Fréttablaðið - 08.04.2022, Side 22

Fréttablaðið - 08.04.2022, Side 22
Þetta er fyrsta áhugamálið sem ég hef virkilega náð að demba mér ofan í á undanförnum árum. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is WWW.BREIDABLIK.GG Ásdís Erla Jóhannsdóttir er varaformaður Rafíþrótta­ samtaka Íslands, RÍSÍ. En það er í raun frekar stutt síðan hún byrjaði að spila tölvuleiki. Hún er einnig verkefnastýra Framhalds­ skólaleikanna og í móta­ stjórn Firmamótsins. „Áhugi minn kviknaði á tölvu- leikjum þegar ég var í háskóla árið 2019. Vinir mínir voru oft að spila í pásum þegar við vorum að læra. Þetta voru bara einhverjir skot- leikir sem hægt var að spila á net- inu. Ég prófaði að spila og fannst þetta strax ótrúlega skemmtilegt. Þetta er fyrsta áhugamálið sem ég hef virkilega náð að demba mér ofan í á undanförnum árum. Síðan fóru þeir að bjóða mér með sér á Ground Zero þar sem ég prófaði fleiri leiki. Stuttu eftir það ákvað ég að kaupa mér tölvu og fljótlega kynntist ég fullt af fólki í þessu tölvuleikjasamfélagi,“ segir Ásdís. Hún fór því á frekar stuttum tíma frá því að vera ekkert inni í tölvuleikjum í að verða varafor- maður Rafíþróttasamtaka Íslands. „Aðdragandinn að því að ég fór inn í RÍSÍ er að ég fór að spila leik sem heitir Valorant. Hann kom út árið 2020 og er fyrsti leikurinn sem ég spila af einhverju viti. Um haustið sé ég auglýst eftir fólki til að taka þátt í mótastjórn fyrir þennan leik,“ útskýrir hún. Ásdís hafði samband við Aron Fannst þetta strax ótrúlega skemmtilegt  Ásdís Erla Jóhannsdóttir var komin í háskóla þegar hún byrjaði að spila tölvuleiki. Núna er hún í stjórn RÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ólafsson, framkvæmdastjóra RÍSÍ, og lýsti yfir áhuga á að taka þátt. Henni var tekið opnum örmum þrátt fyrir að hafa enga reynslu af mótahaldi, hvorki í rafíþróttum né öðrum íþróttum og hún fór í hóp til að undirbúa mótið. „Það varð svo ekkert af Valorant- mótinu, það var ekki nógu mikill áhugi, en í kjölfar þessarar vinnu bauð Aron mér að vera varafulltrúi í stjórn RÍSÍ.“ Ásdís þáði það og henni var boðið að sjá um Framhaldsskóla- leikana, FRÍS. „RÍSÍ langaði til að halda raf- íþróttamót fyrir framhaldsskólana og ég tók þátt í að móta hugmynd- ina um hvernig leikarnir eiga að vera. Þrátt fyrir að hafa á þessum tímapunkti ekki enn séð um neitt mót. Þetta var þess vegna svolítið stórt stökk fyrir mig, að fara að sjá um mót þar sem keppt er í þremur mismunandi leikjum,“ segir hún. Mikill áhugi í framhaldsskólum Ásdís hafði samband við alla framhaldsskóla landsins og bauð þeim að taka þátt. Viðbrögðin voru mjög góð og Ásdís segir langflesta skólana hafa sýnt áhuga á framtak- inu þótt þeir hafi ekki allir getað tekið þátt. Fyrsta framhaldskóla- mótið var haldið í mars í fyrra. Fjórtán framhaldsskólar tóku þátt og keppt var í Counter-Strike: Global Offensive, Rocket League og FIFA. „Þetta gekk rosalega vel. Við byrjuðum á riðlakeppni í öllum leikjunum. Efstu liðin í hverjum riðli spiluðu síðan um efstu sætin í deildinni fyrir hvern leik. Við gáfum liðunum síðan stig fyrir árangur í leikjunum en við gáfum líka stig fyrir samfélagsmiðla- keppni. Efstu átta liðin fóru síðan áfram í undanúrslit og svo var úrslitakvöld,“ útskýrir Ásdís. „Við hjá RÍSÍ leggjum mikið upp úr því keppendur sinni andlegri heilsu, hreyfi sig, næri sig, og eigi fleiri áhugamál. Við gáfum þess vegna keppendunum tækifæri á aukastigum í undankeppninni til dæmis með því að borða hollan mat, stunda hreyfingu eða vera með fjölskyldu. Þá þurftu kepp- endurnir að taka mynd af sér að gera eitthvað af þessu og pósta þeim á samfélagsmiðlum og senda á okkur með myllumerkinu #FRÍS21 eða FRÍS22.“ Sigurvegari FRÍS 2021 var Tækni- skólinn og hann vann aftur í ár en keppnin var hörð og oft var mjótt á mununum. Hægt var að fylgjast með keppninni á Stöð 2 eSport. „Kristján Einar hefur verið þáttar- stjórnandinn, hann er langbesti rafíþróttalýsandi landsins að mínu mati. Hann var í stúdíóinu með Agli Ploder, Donnu Cruz, Króla og í ár bættum við Evu Margréti við. Þau hafa verið að lýsa leikjunum og vera með skemmtileg atriði á milli, eins og viðtöl við keppendur og fleira. Markmiðið með útsend- ingunum er að hafa þetta lifandi og skemmtilegt. Það á að vera ógeðslega gaman að horfa á þetta, jafnvel fyrir þau sem spila ekki leikina sem keppt er í,“ segir Ásdís. Góð stemning á Firmamótinu Ásdís er líka í mótastjórn Firma- mótsins sem er rafíþróttamót fyrirtækja, haldið á vegum Elko og Lindex. „Þau komu til okkar í RÍSÍ og báðu okkur um aðstoð við að halda þetta mót. Þetta byrjaði sem hugmynd hjá einum hjá Lindex sem finnst gaman að spila tölvu- leiki. Hann fékk þessa hugmynd, að halda fyrirtækjamót,“ segir Ásdís. „Á þessu móti er keppt í sömu leikjum og í FRÍS en munurinn er að á Firmamótinu er keppt í hverjum leik fyrir sig og það eru því þrír sigurvegarar, einn fyrir hvern leik. Keppnin fór fram í haust, hún byrjaði í október og kláraðist í desember. Advania vann í Counter Strike, Elko vann í Rocket League og Bananar ehf. unnu í FIFA.“ Ásdís segir að 23 fyrirtæki hafi tekið þátt og hún býst við að þetta mót eigi eftir að stækka enn meira. „Úrslitin fóru fram í Arena og það var bein útsending og mjög góð stemning. Það var eins með FRÍS. Þá var mjög góð stemning í Arena. Krakkarnir gátu komið, fylgst með og hvatt sinn skóla. Við vorum með pitsuhlaðborð og þetta var bara rosalega skemmtilegt. Þakið var bókstaflega að rifna af húsinu þegar síðasti leikurinn var spil- aður,“ segir Ásdís og hlær. Hún segir vinsældir rafíþrótta alltaf vera að aukast og að mótum eigi örugglega eftir að fjölga á næstu árum. ■ Lækjargata 2a Sími 519 4747 djireykjavik.is   á 45.990      áttur á öll tilboð á    áður 49.990 áður 28.990  22.990 áður 89.990  74.990 6 kynningarblað 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURR AFÍÞRÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.