Fréttablaðið - 08.04.2022, Side 36
EXTRA
ÓDÝR PÁSKAEGG
Barónsstígur • Keflavík • Akureyri
*Sýna þarf kvittun samdægurs.
Gildir aðeins fyrir páskaegg frá Nóa, Freyju og Góu.
Gildir ekki um páskegg nr. 1.
Þú færð ódýrara páskegg
hjá okkur, annars endur-
greiðum við mismuninn*
Gildir til 18.apríl.
LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 8. apríl 2022 FÖSTUDAGUR
ninarichter@frettabladid.is
Óður er titill nýrrar sýningar Egils
Eðvarðssonar myndlistarmanns, í
Pop-up galleríinu við Hafnartorg.
Þar sýnir Egill mikinn fjölda mynd-
verka sem hann hefur unnið að á
síðustu fimm árum, olíumálverk á
striga í bland við pappírsklippur.
Það vekur athygli að verkunum
er raðað nokkuð þétt og Egill skýrir
málið með lítilli tilkynningu á vegg:
„Einhverjum finnst eflaust að nokk-
uð þétt sé hengt upp. Myndir myndu
klárlega njóta sín betur ef þeim væri
gefið meira pláss hverri og einni.“
Hann útskýrir næst að hann hafi
ákveðið að hengja hundrað mynda
seríuna upp í ofgnótt að hætti Stór-
vals og þannig „tekið stórvin minn
frá Möðrudal til fyrirmyndar.“ Í
tilkynningu segir að myndefnið sé
sótt í gleðina og aðdáun listamanns-
ins á vel völdu fólki.
Það var margt um manninn við
opnun sýningarinnar sem stendur
opin daglega frá klukkan 11 til 17 til
28. apríl. n
Hundrað myndir Egils
hanga þétt á Hafnartorgi
Egill Eðvarðsson listamaður ásamt Eyþóri Árnasyni ljóðskáldi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Jakob Frímann Magnússon, Birna Rún Gísladóttir, Gísli
Marteinn Baldursson og Katrín L. Ingvadóttir.
Einar Egilsson, sonur Egils Eðvarssonar, ásamt hjónunum
Snorra Þórissyni og Erlu Friðriksdóttur.
Egill sýndi fjölda mynda sem hann hefur unnið að á síðustu fimm árum, olíu-
málverk í bland við pappírsklippur.
Hjónin Agnes Löve og Reynir Jónasson með nokkrar af
myndum Egils í bakgrunni.
Í myndum Egils má finna fjölmargar tilvísanir, þar á
meðal nafn rithöfundarins Gyrðis Elíassonar.