Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 2
Þetta mál hefur verið
krefjandi fyrir mig.
Rolf Løvland
Það verður ekki lagt
upp úr pitsum hér í
sauðburðinum.
Ásta Flosadóttir,
bóndi
Engin vitni gegn Ingó veðurguði
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Sindri hefur ítrekað sagt opinberlega að Ingólfur hafi haft samfarir við börn. Vill Ingólfur að ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og Sindra gert að
greiða honum bætur. Ekkert vitna sem Sindri leiddi fram bar um eigin reynslu af meintum brotum Ingólfs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
verður haldinn í Kiwanishúsinu Smiðjuvegi 13a í Kópavogi
þriðjudaginn 17. maí 2022 klukkan 20:00
Dagskrá fundarins verður:
1. Formaður gerir grein fyrir störfum félagsins milli aðalfunda.
2. Gjaldkeri leggur fram yfirfarna reikninga félagsins,
fyrir liðið almanaksár.
3. Ákvörðun upphæðar árgjalds.
4. Skýrslur nefnda og starfsmanna félagsins.
5. Kosningar.
6. Önnur mál
• Tillögur sem koma eiga til afgreiðslu, undir þessum lið, skulu vera skriflegar.
AÐALFUNDUR
Húnvetningafélagsins
í Reykjavík
Sauðfjárbóndi fyrir norðan
segir mikilvægt að fljóteld-
aður og næringarríkur matur
standi þeim til boða sem
vinna allan sólarhringinn við
sauðburð næstu vikur.
bth@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Matarframleiðsla
á sveitabýlum er í hámarki þessa
dagana, þar sem sauðfjárbændur
búa sig undir krefjandi tíma. Sauð-
burður er að hefjast og þarf að hafa
nóg að bíta og brenna þegar unnið
verður á vöktum allan sólarhring-
inn næstu vikur.
Ásta Flosadóttir sauðfjárbóndi á
Höfða við Eyjafjörð, nýtti sunnu-
daginn í það sem hún kallar sauð-
burðarmatseld. Hún fékk mikla
aðstoð frá vinveittum, enda sjálf
að klára mastersritgerð í opinberri
stjórnsýslu.
Meðal þess sem framleitt var og
sauðburðarfólki á Höfða verður
boðið upp á næstu vikur eru fiski-
bollur, framleiddar úr 15 kílóum
af fiski, ostabuff úr átta kílóum af
hráefni og 40 lítrar af kjötsúpu og
gúllassúpu.
„Fram undan er annasamasti
tími ársins, mjög mikil vinna allan
sólarhringinn. Þá er um að gera að
geta skellt einhverju mjög fljótlegu á
borðið og helst þannig að ekki þurfi
allir að borða í einu,“ segir Ásta.
Hún segir að í sauðburði gildi
aðeins ein regla. Eiga nægan tilbú-
inn mat sem hægt sé að svissa úr
frystinum og setja í örbylgjuofninn.
Það sé ekki valkostur að hringja
eftir pitsu.
„Reyndar kemur fyrir að einhver
góðhjartaður heimsækir okkur frá
Akureyri með pitsu en það verður
ekki lagt upp úr pitsum hér í sauð-
burðinum,“ segir Ásta og hlær.
Um matseðilinn á næstunni segir
Ásta að ættingjar hennar og tengda-
Engar pitsur á boðstólum í
sauðburði hjá Höfðabónda
Lömbin gleðja. MYND/VÖLUNDUR
Afrakstur framleiðslunnar um helgina hjá Ástu og félögum. MYND/AÐSEND
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Norski tónlistarmaður-
inn Rolf Løvland kveðst afar ánægð-
ur með lyktir lagastuldarmálsins
varðandi lögin Söknuð og You Raise
Me Up í Bandaríkjunum.
Hæstiréttur hafnaði nýlega ósk
Jóhanns Helgasonar um að frávís-
un málsins á fyrri dómstigum yrði
felld úr gildi og upprunalega dóm-
stólnum í Los Angeles gert að taka
málið til eiginlegrar efnismeðferðar.
Í tilkynningu sem send var Frétta-
blaðinu er haft eftir Løvland að
málið, sem tekið hafi nær fjögur ár,
hafi verið afar taugatrekkjandi.
„Þetta mál hefur verið krefjandi
fyrir mig bæði faglega og persónu-
lega,“ er haft eftir Løvland.
„Það er ljóst að lag sem hefur svo
verðmætan höfundarrétt er sérstak-
lega viðkvæmt fyrir óréttmætum
Lagastuldarmál Jóhanns Helgasonar
mjög taugatrekkjandi fyrir Løvland
helenaros@frettabladid.is
TRÚFÉLÖG Leyfi séra Gunnars Sigur-
jónssonar, sóknarprests í Digranes-
og Hjallaprestakalli, hefur verið
framlengt í annað sinn, nú til 1. júlí
næstkomandi.
Séra Gunnar var sendur í leyfi
í desember síðastliðnum vegna
ásakana sex kvenna um kynferðis-
lega áreitni, kynbundið of beldi og
einelti innan kirkjunnar. Upphaf-
lega átti leyfið að standa til 1. mars
en var framlengt til 1. mars.
„Þetta er náttúrulega f lókið og
margslungið mál og í mörg horn
að líta þannig að þau þurftu bara
aðeins lengri tíma,“ sagði Sunna
Dóra Möller, settur sóknarprestur
við Digranes- og Hjallaprestakall,
við Fréttablaðið 2. mars.
Að minnsta kosti sjö mál tengd
Gunnari eru til rannsóknar hjá
óháðu teymi þjóðkirkjunnar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er rannsókn á málinu að
síga á seinni hlutann þótt ekki hafi
náðst að ljúka því fyrir 1. maí. n
Framlengja leyfi
séra Gunnars á ný
Séra Gunnar
Sigurjónsson
fólk, allt konur, hafi lagt upp úr að
framleiða allan matinn án mikils
kostnaðar. Hollt og f ljótlegt sem
ekki kosti mikið uppvask.
„Þetta er heimafengið eins og
hægt er,“ segir Ásta. Tengdapabbi
fór á sjó og drap þennan fisk, græn-
metið er frá nágranna og kjötið er
allt frá búinu,“ segir Ásta, þakklát
dugnaðarforkum sem aðstoðuðu.
Meðal þeirra sem lögðu lið voru
tengdamamma, systur tengda-
mömmu, systir Ástu og fleiri. Þá er
ónefnt allt bakkelsið sem verður að
vera með kaffinu hjá sauðburðar-
fólki.
Ásta segir að allir sem standi í
alvöru búskap séu nú að undirbúa
sig matarlega fyrir törnina fram
undan. Fyrstu lömbin eru komin á
Höfða en dæmi séu um að 70 ær hafi
borið á einum og sama sólarhringn-
um. Það segi sig sjálft að kjarnmikið
fóður þurfi til að standa vaktirnar
fram undan. n
ásökunum. Ég er ánægður með að
þetta hefur verið útkljáð á hæsta
plani, tónlistarlega og lagalega og að
ég geti nú haldið áfram án þess að
hafa þetta íþyngjandi mál hangandi
yfir mér,“ segir norski tónlistar-
maðurinn. n
2 Fréttir 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ