Fréttablaðið - 08.04.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 08.04.2022, Síða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þessir sjálf- skipuðu varð- hundar velsæmis- ins telja sig vita upp á hár hvern- ig eigi að skapa betra samfélag – það skal gert með útskúfun. Kerfi borg- arinnar eigi svo að sjá til þess að þessar upplýs- ingar séu aðgengi- legar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is HELLY HANSEN Switchback Low Kr. 23.990.- ASOLO Falcon Kr. 29.990.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is SÓLA zip-o göngubuxur Kr. 17.990.- HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- HVÍTANES merino buxur Kr. 11.990.- SANDEY Flíshanskar Kr. 2.990.- SKÓDAGAR ASOLO Space GV Kr. 22.990.- KJÖLUR Létt flíspeysa Kr. 9.990.- HARALDUR Coolmax göngusokkar Kr. 1.490.- SALEWA Alpenrose 2 MID Kr. 30.990.- SALEWA MS Dropline GTX Kr. 25.990.- HELLY HANSEN Capilano Kr. 12.990.- 25% afsláttur af gönguskóm Heift og reiði fara engum vel, en í íslensku samfélagi er nánast orðin skylda að spúa út úr sér eitri verði náunganum á. Þar sem manneskjan er í eðli sínu breysk þá þarf ekki að leita lengi til að finna einhvern sem hefur hagað sér óæskilega og þykir fyrir vikið eiga skilið útskúfun. Hinir syndlausu og refsiglöðu hafa því ætíð nóg til að hneykslast á. Þeir munu ótrauðir halda áfram baráttu sinni og hugsanlega koma sér upp kjörorðinu: Skandalalaust Ísland 2030. Reiðin grasserar sem aldrei fyrr gagn- vart þeim sem verða uppvísir að því að hafa gert slæm mistök í lífinu. Um leið er verið að afneita þeirri staðreynd að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, mismörg og misalvarleg þó. Við komum illa fram við aðra, segjum orð sem við áttum að láta ósögð og brjótum af okkur á ýmsan hátt. Vitanlega er ekki gaman að gera mistök og f lest iðrumst við þeirra. Af mistökum má hins vegar læra og verða fyrir vikið reynslunni ríkari. Gömul mistök verða því ekki endurtekin. Þetta heitir að þroskast sem manneskja. Nú er komin upp sú staða hér á landi að fjöldi fólks lætur eins og það hafi mikla sið- ferðilega yfirburði yfir aðra enda telur það sig algjörlega syndlaust. Það talar eins og því hafi aldrei orðið á mistök á ævinni heldur ætíð gengið um með geislabaug. Í krafti eigin ágætis tekur þetta fólk sér vald til að benda á aðra og krefjast þess að viðkomandi verði útskúfað úr samfélaginu vegna hinna og þessara brota. Þessir sjálfskipuðu varðhundar velsæmisins telja sig vita upp á hár hvernig eigi að skapa betra samfélag – það skal gert með útskúfun. Sá brotlegi skal missa vinnuna og æruna. Varðhundunum er nákvæmlega sama hvort viðkomandi iðrast eða ekki og engu skiptir þótt hann hafi beðist einlæglega afsökunar. Honum var nær, hann átti að vita betur, er sagt. Það á reyndar við okkur öll, þegar við gerðum okkar mistök hefðum við átt að vita betur. Samt gerðum við mistökin. Einfaldlega vegna þess að við erum mannleg. Með því allra viturlegasta sem sagt hefur verið hér á jörðu eru orð Krists: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini …“ Nú keppast menn um að verða fyrstir til að kasta steinum í þann seka. Refsigleðin er orðin vopn í heil- agri baráttu fyrir því að gera heiminn skárri en hann er. Um leið gleymist hið mikilvæga sem er það að án fyrirgefningar og mildi er alls ómögulegt að gera heiminn betri. ■ Hinir syndlausu  kristinnhaukur@frettabladid.is Þögn við matarborðið Samskiptaleysi Bjarna Benedikts- sonar og Benedikts Sveinssonar föður hans er mál málanna í dag. En Bjarni sagðist í gær ekki hafa hug- mynd um að pabbi sinn væri einn af útvöldum kaupendum að tæp- lega fjórðungshlut í Íslandsbanka. Bjarni kom af fjöllum. Það sama kom upp árið 2017 þegar Bjarni sagði Sigríði Andersen dómsmála- ráðherra hafa sagt sér að pabbi hans væri meðmælandi barnaníðings. Áfall fyrir Bjarna að komast að því. Hvað ætli þeir feðgar tali eiginlega um við sunnudagsmatarborðið? Varla gengi Manchester United, það er svo dapurt. Né heldur Stjörn- unnar. Það væri reyndar fróðlegt að fá að heyra um fleiri hluti sem þeir tala ekki um. Íslenskt Fæstum dylst að sala Íslandsbanka er óþverri. Þarna var útvöldum boðin almenningseign á góðum afslætti. Skipti engu hvort viðkom- andi væru til rannsóknar vegna mútumála eða nýlega kærðir fyrir kynferðisbrot. Þetta voru þeir sem voru valdir til að kaupa. Óskap- lega íslenskt allt saman. Innan ríkisstjórnarflokkanna þegja allir nema einn varaþingmaður, sem sjálfsagt hefur gleymst að setja á póstlistann. Enn þá íslenskara er að þetta verður allt saman gleymt eftir nokkrar vikur. Þá verður farið að huga að næsta útboði og sjálfsagt sömu aðilum boðið að borðinu. ■ Við erum öll sammála um að atvinna og nýsköpun eigi að blómstra í Reykjavík. Þess vegna samþykkti borgar- stjórn í vikunni nýja atvinnu- og nýsköpunarstefnu eftir gott, þverpólitískt samstarf með aðkomu atvinnu- lífsins, nýsköpunargeirans og almennings. En til að svo megi vera þarf að næra jarðveginn. Þess vegna voru einnig 12 skilgreindar aðgerðir lagðar fram með, sem sýna hvernig við ætlum að næra jarðveginn fyrir blómstrandi atvinnu og nýsköpun. Sumar snúa að borginni sjálfri og hvernig hún ætlar að nýta fjármagn sitt, til dæmis að verja skilgreindu hlutfalli í umbóta- og nýsköpunarverkefni og að endurskoða innkaup sín til að efla samkeppni og auka fjölbreytni birgja. Og við höfum aðgerðir til að bæta samtal á milli borgarinnar og atvinnulífsins svo að við getum betur gengið saman að því að byggja upp enn blómlegra atvinnulíf. Það eru tvær aðgerðir sem ég er spenntust fyrir og held að muni gera mest til að einfalda líf okkar sem íbúa og atvinnurekenda. Annars vegar að útbúa raf- rænan vettvang fyrir fyrirtæki til að sækja þjónustu hjá borginni í samræmi við hugmyndafræði „Once-only“. Þetta hefur lengi verið stefna Evrópusambandsins í samskiptum við borgara, stofnanir og fyrirtæki til að einfalda stjórnsýsluna verulega. Með slíkri breytingu þarf bara einu sinni að skila inn grunnupplýsingum um sig. Kerfi borgarinnar eigi svo að sjá til þess að þessar upplýsingar séu aðgengilegar. Þetta mun spara fjölmörg spor og pappírsbunka í samskiptum við borgina. Hitt atriðið er að efla atvinnulíf inni í hverfum borg- arinnar. Hugmyndafræðin á bak við þéttingu byggðar snýst um að með fleiri íbúum hverfis sé kominn grundvöllur fyrir aukna nærþjónustu í hverfinu. Það er einnig að fólk eigi þess kost að starfa innan hverfis. Með aukinni nærþjónustu og dreifingu vinnustaða dregur úr umferðarþunga á stærstu umferðaræðunum og okkur líður betur á leið til vinnu. Stefna er fyrirheit en það sem máli skiptir er að koma þessum aðgerðum til framkvæmda. ■ Nærum jarðveg fyrir blómlegt atvinnulíf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 8. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.