Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 4
Það væri snjallt að
klára umræðuna áður
en kosið verður.
Ólafur Rúnar
Ólafsson,
formaður
sóknarnefndar
á Akureyri
Akureyringar eru ósáttir
við kjör nýs vígslubiskups á
Hólum í sumar. Telur sóknar-
nefndin framgangsmáta
kosninganna ólýðræðislegan
og sóknarprestur Akureyrar-
kirkju segir Þjóðkirkjuna
framleiða hneyksli.
kristinnhaukur@frettabladid.is
TRÚFÉLÖG Stjórn Akureyrarsóknar
vill að kjöri nýs vígslubiskups að
Hólum verði frestað og hefur skorað
á bæði kjörstjórn Þjóðkirkjunnar
og forsætisnefnd kirkjuþings að
gera það. Eftir eigi að ljúka umræðu
á kirkjuþingi um hvort leggja eigi
embættin niður.
„Menn eru að velta því fyrir sér
hvort þessi embætti eigi að vera
áfram eða ekki,“ segir Ólafur Rúnar
Ólafsson, formaður sóknarnefndar,
og á við þá umræðu sem hefur verið
á kirkjuþingi undanfarið. Til dæmis
að embættin yrðu lögð niður eða
umfang þeirra minnkað. Þeirri
umræðu er ekki lokið. „Það væri
snjallt að klára umræðuna áður en
kosið verður,“ segir hann.
Frá árinu 1909 hafa vígslubisk-
upar verið tveir í landinu, á hinum
fornu setrum að Hólum og Skálholti.
Eru þeir næst æðstu menn þjóð-
kirkjunnar. Í Skálholti situr Kristján
Valur Ingólfsson og á Hólum Solveig
Lára Guðmundsdóttir.
Solveig tilkynnti í lok mars að
hún myndi láta af embætti í sept-
ember næstkomandi. Sagðist hún
vonast til að vígslubiskupsembættin
yrðu með óbreyttu sniði eða ef ld
frekar en hitt.
„Að einangra biskupsembættið
með því að gera vígslubiskupsemb-
ættin að hlutastarfi væru hrapalleg
mistök fyrir kirkjuna enda voru
mætir menn og konur búin að berj-
ast fyrir því að biskupsstólarnir
tveir myndu öðlast þann sess sem
þeim ber,“ sagði hún á kirkjuþingi.
Nýtt kirkjuþing verður kosið um
miðjan maí og kemur saman næsta
haust. Kjör vígslubiskups fer hins
vegar fram í lok júní.
Auk þess að spurningum um
framtíð embættanna sé enn ósvarað
telur Akureyrarsókn að tímasetning
kjörsins sé óheppileg og fyrirvarinn
of stuttur. Ekki sé hlaupið að því
að ákvarða hvernig eigi að skipta
fulltrúum innan prestakallsins og
kjörið sé á miðjum sumarleyfistíma.
„Þá er lítið sem ekkert svigrúm
gefið fyrir vígða menn að ráða ráðum
sínum um tilnefningu og kynna sér
hugsanlega frambjóðendur, að ekki
sé talað um að kanna hvort hljóm-
grunnur sé fyrir þá sjálfa að gefa kost
á sér,“ segir í yfirlýsingunni. Telur
sóknarnefndin að þessi framgangs-
máti sé ólýðræðislegur.
Ólafur segir fulltrúa sóknarinnar
ekki hafa rætt við Agnesi Sigurðar-
dóttur, biskup Íslands, um þetta.
„Þetta ber svo brátt að að það var
ekki tækifæri til þess,“ segir Ólafur.
Svavar Alfreð Jónsson, sóknar-
prestur á Akureyri, er einn af þeim
sem styður yfirlýsinguna.
„Þjóðkirkjan sýnir oft yfirskilvit-
legan vilja til að koma sér í vandræði
og framleiða hneyksli,“ segir Svavar
á samfélagsmiðlum.
Stefán Magnússon, annar fulltrúa
leikmanna í kirkjuráði, telur einnig
skynsamlegt að fresta kjörinu. n
Vilja bíða með kjör vígslubiskups
þar til framtíð embættisins er ljós
Hið forna
biskupssetur
að Hólum í
Hjaltadal.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
bth@frettabladid.is
KENNARAR Sáttafundur fór fram
fyrir helgi vegna ásakana um ein-
elti formanns Félags grunnskóla-
kennara, Þorgerðar Laufeyjar Dið-
riksdóttur.
Magnús Þór Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, hafði
frumkvæði að fundinum og hefur
samkvæmt tölvupósti tekið forræði
til að leiða málið til lykta.
Jens Guðjón Einarsson, varafor-
maður Félags grunnskólakennara,
segist vonast til að fundurinn hafi
verið gagnlegur og að sátt sé innan
seilingar.
„Mér finnst að umræðan hafi
verið á villigötum, hún hefur verið
illkvittin og illgjörn. Þorgerður
hefur unnið fyrir alla félagsmenn
allan sinn stjórnarferil,“ segir Jens
Guðjón.
Hann segir eðlilegt að Þorgerður
Laufey hafi átt erfitt með að tjá sig
um málið, enda þurfi hún að gæta
trúnaðar.
„Við í stjórninni höfum fengið á
okkur gagnrýni fyrir að tjá okkur
ekki um málið en trúnaður er trún-
aður, þagmælska er dyggð.“
Kosning um nýjan formann í
Félagi grunnskólakennara hófst
í gær. Þorgerður Laufey, sitjandi
formaður, býður sig fram áfram
ásamt Mjöll Matthías dóttur og
Pétri V. Georgs syni. Helga Dögg
Sverrisdóttir, grunnskólakenn-
ari í Síðuskóla á Akureyri, sagði í
Fréttablaðinu á laugardag að það
væri skelfilegt ef Þorgerður fengi
umboð til að leiða félagið áfram.
Hún velti fyrir sér hvað yrði um
traust foreldra grunnskólabarna
ef formaður, uppvís að einelti
samkvæmt úttekt óháðrar stofu
gagnvart starfsmanni, leiði félagið
áfram.
„Hér var ekki verið að rannsaka
einelti heldur samskiptavanda,“
segir Jens Guðjón. n
Reyna sættir í eineltismáli grunnskólakennara
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP.IS
EIGUM BÍLA
TIL AFHENDINGAR
STRAX!
PLUG-IN HYBRID
Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða
hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi
sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37”
og 40” breytingapakka.
birnadrofn@frettabladid.is
MENNTAMÁL Píeta samtökin og
Hafnarfjarðarbær skora á stjórnvöld
að innleiða geðrækt í nám barna.
Undanfar na nítján mánuði
hefur staðið yfir tilraunaverkefni
í Hafnarfirði þar sem nemendur í
áttunda bekk hafa stundað nám í
geðrækt. Námið snýr meðal annars
að samfélagsmiðlum, kynhneigð,
fjölskyldum, vinatengslum, kvíða
og andlegri heilsu.
Eiríkur Þorvarðarson, deildar-
stjóri hjá mennta- og lýðheilsusviði
Hafnarfjarðar, segir verkefnið hafa
gengið vel og hvetur önnur sveitar-
félög til að innleiða geðrækt í nám
barna. „Nemendurnir hafa allir
kallað eftir frekari kennslu á þessu
sviði.“ n
Innleiði geðrækt í
grunnskólana
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Mikið var að gera í bólu-
setningum gegn Covid-19 á stöðv-
um Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins (HH) í gær.
Óskar Reykdalsson, forstjóri HH,
segir sér í lagi eldra fólk að taka við
sér að nýju varðandi bólusetningar.
Til að geta fengið fjórða skammt
þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að
hafa liðið frá þriðja skammti bólu-
efnisins eða smiti. Bóka þarf tíma.
Óskar segist ekki hafa tölur um
fjölda þeirra sem mættu í bólu-
setningu í gær. Á eina heilsugæslu-
stöð í borginni hafi þó mætt yfir 50
manns. „Og stöðvarnar eru 25 svo
það má gera ráð fyrir að þetta sé
mikill fjöldi fólks.“ n
Mikið að gera í
bólusetningum
Óskar
Reykdalsson,
forstjóri HH
Eiríkur Þor-
varðarson,
deildarstjóri hjá
mennta- og
lýðheilsusviði
Hafnarfjarðar
Þorgerður
Laufey Diðriks-
dóttir, formaður
Félags grunn-
skólakennara
4 Fréttir 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ