Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Virkjanir á Íslandi
eru að langstærstum
hluta í opinberri eigu og
því er ljóst að arðurinn
af orkuauðlindinni
rennur á endanum að
langmestu leyti til hins
opinbera og til almenn-
ings. Eingöngu um
fimmtungur eða 20% af
raforkunni er hins veg-
ar nýtt af hinum al-
menna markaði en 80% af stóriðj-
unni. Þetta tvennt gerir það að
verkum að almenn verðhækkun raf-
orku er almenningi á Íslandi í hag! Til
einföldunar má segja að ef t.d. mán-
aðarlegur raforkureikningur heimilis
hækkar um 100 kr. getur fimmföld sú
upphæð runnið aukalega í verkefni
hins opinbera, þ.e. til heilbrigðismála,
samgöngumála, velferðarmála,
menntunar o.s.frv. Ágóði heimilisins
er því 400 kr. Þessi ávinningur sést
ekki beint í buddu heimilisins heldur í
auknum samfélagslegum verkefnum.
M.a. af þessum sökum var það á
sínum tíma skynsamleg ákvörðun að
byggja hér upp orkufrekan málm-
iðnað á Íslandi þótt afurðir séu að
mestu leyti fluttar út lítt unnar, ekki
síst þegar orkuverð fer almennt
hækkandi til lengri tíma litið.
Orkuútflutningur
Á undanförnum árum hefur verið
nokkur umræða um mögulegan orku-
útflutning frá Íslandi. Annars vegar
hafa verið hugmyndir um beinan raf-
orkuflutning um sæstreng til Bret-
lands og hins vegar um útflutning
rafeldsneytis til Evrópu og e.t.v.
Norður-Ameríku, tengt möguleikum
á hraðari orkuskiptum.
Það er að okkar mati skynsamlegt
að huga að báðum þessum leiðum,
bæði af efnahagsástæðum, eins og
reifað var hér að framan en ekki síður
sökum umhverfismála og samfélags-
legrar ábyrgðar.
Íslendingum hefur tekist að
byggja upp eitt mesta velferðarríki
heims. Einn lykillinn að þeirri vel-
sæld hefur verið innflutningur á orku
á formi olíuafurða. Árlega flytjum við
inn orku fyrir um 100 milljarða króna
til að drífa áfram samgöngur og at-
vinnulíf, en án þessa orkuinnflutnings
væru okkar stærstu atvinnugreinar,
s.s. sjávarútvegur og ferðaþjónusta,
nánast óhugsandi. Til samanburðar
nema árlegar meðaltekjur af raf-
orkusölu til stóriðju ríflega helmingi
þessarar upphæðar. Ísland er þannig
í efnahagslegum skilningi orkuinn-
flutningsland!
Við teljum rétt að snúa þessu við.
Hér verður vikið að fyrrnefnda kost-
inum, þ.e. að tengja raforkukerfi okk-
ar við Bretland um sæstreng, en í
annarri grein verður fjallað um
möguleikann á framleiðslu á rafelds-
neyti til orkuskipta innanlands og út-
flutnings.
Aðrir sjá hag í tengingum
Með auknum tengingum og við-
skiptum batnar nýting auðlinda og
sóun minnkar. Þessi staðreynd á al-
mennt við um fleiri markaði en raf-
orku en skiptir þar verulegu máli
einkum fyrir einsleitt kerfi eins og
hið íslenska vatnsaflsríka kerfi.
Vegna þessa hefur víða í heiminum
verið unnið að auknum tengingum
raforkukerfa t.d. yfir landamæri,
ekki síst í Evrópu, oft með sæstrengj-
um sé aðstæðum þannig háttað.
Þannig hafa frændur okkar í Nor-
egi og Danmörku lagt marga strengi,
bæði sín á milli og til flestra ná-
grannaríkja og leggja á ráðin um
fjölgun þeirra. Með þessu auka þeir
orkuöryggi sitt og í tilfelli Norð-
manna auka þeir þjóðartekjur og hag
almennings, en auðlindarentan af
orkuauðlindinni rennur að langmestu
leyti til hins opinbera í Noregi eins og
hér á landi, þegar um opinbert eign-
arhald er að ræða.
Langstærsta framlag
Íslands til loftslagsmála
Árið 2016 gáfu ráðgjafar rík-
isstjórnar Íslands út skýrslu um áhrif
lagningar sæstrengs til Bretlands-
eyja á íslenskan efnahag og samfélag.
Niðurstaðan var sú að slík tenging
gæti verið arðsöm ef bresk stjórnvöld
tryggðu íslenskum orkufyrirtækjum
hagstætt verð fyrir græna orku. Al-
mennt var þá talið að slík ábyrgð
væri í boði ef Ísland sæktist eftir því.
Þess má einnig geta að raforkuverð á
Bretlandseyjum er um þessar mund-
ir mun hærra en það var þegar þessi
úttekt var gerð.
Í skýrslunni kom fram að áætluð
áhrif slíkrar tengingar á losun gróð-
urhúsalofttegunda næmi um 1,0-2,9
milljónum tonna árlega eftir að teng-
ingin væri komin í gagnið. Til sam-
anburðar gerir grunnsviðsmynd að-
gerðaáætlunar Íslands ráð fyrir
samdrætti losunar á beinni ábyrgð
Íslands upp á 0,5 milljónir tonna fyrir
lok áratugarins eða 2-6 sinnum
minna en ofangreind tenging ein gæti
skilað. Í kjölfarið sótti Ísland um að
strengurinn yrði settur á lista Evr-
ópusambandsins um innviðaverkefni
sem gætu notið rannsóknarstyrkja
eða sk. PCI-verkefni.
Fyrrum forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, benti á það í viðtali
fyrr í vetur að Norðmenn hefðu sann-
að það að þetta væri góð leið til að
veita Evrópu græna orku og taldi rétt
að við skoðuðum þennan möguleika
frekar. Undir þessi orð er vert að
taka.
Árið 2019 óskaði ríkisstjórn Ís-
lands hins vegar eftir því að sæ-
strengur milli Íslands og Bretlands-
eyja yrði tekinn af fyrrnefndum lista.
Ekki hefur komið fram hvaða mat á
loftslagsáhrifum ríkisstjórnin lagði til
grundvallar þeirri ákvörðun og er
þessi staða óheppileg og undarleg að
okkar mati.
Orkuöryggi og skerðingar
Um þessar mundir erum við Íslend-
ingar að fást við skerðingar á raf-
orkuafhendingu vegna lágrar stöðu
helstu uppistöðulóna vatnsaflsvirkj-
ana. Slíkar skerðingar eru mun sjald-
gæfari í vel tengdum raforkukerfum
með skilvirkum markaði og mundu
líklega heyra sögunni til ef Ísland
tengdist slíkum markaði um sæ-
streng.
Jafnframt ber að nefna þá hættu
sem steðjar að raforkukerfi okkar
vegna náttúruhamfara, en umrædd
tenging gæti dregið úr henni til
muna.
Um heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna.
„Aðalsmerki heimsmarkmiðanna
er að þau eru algild og hafa aðild-
arríkin skuldbundið sig til þess að
vinna skipulega að innleiðingu mark-
miðanna bæði á innlendum og erlend-
um vettvangi út gildistíma þeirra.“
Við skorum á íslenska stjórn-
málamenn að fylgja heimsmarkmið-
unum í verki eins og að ofan greinir
því að Heimsmarkmið nr. 7 er „Sjálf-
bær orka“ og nr. 13 er „Aðgerðir í
loftslagmálum“.
Er orkuútflutningur góður
kostur fyrir Ísland?
Eftir Egil Benedikt
Hreinsson og
Gunnar Tryggvason
Egill Benedikt
Hreinsson
» Skynsamlegt væri að
okkar mati að huga
að báðum þessum leið-
um af efnahagsástæð-
um, en ekki síður sökum
umhverfismála og sam-
félagslegrar ábyrgðar.
Egill Benedikt er prófessor emeritus.
Gunnar er verkfræðingur.
Gunnar
Tryggvason,
Aldurssamsetning
þjóðarinnar er að taka
umtalsverðum breyt-
ingum. Staða aldraðra
er því eitt stærsta
verkefni stjórnmál-
anna á næstu árum,
hvort sem er í lands-
málum eða á sveit-
arstjórnarstiginu. Um
15% þjóðarinnar eru
nú eldri en 65 ára og
fyrir hvern þann sem er kominn á
eftirlaunaaldur eru einungis þrír á
vinnufærum aldri eins og kallað er í
skilgreiningum OECD.
Miðað við mannfjöldaspár Hag-
stofunnar hækkar hlutfall aldraðra
á móti fólki á vinnualdri í tæp 40% á
næstu 18 árum. Það er ekki sjálf-
bært. Við verðum að opna á að fólk
sem vill og getur fái tækifæri til að
starfa lengur, við verðum að fjölga
Íslendingum eins og við höfum gert
með því að taka á móti
fleira fólki af erlendum
uppruna og við þurfum
að skapa samkeppn-
ishæft samfélag þannig
að unga fólkið okkar
sem fer utan, menntar
sig og víkkar sjóndeild-
arhringinn komi aftur.
Það gerum við með lif-
andi og skemmtilegu
borgarsamfélagi.
Þannig að þeir sem
vilja búa þar sem þeir
geta lifað bíllausum
lífsstíl geti það og þeir sem vilja búa
við borgarmörkin og náttúruna geti
það líka. Við þurfum alls konar
borgarsamfélag fyrir alls konar fólk.
Maður er manns gaman
Við þurfum líka fjölbreyttari kosti
fyrir eldri kynslóðirnar. Við þurfum
jú fleiri hjúkrunarrými og meiri
heimahjúkrun en við þurfum líka að
koma nýjum hugmyndum í fram-
kvæmd. Verkefni eins og Mörkin og
Sléttan, þar sem samþættar eru
þjónustuíbúðir við þjónustu hjúkr-
unarheimila, eru vísir að skrefunum
sem við þurfum að stíga. Alls staðar
í kringum okkur í öðrum löndum
eru samfélög aldraðra að rísa þar
sem dregið er úr hættu á félagslegri
einangrun og hættan á að makar
þurfi að búa hvor í sínu póstnúm-
erinu vegna ólíkra þarfa hverfur.
Næsta borgarstjórn á að gera
áætlanir um fleiri svæði eins og
Mörkina. Þær áætlanir þurfa að
vera stórhuga, ekki bara 150 íbúðir
heldur að lágmarki 500 íbúðir eða
jafnvel mun fleiri, þannig að skilyrði
skapist fyrir þorpssamfélagi með
verslun, veitingum og þjónustu sem
ýtir undir hreyfingu og félagsskap.
Maður er manns gaman á við okkur
öll, sama á hvaða aldri við erum.
Þannig byggjum við til framtíðar,
þannig hreyfum við húsnæðismark-
aðinn svo yngra fólk komist í íbúðir
og einbýli þeirra sem eru eldri og
þannig aukum við lífsgæði þeirra
sem eldri eru.
Þjónustu- og heilsuhverfi
Undir svona byggð, sem kalla má
þjónustu- og heilsuhverfi, á að
brjóta nýtt land, byggja utarlega í
borginni, til dæmis á Geldinganesi
eða Keldum og jafnvel á Kjalarnesi
eftir að Sundabraut kemur. Svona
byggð eykur ekki á morgun- eða
eftirmiðdagsumferðina, né kallar
hún á skóla eða leikskóla. Byggð
sem þessi losar húsnæði í eldri
hverfum og virkar því sem nokkurs
konar þétting án þess að heilu
hverfin séu sett á annan endann
vegna tilrauna glæruglaðra pólitík-
usa við að troða fjölbýlishúsum á
staði sem þau komast ekki. Þær til-
raunir minna meira á stjúpsystur
Öskubusku þegar þær vildu í
glerskóinn en raunhæfar tillögur
gerðar með skynsemi í huga.
Uppbygging þjónustu- og heilsu-
hverfa aldraðra getur þannig orðið
mikilvægur þáttur í lausn á húsnæð-
isvandanum sem blasir við okkur og
núverandi borgarstjórn hefur verið
um megn að leysa. Á liðnum árum
hafa skipulagsmál borgaryfirvalda
snúist um markmið og áherslur
stjórnmálamanna og embættis-
manna sem vilja segja fólki hvernig
það eigi að sitja og standa – og búa.
Þessu þarf að breyta, og skipu-
leggja borgina út frá þörfum íbúa og
eðlilegri lýðþróun. Þannig sköpum
við raunverulegar lausnir og aukum
lífsgæði allra, ekki bara þeirra sem
starfa í ráðhúsinu.
Eftir Friðjón R.
Friðjónsson » Þjónustu- og heilsu-
hverfi aldraðra geta
orðið mikilvægur þáttur
í lausn á húsnæðisvand-
anum sem núverandi
borgarstjórn hefur ver-
ið um megn að leysa.
Friðjón R Friðjónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri,
varaþingmaður og frambjóðandi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. fridjon@kom.is
Byggjum til framtíðar fyrir aldraða
Reykjavík hefur
þróast undanfarin ár
hröðum skrefum í að
verða smækkuð útgáfa
af alþjóðlegum stór-
borgum eins og New
York og London með
öllum þeim kostum og
göllum sem því fylgja.
Ég bjó um árabil í
þessum borgum og hef
því ágætar forsendur
til að bera þær saman
við Reykjavík. Kostir alþjóðlegra
stórborga eru vissulega öflugt og ið-
andi mannlíf en gallarnir eru að
sama skapi hátt fasteignaverð, aukin
glæpatíðni, útilokun einkabílsins,
háir skattar og lágt opinbert þjón-
ustustig við almenning. Afleiðing-
arnar eru að íbúar leita í „vingjarn-
legri“ borgir og bæi þar sem gott er
að búa.
Eitt af því sem mér fannst kúnst-
ugt þegar ég bjó í Bandaríkjunum
voru skilti sem sáust víða með áletr-
uninni „Your tax dollars at work“
sem gæti útlagst „hér eru skattarnir
þínir í vinnu“ – ég velti fyrir mér
hvort þessi skilti væru ekki gagnleg
í Reykjavík til að minna á í hvað
skattarnir okkar fara? Sem íbúa í
Reykjavík hefur mér nefnilega ekki
sýnst ríkja einhugur um hvað skött-
unum hefur verið eytt í undanfarin
ár, þannig er opinbert þjónustustig
við borgarbúa lágt, göturnar ónýtar
og ómokaðar, óhreinsaðar, óupp-
lýstar og ógreiðfærar sökum um-
ferðartafa vegna akreinafækkunar,
svo ekki sé minnst á fuglahús og
blómaker á stofnæðum. Skólar borg-
arinnar, sem við greiðum fyrir með
sköttum, hafa heldur ekki staðið
undir væntingum; myglaðar bygg-
ingar, illa viðhaldnar skólalóðir,
sameining skóla þvert á vilja íbúa
hverfa og þvingaðar þéttingar-
aðgerðir í nafni stórborgarstefnu
sem er í besta falli vafasöm í jafn fá-
mennri borg og Reykjavík er.
Ég man líka vel eftir tilfinning-
unni sem gagntók mig stuttu eftir
heimkomu eftir margra ára búsetu í
milljónasamfélögum
þar sem ekki var annað
í boði en bíllaus lífsstíll
sem fólst í að eyða
löngum tíma á hverjum
degi í neðanjarð-
arlestum stórborga
með tilheyrandi hávaða
og óhreinindum til þess
að komast milli staða.
Þessi tilfinning var vel-
líðan þegar ég ók heim
til mín í Reykjavík á
sólríkum vetrardegi og
naut þess að horfa á
Esjuna. Þá kunni ég að
meta víðáttuna í borginni okkar,
skamman ferðatíma og þægindin
sem fylgdu því að ráða sínum ferða-
máta. Þessi tilfinning er nú óraun-
veruleg minning.
Í stað þess að breyta Reykjavík-
urborg í smækkaða útgáfu af al-
þjóðlegri stórborg legg ég til að við
höldum utan um kostina sem fylgja
því að búa í þessari einstöku höf-
uðborg á norðurhveli. Reykjavík
getur verið frábær borg þar sem
gott er að búa með öflugu og iðandi
mannlífi þar sem listir og menning
skipa veigamikinn sess. Til að svo
geti orðið þarf að tryggja að borg-
arbúum líði vel og standa vörð um
frelsi þeirra til að haga lífi sínu eins
og þeir telja best án forsjárhyggju
opinberra aðila. Leyfum Reykvík-
ingum að ráða hvernig borgin þeirra
á að vera.
Eftir Nínu Margréti
Grímsdóttur
» Í stað þess að breyta
Reykjavíkurborg í
smækkaða útgáfu af al-
þjóðlegri stórborg legg
ég til að við höldum utan
um kostina sem fylgja
því að búa í þessari ein-
stöku höfuðborg á norð-
urhveli.
Nína Margrét
Grímsdóttir
Höfundur er píanóleikari og vara-
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
sem býður sig fram í 6. sæti prófkjörs
flokksins í Reykjavík.
Leyfum Reykvík-
ingum að ráða
hvernig borgin
þeirra á að vera
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is