Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 38
Helgi Sverrisson er annál- aður nautnaseggur og þekktur fyrir skemmtilega útfærslu í matargerðinni þar sem réttirnir eru bornir fram á skemmtilegan og framandi hátt og bragðið lyftir mat- reiðslunni upp í hærri hæðir. sjofn@frettabladid.is Þegar kemur að páskahátíðinni, sem sumir kalla matarhátíðina miklu, er Helgi í essinu sínu. Hann heldur í ákveðnar hefðir og venjur þegar kemur að matargerð og leggur mikið upp úr lifandi og skemmtilegu borðhaldi með vinum og fjölskyldu. Helgi er eigandi og yfirkokkur á veitingahúsinu 20&SJÖ mathús & bar og þar leikur hann á als oddi í eldhúsinu og veitt fátt skemmti- legra en að gleðja viðskiptavinina með ljúffengum réttum. Um páskana verður þó eitthvað lokað á veitingastaðnum og þá mun Helgi halda matarveislur fyrir fjöl- skyldu og vini. Helgi hefur það fyrir sið að bera fram ljúffengan veislu- platta á föstudaginn langa. Þar er fiskur meginhráefnið og er kjöti alveg sleppt á þessum degi. „Það er gaman að sitja með góðum vinum og deila matnum sem er á plattanum. Þetta er líka þægilegt og í raun einfalt í samsetningu. Veisluplattinn er litskrúðugur og bragðið fjölbreytt. Á plattanum er frise-salat, bok choy-salat, gufusoðið brokkolí, kartöflu- salat, hummus, rósasalat, rósakál, gratíneraðar kartöflur, tómatar, belgbaunir, sultaður rauðlaukur og radísur. Auk þess býð ég upp á grillaða lúðu og gómsætt saltfisk- salat.“ Páskarnir líka vorhátíð „Við borðum alltaf páskalamb á páskadag en höfum ávallt fisk- meti á föstudaginn langa. Um árabil höfum við gjarna haldið partí á föstudaginn langa, boðið nokkrum góðum vinum í mat og borið fram stóran matarplatta þar sem grunnhráefnið er fiskur; lúða og saltfiskur. Við viljum líka hafa mikið af fersku grænmeti með fiskinum því að páskarnir eru líka svolítil vorhátíð í okkar huga.“ Síðan er það páskadagurinn, þá heldur fjölskyldan í hefðina og mætir í vinnuna og heldur upp á páskadaginn með viðskipta- vinum. „Páskadagurinn nú verður með sama sniði og í fyrra. Við í kjarnafjölskyldunni mætum snemma á veitingahúsið og byrjum að undirbúa páskalambið. Við bjóðum bara einn matseðil á 20&SJÖ á páskadag og þar er lambið í aðalhlutverki en boðið er upp á franska sjávarréttasúpu í forrétt og svo nýjustu kökuna okkar, gulrótaostaköku, í eftirrétt en hún er afskaplega góð.“ Við fengum Helga til að svipta hulunni af fiskuppskriftunum og hinni nýstárlegu páskaköku, gulróta- og ostakökunni, sem lætur engan ósnortinn. Nú geta lesendur Fréttablaðsins útbúið sinn eigin veislubakka og glatt matargesti sína. Saltfiskurinn að hætti Helga Sólþurrkaður eða góður þurrkaður saltfiskur Ólífuolía Grilluð paprika Hvítur laukur (má nota gulan eða rauðan) Sítróna Sælkera veisluplatti sem töfrar gestina upp úr skónum Helgi veit fátt skemmtilegra en að bjóða gestum heim í mat og hefur það fyrir sið að bjóða upp á sælkera veislu- bakka á föstudaginn langa. Hér er um að ræða matarupplifun sem á engan sinn líka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Saltfiskur eins og hann gerist bestur. Lúðan og saltfiskssalatið setja svo punktinn yfir i-ið með veislubakk- anum, þar sem matur og munúð eru í forgrunni hjá Helga. Gulrótaosta- kakan er hin girnilegasta og kemur vel út á diski. Saltfiskurinn er útvatnaður vel. Honum er blandað saman við lauk, mjög góða ólífuolíu (við notum gríska eða portúgalska) og grillaða papriku. Safi úr einni sítrónu settur yfir. Þessu er blandað saman í skál, nuddað vel saman og látið „taka sig“ í ísskáp í nokkrar klukkustundir (helst yfir nótt). Lúðan Safi úr 2 límónum 100 ml ólífuolía 1 tsk. salt 1 stk. saxaður laukur Lúðan er maríneruð í þessu í hálf- tíma. Síðan er lúðan grilluð á vel heitu grilli þar til hún lítur fallega út. Þá er hún sett inn í 150°C heitan ofn, notið helst hitamæli og takið út þegar kjarnhiti nær 49°C. Gulróta-ostakaka Þessi kaka er í raun gulrótakaka og ostakaka sem eru bakaðar sem ein kaka og eru fullkomin samsetning. Gulrótakakan 500 ml hveiti 300 ml púðursykur 2 msk. kanill 2 tsk. lyftiduft 250 ml olía 4 egg 400 ml þurrkuð trönuber 400 ml rifnar gulrætur 250 ml valhnetur eða pekan- hnetur Blandið saman hveiti, sykri, kanil og lyftidufti í stóra skál. Hrærið olíu út í, bætið síðan eggjum út í og blandið vel saman. Bætið rifnum gulrótum og hnetum saman við. Ostakakan 500 g rjómaostur 250 ml sykur 2 msk. hveiti 2 tsk. vanilluextrakt 4 egg 100 ml sýrður rjómi Hrærið saman rjómaosti og sykri í stórri skál. Bætið síðan salti og hveiti saman við. Setjið því næst vanillu og eggin í skálina, þeytið í mínútu. Bætið síðan sýrðum rjóma út í skálina. Krem á ostaköku 100 g smjör 200 g rjómaostur 50 g karamella Hitið ofninn í 160°C. Berið smjör á 24 sentimetra smelluform. Samsetning: Setjið 2/3 gulróta- kökublöndunnar í form, sléttið yfirborð með spaða. Setjið næsta lag sem samanstendur af 1/3 osta- kökublöndunnar og hellið því næst afganginum af gulrótaköku- blöndunni yfir. Að síðustu setjið þið það sem eftir er af ostaköku- blöndunni og sléttið yfirborð vel með spaða. Bakið í um eina klukkustund. Látið kökuna kólna alveg á borði og setjið síðan í ísskáp, í 4 klukku- stundir, má vera í ísskáp yfir nótt. Takið kökuna úr forminu og búið til kremið. Smyrjið með osta- kökukreminu og skreytið með pekanhnetum eða valhnetum. Látið kökuna kólna í 10 mínútur áður en hún er borin fram. ■ Lækjargata 2a Sími 519 4747 djireykjavik.is   á 45.990      áttur á öll tilboð á    áður 49.990 áður 28.990  22.990 áður 89.990  74.990 6 kynningarblað A L LT 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.