Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 23
Smurþjónusta okkar nýtur sívax- andi vinsælda með hverju árinu. Fannar Pálsson N1 býður upp á ókeypis samsetn- ingu og geymslu fram á haust ef keyptar eru felgur undir vetrar- dekkin. Fannar Pálsson Bílaþjónusta N1 um land allt veitir persónulega þjónustu til bifreiðaeigenda. Góðar felgur, smurstöðvar og dekkjahótel gegna þar stóru hlutverki. N1 rekur fjölda verkstæða um land allt og veitir persónulega þjónustu til bifreiðaeigenda, meðal annars þegar kemur að felgum, dekkjahót- eli og smurstöðvum, segir Fannar Pálsson, vörustjóri bílaþjónustu hjá N1. „Hlutverk okkar hjá N1 er að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu ásamt því að bjóða upp á gott vöruúrval sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið. Það gerum við meðal annars með þéttu neti verkstæða um land allt þar sem viðskiptavinir okkar fá úrvals þjónustu.“ Felgur varðar gegn seltu N1 hefur átt áratuga samstarf við Alcar sem er austurrískur felgu- framleiðandi og í fremstu röð í Evrópu, að sögn Fannars. „Alcar leggur mikið upp úr gæðum og eru felgurnar frá þeim til dæmis sérvarðar gegn seltu. Fyrir vikið henta þær einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður eins og reynsla síðustu áratuga hefur sýnt. Hægt er að skoða úrval felgna hjá okkur á vefverslun.n1.is.“ Að hafa dekkin klár á auka- felgum er lykilatriði svo að dekkjaskipti vor og haust gangi hratt fyrir sig. N1 býður upp á ókeypis samsetningu og geymslu fram á haust ef keyptar eru felgur undir vetrardekkin, segir Fannar. „Við bjóðum einnig upp á sér- pantanir, bæði með flugi og á sjó, ef fólk hefur áhuga á öðru en við eigum til á lager. Það er tilvalið að skoða felgurnar sem fyrst svo allt sé tilbúið fyrir haustið. Hægt er að skoða úrvalið betur á alcar.de.“ Meiri þægindi yfir veturinn Fannar segir nýja bíla í dag koma í auknum mæli á stærri felgum en áður þekktist. „Á hinum Norður- löndunum hefur sú þróun átt sér stað á síðustu áratugum að með nánast öllum seldum bílum eru seldar minni aukafelgur með belgmeiri vetrardekkjum. Bæði er þetta ódýrari kostur auk þess sem þægindin yfir veturinn eru mun meiri. Bíllinn verður mýkri í akstri, grip eykst til muna ásamt því að minni líkur eru á skemmdum felgum. Íslendingar hafa ekki alveg fylgt eftir í þeim málum en samt hefur orðið vakning á síðustu árum þar sem fólk gerir sér grein fyrir kostum þess að hafa vetrar- dekk á aukafelgum.“ Dekkjahótel skapa þægindi Dekkjahótel er á öllum hjólbarða- verkstæðum N1 en þar er hægt að fá geymd dekk gegn vægu gjaldi og nýta þannig eigið geymslupláss í annað. „Dekk á felgum eru þrifin og yfirfarin í hvert skipti sem þau eru skráð inn á dekkjahótel og höfð klár til undirsetningar vor og haust. Þetta er vinsæll valkostur hjá mörgum viðskiptavinum okkar enda afar þægilegt fyrir þá auk þess sem það losar um verð- mætt geymslupláss heima fyrir sem er hægt að nýta í eitthvað annað. Dekkjahótelin eru alls níu talsins og eru sex þeirra á höfuð- borgarsvæðinu auk þess sem þau má finna á Akranesi, á Akureyri og í Reykjanesbæ.“ Eingöngu viðurkennd úrvalsefni Smurstöðvar N1 eru níu talsins, þar af sjö á höfuðborgarsvæðinu. „Smurþjónusta okkar nýtur sívaxandi vinsælda með hverju árinu. Við erum umboðsaðili fyrir ExxonMobil og notum eingöngu viðurkenndar vörur frá því fyrir- tæki. Smurþjónusta N1 vinnur ávallt eftir þjónustuhandbók bifreiðar og fylgir ráðleggingum framleiðanda. Það er afar einfalt og þægilegt að panta tíma á netinu og þannig sleppa viðskiptavinir við óþarfa bið.“ n Nánari upplýsingar á n1.is. Fagleg þjónusta til bifreiðaeigenda  „Alcar leggur mikið upp úr gæðum og eru felgurnar frá þeim til dæmis sérvarðar gegn seltu,“ segir Fannar Pálsson, vörustjóri bíla- þjónustu hjá N1. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ef keyptar eru felgur undir vetrardekkin fæst frí geymsla og samsetning. Dekkjahótel eru á öllum hjólbarðaverkstæðum N1 um land allt.Það er einfalt að panta tíma í smurþjónustu á netinu og sleppa við bið. Unnið er eftir þjónustuhandbók bifreiðar og ráðum framleiðanda fylgt. kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2022 SUMARDEKK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.