Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 41

Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 41
ill fengur fyrir bæinn að geta skapað bestu knattspyrnuaðstöðu á landinu fyrir bæjarbúa án þess að þurfa að leggja fram stórfé í verkefnið. Kópa- vogsbær gæti fyrir vikið gert enn betur við önnur íþróttafélög í bænum eins og HK og Gerplu,“ sagði Gunn- ar. Stórbætt aðstaða Breiðabliks Varðandi Breiðablik sagði Gunnar að fyrsta spurning forráðamanna fé- lagsins hefði verið: Verðum við gestir á okkar heimavelli? „Það er mjög réttmæt spurning. En KSÍ þarf ekki völlinn í meira en um það bil 30-40 daga á ári í kringum sína leiki A-landsliðanna. Hina 310- 320 dagana er Breiðablik með völl- inn. Ég hef unnið á vegum UEFA fyrir Sparta Prag og Slavia Prag, sem leigja tékkneska sambandinu sinn völl í ákveðið marga daga á ári en líta aldrei þannig á hlutina að þeir séu gestir á sínum velli. Landslið Ís- lands yrðu miklu frekar gestir hjá Breiðabliki og Kópavogsbæ. En það sem þarf að skilgreina eru þarfir félagsins, sem er stærsta íþróttafélag landsins í dag en er löngu búið að sprengja utan af sér alla aðstöðu fyrir sínar greinar. Í þessari byggingu fengi Breiðablik allt aðra og betri aðstöðu fyrir allar þær íþróttagreinar sem eru stund- aðar hjá félaginu, og mögulegt væri á að búa til pláss fyrir fleiri. Um leið yrðu þarna til mörg þús- und fermetrar af húsnæði sem gætu nýst íþróttatengdri starfsemi. Það má sjá fyrir sér heilsuklasa, íþróttaháskóla, skrifstofur, veislusali og í raun alls konar fyrirtæki sem hefðu aðstöðu í mannvirkinu og myndu þar með skapa því tekjur. Ég held að á þessum stað yrði ekkert sérlega flókið að fylla slíkt húsnæði. Með fjármögnuninni sem áður er nefnd yrðu heldur ekki búnar til neinar fjárhagslegar skuldbindingar til langs tíma fyrir Breiðablik, KSÍ eða Kópavogsbæ. Svo á borgarlínan að fara í gegnum svæðið, samkvæmt nýjustu fréttum, og það einfaldar enn frekar alla aðkomu að því. Þetta yrði „grænasti“ þjóðarleikvangur heims og það færi vel að hann risi á félagssvæði Breiðabliks,“ sagði Gunnar. Margar góðar fyrirmyndir Leikvangarnir sem verkefnahóp- urinn hefur helst augastað á sem fyr- irmyndir eru í „flokki fjögur“ sam- kvæmt skilgreiningu UEFA. Þar eru m.a. nýr þjóðarleikvangur í Lúx- emborg og heimavellir norsku lið- anna Molde og Viking frá Stavanger, sem og þjóðarleikvangur Slóvena í Ljubljana. Þeir telja hæfilegt að hann rúmi 10-12 þúsund áhorfendur. „Slíkir leikvangar uppfylla allar kröfur UEFA varðandi leiki á hæsta stigi, með fullkominni aðstöðu fyrir fjölmiðla, dómara, sjúkraherbergi, lyfjaeftirlit, eftirlitsmenn og fram- kvæmdaraðila leikjanna. Varðandi áhorfendur á 10-12 þúsund manna leikvangur að vera alveg nóg. Það er mun betra að vera með uppselt á 10 þúsund manna völl en að vera með hálfan 18 þúsund manna völl. Aðal- málið er að reisa glæsilegan völl sem við getum öll verið stolt af og nýta góðar hugmyndir annars staðar frá.“ Tilbúinn 2027 í stað 2032? Gunnar segir að áðurnefnd kyrr- staða í málefnum þjóðarleikvangs geti hæglega þýtt að bygging hans hæfist ekki í Reykjavík fyrr en eftir fimm ár eða svo. „Hann er ekki einu sinni á núver- andi fjárhagsáætlun ríkisins til 2026. Ef handboltahöllin verður síðan byggð á undan er auðvelt að reikna út að leikvangur fyrir fótbolta væri ekki kominn í notkun fyrr en eftir tíu ár, eða árið 2032. Það er bara ekki boðlegt. Á sama tíma eru aðrar fá- mennar þjóðir eins og Lúxemborg, Malta og Albanía búnar að reisa glæsilega þjóðarleikvanga, sem þeg- ar eru komnir í notkun. Við höfum setið svakalega eftir miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Það eru áratugir síðan við féllum á tíma að þessu leyti. Það er ekki endalaust hægt að sjá til og skoða. Hvað er búið að skipa marga starfshópa og skrifa margar skýrslur um þjóðarleikvang? En það gerist ekki neitt. Það er alltaf verið að bíða eftir því að ríkið og borgin opni sínar kistur. Ef okkar hug- myndir ganga upp og við getum komið undirbúningsvinnu á næsta stig eftir 4-5 mánuði, er hægt að sjá fyrir sér að taka leikvanginn í notkun árið 2027. Við myndum byrja núna á að taka þrjá til fjóra mánuði í að taka púlsinn á öllum þessum aðilum og sjá hvort verkefnið sé raunhæft. Þá er hægt að taka afstöðu til þess hvort næsta skref verið tekið, og þá gert við- skiptaplan, hafið teikningar og und- irbúning mannvirkisins. Í heildina þarf dæmið að koma þannig út að það borgi sig fyrir KSÍ að halda landsleiki á leikvanginum, það borgi sig fyrir Breiðablik að spila þarna og vera með aðstöðuna, og að Kópa- vogsbær sjái sér hag í að vera með svona mannvirki,“ sagði Gunnar. Kópavogsvöllur stækkaður Spurður um nákvæma staðsetn- ingu á félagssvæði Breiðabliks segist Gunnar helst sjá fyrir sér að nýi leik- vangurinn yrði í raun stækkaður Kópavogsvöllur. „Sennilega yrði þröngt um hann annars staðar. Svæðið þar sem völl- urinn er núna er meira en nógu stórt. Hlaupabrautin myndi að sjálfsögðu hverfa en ný stúka væri yfirbyggð allan hringinn.“ En yrði völlurinn lagður grasi, gervigrasi eða „hybrid-grasi“ sem er blanda af hinu tvennu? „Ég sé ekki annað en að gervigras sé eini raun- hæfi kosturinn en það má alveg reyna að sannfæra mig um annað. Ef meistaraflokkar karla og kvenna hjá Breiðabliki æfa og spila á vellinum og svo séu spilaðir á honum lands- leikir með tilheyrandi æfingum, líka í mars og nóvember, þá ræður hybrid- gras varla við það. Góður gervigras- völlur er betri en lélegur grasvöllur, þótt rómantíkin segi að við viljum hlaupa út á iðagrænan grasvöll og finna lyktina, þá erum við norðarlega á hnettinum og ætlum að nota mann- virkið mikið, á hverjum einasta degi.“ Dómkirkjur nútímans „Svona völlur yrði líka glæsilegt kennileiti fyrir Kópavogsbæ. Ég sat ráðstefnu hjá UEFA fyrir tíu árum og hitti þar arkítekt sem hafði meðal annars hannað tvo leikvanga í Katar og Espanyol-völlinn í Barcelona. Hann sagði að knattspyrnu- leikvangar væru dómkirkjur nú- tímans og settu svip sinn á borgirnar í dag. Allianz-Arena væri orðið risa- stórt tákn fyrir München og Wem- bley væri í sama hlutverki í London. Nýr og fallegur leikvangur í Kópa- vogsdal yrði glæsilegt tákn fyrir bæjarfélagið. Tækifærið er núna því þjóðarleikvangur er ekki byggður nema á 50 ára fresti,“ sagði Gunnar Gylfason. Ljósmynd/Photothéque de la Ville de Luxembourg ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 hafði KR betur gegn Kórdrengjum úr 1. deildinni. Theodór Elmar Bjarnason kom KR yfir með eina marki fyrri hálfleiks er hann skoraði úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn réðu illa við Atla Sig- urjónsson í seinni hálfleik því hann skoraði á 53. mínútu, aftur tíu mín- útum seinna og gulltryggði sannfær- andi sigur KR-inga. Hallur Hansson, Færeyingurinn í liði KR, fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum um miðbik seinni hálfleiks en Kórdrengjum tókst ekki að nýta liðsmuninn. KR og Víkingur úr Reykjavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta með sigrum í gærkvöldi. Mætast þau í undanúrslitunum. Kristall Máni Ingason skoraði fyrra mark Víkings í 2:0-sigri á ÍBV á Víkingsvellinum, heimavelli Ís- landsmeistaranna. Kristall lagði upp annað markið á Adam Ægi Pálsson á 82. mínútu og þar við sat. Víkingar hafa litið afar vel út í keppninni og til þessa og vann liðið alla fimm leiki sína í 1. riðli. Á KR vellinum í Vesturbænum Íslandsmeistararnir mæta KR-ingum í undanúrslitum Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmeistarar Víkingurinn Kristall Máni Ingason leikur á Sigurð Grét- ar Benónýsson úr ÍBV á Víkingsvellinum í Fossvogi í gærkvöldi. HANDKNATTLEIKUR Bikarúrslitaleikur kvenna: Ásvellir: Fram – Valur ...................... L13.30 Bikarúrslitaleikur karla: Ásvellir: KA – Valur ............................... L16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Selfoss: Selfoss U – Hörður................... L12 Höllin Ak.: Þór Ak. – ÍR......................... L17 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Dalhús: Fjölnir – Haukar ...................... L16 Grindavík: Grindavík – Keflavík....... S19.15 Hlíðarendi: Valur – Njarðvík ............ S19.15 1. deild kvenna: Stykkishólmur: Snæfell – Hamar/Þór.. L16 Sauðárkr.: Tindastóll – Aþena/UMFK. L18 Ísafjörður: Vestri – Þór Ak.................... L18 Sauðárkrókur: Tindastóll – Hamar/Þór S16 KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Miðgarður: Stjarnan – ÍBV ................... L14 Selfoss: Selfoss – Tindastóll .................. L15 Hlíðarendi: Valur – Þór/KA................... L15 Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Seltjarnarnes: Grótta – HK................... L13 Varmá: Afturelding – Vestri .................. S12 Boginn: KA – Selfoss .............................. S16 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – SA....................... L17.45 Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Fjölnir ...................... L16.45 Akureyri: SA – Fjölnir ........................ S9.45 KRAFTLYFTINGAR Íslandsmótið í kraftlyftingum með búnaði og klassískum kraftlyftingum hófst að Varmá í gærkvöld og heldur áfram frá kl. 10 í dag. BADMINTON Deildakeppni BSÍ hófst í TBR-húsunum í gærkvöld og er leikin áfram þar í dag en lokaleikir hefjast kl. 14 á morgun. UM HELGINA! Subway-deild karla Þór Ak. – Breiðablik......................... 109:116 Keflavík – KR............................(frl.) 110:106 Staðan: Þór Þ. 19 15 4 1867:1679 30 Njarðvík 17 13 4 1627:1429 26 Keflavík 19 13 6 1717:1620 26 Valur 19 11 8 1547:1518 22 Stjarnan 19 11 8 1702:1645 22 Tindastóll 19 11 8 1666:1686 22 Grindavík 19 10 9 1621:1620 20 Breiðablik 19 8 11 2033:2032 16 KR 18 8 10 1619:1665 16 ÍR 19 7 12 1671:1672 14 Vestri 18 4 14 1454:1598 8 Þór Ak. 19 1 18 1475:1835 2 1. deild karla Skallagrímur – Hrunamenn ................ 86:98 Álftanes – Fjölnir ............................... 123:79 Hamar – Sindri ................................... 75:102 Selfoss – Haukar ................................ 77:104 Staðan: Haukar 24 22 2 2490:1895 44 Höttur 23 20 3 2353:1926 40 Álftanes 24 15 9 2296:2062 30 Sindri 23 14 9 2199:2014 28 Fjölnir 24 13 11 2259:2306 26 Selfoss 24 11 13 2102:2169 22 Skallagrímur 24 9 15 2031:2188 18 Hrunamenn 23 9 14 2033:2250 18 Hamar 23 4 19 1788:2191 8 ÍA 24 1 23 1823:2373 2 1. deild kvenna Stjarnan – Fjölnir b ............................. 71:56 Staðan: ÍR 19 16 3 1457:1137 32 Ármann 19 16 3 1536:1235 32 KR 19 12 7 1452:1331 24 Snæfell 18 11 7 1309:1226 22 Þór Ak. 18 10 8 1309:1233 20 Aþena/UMFK 19 10 9 1349:1422 20 Hamar/Þór 17 8 9 1250:1220 16 Stjarnan 19 7 12 1264:1334 14 Tindastóll 17 7 10 1220:1286 14 Fjölnir b 19 2 17 1143:1505 4 Vestri 18 2 16 1084:1444 4 NBA-deildin Philadelphia – Brooklyn .................. 100:129 Denver – Golden State..................... 102:113 Staðan í Vesturdeild: Phoenix 53/13, Golden State 45/22, Memp- his 45/22, Utah 41/24, Dallas 40/26, Denver 40/27, Minnesota 38/29, LA Clippers 35/33, LA Lakers 28/37, New Orleans 27/39, Port- land 25/40, San Antonio 25/41, Sacramento 24/44, Oklahoma City 20/46, Houston 17/49. Staðan í Austurdeild: Miami 44/23, Milwaukee 42/25, Phila- delphia 40/25, Chicago 40/26, Boston 40/27, Cleveland 38/27, Toronto 35/30, Brooklyn 34/33, Charlotte 32/35, Atlanta 31/34, Washington 29/35, New York 28/38, In- diana 22/45, Detroit 18/48, Orlando 17/50. _ Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil um að komast áfram. Liðin leika 82 leiki hvert í deildakeppninni. >73G,&:=/D _ Knattspyrnukonan Þórhildur Ólafsdóttir hefur tekið fram skóna eftir þriggja ára hlé en hún hefur sam- ið við úrvalsdeildarlið ÍBV. Þórhildur lék síðast með Fylki 2018 en áður með ÍBV til 2015. Hún á að baki 75 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 10 mörk. _ Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs KR, leikur ekki með liðinu á komandi tímabili vegna meiðsla. Ingunn sleit hásin á dög- unum og verður frá keppni í 6-8 mán- uði vegna þessa. KR vann sér inn sæti í efstu deild á síðustu leiktíð eftir eitt ár í næstefstu deild. Ingunn hefur leik- ið 69 leiki í efstu deild og skorað í þeim fjögur mörk. Þá hefur hún skor- að tvö mörk í 40 leikjum í 1. deild. _ Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á hegðun Nasser Al- Khelaifi, forseta Parísar Saint- Germain, og Leon- ardo, íþróttastjóra franska félagsins, eftir leik liðsins gegn Real Madríd á miðvikudagskvöld. Al-Khelaifi og Leonardo héldu í átt að dómaraher- berginu eftir leikinn, sem PSG tapaði 1:3 og samanlagt 2:3 á dramatískan hátt eftir að Karim Benzema skoraði þrennu í síðari leiknum. Samkvæmt Eurosport sagði meðal annars í skýrslu Danny Makkelie dómara: „Eft- ir leikinn sýndu forsetinn og íþrótta- stjórinn Leonardo árásargjarna hegð- un. _ Breski bankinn Barclays hefur lokað bankareikningi enska knattspyrnu- félagsins Chelsea tímabundið. Ástæð- an er refsiaðgerðir breska stjórnvalda í garð Roman Abramovich, eiganda fé- lagsins. Chelsea vonast til að lokunin standi yfir í stuttan tíma. _ Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jürgen Grabowski frá Þýskalandi er látinn, 77 ára að aldri. Grabowski var hluti af ógnarsterku vesturþýsku landsliði sem vann EM 1972 og HM 1974. Lék hann alls 44 landsleiki þar sem hann skoraði fimm mörk á ár- unum 1966 til 1974. Hann var einnig hluti af vesturþýska landsliðinu sem hafnaði í öðru sæti á HM 1966 og þriðja sæti á HM 1970. _ Sveindís Jane Jónsdóttir lands- liðskona í fótbolta nýtti heldur betur fyrsta tækifærið í byrjunarliði Wolfsburg vel í gær. Svein- dís skoraði tvö fyrstu mörkin í sannfær- andi 5:1-útisigri á Köln í þýsku 1. deild- inni. Hún fékk ekki tækifæri til að ná þrennunni þar sem hún lék ekki seinni hálfleikinn. Wolfsburg er í toppsæti deildarinnar, einu stigi á undan Bayern München. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecelía Rán Rúnarsdóttir leika með Bayern.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.