Fréttablaðið - 08.04.2022, Page 6
Opnaðu myndavélina í símanum
þínum og skannaðu þennan QR kóða.
Stöðvum kynferðisofbeldi á djamminu
bth@frettabladid.is
ALÞINGI Enginn þingmaður lýsir
andstöðu við þá hugmynd að Ríkis
endurskoðun fari í saumana á sölu
Íslandsbanka. Salan hefur vakið
harðar deilur.
Óttast ekki rannsókn
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, er í hópi þeirra
þingmanna sem segjast ekki kvíða
rannsókn Ríkisendurskoðunar eða
þings. Allt tal um að fjármálaráð
herra, Bjarni Benediktsson, hafi
viðhaft óeðlileg afskipti sé hrein og
klár firra. „Ég óttast ekki rannsókn á
þessu ferli, því hér er ekkert að fela,“
segir Guðrún.
Fólkið fái bankann
Jakob Frímann Magnússon, Flokki
fólksins, segir umhugsunarefni
hvernig ríkið „eignaðist“ gjaldþrota
Glitni eftir hrun og komst upp með
að færa til sín kröfur þess á hrak
virði, skipta um nafn og senda þeim
sem skulduðu hinu fallna fyrirtæki
kröfur allt að helmingi hærri en fólk
hafði tekið að láni. „Það væri því rétt
ast, svona í „karmísku“ samhengi,
að færa því fólki það sem óselt er af
hlutabréfum Íslandsbanka,“ segir
Jakob Frímann.
Skilgreining á spillingu
Logi Einarsson, formaður Samfylk
ingarinnar, segir að traust sé mikil
vægasta eign hvers banka.
„Þarna eru meðal annars erlendir
fjárfestar sem keyptu í fyrstu umferð
og seldu sig strax út með umtals
verðan gróða. Á listanum eru líka
kunnugleg andlit úr aðdraganda
hrunsins. Það er beinlínis ein skil
greiningin á spillingu, að almanna
gæðum sé úthlutað til útvalinna á
ógagnsæjan hátt.“
Bjarkey Gunnarsdóttir, oddviti VG
í Norðausturkjördæmi sem situr í
ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum,
segir að Ríkisendurskoðun þurfi að
fara yfir málið áður en meira verði
selt. n
Segir sölu
Íslandsbanka
skilgreiningu á
spillingu
Bjarkey
Gunnarsdóttir
Logi Einarsson
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Það er ekki að ástæðu
lausu sem fólk staldrar við að faðir
fjármálaráðherra hafi keypt þenn
an hlut. Það fer ákaflega illa saman
þegar um ræðir ráðherrastöðu, fjöl
skyldutengsl og viðskipti, sérstak
lega þegar um ræðir sölu ríkiseigna
sem sonur kaupanda heldur utan
um,“ segir Henry Alexander Henrys
son siðfræðingur.
Sala Íslandsbanka hefur hlotið
harða gagnrýni. Henry segir að
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna,
hefði átt að vita að ekki væri við
hæfi að kaupa bréfin. Bjarni geti
ekki heldur afsakað sig með að hann
hafi ekki vitað af kaupunum. Bjarna
hafi borið að ræða við pabba sinn
og nánustu fjölskyldu um að láta
tækifærið eiga sig, kaupa ekki bréf í
bankanum vegna kringumstæðna.
Bjarni beri því vissa ábyrgð.
„Það hefði verið eðlilegt ef Bjarni
hefði mælst til að pabbi hans myndi
ekki kaupa bréfin. Að hann hefði
séð það sjálfur.“
Henry segir að íslenskt samfélag
verði að læra að þátttöku í stjórn
málum fylgi ýmis réttindi en ekki
síður skyldur. Skyldur geti verið
útilokandi. Skyldur þýði íþyngj
andi takmarkanir á hegðun stjórn
málafólks og einnig skyldmenni
þeirra.
„Við getum ekki haft ráðherra
þar sem svona spurningar kvikna.
Það veikir stöðu þeirra og gengur
með þv í geg n almannahags
munum. Fyrir hvert og eitt skipti
sem tortryggileg staða kemur upp,
dregur úr trúverðugleika,“ segir
Henry.
Hvorki náðist í Benedikt né
Bjarna. n
Kaup Benedikts í bankanum á ábyrgð Bjarna
Henry Alexand-
er Henrysson,
siðfræðingur
Jakob Valgeir Flosason, sem
keypti stóran hlut í Íslands
bankaútboðinu, segist skilja
gagnrýnina í samfélaginu
eftir að listi kaupenda var
birtur. Hún ætti þó miklu
frekar að beinast að því hvað
bankinn var seldur ódýrt.
ggunnars@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Fjárfestar sem tóku þátt
í útboðinu á hlut ríkisins í Íslands
banka eru margir ósáttir við að listi
yfir kaupendur hafi verið opinber
aður. Jakob Valgeir Flosason, einn
fagfjárfestanna, segir það skiljan
legt. „Slíkar upplýsingar hreyfa samt
lítið við mér núorðið. Ég er orðinn
öllu vanur.“ Hann segist hafa meiri
áhyggjur af verðinu sem ríkið fékk
fyrir hlutinn. Það hafi verið algjör
óþarfi að gefa svona mikinn afslátt.
Jakob keypti fyrir tæpan milljarð
í útboðinu og heldur þar af leiðandi
á 1,8 prósenta hlut í bankanum.
Hann segir kaupendur einfaldlega
hafa fylgt reglum útboðsins og
uppfyllt skilyrðin sem lagt var upp
með. Það sé í raun ekkert við það
að athuga.
„Ef menn vilja gagnrýna eitt
hvað þá ættu þeir að horfa á verðið
sem ríkið seldi á. Að mínu mati
hefði ríkið átt að selja til fárra en
öf lugra kjölfestufjárfesta, eins og
talað var um í upphafi. Það var
ekki gert. Í staðinn voru það aðal
lega lífeyrissjóðirnir sem pressuðu
verðið niður í þessar 117 krónur á
hlut. Ég veit það fyrir víst að ríkið
hefði getað selt á genginu 122 ef
þeir hefðu einbeitt sér að þeim sem
voru tilbúnir til að borga meira.
Það er það sem mér finnst alvar
legt í þessu.“
Jakob óskaði sjálfur eftir að fá að
kaupa mun stærri hlut í bankanum
en hann á endanum keypti. „Ég er
einfaldlega þeirrar skoðunar það sé
bankanum fyrir bestu að nokkrir
öflugir fjárfestar komi inn af krafti
og veiti honum aðhald. Þannig
gæta þeir best sinna hagsmuna og
hagsmuna bankans um leið. Það
var það sem vakti fyrir mér. Þá
hefði líka þjóðin fengið meira fyrir
sinn snúð.“ n
Ríkið gat fengið mun meira
fyrir hlutinn í Íslandsbanka
Lífeyrissjóðirnir
pressuðu verðið
á hverjum hlut
niður í 117
krónur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Ef menn vilja gagnrýna
eitthvað þá ættu þeir
að horfa á verðið sem
ríkið seldi á.
Jakob Valgeir Flosason,
fjárfestir
Þrjú skilyrði fyrir kaupum í útboði
Almennum fjárfestum stóð ekki til boða að kaupa í Íslandsbanka
að þessu sinni heldur var ákveðið að leita eingöngu til fagfjárfesta.
Ástæðan er sú að almennt útboð krefst margra mánaða undir-
búnings. Á þeim tíma getur virði bréfa á markaði sveiflast til. Þar sem
eitt af markmiðum útboðsins var að fá gott verð fyrir hlut ríkisins í
bankanum var ákveðið að vinna málið hratt.
Þeir sem sóttu um voru metnir í samræmi við lög sem gilda á
Evrópska efnahagssvæðinu um útboð til fagfjárfesta. Þannig var
ákveðið hverjir fengu að kaupa og hverjir ekki.
Skilyrðin sem liggja til grundvallar eru þrjú. Þau lúta meðal annars
að umsvifum á mörkuðum, eiginfjárstöðu, reynslu og þekkingu. Til
að komast í hóp kaupenda þurftu fjárfestar að uppfylla tvö af þeim.
6 Fréttir 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ