Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 38

Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 30 ÁRA Særún fæddist 12. mars 1992 og ólst upp í Mosfellsbænum. „Það var mjög gott að alast þar upp. Ég gekk í Lágafells- skóla en var ekkert mikið í íþróttum sem barn.“ Særún er hárgreiðslukona og vinnur í Kompaníinu í Turninum í Kópavogi. „Það er frábært að vera að vinna við aðaláhuga- málið, því mér líður aldrei eins og ég sé í vinnunni.“ Særún hefur mjög gaman af samskiptum og vera með fjölskyldu og vinum. „Svo hef ég mjög gaman af því að ferðast og hef líka áhuga á dýrum og á hund sem er blanda af labrador og border collie.“ Særún ætlar að halda upp á daginn með að fara með fjölskyldunni út að borða, en segist bíða með aðalveisluna þar til í sumar. „Það er erfitt að plana eitthvað í þessu Covid-ástandi, en það verður bara skemmtilegra í sumar.“ FJÖLSKYLDA Kærasti og sambýlismaður Særúnar er Sigurður Már Sig- urðsson, sem vinnur við stafræna markaðssetningu, f. 1989. Foreldrar henn- ar eru Jónína Guðný Árnadóttir, þroskaþjálfi í Reykjavík, f. 1963, og Gott- veinn Gunnlaugsson, rafvirki í Mosfellsbæ, f. 1960. Særún Gottsveinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú einblínir af þráhyggju á vanda- mál, reyndu að losa þig við áhyggjurnar. Þær breyta engu. Gerðu eitthvað skemmtilegt í kvöld. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert einstaklega gagnrýnin/n í dag og kemur auga á galla hvert sem þú horfir. Hjólin snúast hratt hvað ástamálin snertir. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ekki láta plata þig til þess að taka ábyrgð á vandamálum annarra. Frá og með deginum í dag ættirðu að horfa einungis fram á við. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Mundu að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli og því getur verið erfitt að finna sannleikskjarnann. Leggðu þig fram um að njóta dagsins með góðu fólki. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum, það er kominn tími til. Fáðu vin þinn í lið með þér þegar kemur að verkefni heima fyrir. Betur sjá augu en auga. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér er allt mögulegt ef þú hefur brennandi áhuga. Þú kynnist skemmtilegri persónu og reyndu að sýna þínar bestu hliðar. 23. sept. - 22. okt. k Vog Finnist þér þú vera sambandslaus og þreytt/ur er kominn tími til að slaka á og hlusta á líkamann. Best væri ef þú gætir tekið frí í smá tíma. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert með frábæra hug- mynd. Reyndu að sýna þeim þolinmæði sem eru ekki á sömu línu og þú. Það stefnir í gott sumar hjá þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Samstarfsmenn þínir eru hressir og hjálpsamir í dag. Vertu bara þú sjálf/ur og sinntu þínum störfum sem best þú getur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Taktu ekki að þér aukaverkefni nema þú sért undir það búin/n að vera undir álagi í einhvern tíma. Taktu því ró- lega í kvöld. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er ákveðinn léttir þegar búið er að taka ákvörðun um eitthvað. Mundu að þakka fyrir það sem þú hefur. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert of upptekin/n af þörfum annarra. Trú á þína getu er eitthvað sem þú ættir að stefna að leynt og ljóst. ljóða Guðrúnar. Við biðjum hana að velja lítið ljóð eftir sig sem hæfir vel tímanum: Tíminn líður áfram ótt, enn er komið vor, langur vetur liðinn, léttast manna spor. Grænkar brátt grund og hlíð, glitrar dögg á fold, geisla heita sólin sendir sífrjórri mold. Á unglingsárum vann Guðrún ýmis störf eins og þá tíðkuðust, var í vist á bæjum í Vopnafirði og sem ráðskona í vegagerð á Vopnafjarðarheiði. Sautján ára gömul hleypti hún heim- draganum og fór til náms í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað þar sem hún stundaði nám í tvo vetur. G uðrún Valdimarsdóttir fæddist 12. mars 1920 á Brunahvammi í Vopna- firði. Brunahvammur er heiðarbýli innst í Hofs- árdal en tveggja tíma gangur var þaðan á næstu bæi. Foreldrar Guð- rúnar voru Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla skáldkona) frá Krossavík og Pétur Valdimar Jóhannesson frá Syðri Vík. Hún var annað barn for- eldra sinna en alls urðu systkinin níu talsins. Er Guðrún var einungis tveggja ára gömul flutti fjölskyldan sig af heiðinni að Hróaldsstöðum í Selárdal þar sem hún bjó næstu tvö árin. Þaðan lá leiðin að Felli í Hofs- árdal og árið 1927 flutti fjölskyldan að Teigi í Hofsárdal þar sem hún festi rætur. Guðrún segir að hún hafi alist upp í faðmi stórrar fjölskyldu og þau börnin hafi notið mikils ástríkis og góðs atlætis foreldra sinna. „Þótt efn- in hafi ekki verið mikil þá var kær- leikurinn og umhyggjan því meiri eins og kemur svo glöggt fram í ljóð- um mömmu. Við ólumst upp við sög- ur og kveðskap sem mamma fór með og kenndi okkur og þá las pabbi upp fyrir okkur á kvöldin að verkum lokn- um.“ „Ég er ánægð með að hafa átt þess kost að endurgjalda mömmu í nokkru ástúð hennar og umhyggju en hún bjó hjá okkur síðustu 15 árin.“ Guðrún sótti farskóla sem oftast var á Hofi. „Skólaganga mín var ekki löng en mamma var dugleg að segja okkur til og almennt gekk mér sæmilega lærdómurinn. Hún var afskaplega dugleg við að gera námið að leik og setti oft upp þrautalausnir fyrir okkur krakkana. Þegar ég var sjö ára urðu þessar vísur m.a. til hjá mömmu: Gott á litla Gunna mín, gengur vel að stafa. Aðrir senn við auðarlín eitthvað fróðlegt skrafa. Gaman er að læra ljóð, lesa og nema sögur. Alltaf hefur íslensk þjóð elskað góðar bögur. Bragfræði og málhrynjandi síaðist smám saman inn hjá okkur börn- unum og öðluðust sum okkar ágætt brageyra. Þorsteinn var okkar fremstur en hann byrjaði mjög ungur að yrkja og þróaði þá list með sér eft- ir því sem árin liðu. Mörg kvæða hans eru í miklu uppáhaldi hjá mér og fer ég gjarnan með ljóðið um Þórð í Haga fyrir fólk en það kann ég alveg utanbókar eins og mörg önnur ljóða hans og vísur.“ Árið 2011 kom út bók- in Bláklukkur samansafn nokkurra Líkaði henni skólavistin afar vel og segir skólastúlkur hafi borið mikla virðingu fyrir Sigrúnu Blöndal stofn- anda skólans og forstöðukonu. Að námsárum loknum réði hún sig í vist að Seljatungu í Flóa þar sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum Þorsteini Sigurðssyni húsasmið. Hófu þau búskap í Reykjavík þar sem Þorsteinn vann við smíðar og þar fæddust þeim fyrstu börnin. Árið 1945 tóku þau sig upp og fluttu á Selfoss þar sem Þorsteinn hafði fengið starf við iðn sína og bjuggu þau þar alla sína búskapartíð. Eftir að Guðrún var búin að koma upp fimm börnum leitaði hún út á vinnumarkaðinn og starfaði nokkur ár í eldhúsi Sjúkrahússins á Selfossi. „Það líkaði mér vel og eignaðist ég marga góða vini þar.“ Guðrún var tónelsk og hafði fallega sópr- ansöngrödd. Naut kirkjukórinn krafta hennar nokkur ár og síðan söng hún með Hörpukórnum á Sel- fossi og segist hún hafa haft mikla ánægju af því. Guðrún býr nú á Sólvöllum heimili aldraðra á Eyrarbakka og unir sér þar vel. Hreyfigeta er farin að minnka og þá er sjón afar döpur. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Þor- steinn Sigurðsson, f. 21.4. 1913, d. 19.10. 1992, húsasmiður á Selfossi. Foreldrar Þorsteins voru Sigríður Jónsdóttir, f. 4.7. 1883, d. 27.12. 1970, húsfreyja og ljósmóðir og Sigurður Guðrún Valdimarsdóttir húsfreyja – 102 ára Fjölskyldan Guðrún með börnum sínum. F.v.: Þorsteinn, Guðfinna, Guðrún, Erlingur, Trausti og Valdimar. „Tíminn líður áfram ótt“ Teigsfjölskyldan Frá vinsstri: Guðfinna, Valdimar, Þorsteinn, Guðrún, Margrét, Ásrún, Gunnar, Rannveig, Þorbjörg, Hildigunnur og Hrafnkell. Hjónin Guðrún og Þorsteinn. Til hamingju með daginn Reykjavík Bjartey Vaka fæddist 21. maí 2021 kl. 11.08. Hún vó 3520 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Marteinn Gauti Kárason og Vilborg Inga Magnúsdóttir. Nýr borgari Mest selda liðbætiefni á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.