Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
N
ýlega kom út
greinasafn hjá
Árnasafni í
Kaupmanna-
höfn, Hidden harmonies,
um samspil handritamenn-
ingar á Íslandi og Írlandi
við prentmiðla eftir að þeir
ruddu siðbreytingunni í
Evrópu braut upp úr alda-
mótunum 1500. Svisslend-
ingurinn Jürg Glauser,
fyrrum MR-ingur og pró-
fessor í norrænu í Zürich
og Basel, ritar inngangs-
grein sem hefst á Erasmusi
frá Rotterdam í árdaga
prentaldar.
Erasmus starfaði lengi í
Basel – eins og Jürg sem
vill draga úr þeim vatna-
skilum sem urðu með til-
komu prentverksins, í þeim
skilningi að hið handritaða
orð hafi liðið undir lok.
Þvert á móti bendir hann á
hversu mikilvægu hlutverki
handritin gegndu áfram og hvernig prentuð verk sóttu styrk í þá hugmynd
að höfundar þeirra hefðu skrifað þau eigin hendi. Þessu til áréttingar er
dæmi af málverki Hans Holbein yngra af Erasmusi við skriftir. Ofuráherslu
á prentmiðilinn líkir Jürg
við það að gera of mikið úr
því að handskrifaðir textar
á miðöldum hafi lagt hina
munnlegu hefð að velli.
Hitt stendur eftir að hinir
nýju miðlar, handritin og
prentverkið, höfðu meiri og
skjótvirkari áhrif en þær miðlunarleiðir sem á undan fóru. Skrifaðar bækur
lögðu grunn að því að hægt var að byggja upp veldi hinna bókvísu trúar-
bragða, kristni og islam, og hugmyndir siðbreytingarinnar hefðu varla náð
flugi ef upphafsmenn hennar hefðu ekki haft aðgang að prentverki; að ekki
sé minnst á vísindin sem á eftir komu. Handritin og prentuðu bækurnar
urðu að valdatæki þeirra sem réðu því hvað væri skrifað í bækurnar – og
þar með í heilabú almennings.
Til marks um hlutverk prentverksins rifjar Jürg upp lofkvæði sem Björn
biskup Þorleifsson á Hólum lét prenta eftir að prentverkið var flutt norður
aftur árið 1703: Ferhjólaður vagn prentverksins að nýju uppreistur. Þetta
kvæði er jafnan eignað séra Magnúsi Illugasyni á Húsavík, bróður Ólafar,
langömmu Kristjáns á Illugastöðum, afa Kristjönu langömmu minnar, ljós-
móður og veitingakonu á Bauk á Húsavík.
Það er ekki oft sem kveðskapur þessa Magnúsar langfrænda míns kemst
í opinbera umræðu og því rifjaðist upp fyrir mér að Pétur Sigurðsson skrif-
aði grein um þetta kvæði árið 1961 í hundrað ára minningarrit um bóka-
safnarann Benedikt S. Þórarinsson: Studia Centenalia sem ýmsir helstu
fræðimenn þess tíma efndu til (Jökull Sævarsson samdi merkilegt rit um
Benedikt árið 2011, sbr. rafhladan.is). Pétur rekur hvernig Jón Borgfirð-
ingur hafi fyrir misskilning eignað Magnúsi þetta kvæði um Ferhjólaða
vagninn – og sú ranghugmynd hafi verið tekin upp í viðurkennd rit. Jón hafi
ekki haft neitt fyrir sér en ruglast á kvæðinu um prentverkið og lofkvæði
sem Magnús orti sannlega um Björn biskup. Mishermið um höfundskap
Magnúsar á prentsmiðjukvæðinu hefur engu að síður gengið aftur í bókum
fram á þennan dag – sem sýnir okkur hvað falsfréttir geta orðið lífseigar sé
þeim hleypt af stað.
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Erasmus frá Rotterdam skrifar upphaf bókar
sinnar um Markúsarguðspjall frá 1524, á
málverki Hans Holbein yngra frá 1523.
Ljósmynd/Listasafnið í Basel
Ferhjólaður
vagn frá 1703F
yrir einu ári, í mars 2021, gaf almannavarna- og
öryggismálaráð út stefnu stjórnvalda um mál
sem undir ráðið falla. Þar er að finna upplýs-
ingar um mikilvæg málefni sem eru hluti af
þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.
Í kaflanum um birgðir segir að þær aðstæður geti
skapast „þar sem lífsnauðsynlegar vörur [séu] af skorn-
um skammti“. Nefndar eru „ytri aðstæður“ auk hamfara
eða faraldra innanlands. Innrásin og stríðið í Úkraínu
fellur undir „ytri aðstæður“. Mikilvægt er talið að til-
tækar séu áætlanir um samstarf þeirra sem flytja inn
eða framleiða lífsnauðsynlegar vörur. Þar eru nefnd lyf,
eldsneyti, vörur til framleiðslu matvæla, varahlutir og
búnaður fyrir viðbragðsaðila og heilbrigðisþjónustu.
Fæðuöryggi er lýst sem mikilvægum þætti og áríðandi
sé að taka tillit til þess í skipulagi vegna nauðsynlegra
birgða.
Í stefnunni er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið
leiði starfshóp allra ráðuneyta sem semji fyrir árslok
2021 viðbragðsáætlun um söfnun upplýsinga um birgða-
stöðu; leiðir til að bregðast við óásættanlegri birgðastöðu
mikilvægra þátta og skömmtun og
stýringu á úthlutun mikilvægra
birgða.
Þessi viðbragðsáætlun hefur
ekki séð dagsins ljós. Hvað sem
því líður er líklegt að nú hefjist
tími hér á landi eins og annars
staðar þar sem hugað verður að
hagvörnum á annan hátt en til
þessa. Áhrif heimsfaraldursins
undanfarin ár eru ef til vill aðeins
smjörþefurinn af því sem koma skal. Spurningar um að-
fangakeðjur og hverju þær skila setja vaxandi svip á
fréttir hér og hvarvetna annars staðar.
Í skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horf-
um í þjóðaröryggismálum sem birt var í febrúar 2021 er
að finna sérstaka kafla um stöðuna í eldsneytismálum og
um fæðu- og matvælaöryggi – grunnstoðir nútíma sam-
félaga.
Verði skortur á jarðefnaeldsneyti hér hefur hann
„bein áhrif á löggæslu, viðbúnaðar- og neyðarþjónustu,
matvælaframleiðslu og á samgöngur“. Truflist eða
minnki rafmagnsframleiðsla hefur skortur á jarð-
efnaeldsneyti bein áhrif á starfsemi sem notar varaafl,
„svo sem fjarskipta-, net- og upplýsingakerfi, varma-
flutning, heilbrigðisþjónustu og neysluvatnskerfi,“ segir
í matsskýrslunni.
Skip koma að jafnaði á 10 til 12 daga fresti með bensín,
gasolíutegundir, svartolíu og flugsteinolíu til landsins frá
Evrópu, Bandaríkjum og einstaka sinnum frá Asíu.
Í skýrslu þjóðaröryggisráðs segir að birgðastaða olíu í
landinu sé mjög mismunandi milli ára. Miðað við birgðir
á árunum 2015-2017 eru birgðadagar á milli 18 og 25. Ís-
land hefur hvorki undirgengist reglur Alþjóðaorku-
málastofnunarinnar né ESB um 90 daga birgðir af olíu.
„Líta má svo á að hér sé um veikleika að ræða, enda
stendur Ísland langt að baki nágrannalöndum í þessu
efni,“ segir í skýrslunni.
Helguvíkurhöfn tekur ein við og geymir loftfaraelds-
neyti. Þangað kemur eldsneyti með skipi á um það bil
þriggja vikna fresti. Ekki er til áætlun um hvað gerist
lokist Helguvíkurhöfn.
Í olíukreppunni fyrir hálfri öld var mikið rætt um
hættuna af skorti á jarðefnaeldsneyti og innleiðingu 90
daga birgðareglunnar. Nú má segja að þjóðarbúið sé í
svipuðum sporum. Hér er enn á ný verk að vinna til að
skapa öryggi. Kaup og söfnun birgða þegar olíuverð fer
með himinskautum eins og nú er ekki til marks um mikla
fyrirhyggju.
Í þjóðaröryggisskýrslunni er minnt á hve mat-
vælaframboð og -framleiðsla hér er háð innflutningi að-
fanga, svo sem fóðurs, áburðar og umbúða. Þá hljóti fisk-
veiðar að taka mið af því ef olíubirgðir verða
takmarkaðar. Í skýrslunni seegir: „Almennt þarf aukna
árvekni um fæðuöryggi hérlendis, en
þess má þó geta að áhættumatsnefnd
hefur verið skipuð um málefnið á
vegum atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytis.“
Í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar
sem sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra var unnið að rann-
sóknum og útgáfu skýrslu um fæðu-
öryggi. Þá gerði hann alþingi grein
fyrir framkvæmd aðgerðaáætlunar
um matvælaöryggi í 17 liðum sem samþykkt var í júní
2019. Um gildi íslensks landbúnaðar fyrir þjóðaröryggi
Íslands er fjallað í landbúnaðarstefnunni Ræktum Ís-
land! Góðar tillögur skortir ekki. Nú er tími aðgerða.
Sé vilji til að fara að fordæmi annarra þjóða við al-
mannavarnir er nærtækt að líta til Finna. Jaakko Pekki,
forstjóri finnsku neyðarbirgðastofnunarinnar (NESA),
segir Finnar standa sérstaklega vel að vígi varðandi
matvælaframleiðslu. Þeir framleiði sjálfir um 80% þeirra
matvæla sem þeir neyti. Til að búa í haginn fyrir inn-
lenda framleiðslu sé til dæmis safnað birgðum af til-
búnum áburði auk korns sem dugi til sex mánaða venju-
legrar neyslu. Þá segir hann eldsneytisbirgðastöðuna
„einstaklega góða“, birgðirnar dugi til fimm mánaða
venjulegrar notkunar. Sama gildi um lyf. Framleiðendur
og innflytjendur lyfja séu skyldaðir til að eiga neyð-
arbirgðir, til 3-10 mánaða venjulegrar neyslu. Forstjór-
inn sagði í samtali við finnska ríkisútvarpið, YLE, skyn-
samlegt fyrir almenning að eiga nauðsynjar til 72
stunda, þriggja sólarhringa, heima hjá sér.
Birgðastaða Íslands er veik. Fyrir stjórnvöldum liggja
tillögur sem ekki hefur verið hrundið í framkvæmd. Ein
þeirra snýr að því að bæta höfnina í Helguvík en þar
„eru stærstu eldsneytisgeymar landsins og geta nýst
fyrir viðbótareldsneytisbirgðir,“ eins og segir í mats-
skýrslu þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdaaðilar bíða.
Forsætisráðherrann, formaður þjóðaröryggisráðs og al-
manna- og öryggismálaráðs, ætti tafarlaust að gefa
græna ljósið.
Um birgðastöðu á hættutíma
Líklegt er að nú hefjist tími
hér á landi eins og annars
staðar þar sem hugað
verður að hagvörnum á
annan hátt en til þessa.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Í nóvemberlok 1951 kom út á ís-
lensku bókin Ég kaus frelsið eft-
ir Víktor Kravtsjenko, verkfræðing
frá Úkraínu, sem leitað hafði hælis í
Bandaríkjunum vorið 1944. Þar
sagði höfundur meðal annars frá
hungursneyðinni í Úkraínu á önd-
verðum fjórða áratug, hreinsunum
Stalíns og þrælkunarbúðum ráð-
stjórnarinnar, en allt þetta hafði
hann horft upp á.
Kommúnistar um allan heim hófu
óðar áróðursherferð gegn Kravt-
sjenko, og höfðaði hann mál gegn
frönsku kommúnistatímariti fyrir
meiðyrði. Réttarhöldin, sem fóru
fram í París á útmánuðum 1949,
snerust upp í réttarhöld um
stjórnarfarið í Ráðstjórnarríkj-
unum. Sendi ráðstjórnin fjölda
manns til að bera vitni, þar á meðal
fyrrverandi eiginkonu Kravt-
sjenkos, en sjálfur leiddi hann fram
ýmis fórnarlömb Stalíns, þar á með-
al Margarete Buber-Neumann, en
hún var einn þeirra þýsku komm-
únista, sem setið höfðu í fangabúð-
um Stalíns, uns hann afhenti þá Hitl-
er eftir griðasáttmála einræðis-
herranna tveggja í ágúst 1939.
Úrskurðuðu franskir dómstólar
Kravtsjenko í vil, og mörgum ára-
tugum síðar viðurkenndi ritstjóri
kommúnistatímaritsins, að hann
hefði haft rétt fyrir sér.
Lárus Jóhannesson alþingismað-
ur þýddi bókina og gaf út, og luku
þeir Hermann Jónasson, Ólafur
Thors og Stefán Jóhann Stefánsson
allir lofsorði á hana opinberlega.
Þeir Brynjólfur Bjarnason og Magn-
ús Kjartansson sögðu hins vegar, að
hún væri leiðinleg, og Einar Bragi
birti í Þjóðviljanum árás á höfund-
inn. En því fer raunar fjarri, að bók-
in sé leiðinleg. Hún er mjög læsileg
og vel skrifuð, þótt hún sé átakanleg
á köflum. Almenna bókafélagið gaf
hana aftur út á netinu 7. nóvember
2017 í tilefni hundrað ára afmælis
bolsévíkabyltingarinnar með inn-
gangi og skýringum eftir mig. Er
hún þar aðgengileg öllum endur-
gjaldslaust.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Rödd frá Úkraínu
Hjallavegur 5, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mjög vel staðsett 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sólpalli.
Frábær staðsetning, skólar, þjónusta og
íþróttamannvirki í göngufæri.
Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 39.900.000 Stærð 92,5 m2