysis og stöðva þannig straumröst ofríkis, valdboðs og harðstjórnar. Eftir Arnar Þór Jónsson »Við lifum nú á tímum þar sem sjálfstæðri hugsun og efa er úthýst í sífellt meiri mæli. Arnar Þór Jónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður. Hvert liggur leiðin? Þrátt fyrir framtaksleysi, sí- fellt verri þjónustu og mikla skuldasöfnun, er núverandi borgarstjórnarmeirihluti að setja met í skattheimtu. Þetta hljómar svolítið eins og öf- ugmæli. Hvernig getur yfirvald setið með hendur í skauti, dregið úr þjónustu og safnað skuldum, á meðan skatttekjur þess stór- aukast ár frá ári? Slík stjórn- viska er ekki á allra færi. Vert er að skoða þetta nánar því Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa í gjöld og skattheimtu, held- ur en ríkisvaldið. Útsvar og fasteignagjöld Helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar og fasteignagjöld. Útsvarið er beinn tekju- skattur. Fasteignagjöldin eru hins vegar af tvennum toga. Þau eru annars vegar lóðaleiga og gjöld fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaga, en hins vegar fasteignaskattur sem er eigna- skattur á fasteignir, reiknaður sem hlutfall af fasteignamati. Útsvar er reiknað sem hlutfall af tekjum launþega en lögum samkvæmt má útsvarshlut- fallið ekki vera lægra en 12,44% og ekki hærra en 14,52%. Hvert og eitt sveitarfélag ákveður svo út- svarsahlutfallið innan þessara marka. Núverandi borgarstjórn- armeirihluti hefur verið með útsvarið í löglegu hámarki um árabil. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem nýtir sér þessa leyfilegu hámarks álagningu. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði Lög kveða á um að leggja megi fast- eignaskatt á atvinnuhúsnæði sem er allt að 1,32% af fasteignamati. Sveitarstjórnum er þó heimilt að hækka álagningu í 1,65%. Þessa heimild nýtti meirihlutinn sér lengst af og var þá álagning á atvinnuhúsnæði í löglegu há- marki í Reykjavík. Viðreisn seldi sig sem vara- dekk undir vagn Dags B. Eggertssonar eftir síðustu borgarstjórnarkosningar með því skil- yrði að þessi álagning yrði eitthvað lækkuð. Og viti menn! Fyrir ári síðan lækkaði meirihlutinn álagningarhlutfallið um 0,05 prósentustig. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar 2022-26 er lagt til að fasteignaskattar borgarinnar á atvinnuhúsnæði haldast óbreytt- ir á milli ára 2021 og 2022 í 1,60%. Á sama tíma og borgin hefur lækkað pró- sentuna um 0,05 prósentustig hafa hins vegar sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt Covid-faraldri og hærra fasteignamati með því að lækka þessa skattprósentu umtals- vert. Álagsprósentan í Hafnarfirði er nú 1,40% og í Kópavogi 1,47%. Reykjavíkurborg er með langhæsta skatthlutfall fasteignaskatta á at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Reykja- víkurborg fær yfir helming heildartekna af fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði á lands- vísu. Gert er ráð fyrir að þessar tekjur borg- arinnar verði 15,2 milljarðar á næsta ári. Það er hækkun um rúmlega 5,7 milljarða frá árinu 2016, eða tæplega milljarð á ári á þessu sex ára tímabili. Fasteignaverðbólga og fasteignaskattur Hér er þó tæplega hálf sagan sögð. Stað- reyndin er sú að fasteignaskattar í Reykjavík hafa hækkað miklu meira á síðasta áratug en nokkurn tíma fyrr. Ástæðan er gífurleg hækk- un á fasteignum sem nú fer með himinskautum. Núverandi borgaryfirvöld hönnuðu þessar miklu fasteignahækkanir og hafa farið fyrir þeim frá því þau samþykktu aðalskipulagið, ár- ið 2013, sem hefur leitt til lóðaskorts- og lóða- haftastefnu í Reykjavík. Þessi lóðaskortur er megin ástæða fasteignaverðbólgunnar. Skoðum í lokin hækkanir á fasteignasköttum borgarinnar á þessum áratug. Árið 2013 inn- heimti Reykjavíkurborg 11,6 milljarða í fast- eignaskatt. Árið 2017 var þessi skattur kominn í 15,1 milljarð, árið 2018, í 18,2 milljarða og árið 2020 í 22 milljarða. Tekjur borgarinnar af fast- eignasköttum höfðu þá hækkað um tæplega 100% á sjö árum. Fasteignaskattur eldri borgara Þessar gegndarlausu skattahækkanir koma auðvitað verst niður á elstu Reykvíkingunum: Þeirri kynslóð sem hefur greitt eignaskatt af heimilum sínum um áratuga skeið og sem kom okkur á það stig velferðar og hagsældar sem við nú njótum. Við eigum ekki að þakka þeim ævistarfið með því að hrekja þau úr sínu eigin húsnæði með skattpíningu. Það er því kominn tími til að afnema fasteignaskatta á eldri borg- ara. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa í gjöld og skattheimtu, heldur en ríkisvaldið. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Afnemum fasteignaskatt á eldri borgara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.