Fréttablaðið - 12.04.2022, Síða 21
K Y N N I NG A R B L A Ð
Kynningar: Arctic Trucks, N1, Sólning, Hekla, Dekkja- og bílaþjónustan, Vaka, Klettur, Skeljungur.ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2022
Sumardekk
Stefán Þór Jónsson, verslunarstjóri Arctic Trucks, segir sumarvertíðina vera komna á fullt. „Við finnum vel fyrir auknum áhuga á ferðamennsku innanlands og eru margir að nýta tækifærið til að gera
breytingar á jeppum og jepplingum núna fyrir sumarið. Við eigum gott úrval af alls konar búnaði sem hentar fyrir fjölbreytt ferðalög á jeppum, jepplingum eða fólksbílum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Á hálendið í sumar með Arctic Trucks
Arctic Trucks hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi við að veita viðskiptavinum á Íslandi og erlendis aukið
ferðafrelsi með því að opna þeim leiðir með breyttum bílum og aukabúnaði sem gerir hverja ferð eftirminnilegri
og öruggari. Starfsfólk fyrirtækisins er reynslunni ríkara og getur gefið dýrmæt ráð fyrir ferðalögin í sumar. 2