Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 12
Fyrirtækið Glerverk var stofnað árið 2017 og það sérhæfir sig í garðskálum, svalalokunum, svalahandriðum og uppsetningu þeirra. Glerverk er umboðsaðili þýska garðskálafyrirtækisins TS- Alu, sem er stærsti garðskálafram- leiðandi í Evrópu, en fyrirtækið býr yfir meira en 45 ára reynslu af smíði garðskála. „Skálarnir okkar eru allir úr við- haldsfríu áli og þola 100-400 kg snjóþunga á þaki, en það fer eftir landshluta,“ segir Þór Marshall, framkvæmdastjóri Glerverks. „Allir skálar eru smíðaðir eftir máli hjá okkur í Glerverki, svo þetta er bæði íslensk hönnun og smíði. Með því að hafa garðskála bætist við skemmtileg framleng- ing við eigið húsnæði og um leið lengist sumarið, því það byrjar fyrr og endar seinna í skálanum,“ segir Þór. „Skálinn gerir það líka mögulegt að að njóta þess að vera úti undir berum himni allan ársins hring. Þetta getur verið frábær viðbót við heimili fólks á öllum aldri.“ Hefur ekki boðist hér á landi „Svona garðskálar úr áli sem þola íslenskt veðurfar, bæði fullein- angraðir og óeinangraðir, hafa ekki verið í boði hér á landi áður,“ segir Þór. „Það er líka hægt að að smíða skálana í stærðum og útfærslum sem enginn annar framleiðandi getur boðið upp á,“ segir Þór. „Stærðin getur til dæmis verið 6,5 metrar út frá húsi og 5 metrar á breidd og þá stendur skálinn á tveimur póstum sem gerir honum kleift að þola 100 kg snjóþunga per fermetra. TS-Alu er eini garð- skálaframleiðandinn á markaðn- um sem getur gert þetta.“ Margar útfærslur í boði „Það eru líka margir möguleikar í boði. Það er til dæmis hægt að setja rennihurðir allan hring- inn, sem hægt er að opna og loka eftir þörfum,“ segir Þór. „Það er líka hægt að bæta við markísum sem er hægt að festa upp undir skálann að innanverðu eða ofan á og svo er líka hægt að setja upp lýsingu fyrir þá sem vilja slíkt. Flötu skálarnir frá TS-Alu verða fáanlegir með opnanlegum ál- rimlum í þakinu,“ segir Þór. „Það er líka hægt að tvískipta skálanum og hafa setustofu með rennihurð- um öðrum megin og svo til dæmis heitan pott hinum megin og hafa þá léttar rennihurðir þar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að setja upp garðskála, svalalokanir eða handrið til að kynna sér vöruúrvalið og þjónustuna nánar á heimasíðunni okkar, eða koma í heimsókn til okkar til að skoða úrvalið með eigin augum,“ segir Þór. „Þá getum við líka svarað spurningum og hjálpað fólki að átta sig á þessum framkvæmdum. Það er líka hægt að senda okkur spurningar í tölvupósti í gegnum netfangið info@glerverk.is.“ ■ Nánari upplýsingar má finna á www.glerverk.is og verslunin er í Víkurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Þór og Sigurður segja að garðskálar geti verið frábær viðbót við heimili fólks á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svona garðskálar hafa ekki verið í boði hér á landi. Hægt er að skoða úrvalið á www.glerverk.is. Það er hægt að tvískipta skál- anum og hafa bæði setustofu og heitan pott. Skálarnir þola mikinn snjóþunga. Skálarnir eru bæði hannaðir og smíðaðir hér á landi. Skáli gerir það mögulegt að njóta þess að vera úti undir berum himni allan ársins hring. Skálarnir eru allir úr viðhaldsfríu áli. Skálarnir geta verið stórir og koma í ýmsum útfærslum. Með því að hafa garðskála bætist við skemmtileg fram- lenging við eigið hús- næði og um leið lengist sumarið, því það byrjar fyrr og endar seinna í skálanum. Þór Marshall 2 kynningarblað A L LT 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.