Fréttablaðið - 08.04.2022, Síða 23
Við leggjum okkur
fram um að koma
sem flestum í gæðasam-
band og höfum sett
okkur háleit markmið
þegar kemur að Ljós-
leiðaravæðingunni.
Erling Freyr
Stelpur halda
margar að þetta sé
ekki fyrir þær, en stelpur
verða líka bara að þora
að prófa.
Marín Eydal Sigurðardóttir
Fyrr á þessu ári var til-
kynnt að úrvalsdeildin í
rafíþróttum myndi heita
Ljósleiðaradeildin næstu
þrjú árin. Deildin hefur verið
afar spennandi í vetur og nú
styttist í stórmeistaramótið
þar sem úrslitin munu ráðast.
„Það liggur fyrir að rafíþróttir eru
að vaxa á ógnarhraða og þar er
framtíðin björt. Við hjá Ljósleiðar-
anum erum afar stolt af því að geta
styrkt þessa íþróttagrein enda er
ljósleiðaratenging grunnuppistað-
an í því að geta keppt í íþróttinni,“
segir Erling Freyr Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
„Það sem við höfum líka verið
að horfa á er að sem flestir spilarar
sitji við sama borð, hvar sem þeir
eru á landinu. Þar skiptir Ljós-
leiðarinn auðvitað miklu máli með
sínar öflugu tengingar enda þarf
svartími að vera stuttur og hraðinn
mikill. Við leggjum okkur fram um
að koma sem flestum í gæðasam-
band og höfum sett okkur háleit
markmið þegar kemur að Ljós-
leiðaravæðingunni.“
Erling segir að það fræðslustarf
sem Rafíþróttasamtök Íslands
(RÍSÍ) standi fyrir hafi skipt
sköpum þegar kom að stuðningi
við rafíþróttirnar. „Þau hafa verið
öflug að fara inn í grunnskólana og
kynna og fræða bæði börn og full-
orðna. Sú nálgun sem RÍSÍ er með á
þessi mál heillaði okkur mjög.“
Hin hefðbundnu íþróttafélög
víðs vegar um landið hafa verið að
koma sér upp rafíþróttadeildum
en einnig hafa nýrri félög verið að
gera sig gildandi í rafíþróttunum.
„Ljósleiðaradeildin var að
klárast og nú er stórmeistaramótið
eftir. Það er nokkurs konar úrslita-
keppni og þetta endar svo allt með
úrslitakvöldi þann 23. apríl næst-
komandi. Við hvetjum auðvitað öll
til að fylgjast með því.“ ■
Ljósleiðarinn elskar rafíþróttir
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka
Íslands (RÍSÍ), og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar hjá Sýn. MYNDIR/AÐSENDAR
Marín Eydal er með streymisþáttinn Gamevera sem sýndur er á GameTíví. Hún segir að það að spila tölvuleiki sé
mjög félagslegt og hún hafi kynnst mörgum í gegnum rafíþróttir. MYND/AÐSEND
Rafíþróttir vaxa á ógnarhaða og
þá kemur Ljósleiðarinn að góðum
notum.
Ljósleiðarinn hefur frá
upphafi lagt ríka áherslu
á að styðja við GameTíví
sem hefur síðustu ár verið í
fararbroddi þegar kemur að
umfjöllun um tölvuleiki. Þó
að langstærsti hluti spilara
hér á landi sé karlkyns hefur
kvenkyns spilurum verið að
fjölga jafnt og þétt síðustu ár.
Okkur lék forvitni á að vita
hvað það er sem heillar við tölvu-
leiki og hvernig það er að vera
kvenkyns spilari í þessum karl-
læga heimi.
Marín Eydal Sigurðardóttir er
24 gömul og hefur spilað tölvu-
leiki af krafti síðustu tíu árin. Hún
gengur undir nafninu Mjamix í
hinum rafrænu heimum og er nú
komin með sinn eigin streymis-
þátt sem heitir Gamevera og er
sýndur á GameTíví. Ljósleiðarinn
hefur stutt dyggilega við bakið á
GameTíví síðastliðin ár og fagnar
þeirri miklu vakningu sem hefur
verið hjá kvenkyns spilurum upp á
síðkastið.
„Það að spila tölvuleiki er mjög
félagslegt og ég hef kynnst alveg
svakalega mörgu fólki í gegnum
þetta. Þarna fær maður líka bara að
vera maður sjálfur og það er engin
pressa að vera svona eða hinsegin.
Þetta gefur mér mikið sjálfstraust
og það er ótrúlega gaman hvað
það eru komnar margar stelpur
inn í þetta núna,“ segir Marín sem
er tiltölulega nýfarin í loftið með
þáttinn á GameTíví en hefur verið
að streyma sjálf í nokkur ár.
Marín kynntist tölvuleikjum í
gegnum eldri bróður sinn en fór að
spila af alvöru þegar hún var 14 ára
og kynntist leiknum Skyrim.
„Það var algjör ást bara strax
og ég hef verið að spila hann af og
til síðan þá. Ég hef ekki verið að
streyma honum enda ekki svona
multiplayer-leikur þar sem margir
spila.“
Marín segist vera algjör alæta á
tölvuleiki en þegar hún var yngri
var hún aðallega að spila með
strákum en það hafi breyst mikið
undanfarið.
Gömlu viðhorfin að hverfa
„Stelpurnar eru sýnilegri núna og
eftir að ég kom mér aðeins meira
inn í þennan heim og samfélag
hef ég kynnst alveg æðislegum
stelpum. Auðvitað er meirihlutinn
strákar en þetta gamaldags við-
horf um að þetta sé bara einhver
tímaeyðsla er líka að hverfa. Þetta
er fyrst og fremst afþreying og sem
betur fer eru rafíþróttir komnar
almennilega til Íslands núna. Núna
er bara horft á þetta sem íþrótt.“
Marín segir þó mikilvægt að
hugsa tölvuleiki ekki endilega
sem einhverja keppni og að það sé
pressa á spilurum að vinna.
„Þú þarft ekkert að vera endilega
góð í öllu og ég er það til dæmis
alls ekki, en þetta er bara fyrst og
fremst mjög gaman. Stelpur halda
margar að þetta sé ekki fyrir þær,
en stelpur verða líka bara að þora
að prófa.“ ■
Stelpur verða að
þora að prófa
kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 8. apríl 2022 R AFÍÞRÓTTIR