Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 28
Gömul hús í Grjótaþorpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA sandragudrun@frettabladid.is Samkvæmt lögum um menningar- minjar eru öll hús og mannvirki 100 ára eða eldri friðuð. Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Einnig segir í lögunum að eigendum húsa og mannvirkja sem ekki njóta friðunar en byggð voru 1925 eða fyrr, svo og forráða- mönnum kirkna sem reistar voru 1940 eða fyrr, sé skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa. Ef eigandi friðlýsts húss vill ráðast í framkvæmdir og við- hald á eigninni þarf að sækja um leyfi til Minjastofnunar Íslands. Ef breytingar hafa verið gerðar án leyfis Minjastofnunar Íslands getur stofnunin mælt svo fyrir að eigandi skuli færa það í fyrra horf innan hæfilegs frests. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kyn- slóða. ■ Lög um friðlýst hús Lítil skref geta gert heimilið um- hverfisvænna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY oddurfreyr@frettabladid.is Það er hægt að gera ýmislegt smálegt til að gera heimilið sitt umhverfisvænna. Hér eru nokkur dæmi. Það er til dæmis mikilvægt að sinna öllu reglulegu viðhaldi svo hlutirnir virki rétt og endist sem lengst. Í hvert sinn fólk ver nokkrum mínútum í viðhald sparar það sér óþarfa útgjöld til lengri tíma litið. Ef eitthvað bilar þarf að laga það strax, því annars verður kostnaðurinn alltaf meiri og þetta getur leitt til þess að þurfa að kaupa nýja hluti í stað hluta sem hefðu getað enst, sem er ekki gott fyrir umhverfið. Athugið líka alltaf hvort hægt sé að laga hluti áður en þeim er hent. Mörg okkar kaupa hluti sem okkur vantar ekki því við vitum ekki hvað er til. Þetta getur leitt til óþarfa sóunar, svo það borgar sig að athuga alltaf stöðuna áður en farið er í búð og geyma hluti skipu- lega til að halda yfirsýn yfir þá. Það er að sjálfsögðu mjög mikil- vægt að huga vel að öllum úrgangi, endurvinna það sem er hægt og skila öðru á réttan stað. Það borgar sig líka að skipta í LED-perur til að minnka orku- notkun sína og um leið spara peninga. Slíkar perur nota miklu minni orku og endast miklu lengur en þær gömlu. ■ Gerðu heimilið grænna Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 1 8 kynningarblað 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURVIÐHALD FASTEIGNA Varast skal að hafa of margar klær í sama fjöltenginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Brunavarnir sem þurfa að vera til staðar á hverju heimili eru reykskynjarar, slökkvitæki og eld- varnarteppi. Einnig er mikilvægt að heimilisfólk búi til f lóttaleiðir og þekki að minnsta kosti tvær flóttaleiðir út af heimilinu komi upp eldur. Þá er mikilvægt að gæta varúðar í notkun raftækja og gott að hafa eftirfarandi gátlista Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar til hliðsjónar: ■ Ekki yfirgefa raftæki í gangi í eldhúsinu í miðri eldamennsku. ■ Ekki skilja viskastykki og tuskur eftir nærri eldavélum og hellu- borðum. ■ Þrífa skal grill, viftur og aðra snertifleti svo að fita safnist síður fyrir. ■ Taka skal tæki úr sambandi sem ekki þurfa að vera í sambandi. ■ Ekki hlaða of mörgum klóm á hvert fjöltengi. ■ Halda skal fötum, gardínum, leikföngum og öðrum eld- fimum efnum í að minnsta kosti eins meters fjarlægð frá ofnum og öðrum hitagjöfum. ■ Farga skal biluðum raftækjum og öðrum hitagjöfum á réttan hátt og þau ekki geymd heima. ■ Hreinsa skal þurrkarann reglu- lega svo að ló safnist ekki saman í miklu magni. HEIMILD: HMS.IS Verum eldklár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.