Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 1
Samkvæmt upp- lýsingum frá fjármála- ráðuneytinu greiddi íslenska ríkið 22,4 milljónir króna fyrir ráðgjöf Bretans Mic- haels Ridley. 8 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 3 . M A Í 2 0 2 2 Fjallar um allt og sumt Þungu fargi létt af Rolf Løvland Menning ➤ 14 Fréttir ➤ 2 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Er bíllinn klár í ferðalagið? Ferðabox, kajakfestingar, hjólafestingar og margt fleira Menabo farangursbox 320 ltr, Mania, svart Verð 44.990 kr. Skíðafesting á topp 4 skíði eða 2 snjóbretti Verð 24.890 kr Þriggja hjóla festing á krók Burðargeta 60 kg, hallanleg Verð 89.900 kr. Reiðhjólafesting á topp Burðargeta 15 kg Verð 18.900 kr. „Ég hef aldrei séð þetta svona slæmt þó að þetta sé oft slæmt. Þetta er mest þegar er gott veður, þá eru allir að taka til hjá sér en þetta er viðvarandi plága,“ segir Ingibjörg Erla Björnsdóttir, íbúi í Laugar- neshverfi. Þar voru pokar með fötum skildir eftir við troðfullan gám Rauða krossins. Ekki leið á löngu þar til flíkurnar flæddu upp úr pokunum. NÁNAR Á FRETTABLADID.IS. MYND/INGIBJÖRG ERLA BJÖRNSDÓTTIR Bankasýslan fylgdi reglum fjármálaráðuneytisins um opinber innkaup í tengslum við sölu ríkisins á Íslands- banka en ráðuneytið sjálft gerði það ekki heldur réði til sín ráðgjafa án útboðs. ggunnars@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðuneytið greiddu tveim- ur erlendum ráðgjöfum samtals 62 milljónir króna í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Samkvæmt reglum fjármála- ráðuneytisins um opinber innkaup skulu öll kaup ríkis og sveitarfélaga á vöru og þjónustu yfir 18,5 milljón- um króna fara í útboð. Reglunum er ætlað að tryggja jafnræði, gegnsæi og hagkvæmni við meðferð á fjár- munum ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahags- ráðherra um söluna kemur fram að ráðuneytið hafi fengið fyrir- tæki Bretans Michaels Ridley til að annast ráðgjöf varðandi banka- söluna. Ridley þessi hefur þrívegis áður verið íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar í stórum málum sem varða efnahagsmál hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá f já r má la ráðu ney t inu g reidd i íslenska ríkið 22,4 milljónir króna fyrir þjónustu Bretans. Ráðuneytið leitaði ekki tilboða í verkefnið þótt reglur, sem ráðuneytið sjálft gefur út, kveði á um að öll kaup á vöru og þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæð skulu boðin út. Bankasýsla ríkisins hafði annan hátt á en ráðuneytið við kaup á ráð- gjafaþjónustu í tengslum við söluna í Íslandsbanka. Við framkvæmd sölunnar fylgdi Bankasýslan reglum fjármálaráðuneytisins í þaula og bauð verkefnið út á evrópska efna- hagssvæðinu í samráði við Ríkis- kaup. Bankasýslan greiddi alls um 40 milljónir fyrir ráðgjöf fyrirtækisins STJ Advisors Group Limited. Fréttablaðið leitaði í gær skýringa frá fjármálaráðuneytinu á því af hverju reglum var ekki fylgt í öllum kaupum ríkisins á fjármálaþjónustu í tengslum við útboðið í Íslands- banka. Engin svör fengust áður en blaðið fór í prentun í gærkvöld. n Fjármálaráðuneytið fylgdi ekki eigin reglum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.