Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 36
Skeljungur hefur í áraraðir boðið upp á smurolíur sem hægt er að stóla á. Komin er á markað nýjung í vörufram- boði Shell sem er kolefnis- hlutlaus smurolía og með tímanum munu fleiri og fleiri olíur bera þann mikil- væga eiginleika. Ingi Fannar Eiríksson er sviðsstjóri sölu- og rekstrarsviðs: „Shell hefur að markmiði að rekstur félagsins verði kolefnishlutlaus árið 2050, sem er að okkar mati mjög metn- aðarfullt markmið og sjáum við þessi skref í samskiptum okkar við tengiliði okkar hjá félaginu.“ Shell hefur í gegnum tíðina sannað sig sem gæðaframleiðandi; félagið er leiðandi í nýjungum og með gríðarlega breitt vöruúrval. Ingi Fannar segir að fyrirtækið heyri frá viðskiptavinum sínum, sem þjónusta bíla alla daga, hversu mikið rekstraröryggi fylgi því að nota smurolíu frá viðurkenndum aðila eins og Shell. „Í dag þurfa bílar og tæki olíu sem heldur í við breyttar kröfur og til að bæta afköst og endingu vélar- innar. Shell þróaði PurePlus-fram- leiðsluferlið, alveg nýja leið sem byrjar á jarðgasi til að framleiða grunnolíur, aðalhluta mótorolíu. Shell Helix Ultra – PurePlus er fyrsta tilbúna mótorolían sem er búin til úr jarðgasi. Við höfum séð velgengni Shell í Formúlu 1 kappakstrinum í samstarfi þeirra við Ferrari og Rolls Royce er einn- ig traustur samstarfsaðili Shell. Undir miklu álagi þarf að nota gæðaolíu. Í rauninni eru tegundirnar af smurolíu endalausar og bætist við vöruúr- valið okkar reglulega. Í Helix-línunni frá Shell bjóðum við upp á 64 vörutegundir og einar 25 í Rimula-línunni. Við leggjum okkur fram við að mæta þörfum viðskiptavina okkar með breiðri línu, þar sem kröfur framleiðenda um að smurolíur uppfylli ákveðna staðla verða sífellt meiri. Rimula og Helix eru tegund- irnar sem seljast mest hjá okkur og eru það smurolíur sem hafa sannað sig í gegnum tíðina, viðskipta- vinir okkar þekkja og treysta á gæðin sem Shell býður upp á í sínum vörum.“ Aukið aðgengi með netverslun Vefverslun Skeljungs, sem var hleypt af stokkunum sumarið 2021, verslun.skeljungur. is, er með fjölbreytt úrval vara fyrir allar atvinnugreinar. Hægt og rólega hefur Skeljungur verið að bæta vefverslunina og hvatt viðskipta- vini til að nota þennan mögu- leika. Hún er í stöðugri þróun og er markmiðið að hafa hana eins þægilega og aðgengilega og kostur er fyrir viðskiptavini. Nýtt félag byggt á 94 ára sögu Að sögn Inga Fannars hóf félagið Skeljungur ehf. starfsemi þann 1. desember 2021 sem sjálfstætt dótturfélag, eftir endurskipu- lagningu á samstæðunni. „Áhersla okkar er á sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efna- vörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustu- þáttum til fyrirtækja og bænda. Nýlega f luttum við höfuðstöðvar okkar í Skútuvog 1 í Reykja- vík og munum við í vor opna þar verslun. Um áramót keyptum við meirihluta í fyrir- tækinu Ecomar sem býður upp á gæða bílahreinsivörur og þvottakerfi fyrir ein- staklinga og stærri fyrirtæki. Við erum virkilega spennt fyrir því samstarfi og mun Ecomar f lytja starfsemi sína til okkar í Skútuvoginn og vörur Ecomar verða aðgengilegar í versluninni. Við hlökkum til að taka á móti við- skiptavinum okkar í versluninni og geta aukið aðgengið að vörunum okkar ásamt því að eiga gott kaffi- spjall við þá. Við leggjum okkur fram við að afhenda vörur okkar, sem eru aðallega smurolía og eldsneyti, á eins umhverfisvænan hátt og okkur er unnt. Einnig kolefnis- jöfnum við allan rekstur okkar í samstarfi við Votlendissjóð og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þann möguleika að kol- efnisjafna eldsneytisnotkun sína ásamt því að bjóða upp á kolefnis- hlutlausar smurolíur.“ Stolt af samstarfsaðilunum „Við hjá Skeljungi erum stolt af samstarfsaðilum okkar sem bjóða upp á Shell-smurolíur og við mælum með því að fólk og fyrirtæki leiti til þeirra þegar þau þurfa á smurþjónustu að halda. Við eigum samstarf við trausta aðila eins og Klett – Sölu og þjónustu, Smurstöðina Garðabæ, Skógarhlíð, Laugavegi, Sleggjuna Þjónustuverkstæði, Þrym á Ísa- firði, Vélsmiðju Grindavíkur, Toyota á Akureyri og Verkstæði Svans á Austurlandi. Skeljungur er með afgreiðslu- lager á svæðisskrifstofum sínum og hjá samstarfsaðilum um allt land og er hægt að nálgast vörurn- ar okkar þar ásamt því að okkar góða starfsfólk og samstarfsaðilar veita persónulega þjónustu.“ n Fjölbreytt vöruúrval og kolefnishlutlausar smurolíur Ingi Fannar Eiríksson, sviðsstjóri sölu- og rekstrarsviðs Skeljungs, segir að nýlega hafi félagið flutt höfuðstöðvar sínar í Skútuvog 1 í Reykjavík og muni í vor opna þar verslun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í Helix-línunni frá Shell eru 64 vöru- tegundir og einar 25 í Rimula- línunni. Afgreiðslustaðir: n Reykjavík – Skútuvogur 1 (opnar í maí 2022) n Bílaaðstoð og Flutningar í Ólafsvík n Vélsmiðjan Þrymur á Ísafirði n Svæðisskrifstofa Skeljungs á Akureyri n Svæðisskrifstofa Skeljungs á Eskifirði n Svæðisskrifstofa Skeljungs í Vestmannaeyjum n Vélsmiðja Grindavíkur 12 kynningarblað 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.