Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Gifsið hefur alltaf heillað mig sem
miðill. Sjáðu grátónana hér í skugg-
unum, hvað þeir eru fallegir,“ segir
Rósa Gísladóttir og bendir á
skuggateikninguna á einu verkanna
þar sem við göngum um áhrifaríka
sýninguna í Ásmundarsafni þar sem
hún hefur stillt nýjum skúlptúrum
sínum úr gifsi upp með verkum eftir
Ásmund Sveinsson (1893-1982).
„Það er auðvelt að vinna gifsið, í því
er viss mýkt og mér hefur lengi þótt
áhugavert að gera verk sem eru
ekki föst og njörvuð niður heldur
laus og hálfsvífandi. Gifsið hefur
hentað vel fyrir það,“ segir hún.
Rósa (f. 1957) nam myndlist hér á
landi, í Þýskalandi og Bretlandi.
Hún hefur á ferli sínum fengist við
ýmiss konar efnivið en er þekktust
fyrir gifsskúlptúra sem hafa tekið á
sig ólík form og stærðir í gegnum
tíðina. Verk Rósu hafa verið sýnd
víða, þar á meðal á rómaðri sýningu
í hinum forna Trajanusarmarkaði í
Róm, í Scandinavia House í New
York, Saatchi Gallery í London,
Listasafni Reykjavíkur og BERG
Contemporary. Árið 2020 var Rósa
fyrsti handhafi Gerðar-
verðlaunanna.
Féll fyrir teikningunum
Í verkum sínum vinnur Rósa gjarn-
an með listrænar tilvísanir í arkitekt-
úr og menningarsögu og hér vinnur
hún svo sannarlega með Ásmund-
arsafn sjálft sem skúlptúr og efnivið í
eigin verk. Ásmundur reisti sitt
óvenjulega „kúluhús“ við Sigtún,
heimili og vinnustofu, í nokkrum
áföngum á árunum 1942 til 59.
Sýninguna kallar Rósa Loftskurð
en orðið segir hún koma úr viðtali við
Ásmund sem hún las í bók um hann
og hann notar yfir það sem einnig hef-
ur verið kallað „neikvætt rými“ í
skúlptúrum, hluta þeirra sem eru
„tómir“ en skipta engu að síður miklu
máli fyrir rými þeirra og form. Í verk-
unum sem hún vann fyrir sýninguna,
og þá einkum síðasta hálfa árið, vann
hún með loftskurðinn og formin í
byggingunni.
„Ég féll alveg fyrir teikningunum af
húsinu,“ segir Rósa. Hún sýnir blaða-
manni þær í bók um Ásmund og sýnir
svo hvernig stór hringlaga skúlptúr
sem tekur á móti gestum í Skeifunni,
fyrrum vinnustofu Ásmundar, byggir
á formum kúpulsins á húsinu og her-
bergjunum undir honum. „Ég hef áð-
ur gert hringlaga verk á svipaðan hátt
og mér fannst það form verða að vera
hér, Ásmundur vann svo mikið með
hringinn og kúluna. Þegar ég las svo
viðtalið við Ásmund og hann talaði um
„loftskurð“ þá fannst mér að ég yrði
að velja eftir hann á sýninguna verk
þar sem hann vinnur markvisst með
það að opna rýmið í skúlptúrum, sem
líka hafa margir hringform.“
Skissar í leirinn
Sýningin er bæði í miðrými safnsins
og Skeifunni fyrir innan. Fremst er
úrval verka eftir Ásmund, þar hefur
líka verið sett upp eins konar sýn-
ishorn af vinnustofu hans og svo eru
þar stór verk eftir Rósu. Eitt byggir á
kúpli hússins, en hann er kominn á
hvolf. Annað er súla úr mismunandi
formuðum einingum sem kemur í ljós
að byggja á formum Ásmundarsafns –
efst situr kúpullinn sem eins konar
skál, á hvolfi.
„Vinnustofa Ásmundar hefur verið
sýnd hér frammi og mér hefur alltaf
þótt gaman að sjá verkfæri hans með
ýmsum hlutum, módelum og brotum
úr verkum. Mér datt í hug að færa
vinnustofuna hingað inn og sjá úr
hverju verkin urðu til hjá honum. Í
innri salnum er svo eins konar vinnu-
stofa mín og gestir geta séð þar mód-
elin sem ég gerði að verkunum og
hvernig ég vann þau.
En ég heillaðist af teikningum Ás-
mundar af byggingunni, stærðinni og
hlutföllunum – hann er með kúluna,
ferninginn og píramídarnir ofan á
eru þríhyrningar, hann er með frum-
formin. Og ég vann út frá þeim í
mörgum verkanna hér.“
Á gólfinu er kúpull Ásmundar
kominn á hvolf.
„Fólk kemur að húsinu með kúp-
ulinn gnæfandi yfir sér en þegar inn
er komið þá er hann kominn á hvolf.
Mér fannst að þessi skál yrði að vera
einmitt hérna, þar sem við sjáum líka
ofan í hana,“ segir Rósa.
Varðandi vinnuferlið segist hún
gera verk sín venjulega fyrst úr leir
og svo taka af þeim gifsmót. Og for-
vitnilegt er að sjá á vinnustofu henn-
ar inni á sýningunni hvernig hún
byrjaði á að gera örlitlar útgáfur
verkanna, til að sjá hvernig þau sætu
vel í safninu. Og það virðist eins og
sýningin hafi sprottið áreynslulítið
fram.
„Eiginlega má segja það, já,“ stað-
festir Rósa. „Ég gerði módel af söl-
unum og svo eins og duttu verkin inn
í það, út frá hugsunum mínum um
verk og byggingu Ásmundar. Ég
teikna ekki mikið heldur skissa í leir-
inn,“ segir hún og veltir einu mód-
elinu í lófa sér.
„Svo var gaman að sjá verkin
koma hér upp. Lengi vel voru þau í
mótunum sem ég steypti þau í, þau
eru svo þung að ég gat ekki hreyft
þau á vinnustofunni. En stærðin og
hæðin á þeim hér inni er mjög mikil-
væg.“ Hún nefnir sem dæmi að stóra
hringlaga verkið er 463 kg.
„Eins og svo margir aðrir sem
hafa alist upp í Reykjavík þá hef ég
komið hingað reglulega frá barn-
æsku og nú var það afskaplega
spennandi tækifæri að fá að fara í
þetta samtal við verk Ásmundar með
mínum. Þetta er einstaklega
skemmtilegt hús fyrir skúlptúra.“
Rósa segir að sér hafi aldrei fyrr
verið boðið að kallast á við verk ann-
ars listamanns með þessum hætti.
„Ásmundur mun líklega fylgja mér
áfram, eða verkin hans, og líklega
hafa þau líka gert það á einhvern
hátt hingað til. Ég hef reyndar aldrei
fílað að vinna með mannslíkamann
eins og hann gerir mikið en formin
eru mörg skyld og svo gifskenndin
sem við deilum. Mörg verkanna hans
hafa mjög fallega mýkt.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Skúlptúristinn „Þetta er einstaklega skemmtilegt hús fyrir skúlptúra,“ segir Rósa Gísladóttir um Ásmundarsafn.
Mótaði verkin út frá loftskurðinum
- Á sýningu í Ásmundarsal eru ný og stór gifsverk sem Rósa Gísladóttir vann út frá byggingu og
verkum Ásmundar Sveinssonar - Kúpullinn kunni á byggingunni er kominn á hvolf inni í safninu
Kvikmyndin Reflection verður sýnd
á sérstakri styrktarsýningu í Bíó
Paradís á morgun, sunnudag, kl. 15
og rennur miðaverðið óskipt til
styrktar Úkraínu. Kvikmyndin,
sem er framlag Úkraínu til Óskars-
verðlaunanna 2022, fjallar um
skurðlækni „sem er tekinn höndum
af rússneska hernum í Austur-
Úkraínu þar sem hann upplifir
niðurlægingu, ofbeldi og algjöra
vanvirðingu fyrir lífi fólks,“ eins og
segir í kynningu. Myndin þykir
gefa „raunverulega innsýn inn í
hryllinginn sem stríðið í Úkraínu
hefur verið síðustu ár og hvaða
áhrif það hefur á venjulega borg-
ara þessa lands.“
Listamenn hafa sameinast um að
styðja við Úkraínu með listuppboði
í Bíó Paradís á morgun sem hefst
kl. 14 og lýkur kl. 21, þegar Jón
Gnarr býður upp síðustu verkin.
„Þetta er einstakt tækifæri til að
kaupa listaverk og láta gott af sér
leiða fyrir hörmungarnar sem nú
standa yfir í Úkraínu. Það eru lista-
mennirnir Julia Mai Linnéa Maria
og Alexander Zaklynsky sem
standa fyrir viðburðinum. Þau
héldu fyrsta uppboðið með engum
fyrirvara síðustu helgi í Galleríi
Port og á Vínstúkunni Tíu sopum
og söfnuðu 1,2 milljónum kr. fyrir
Úkraínu,“ segir í tilkynningu. Nöfn
listamannanna sem taka þátt má
nálgast á vef Bíó Paradísar. Þar
kemur fram að fyrirhugaðir eru
frekari kvikmyndasýningar og við-
burðir til styrktar Úkraínu.
Uppboð og styrktar-
sýning í Bíó Paradís
- Allur ágóðinn rennur til Úkraínu
Ofbeldi Reflection er framlag Úkraínu til Óskarsverðlaunanna 2022.
Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Kænugarðs
héldu í vikunni tónleika undir berum himni á Sjálfstæð-
istorgi borgarinnar undir stjórn Hermans Makarenko
sem er friðarlistamaður á vegum UNESCO. Með tón-
leikunum fylgdi ákall um að Atlantshafsbandalagið
(NATO) lokaði lofthelgi Úkraínu.
Á umliðnum dögum og vikum hafa útilistaverk víða í
landinu verið pökkuð inn til að verja þau loftárásum
Rússa auk þess sem starfsmenn listasafna landsins hafa
reynt að koma listaverkum í öruggara skjól í kjöllurum
safna. Meðal listaverka sem hafa eyðilagst frá því Rúss-
ar réðust inn í Úkraínu í síðasta mánuði eru verk eftir
Mariu Primatsjenko þegar safn í Ivankiv norður af
Kænugarði brann til kaldra kola.
AFP/Sergei Supinsky
Ákall um hjálp á Sjálfstæðistorginu