Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 24
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Sólning rekur fjögur verk-
stæði á suðvesturhorninu
og býður upp á gott úrval
dekkja, svo sem sumar-
dekkja sem á að fara að setja
undir bílana nú þegar sól
er farin að hækka á lofti.
Þá býður fyrirtækið meðal
annars upp á smurþjónustu
og viðgerðir auk þess að reka
dekkjahótel á öllum verk-
stæðunum.
Sólning rekur verkstæði í Reykja-
vík, Kópavogi, Hafnarfirði og
Njarðvík. Þar fæst úrval dekkja,
svo sem sumardekkja, meðal ann-
ars frá gæðaframleiðendum eins
og Hankook, Goodyear, Nexen og
Sava.
„Þetta eru okkar helstu sölu-
merki,“ segir Tómas Sigurðsson
rekstrarstjóri, „og þau hafa reynst
mjög vel í mörg ár. Við erum búin
að selja dekk frá Hankook í yfir
20 ár og alltaf reynst vel. Það er
þessi betri kostur. Svo erum við
náttúrlega líka með ódýrara úrval;
ódýrari verðflokka. Það fer bara
eftir hvað fólk vill og hvað hentar
hverju sinni.“
Varðandi endingu á dekkjum
segir Tómas að það séu lágmarks-
slitf letir á öllum dekkjum en svo
komi að því að dekkin eru orðin
ólögleg og hættuleg og þá sérstak-
lega í bleytu. „Þá eru þau hætt að
kasta frá sér vatni og þá er þetta
orðið hættulegt og ég tala nú ekki
um þegar það eru svona mikil
hjólför á götunum eins og víða í
dag en þá geta dekkin f lotið upp
og bíllinn í rauninni lent út af.“
Sólning býður upp á ýmiss
konar þjónustu, svo sem umfelg-
un, hjólastillingar, smurþjónustu
og bílaviðgerðir. „Svo einbeitum
við okkur að slitf lötum í bílum;
bremsuviðgerðum, stýrisendum,
spyrnum og f leiru sem tengist
venjulegu sliti bíla. Hjólastillingin
er beintengd dekkjunum af því að
við sjáum svo vel þegar bílarnir
koma inn hvernig bíllinn er að
slíta dekkjunum og þá getum við
alltaf bent fólki á að það þurfi að
hjólastilla til að auka endingu og
grip í dekkjunum.“
Engar tímapantanir eru hjá
Sólningu sem þýðir að viðskipta-
vinur þarf ekki að panta tíma með
löngum fyrirvara eftir umfelgun
og getur valið sér þann tíma sem
hentugastur er.
Sólning býður upp á smurþjón-
ustu fyrir f lesta bíla og notar ein-
göngu gæðaolíur og -síur. Mikil-
vægt er að fylgja leiðbeiningum
bílaframleiðanda varðandi olíur
og nota einungis þá staðla sem
gefnir eru upp. Sólning er með
dekkjahótel á öllum stöðunum
fjórum þar sem fólk getur látið
geyma dekk eftir að það er búið
að láta skipta um dekk á vorin og
á haustin. „Þessi þjónusta er alltaf
að aukast og við sjáum aukningu á
hverju ári; það eru margir sem eru
farnir að nýta sér þetta.“ n
Sólning býður allsherjar dekkjaþjónustu
Tómas Sigurðs-
son segir að
Sólning hafi
selt dekk frá
Hankook í yfir
20 ár og að þau
alltaf reynst vel.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Svo einbeitum við
okkur að slit-
flötum í bílum; bremsu-
viðgerðum, stýrisend-
um, spyrnum og fleiru
sem tengist venjulegu
sliti bíla.
Bílasalinn Jón Ragnarsson
hefur áratuga reynslu af
bílabransanum og veit allt
um það sem fólk þarf að
huga að þegar kemur að því
að kaupa og selja notaða
bíla.
Jón Ragnarsson bílasali segir að
gott viðhald sé grundvöllur þess
að fá gott verð fyrir notaðan bíl.
Hann segir mikilvægt fyrir kaup-
endur notaðra bíla að fara yfir
sögu bílanna, ganga úr skugga um
að þeir hafi fengið nauðsynlegt
viðhald og að það sé algjörlega
ómissandi að fá ástandsskoðun
áður en bílar eru keyptir.
Mikilvægt að afla upplýsinga
Hvað er farið yfir þegar notaðir
bílar eru seldir?
„Það er fyrst og fremst lýsing
seljanda og síðan mælum við ein-
dregið með því að kaupandi fari
alltaf með bíl í ástandsskoðun hjá
skoðunarstöðvunum. Út frá því
er svo hægt að ræða breytingar
á verði, sérstaklega ef eitthvað
mikið er að,“ segir Jón. „Það er líka
mjög eðlilegt að prútta alltaf eitt-
hvað um verð, en það fer reyndar
eftir því hvað bílarnir eru vinsælir
og í dag er eiginlega skortur á
góðum, nýlegum bílum.
Seljandi þarf bara að lýsa bílnum
eins og hann telur að hann sé
og svo er það bílasalans að klára
málið og upplýsa um alla galla sem
hann veit af og skaffa kaupand-
anum upplýsingar um veð og
eigendasögu bílsins. Stundum þarf
reyndar líka að óska eftir því að
seljandinn skaffi upplýsingar um
smursögu bílsins, ef það er ekki
smurbók í honum,“ útskýrir Jón.
„Það er bara eigandinn sem getur
kallað eftir sögunni um smurþjón-
ustu bílsins, því þetta er varið með
persónuverndarlögum.“
Bílasalar sjá um eigendaskipti
„Síðan verður bara að treysta
Viðhald eykur verðgildið
Bílasalinn Jón
Ragnarsson
veit allt um
það sem skiptir
máli þegar
bílar skipta um
eigendur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
bílasalanum. Fólk á ekki að þurfa
að ganga úr skugga um að það séu
ekki veðsetningar eða lán á bílum
eða að fjármálafyrirtæki sé skráð
eigandi og fólk umráðamenn,“
segir Jón. „Bílasalan ber 100 pró-
sent ábyrgð á að sjá um þetta og
við sjáum þetta í veðbók sem við
skoðum alltaf áður en við göngum
frá samningum.
Bílasalinn ber alla ábyrgð á að
losa veð og sinna eigendaskiptum,
en það er mikið um það í dag að
lánafyrirtæki eigi bílana og fólk
sé umráðamenn þeirra. Þá ber
okkur skylda til að borga upp
lánin og gera bílinn hreinan fyrir
seljandann,“ segir Jón. „Bílasalinn
ber alltaf alla ábyrgð á því.“
Ástandsskoðun er lykilatriði
„Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir
kaupandann að hann láti ástands-
skoða bílinn eða hafi einhvern
með sér sem hefur vit á að skoða
bílinn,“ segir Jón. „Fólk verður að
gera sér grein fyrir því að það er
ekki bara upplýsingaskylda hjá
seljanda, heldur líka rík skoðunar-
skylda hjá kaupanda. Fólk á að
skoða sjálft og síðan kaupa auka
skoðun, eins og ég nefndi áðan.
Við nóterum hjá okkur ef við-
skiptavinur hefur hafnað því
að fara í ástandsskoðun svo það
þýðir ekkert að kaupa bíl blint og
kvarta svo eftir á þegar eitthvað
kemur í ljós,“ útskýrir Jón. „Það er
mikilvægt að reyna að fyrirbyggja
allt svoleiðis með því að fá góða
skoðun.“
„Til að fá sem mest fyrir notaðan
bíl er mjög mikilvægt að fá reglu-
lega þjónustuskoðun fyrir hann hjá
umboði og vera með góða smur-
sögu. Það er gríðarlega mikið atriði
að halda bílum vel við, passa upp á
þjónustuskoðanir, smurningu og
annað eftirlit,“ segir Jón. „Þú færð
alltaf meira fyrir bíl sem hefur verið
hugsað vel um.“
Er eitthvert einfalt viðhald sem
fólk getur sinnt sjálft sem getur haft
áhrif á söluverð bíls?
„Já, það þarf að þrífa bíla vel
og bóna þá vel og reglulega, það
hjálpar alltaf til. Það og að ganga vel
um bílinn,“ segir Jón að lokum. n
4 kynningarblað 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK