Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 08.04.2022, Qupperneq 24
Ég vil mæla með því við stelpur að þær skoði rafíþróttir og taki þátt. Það er hægt að koma í Arena Gaming á Smáratorgi og prófa sig áfram með þjálfara. Eva Margrét Guðnadóttir starfar á skrifstofu Raf- íþróttasamtaka Íslands við framleiðslu efnis. Auk þess var hún einn af þáttarstjórn- endunum í Framhaldsskóla- leikunum sem lauk nýverið. 180 keppendur tóku þátt í mótinu og þrettán skólar. elin@frettabladid.is Áhugi fyrir rafíþróttum er stöðugt að aukast hér á landi. Eva Margrét hefur haft áhuga á rafíþróttum og tölvuleikjum allt frá barnsaldri. Hún og tvíburasystir hennar stunduðu leiki á PlayStation og oft voru foreldrar þeirra með þannig að iðulega gat þetta orðið að fjöl- skylduleik á heimilinu. „Ég fékk alltaf mikla hvatningu frá for- eldrum mínum,“ segir hún. „Síðan fór ég að streyma Call of Duty-leiknum með systur minni og vinkonum á rás sem við nefndum Babe Patrol. Það vatt upp á sig þegar GameTíví hafði samband við okkur og óskaði eftir að við yrðum með sérþátt hjá þeim og Stöð 2 eSport. Með því stækkaði streymið okkar til mikilla muna en við erum einu sinni í viku með þáttinn, á miðvikudagskvöldum. Það hefur verið mjög gaman,“ segir hún. Eva Margrét segir hafa kynnst fjölda manns í gegnum rafíþrótt- irnar þótt hún sé ekki keppnis- manneskja. „Mér finnst ég ekki nógu góð til að keppa en ég hef gaman af því að vera með í leikj- unum. Tölvuleikjasamfélagið er einstakt því ég hef aldrei fundið fyrir leiðindum eða fordómum, miklu frekar ánægju og hvatningu.“ Evu Margréti var síðan boðið að vera með í Framhaldsskóla- leikunum. „Þetta er framhalds- skólamót í rafíþróttum og er haldið á hverju ári. Spilaðir eru þrír mismunandi leikir, Rocket League, FIFA og Counter Strike. Þetta voru sjö útsendingar og við byrjuðum þær í átta liða úrslitum. Hver og einn gat keypt miða og fylgst með keppninni í sal í lokaúrslitum. Það var þvílík stemming og gleði þar sem stórir hópar hvöttu áfram sín lið. Áhuginn á rafíþróttum er alltaf að aukast enda er þetta mjög skemmtilegt,“ segir Eva Margrét. „Ætli þetta sé ekki eitt af því allra skemmtilegast sem ég hef gert þótt það hafi líka verið stressandi þar sem ég hafði ekki gert þetta áður,“ bætir hún við. „Leikarnir voru sýndir á Stöð 2 eSport og á streymis síðu Rafíþróttasamtak- anna.“ Þegar Eva Margrét er spurð hvort strákar séu ekki í miklum meiri- hluta í þessari íþrótt, svarar hún því játandi. „Jú, þeir eru miklu fleiri en þó fer stelpum fjölgandi. Í fram- haldsskólamótinu voru strákar í miklum meirihluta. Það þarf að hvetja stelpurnar til að koma og vera með. Þetta er ekki kynbundið sport. Hugsunin hefur oft verið að strákar eigi að spila einhverja ákveðna leiki og stelpur aðra. Að strákar eigi bara að spila skotleiki. Staðreyndin er sú að við stelpurnar spilum eiginlega bara skotleiki. Ég vil mæla með því við stelpur að þær skoði rafíþróttir og taki þátt. Það er hægt að koma í Arena Gaming á Smáratorgi og prófa sig áfram með þjálfara. Þar er mjög góð aðstaða,“ segir Eva Margrét. „Það er vinsælt að koma í Arena Gaming, spjalla og hitta aðra. Vinnustaðir hafa verið að koma með hópa og skemmta sér. Sömu- leiðis eru haldin barnaafmæli á staðnum. Gestir fá leiðsögn og maður þarf ekki að kunna tölvu- leiki,“ segir Eva Margrét. „Einnig fara fram æfingar í rafíþróttum hjá íþróttafélögunum Breiðabliki og HK í Arena Gaming enda er aðstaðan frábær.“ Stór alþjóðleg mót hafa farið fram hér á landi í Laugardalshöll og minni mót eru mjög algeng í þessar grein íþrótta. Ljósleiðara- deildin var til dæmis að klárast og stórmeistaramót verður seinna í mánuðinum. ■ Hægt er að kynna sér íþróttina betur inn á vefnum rafithrottir.is Stelpur spila líka skotleiki Eva Margrét hefur spilað tölvuleiki frá því hún var krakki. Í dag er hún hrifnust af skotleikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Míla tengir þig… við ljósleiðara Ljósleiðari Mílu er örugg og öflug tenging fyrir heimili og fyrirtæki. Getur þú tengst? skannaðu QR kóðann og kannaðu málið. 8 kynningarblað 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURR AFÍÞRÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.