Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 16
Spilling er landlæg hér og meiri en í öðrum vestrænum löndum. Sk ý ring: Smæð þjóðfélagsins, frændsemi, vináttubönd, nánir hagsmunahópar og -tengsl, klíku- skapur. En, skýring er ekki afsökun eða réttlæting. Þegar ég kom heim, eftir nær 30 ára fjarveru erlendis, var þetta ástand mest óbreytt. Það getur enginn breytt þessu, nema þjóðin sjálf. Í kosningum. Af hverju hefur hún ekki gert það? Hvers vegna lætur hún þessa spill- ingu og sjálftöku sérhagsmunaafl- anna ganga yfir sig aftur og aftur og endalaust? Hafna verður forustu D og B end- anlega! Þá gefst loks tækifæri til að stokka upp og uppræta gömul kerfi ranglætis, klíkuskapar og hyglunar útvalinna. Nú gengur stormur vandlætingar og hneykslunar yfir landið vegna bankasölu, sem byggir á mismunun, ranglæti og klíkuskap. Auðvitað er það, þetta almenna andóf, af hinu góða, en valdaklíkan, nú með VG og Katrínu Jakobsdóttur með í för, reyndar í stafni, mun standa þetta af sér. Hættan er, að almenningur verði búinn að gleyma þessu máli, líkt og svo mörgum öðrum spillingar- málum, sem einkum D og B bera ábyrgð á, en lík aðrir, þegar næst verður kosið. Eða, kannski skortir þjóðina vit, andlegan styrk, vilja og getu gagn- vart sjálfri sér til að sprengja af sér hlekki ranglætis, óheilinda og sjálf- töku hinna útvöldu. Kannski finnst mönnum þetta bara fínt, svona af gömlum vana – svo má illu venjast, að gott þyki – eins og með krónuna, sem var og er eitt helzta verkfæri spillingarafl- anna og valdið hefur þjóðinni meiri óvissu og áþján – hrunið meðtalið – en tárum tekur. Hér skrifar spillingin í kringum hvalveiðarnar líka sinn eigin kafla, svo að ekki sé talað um framsal auð- linda sjávar til örfárra fjölskyldna, sem svo nota þá fjármuni, sem auðlindirnar skila, til yfirtöku og eignarhalds margra helztu fyrir- tækja landsmanna. Stórauka þannig áhrif sín, völd og auðæfi. Í spillingarkerfinu er þess auðvit- að líka vel gætt, að hafa sem flesta, sem vettlingi geta valdið, með á spena. Hringur sameiginlegrar hags- munagæzlu og spillingar lokaður. Þetta spillingarkerfi varð trúlega mikið til eftir lýðræðistökuna og sjálfstæðið 1944. Auðvitað var það nokkuð til fyrir, en við sjálfstæðið gafst meira svigrúm fyrir hags- munapot og hrossakaup. Spillingin byggir því á gömlum grunni, er vandlega f léttuð og vel hnýtt. Kjördæmaskipan, þar sem hluti þjóðarinnar hefur tvö atkvæði, en annar hluti bara hálft, snar þátt- ur í f léttunni. Hvernig hafa hálfs- atkvæðismenn getað unað sinni stöðu allan þennan tíma? Illskiljanleg raunasaga. Annað hvort skortir þjóðina vitsmuni eða sálarþrek og kjark til breytinga, til að umbylta þjóð- félaginu, rífa tökin á því úr höndum klíkna og sjálftökumanna og inn- leiða hér loks nútímalega, vest- ræna siðmenningu, þar sem stjórn- málamenn taka og bera ábyrgð og taka afleiðingum gjörða sinna, eða hún er orðin samdauna; finnur ekki óþefinn lengur. Finnst hann kannski bara orðinn góður. Annar möguleiki er, að stór hluti þjóðarinnar sé haldinn Stokk- hólmsheilkenninu, sem Sif Sigmars- dóttir rifjaði upp í snjöllum pistli á dögunum, en því má líkja við það, þegar flengdir menn kyssa vöndinn í þakkarskyni, fyrir það, að hafa ekki hlotið harðari refsingu, þótt saklausir séu. ■ Þjóðina virðist vanta vit eða sálarstyrk Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaup- sýslumaður og stjórnmálarýnir Nú eru þau sem stóðu í sársauka- fullri réttindabaráttu hinsegin fólks á áttunda áratug síðustu aldar við stofnun Samtakanna ‘78 að fylla flokk eldri borgara landsins. Þetta fólk varð margt fyrir margs konar mismunun við það að opin- bera sig fyrir þjóðfélaginu í lok átt- unda áratugarins og fram eftir öld- inni og jafnvel fram á okkar dag við að berjast fyrir sjálfsögðum mann- réttindum. Það varð útsett fyrir hat- ursorðræðu, andlegu, líkamlegu og fjárhagslegu ofbeldi eingöngu vegna kynhneigðar sinnar. Það voru þær fórnir sem þessi þjóðfélagshópur varð að færa fyrir því að standa með sjálfum sér, fyrir að standa í mann- réttindabaráttu sem bar að lokum margvíslegan árangur svo að þjóð- félagið hefur orðið þó nokkuð víð- sýnna fyrir tilstilli þeirra. En slíkri mannréttindabaráttu lýkur aldrei, það sýna sorglega mörg dæmi sög- unnar. Sem slík eiga þau á hættu að þurfa á ný, þegar þau fylla hóp eldri borgara, að hverfa í felur eða eiga á hættu að upplifa á ný margs konar mismunun og óréttlæti. Þeirra hlut- skipti getur auðveldlega orðið að fela tilfinningar sínar og hver þau eru í raun, þegar þau þurfa að leita á náðir velferðarþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þar sem þau þurfa að opna heimili sín, hvort sem heimili þeirra er í þeirra eigin eigu eða er á stofnunum, fyrir ókunnugu fólki sem hefur verið falið að þjónusta þau vegna minnkandi færni í dag- legum störfum og eða vegna hrak- andi andlegrar heilsu. Sum hver eru þannig á „valdi“ einstaklinga sem þau hafa ekki endilega valið að umgangast reglulega, en verða háð þeim vegna þeirrar þjónustu sem þau verða að þiggja vegna aðstæðna sinna. Mörg þeirra gætu kosið í ljósi þessa að hafna þjónustu og félags- skap annarra og orðið útsett þ.a.l. fyrir einangrun og einmanaleika. Því er mikilvægt að verja stöðu þessa viðkvæma hóps: Hinsegin eldra fólk. Í þing sá lyk t u na r t il lög u nni Aðgerðaáætlun í málefnum hin- segin fólks 2022 -2025 sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og mennta- málanefnd er ekki vikið einu orði að þessum viðkvæma og sístækkandi hópi. En málefni hans mætti fella undir þá grein sem er nr. 13 í þings- ályktunartillögunni eða jafnvel gera að sérstökum lið í aðgerðaáætlun- inni. Því það er afar mikilvægt að almenn fræðsla og þekking verði hjá þeim sem eiga að þjónusta hinsegin eldra fólk í viðkvæmri stöðu. Í fyrrnefndri 13. gr. draganna er yfirskriftin: Fræðsla um hin- segin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga. Boðið verði upp á fræðslu um hinsegin málefni fyrir alla kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Mark- mið aðgerðarinnar verði að auka þekkingu meðal kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga um rétt- indi og félagslega stöðu hinsegin fólks, segir í skýringu. Þetta er eina greinin í tillögunni til Aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem í raun víkur í einhverju að hinsegin eldra fólki í viðkvæmri stöðu, en hvergi í þingsályktunartillögunni er þó minnst á þennan hóp sér- staklega berum orðum, þó ýmsir aðrir hópar séu sérstaklega nefndir í veikri stöðu – réttilega. Það er algjört grundvallarat- riði að í þeirri aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi verði þessi hópur, hinsegin eldra fólk, sér- staklega skilgreindur sem hópur í afar viðkvæmri stöðu og gerð verði áætlun til að bregðast við henni. Ég vona að svo verði þegar þessi þingsályktun kemur í endanlegu formi fram á Alþingi. Ef ekki, treysti ég á að þingheimur bregðist fljótt og vel við þannig að svo megi verða í endanlegri samþykkt Aðgerðaáætl- unar í málefnum hinsegin fólks 2022–2025. Það yrðu sorgleg örlög þessarar elstu kynslóðar hinsegin fólks að þurfa að hrekjast í skápinn á síðasta æviskeiðinu – aftur. ■ Eldra hinsegin fólk vill ekki deyja í skápnum Viðar Eggertsson leikstjóri og eldri borgari Auglýsing um framboðslista til sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi 14. maí 2022 D A S Sjálfstæðisflokkur Framtíðin Samfylking og óháðir Þór Sigurgeirsson Karl Pétur Jónsson Guðmundur Ari Sigurjónsson Ragnhildur Jónsdóttir Áslaug Ragnarsdóttir Sigurþóra Bergsdóttir Magnús Örn Guðmundsson Björn Gunnlaugsson Bjarni Torfi Álfþórsson Svana Helen Björnsdóttir Árný Hekla Marinósdóttir Karen María Jónsdóttir Dagbjört Oddsdóttir Guðbjörn Logi Björnsson Guðmundur Gunnlaugsson Hildigunnur Gunnarsdóttir Anna Þóra Björnsdóttir Eva Rún Guðmundsdóttir Örn Viðar Skúlason Garðar Svavar Gíslason Björg Þorsteinsdóttir Grétar Dór Sigurðsson Hildur Aðalsteinsdóttir Stefán Árni Gylfason Hannes Tryggvi Hafstein Georg Gylfason Bryndís Kristjánsdóttir Guðmundur Helgi Þorsteinsson Halla Helgadóttir Stefán Bergmann Hákon Róbert Jónsson Vilmundur Jósefsson Magnea Gylfadóttir Inga Þóra Pálsdóttir Marta Hrafnsdóttir Ólafur Finnbogason Guðmundur Jón Helgason Páll Árni Jónsson Hildur Ólafsdóttir Ásgerður Halldórsdóttir Katrín Pálsdóttir Árni Emil Bjarnason Þessir listar eru í boði: seltjarnarnes.is 16 Skoðun 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.