Fréttablaðið - 08.04.2022, Page 18

Fréttablaðið - 08.04.2022, Page 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, „Rafíþróttasamtök Íslands hófu starfsemi fyrir fjórum árum og við skiptum starfsemi okkar í fjórar deildir,“ segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri samtakanna. „Í fyrsta lagi erum við með okkar eigin framleiðsluarm, sem á og sér um framleiðslu á öllu okkar raf- íþróttaefni. Svo er það fræðsluarmurinn, en við sinnum fræðslu alls staðar þar sem við erum beðin um að koma og erum með gott úrval af alls kyns fræðslu. Við getum veitt fræðslu fyrir foreldra, starfsmenn í félags- miðstöðvum, þá sem vilja verða þjálfarar hjá okkur eða grunnskóla- krakka, en við getum komið og verið með smiðjudaga í skólum þar sem við vinnum með krökkunum í kringum rafíþróttir,“ segir Aron. „Þessi armur hefur vaxið talsvert mikið undanfarið og ég hef per- sónulega mjög gaman af honum.“ Halda mót í hollu umhverfi „Svo erum við líka mótahaldari og höldum mót til að æskulýðurinn hafi eitthvað til að stefna að. Við erum að búa til samfélög innan leikjasamfélaga kringum móta- og keppnishald og erum með allt öðruvísi fókus en hefur verið gegnum tíðina,“ útskýrir Aron. „Þessi mót hafa verið svolítið villt og dómaraúrskurðir hafa ekki alltaf verið alveg hlutlausir og við viljum breyta því. Við höldum mót í fjölmörgum leikjum og erum líka að þróa mót fyrir almenning og áherslan er ekki alltaf á að fá besta liðið upp á verðlaunapall, heldur bara að auka þátttöku í raf- íþróttum og aðgengi að þeim. Við ætlum að fjölga mótum og halda aftur Framhaldsskóla- leika og Firmamót, eins og í fyrra. Við erum alltaf að auka aðgengi að spilamennsku á heilbrigðum forsendum. Okkar mót eru ekki byggð upp þannig að þú spilir lengi í einu, en í gamla daga þegar ég fór á mót var ekki óeðlilegt að spila kannski frá því snemma um morguninn og fram á nótt, en við einfaldlega leyfum þetta ekki,“ segir Aron. „Hjá okkur eru sex tímar alveg hámark og það er bara í neyðartilvikum. Svona höfum við haft mótahaldið á okkar for- sendum og ekki elt það sem er að gerast úti í heimi, heldur reynt að búa til hollara umhverfi. Við erum í mótahaldi til að ýta undir raf- íþróttastarf og til að hjálpa stærstu senunum að vaxa enn meira.“ Ryðja veginn fyrir rafíþróttir „Hagsmunagæsla fyrir iðkendur rafíþrótta og þá sem spila tölvu- leiki er svo annar armur af starf- semi okkar. Við höfum verið að ryðja veginn fyrir íslensk lið til að keppa erlendis og aðstoða lið og leikmenn við að semja og búa til hollt umhverfi,“ segir Aron. „Við vinnum líka markvisst að því að fá stuðning fyrir aðildarfélög okkar hjá sveitarfélögum og ríkinu. Við vinnum markvisst að þessu alla daga vikunnar og pössum upp á að halda öllum boltum á lofti. Hjá okkur er sex og hálft stöðugildi núna, en auk þess koma fjölmargir að útsendingum hjá okkur,“ segir Aron. „Umfangið á rekstrinum er búið að breytast mikið og við erum eini staðurinn til að þjónusta aðildarfélögin, en bara á grunnskólaaldri eru um tvö þúsund börn sem æfa rafíþróttir og svo eru allir hinir sem eru bara að spila ótaldir, þannig að þetta er stór hópur. Það er líka mikill munur á því að vera bara að spila og því að stunda rafíþróttir,“ útskýrir Aron. „Þetta er bara eins og munurinn á fólki sem fer í ræktina til að halda sér í formi og þeim sem eru að keppa í íþróttum á hæsta stigi, æfingarnar fara fram á allt öðrum forsendum og þarfirnar eru mjög ólíkar og það þarf að huga að þessu.“ Vilja skapa heilbrigða atvinnumenn „Við vorum að fá styrk frá Erasmus og erum að vinna að handbók um rafíþróttaþjálfun fyrir evrópskan markað í samstarfi við danska rafíþróttasambandið. Við erum með markvisst æskulýðsstarf en það hafa ekki margir farið úr því í atvinnumennsku og við ætlum að hitta atvinnumenn og þá sem stýra stórum liðum í Danmörku og læra af þeim um væntingarnar sem slíkir aðilar hafa til æskulýðs- starfs,“ segir Aron. „Þeir sem ná langt í rafíþróttum eru svo ekki alltaf á besta stað hvað varðar heil- brigði þannig að þegar þeir ganga í lið hefst oft markviss vinna með sálfræðingi og einkaþjálfara til að endurstilla þessa einstaklinga og kenna þeim að beita líkamanum skynsamlega. Við viljum hefja þessa vinnu fyrr. Eftir að Riot Games kom hér í fyrra með fyrsta viðburðinn sinn uppgötvuðum við hvað þau voru áhugasöm um það sem við vorum að gera og fyrir þeirra tilstilli hefur verið fjallað um starfsemi okkar í erlendum miðlum. Í kjölfar þess hafa fjölmargir haft samband og við höfum haldið fyrirlestra og kynnt okkar nálgun erlendis síðastliðið ár,“ segir Aron. „Það er spennandi að fara á næsta stig og reyna að stuðla að því að búa til atvinnumenn.“ Stór hópur sem þarf að sinna vel „Við erum mjög þakklát fyrir Eras- mus-styrkinn og samstarfsaðila okkar. Við höfum fengið mikla hjálp frá ráðuneytunum og félags- málaráðuneytið hefur hjálpað sérstaklega mikið við að vekja athygli á geðheilbrigði, en við vitum að margir í okkar hópi eru í áhættuhópi fyrir andlega van- líðan,“ segir Aron. „Markmið okkar eru líka orðin faglegri en í byrjun og við erum komin lengra í að búa til umhverfi sem er hollt að alast upp í og leggjum gríðarlega áherslu á það. Starf okkar snertir líka á lífi þúsunda krakka. Ef við skoðum áhorfstölur fyrir útsendingar frá Ljósleiðaradeildinni, sem er Counter-Strike deildin okkar, getum við ekki séð betur en að þetta sé næstvinsælasta íslenska deildin í áhorfi, stærra en bæði karfan og handbolti,“ segir Aron. „Þannig að þetta eru gríðarlega margir krakkar og okkur finnst það ábyrgðarhluti að tala við svo stóran hóp, sem hefur verið jaðarsettur gríðarlega lengi, sem er fáránlegt því hann er svo stór. Um leið næst oft ekki mjög vel til þessa hóps og því finnst okkur mjög mikilvægt að tala um úrræðin sem eru til staðar fyrir þessa krakka svo þau geti blómstrað.“ Skapa nýja sigurvegara „Tímarnir hafa líka breyst gríðar- lega þegar kemur að umræðunni um tölvuleiki. Þegar ég var ungur var það feimnismál að tala um að maður spilaði tölvuleiki en ég var með fyrirlestur í Borgarholtsskóla í vikunni fyrir 16 ára unglinga og þegar ég bað alla sem spila tölvu- leiki um að rétta um hönd gerðu langflestir það,“ segir Aron. „Það er ekki langt síðan ég talaði fyrst opinberlega um að spila leiki og þá skammaðist ég mín. En þegar úrslitaleikurinn í Fram- haldsskólaleikunum fór fram, þar sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi keppti á móti Tækniskól- anum, komu 120 krakkar í Arena til að horfa og stemningin í salnum var eins og þetta væri úrslitaleikur í knattspyrnu. Það voru svo mikil læti í áhorfendum að þau ómuðu inn í hljóðeinangrað hljóðver!“ útskýrir Aron. „Þarna erum við að búa til siguraugnablik í lífi þessara keppenda, sem hefðu ekkert endi- lega fengið að upplifa það öðruvísi. Þó að krakkarnir frá FVA hafi lent í öðru sæti í æsispennandi leik voru þau skælbrosandi og glöð, því það mættu 70 krakkar frá Akranesi til að styðja þau og þau sungu stuðn- ingssöngva um keppendur í liðinu. Ég fæ bara gæsahúð af því að tala um þetta. Þannig að við höfum séð miklar breytingar. Fyrst vorum við að hugsa um að búa til fagmannlegt umhverfi fyrir keppnir en í leið- inni höfum við lært mjög mikið og upplifað sterkt hvað ferðalagið á toppinn getur líka verið fallegt,“ segir Aron. „Bara það að vera með margar neðri deildir í Counter- Strike getur haft mikil áhrif. Lið sem vinnur 6. deild fær sömu sælu- vímu eins og liðið sem vinnur 2. deild. Þarna býrðu til sigurvegara, sem getur gjörbreytt krökkum. Það er æðislegt. Á næstunni ætlum við því að setja meiri áherslu á að hjálpa krökkum að ná langt og vald efla þau eins og við getum.“ Ástríðustarf sem á hrós skilið „Að lokum langar mig bara að þakka og hrósa þeim sem starfa með okkur. Það er ekki vel borgað að starfa í rafíþróttum og fólkið sem gerir það gerir það af ástríðu. Við finnum óbilandi áhuga um allt land og mikinn áhuga frá sveitarfélögum á að styðja þessa starfsemi,“ segir Aron. „Við sem þjóð höfum verið snögg að taka utan um þetta og haldið föstum tökum utan um starfið hjá þessum krökkum, sem er bæði merkilegt og stórkostlegt að sjá. Við höfum líka fengið mikinn stuðning frá þessari ríkisstjórn, sem er með það í stjórnarsátt- málanum að styðja við rafíþróttir. Við finnum líka að margt fólk á miðjum aldri styður okkur og hefði viljað að svona starfsemi hefði verið í boði þegar þau voru ung,“ segir Aron. „Nú eru raf- íþróttabrautir líka að koma í framhaldsskólana, svo krakkar geta tekið stúdent og bætt sig í raf- íþróttum í leiðinni. Svo erum við líka að reyna að gera það mögulegt að fá skólastyrk í Bandaríkjunum út á rafíþróttir. Ég vil bara hrósa öllum sem koma að því að byggja upp rafí- þróttir á Íslandi. Þó að Rafíþrótta- samtökin séu öflug erum við ekki á bak við alla þessa viðburði sem eru að spretta upp um allt land,“ segir Aron. „Ég vil sérstaklega hrósa fólki úti á landi sem hefur sýnt mikið frumkvæði og minna á að þó að það virki kannski eins og það sé langt í okkur erum við til staðar fyrir fólk um allt land.“n Aron segir að mikið hafi breyst á stuttum tíma og áhuginn á rafíþróttum hafi aukist hratt. Counter-Strike deildin er nú næstvinsælasta íslenska deildin þegar kemur að áhorfi og mikill fjöldi fólks mætir á viðburði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Áherslan er ekki alltaf á að fá besta liðið upp á verðlauna- pall, heldur bara að auka þátttöku í rafíþróttum og aðgengi að þeim. Aron Ólafsson 2 kynningarblað 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURR AFÍÞRÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.