Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 20
 Ég er mjög hrifin af Eggs Bene- dict á góðu súrdeigs- brauði með rist- aðri pros- ciutto- skinku. Ég elska að elda góðan mat og oftast er ég með fisk á föstudag- inn langa og þá kemur humarinn mjög sterkur inn. Eva María Hallgrímsdóttir, ástríðubakari, sælkeri og eigandi Sætra synda, elskar að dunda sér í eldhúsinu og finnst fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Þegar líður að páskum sér hún fyrir sér að hún fái fleiri stundir til að elda heima við og njóta samveru- stunda með fjölskyldunni og hlakkar til. sjofn@frettabladid.is Evu finnst það vera ákveðin hug- leiðsla að elda. „Ég fæ svo mikla hugarró við að elda, það er svo gaman að búa til eitthvað dásam- legt úr einföldum hráefnum. Lífið er einfaldlega of stutt til að borða vondan mat – það er mitt mottó.“ Páskarnir skipa ákveðinn sess hjá Evu og á hún sínar hefðir í tengslum við þá. „Páskarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en það er ekki oft sem ég get alveg kúplað mig út úr vinnu þar sem útibú Sætra synda eru opin alla daga vikunnar og alltaf eitthvað sem þarf að græja og gera eða svara starfsmönnum með hina ýmsu fyrirspurnir eða svara tölvupósti viðskiptavina. Það verður lokað í verslunum Sætra synda á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í pásk- um, þannig að þarna fæ ég fjóra heila daga í frí sem er algjörlega dásamlegt. Opið verður hjá okkur á laugardeginum, en minnsta mál að taka einn vinnudag þarna á milli og fara svo aftur heim í frí að njóta.“ Klassískt á páskadag Þegar kemur að matargerð á páskunum fer Eva á flug. „Ég elska að elda góðan mat og oftast er ég með fisk á föstudaginn langa og þá kemur humarinn mjög sterkur inn. Svo er auðvitað klassískt að vera með lamb á páskadag en ég rambaði á hægeldaða lambahrygg- inn hennar Evu Laufeyjar Kjaran fyrir nokkrum árum og eftir að ég kynntist honum er engin leið til baka, hann er eitt það besta sem ég fæ.“ Eva segist skreyta heimilið aðeins fyrir páskana en föndrar þó ekki mikið, hún láti duga að skreyta kökur. „Ég er með stóran fallegan kringlóttan svartan bakka á stofuborðinu hjá mér sem ég aðlaga ávallt hverri hátíð eða vertíð hverju sinni. Um páska set ég pastelgul kerti í hann og skreyti með fallegum fjöðrum, litlum eggjum og öðru fallegu páskaskrauti. Þennan sama disk nota ég svo fyrir jólin með rauðum kertum, könglum, jólakúlum og öðru hlýlegu.“ Nammið í eggjunum best Páskaegg verða líka borðuð á pásk- unum á heimili Evu. „Það koma nú ekki páskar nema maður opni eitt páskaegg, ekki satt? Ég er ekki mikil súkkulaðitýpa en ég er mikil lakkrís-, núggat- og piparkona þannig að ég vel mér oft svona bragðmikil egg en best finnst mér þó nammið inni í egginu, er meira svona bland í poka kona. Svo er ómissandi að fá málshátt en eftir- minnilegasti málshátturinn minn er: Þeir fiska sem róa. Ég trúi því að ef maður er duglegur og vinnu- samur, uppskeri maður samkvæmt því.“ Þegar kemur að hefðum segir Eva að fjölskyldan hafi eytt nokkr- um páskum á Hólmavík. „Það eru æskuslóðir mannsins míns, en þar er hefð fyrir skemmtilegri páska- eggjaleit með ungviðinu sem er svo dásamleg samverustund.“ Í eldhúsinu með syninum Góður páskabröns er líka í miklu uppáhaldi hjá Evu og deilir hún hér með lesendum sínum uppá- haldsrétti sem er tilvalið að bjóða upp á á páskunum. „Ég er mjög hrifin af Eggs Benedict á góðu súrdeigsbrauði með ristaðri pros- ciutto-skinku. Best er að byrja á því að rista prosciutto í ofni á 150°C í 10-15 mínútur eða þar til skinkan er orðin stökk. Því næst sker ég niður gott súrdeigsbrauð og dreifi góðri ólífuolíu yfir sneið- arnar og hita þær í ofni. Þegar brauðið er að verða klárt geri ég hleypt egg og toppa þetta svo með heimagerðri hollandaise-sósu. Hrikalega gott.“ Uppáhaldsgæðastundir Evu eru þegar hún er með syni sínum í eldhúsinu þar sem þau spreyta sig saman á einföldum uppskriftum sem litlir bakarar geta hermt eftir. Hér deilir Eva með lesendum Páskabollakökur og páskahreiður fyrir súkkulaðiunnendur Eva María elskar að dunda sér í eldhúsinu og nýtur þess að elda í páska- fríinu í faðmi fjölskyldunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Rice Krispies- páskahreiðrin eru fullkomin fyrir litla bakara að kljást við og bragðast ómót- stæðilega vel. Girnilegu og fallegu páskabollakökurnar hennar Evu. tveimur uppskriftum með páskaívafi sem gaman er fyrir fjöl- skyldur að gera saman og njóta. Páskalegar bollakökur 190 g smjör (við stofuhita) 410 g sykur 3 egg 375 g hveiti 5 msk. kakó 1,5 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 3 dl mjólk 2 tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í einu. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn ásamt mjólk og vanilludropum. Setjið deigið í bollakökuform og bakið í 14-16 mínútur eða þar til bollakökurnar eru bakaðar í gegn. Vanillusmjörkrem 500 g íslenskt smjör 500 g flórsykur 4 msk. vanilludropar Grænn matarlitur Hrærið smjörið í hrærivélinni þar til það er mjúkt og létt. Bætið flór- sykrinum við í litlum skömmtum og hrærið vel á milli. Setjið því næst vanilludropana saman við og hrærið kremið þar til það er létt og ljóst. Því næst á að lita kremið með grænum matarlit. Þegar smjörkremið er klárt er settur sprautustútur (234 frá Ateco eða 233 frá Wilton (grasastútur)) í sprautupoka. Þegar smjörkremið og bolla- kökurnar eru klárar byrjið þið að skreyta. Haldið sprautupokanum lóðrétt og nálægt bollakökunni og sprautið rólega og lyftið upp þann- ig að það myndast gras á bolla- kökunni. Sprautið bollakökuna alveg að ofan með smjörkremi og skreytið svo með fallegum litlum páskaeggjum eða litlum sætum súkkulaðikanínum. Rice Krispies-hreiður 4 bollar sykurpúðar 5 bollar Rice Crispies ½ bolli brætt íslenskt smjör 2 tsk. vanilludropar Byrjið á að bræða sykurpúðana í örbylgjuofni (30 sekúndur í senn). Þegar sykurpúðarnir eru klárir bætið þið við bráðnu smjöri og vanilludropum, blandið vel saman og bætið svo við Rice Krispies við og blandið vel. Þegar þetta er klárt búið þið til litlar skálar úr blöndunni. Gott er að smjörspreyja bollakökumót að innan og nota þau til að byggja skálina upp. Þegar skálin (hreiðrin) eru klár setjið þið þau inn í ísskáp og kæli í 4-6 klst. að lágmarki. Þegar hreiðrin eru klár er tilvalið að skreyta þau með litlum sætum súkkulaðieggjum. ■ Smiðjuvegi 2, Kópavogi Sími 554 0400 www.grillbudin.isGrillbúðin Nr. 12952 - Án gashellu - Svart PÁSKATILBOÐ PÁSKATILBOÐ 99.900 FULLT VERÐ 109.900Opið Skírdag 12-16 Frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð • Afl 12 KW Nánar á www.grillbudin.is • 4 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • hitajöfnunarkerfi • Niðurfellanleg hliðarborð • Rafkveikja fyrir alla brennara • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm 4 kynningarblað A L LT 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.