Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Nói Síríus fagnaði 100 ára afmæli sínu árið 2020 og eru páskaeggin frá Nóa Síríus fyrir löngu orðin stór partur af páskahefð okkar Íslendinga. Páskaeggjaframleiðsla hófst um miðjan fjórða áratug síðustu aldar, svo það styttist í að heil öld sé liðin frá því að leiðir Íslendinga og Nóa-páskaeggjanna lágu saman. Á þessum árum hefur byggst upp mikil saga, reynsla og ríkar hefðir,“ segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri yfir fram- leiðsluvörum Nóa Síríus. „Síríus- súkkulaðið okkar er þjóðinni hug- ljúft og bæði eggin og konfektið okkar eru orðin nauðsynlegur hluti af hátíðunum. Við Íslendingar erum fastheldnir á hefðir og erum líklega eina þjóðin sem heldur enn í þá hefð að vera með málshætti í eggjunum. Íslendingar sem flytja utan sækja líka mikið í að fá páskaegg send út til sín,“ segir Alda. „Verslanir á Norðurlöndunum eru því farnar að selja meira og meira af páska- eggjunum okkar, bæði vegna Íslendinga sem óska eftir þeim og líka vegna þess að Danir og Norð- menn eru að falla fyrir íslensku páskaeggjunum sem eru svo ómót- stæðileg.“ Gómsæt egg sem henta öllum „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af páskaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum og henta þau öllum aldurshópum. Við viljum reyna að koma til móts við sem flesta og bjóðum til að mynda upp á egg úr dökku súkkulaði sem henta fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða eru vegan,“ segir Alda. „Við höfum líka komið með ýmsar nýjungar síðustu ár sem við köllum séregg. Þau eru með alls kyns bragðtegundum og ótrúlega skemmtileg viðbót fyrir þau sem vilja meira en bara hreint súkku- laði. Í ár erum við með nýtt egg, Tromp egg með piparfylltum lakkrísbitum, en við reynum að koma með eitthvað nýtt og spenn- andi í f lóruna á hverju ári. Í séreggjunum er alls kyns auka í súkkulaðiskelinni, eins og Nóa kropp, Eitt sett lakkrísbitar, Tromp bitar og margt fleira. Þau eru líka breytileg milli ára og hafa vaxið gríðarlega í vinsældum,“ segir Alda. „Nú er til dæmis orðið vin- sælt að hafa smakkhittinga bæði í vinnum og saumaklúbbum og bjóða upp á mismunandi páska- egg. Svo eru líka mörg fyrirtæki sem leita til okkar til að vera með sérmerkt páskaegg, með kveðju frá fyrirtækinu til starfsmanna eða viðskiptavina.“ Samstarf við Tulipop og Storytel „Við hófum samstarf við þær Helgu og Signýju, sem eru með Tulipop. Þær voru að koma með teikn- myndaþætti með þessum krútt- legu fígúrum en þær eru búnar að gera bækur, bangsa, lampa og ýmislegt annað með þessum skemmtilegu fígúrum,“ segir Alda. „Þetta er afskaplega skemmtileg nýjung, þetta er svolítið svipað og þegar við vorum með Strumpana eða Gretti ofan á eggjunum og erum við ótrúlega ánægð með að geta boðið uppá íslenskar fígúrur. Við erum líka í samstarfi við Storytel með Eitt sett eggin, en það fylgir mánaðaráskrift hjá Storytel með hverju eggi,“ segir Alda. Leggja sitt af mörkum til samfélagsins „Okkur í Nóa Síríus er mjög umhugað um samfélagslega ábyrgð og við erum sífellt að leita leiða til að gera betur á sama tíma og við leggjum áherslu á að gæði vörunnar haldist. Við viljum sífellt vera að taka skref í rétta átt í umhverfismálum og til að mynda eru páskaeggin núna með skrauti sem er hægt að borða, bæði blómin og kanínurnar á toppnum á eggjunum, fyrir utan Tulipop leikföngin sem fylgja sumum eggj- unum,“ segir Alda. „Við hættum líka með heftin á toppunum í fyrra og höfum fækkað plastpokunum sem eru utan um nammið sem er inni í eggjunum og er allt sem ekki smitast mikið í súkkulaðið nú laust inni í eggjunum. Þetta tekur allt sinn tíma, en við erum alltaf að reyna að vinna í rétta átt. Við erum líka hluti af Cocoa Horizons-verkefninu, sem snýst um að styðja við bændur með því að gefa þeim sanngjarnt verð fyrir kakóið sitt og stuðla að sjálfbærri ræktun. Um leið hjálpar þetta bændunum að fá aðgang að hreinu vatni og menntun, þannig að það er sannarlega hægt að borða páskaeggin okkar með góðri sam- visku,“ útskýrir Alda. „Við viljum að uppruni hráefna sé augljós og það sé vottað og teljum mikilvægt að leggja okkar af mörkum. Við erum stolt af því að vera í samstarfi við ýmis góðgerðar- og styrktarfélög,“ segir Alda. „En í ár voru meðal annars framleidd páskaegg sérmerkt til styrktar Mottumars og Team Rynkeby sem félögin seldu í fjáröflunum sínum.“ Salan er framar vonum „Síðasta ár var metár í sölu hjá okkur, enda voru mjög sérstakar aðstæður og Íslendingar keyptu óvenjulega mikið af páskaeggjum. Við bjuggumst alls ekki við að ná sömu sölu í ár en þetta ár verður alla vega jafn stórt, ef ekki stærra!“ segir Alda. „Það er ótrúlega gaman hvað gengur vel og það er greini- legt að nýju tegundirnar eru að hitta í mark. Eitt af því sem hefur slegið í gegn hjá okkur í ár eru Karamellu Doré gulleggin okkar, sem eru gerð úr silkimjúku hvítu súkku- laði með ekta karamellu. Þetta egg var framleitt í fyrsta sinn í ár á fæti og er bara til í einni stærð og framleitt í takmörkuðu magni, því það er töluvert erfiðara að vinna með þetta súkkulaði en það hefðbundna,“ segir Alda. „Þetta er einstaklega „gourmet“ egg fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Við komum með Karamellu Doré súkkulaðið á markað í 100 gramma súkkulaðiplötum í byrjun árs en það sló algjörlega í gegn og seldist upp langt á undan áætlun,“ segir Alda. „En þessu verður bjargað strax eftir páskana og þá verður farið á fullt í að framleiða meira af þessu dásemdar súkku- laði.“ ■ Alda segir að vinsældir páska- eggjanna frá Nóa Síríus aukist sífellt og að þrátt fyrir metár í sölu í fyrra stefni í jafnvel enn meiri sölu í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Páskaeggin eru einstaklega fallegt borðskraut sem hentar vel fyrir páskaboð, eins og sést á þessum myndum af veisluborðum sem Soffía hjá Skreytum hús skreytti fagurlega. MYNDIR/AÐSENDAR Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af páskaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum og henta þau öllum aldurs- hópum. Við viljum reyna að koma til móts við sem flesta. Alda Björk Larsen 2 kynningarblað A L LT 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.