Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 36
Í svona hlaupum þá
þarf maður bara að fá
sér sígarettu ef maður
er á annað borð reyk-
ingamaður.
Tónlistarmaðurinn Khalid er
á Íslandi um þessar mundir
og heldur tónleika í Laugar-
dalshöll á miðvikudagskvöld.
ninarichter@frettabladid.is
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Khalid hefur notið síðustu daga á
Íslandi, í veðurblíðu undangeng-
innar helgar. Hann tróð nýlega
upp á Coachella-tónlistarhátíðinni
ásamt Billie Eilish þar sem hann
f lutti, meðal annars, dúettinn
Lovely. Söngvarinn af lýsti nýlega
tónleikaferðalagi um Rússland
og stefnir á tónleikahald í Suður-
Ameríku í júní.
Khalid hefur sex sinnum verið
tilnefndur til Grammy-verðlauna,
hann hefur fengið sex Billboard
Music-verðlaun, hann hefur þrí-
vegis hlotið Amerísku tónlistar-
verðlaunin og árið 2019 tilnefndi
Time tímaritið Khalid meðal 100
áhrifamestu einstaklinga heims.
Aðspurður um síðustu tvö ár og
líðan í heimsfaraldrinum, svarar
hann. „Ég tók risastórt skref til
baka og gerði vörutalningu hjá
sjálfum mér. Hvert ég vildi stefna
með ferilinn minn, listrænt séð, og
hvernig tónlist mig langaði að gera,“
segir Khalid.
„Mér fannst, í upphafi heimsfar-
aldursins, að tónlistin sem ég var að
gera væri sorgleg og niðurdrepandi
en á sama tíma full vonar,“ segir
hann.
Frá dökkum tónum yfir í ljósa
Khalid segist hafa átt tilfinninga-
lega erf itt í upphaf i faraldurs
og glímt við ótta. „Ég var mjög
hræddur. Í því ferli þurfti ég að fara
í gegnum grámann, til að byrja að
sjá litina í lífinu á ný. Tónlistin sem
ég hef verið að gera undanfarið …
það er sturlað að eitt laganna sem
ég gerði um miðbik heimsfarald-
ursins hefur íslenska strengjasveit
inni í laginu,“ segir hann og hlær.
„Já! Einn af bestu vinum mínum,
Chrome Sparks, hann er reglu-
lega á Íslandi og elskar að vera
hérna. Hann kom hingað og fékk
íslenska strengjasveit til að f lytja
alla strengina í laginu. Þetta er í
alvörunni eitt af mínum uppá-
haldslögum á ferlinum.“
Núna sé Khalid hins vegar á allt
öðruvísi stað. „Núna er ég á tíma-
bili þar sem allt sem ég skapa er svo
bjart og gleðilegt og smitar frá sér.
Ég er svo þakklátur fyrir að hafa
fundið þetta ljós í myrkrinu.“
Stefnir á lagasmíðar á Íslandi
Í beinu framhaldi segist Khalid
hafa stefnt á að gera tónlist hér á
landi. „Ég hafði reyndar stefnt á að
gera tónlist á Íslandi! Ég er búinn
að ákveða að gera lag hérna. Það
verður geggjað að geta samið og
tekið upp í svona borg sem fyllir
mig innblæstri,“ segir hann. Þess
má geta að Khalid er yfirlýstur
aðdáandi söngkonunnar Glowie
og segist aðspurður hafa áhuga á
að vinna með henni.
Hann lætur vel af Íslandsdvöl-
inni. Veðrið sé búið að vera frábært.
„Ég elska rigningu,“ segir hann og
vísar til veðursins þá stundina.
„En ég var mjög hrifinn af því að
geta farið út og séð borgina. Við
keyrðum í einn og hálfan tíma og
skoðuðum Geysi og Gullfoss.“
Innblástur á flekaskilum
Hann segist hafa fundið helli
fyrir utan borgina og farið í langa
gönguferð. „Mér fannst það magn-
að. Ég týndi mér í hugsunum um
forsögulega tíma. Hugsaði um dýr
gangandi um á einhverjum for-
sögulegum stað, karla og konur að
ferðast langar vegalengdir og leita
skjóls í hellisskútum. Mér fannst
það svo fallegt,“ segir söngvarinn
dreyminn.
„Þetta fyllti mig innblæstri, að
vera á jaðri norðuramerísku f leka-
skilanna. Það er eitthvað sem fólk
frá Bandaríkjunum fær ekki endi-
lega að upplifa. Það að hafa fengið
að komast hingað á vængjum tón-
listarinnar segir mikið um það
hversu mikið ég hef vaxið sem
tónlistarmaður.“ Khalid segist í
framhaldinu mjög þakklátur fyrir
tækifæri til að heimsækja landið.
„Ég er svo þakklátur fyrir að vera í
stöðu til að vera á svona fallegum
stað eins og Íslandi.“ n
Viðtalið má sjá í Fréttavakt-
inni á Hringbraut í kvöld.
Undan grámanum yfir í liti og ljós
Veldu þitt partý þema
Diskó Hippa 20´s 80´s Kúreka
Billie Eilish og Khalid á Coachella-hátíðinni í síðasta mánuði. MYND/GETTY
Auk tónleika-
halds stefnir
Khalid á laga-
smíðar á Íslandi
meðan á dvöl-
inni stendur.
MYND/SKJÁSKOT
aron@frettabladid.is
Mari Jaersk kom, sá og sigraði í Bak-
garði 101 um helgina. Hún hljóp
288,1 kílómetra, alls 43 hringi í
Reykjavík og stórbætti þáverandi
Íslandsmet. Hlaupið hófst á laugar-
dagsmorgun og því lauk um klukk-
an fjögur á sunnudagsnóttina. Ræst
er á heila tímanum en hringurinn
telur 6,7 kílómetra.
Það sem er áhugavert við hlaup
Mari er að hún reykti reglulega
sígarettu á milli hringja hjá sér á
meðan hlaupinu stóð. „Það er svo-
leiðis,“ segir Mari og hlær. „Ég nátt-
úrulega reyki og í svona hlaupum þá
þarf maður bara að fá sér sígarettu
ef maður er á annað borð reykinga-
maður.
Þú getur bara rétt ímyndað þér
hvernig það hefði verið fyrir mig að
fara í gegnum þessa 288 kílómetra
án þess að fá mér sígarettu.“ Hún
bætir því við að hún fái sér ekki
smók ef hún er að keppa í styttri
vegalengdum.
Mari segist vera meyr og þakklát
fyrir stuðninginn eftir þetta erfiða
hlaup sem tekur á bæði fyrir líkam-
legu og andlegu hliðina. „Maður er
svo meyr eftir þetta, allir vinir mínir
voru á staðnum að hvetja mig áfram
og þeir gerðu sitt besta til þess að
koma mér í gegnum þetta.“ n
Fíraði upp í
sígarettu milli
sigurhringja
Mari Jarsk hljóp 288 kílómetra um
helgina.
MYND/GUÐMUNDUR FREYR JÓNSSON
ninarichter@frettabladid.is
Love Guru hefur sent frá sér lagið
Love bump 22. Í fréttatilkynningu
frá Gúrúnum segir að hér sé komin
útgáfa af fyrsta laginu sem karab-
íska diskósveitin Boney M sendi
frá sér árið 1975, og jafnframt segir
að laginu fylgi þokkafyllsti dans
sögunnar.
„Nú er kominn tími til að Íslend-
ingar fari að bömpa aftur,“ segir
Love Gúrú í samtali við Frétta-
blaðið.
„Þetta er bömpið, the bump is
back.“ Aðspurður hvað bömpið sé,
svarar Love Guru: „Hvað er bömp?
Það er rosalega skrýtin spurning.
Þetta er, myndi ég segja, svalasti
dans sögunnar.“
Að sögn Gúrúsins á verkið sér
langan aðdraganda. „Ég hef alltaf
verið að hugsa um að gera eitthvað
úr þessu geggjaða lagi með þessum
eitursvala dansi. Og svo eru núna
fimmtíu ár síðan bömpið byrjaði og
það kallaði bara á mig. Þetta þurfti
að gerast,“ segir hann. „Það er gott
að gera þetta núna eftir Covid og
reyna að ná fólki í bömpið aftur.“
Love Guru segist hafa legið í
dvala í heimsfaraldrinum en nú sé
hann snúinn aftur af fullum krafti.
„Gúrúinn hefur ekkert gefið
almennilegt færi á sér eftir Covid.
Hann setti allt í gang 2019 og hann
var svakalega bókaður 2020. Svo
kom lockdown. Hann ákvað að fara
varlega í gang en er búinn að opna
fyrir þetta aftur,“ segir hann. Love
Guru sendi frá sér plötu árið 2019.
Love Bump 22 með dansi má
nálgast á YouTube og lagið má finna
á streymisveitum.
Love Guru er verkefni Þórðar
Helga Þórðarsonar útvarpsmanns
og á rætur sínar að rekja til þátt-
arins Ding Dong frá árinu 2003,
sem Þórður Helgi og Pétur Jóhann
stýrðu. n
Love Guru endurvekur bömpið
Bömp er svalasti dans sögunnar að
sögn Love Guru. MYND/AÐSEND
16 Lífið 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR