Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þessum svoköll- uðu „bestu vinum aðal“ hafa verið færð margs konar auð- æfi á silfur- fati. Leikskól- arnir Furu- skógur og Kvistaborg eru nýleg dæmi um óljósa upp- lýsingagjöf til foreldra og starfs- fólks. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Þegar Styrmir heitinn Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, kom fyrir rannsóknarnefnd Alþingis eftir hrun sagði hann: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Þetta voru sláandi orð og eftirminnileg og koma því miður sterkt upp í hugann núna þegar við stöndum frammi fyrir einu mesta klúðri í íslensku samfélagi frá því fyrir hrun. Því miður ber Íslandsbankaútboðið öll merki þeirra orða sem Styrmir lét falla eftir hrun. „Þar eru engin prinsipp, engar hug- sjónir, ekki neitt.“ Nær allir falla á prófinu. Og „bestu vinir aðal“, eins og þeir hafa verið kallaðir á slangurmáli, eru mættir aftur. Þessum svokölluðu „bestu vinum aðal“ hafa verið færð margs konar auðæfi á silfur- fati. Þeir fengu líka aðvörun sem hvíslað var innan úr stjórn- og fjármálakerfinu fáeinum sólarhringum eða klukkutímum fyrir hrun svo að þeir gátu forðað háum fjárhæðum. Rétt áður en Geir Haarde kom fram í sjón- varpi og tilkynnti þjóðinni að bankarnir væru fallnir og bað Guð að blessa Ísland. Á sama tíma stóðu venjulegir Íslendingar sem áttu fé í bönkunum frammi fyrir því að hafa tapað miklum peningum á meðan að ,,bestu vinir aðal“ gátu forðað sínu fé, að minnsta kosti góðum hluta. Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt og sómakært fólk sem hefur engan áhuga á að hagnast á kostnað samfélagsins eða ann- arra. Enda leið hinum venjulega Íslendingi virkilega illa á sál og líkama lengi eftir hrun. Ekki bara höfðu menn tapað sparifé sínu, arfi eftir foreldra eða sparifé barna- og barnabarna, heldur upplifðu menn líka sára skömm yfir því að vera Íslendingur og að þetta skyldi gerast í nafni okkar þjóðar. Þessi tilfinning var lengi að hverfa. Nú fjór- tán árum eftir hrun gerir þessi skömm aftur vart við sig af fullum krafti. Við felum kjörnum fulltrúum okkar mikla ábyrgð. Við gerum miklar kröfur til þessa sama fólks um að það beri fyrst og síðast almannahag fyrir brjósti. Þegar selja á eigur almennings verður það að gerast í gegnsæju og opnu söluferli. Það verður líka að vera hægt að grípa inn í og stöðva ferlið ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta virðist hafa mistekist algerlega í þessu máli og því verður ekki sópað undir teppi. ■ Bestu vinir aðal Mygla hefur alltaf fylgt manninum en aukin fag- þekking hefur dregið úr fjölda atvika þar sem alvarleg mygla fær að grassera. Því er það ámælisvert að skóla- húsnæði borgarinnar sé myglandi í sífellu og alltaf heyri maður sömu söguna af viðbrögðum borgarinnar gagnvart foreldrum og starfsfólki. Í kjölfar fráleitra vinnubragða borgarinnar í sam- skiptum og upplýsingagjöf til foreldra og starfsfólks í Fossvogsskólamálinu fylgdi hinn klassíski loforða- flaumur borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar um betrum- bætur. Nú hafa samtals 15 tilfelli hættulegrar myglu í grunn- og leikskólum borgarinnar komið upp á kjörtímabilinu og lítið bólar á umbótum. Skólarnir eiga það f lestir sameiginlegt að ákall skóla- og leikskólastjórnenda um bætt viðhald mætti daufum eyrum í áraraðir og síðar meir óskir þeirra um víðtækari sýnatökur í kjölfar gruns um myglu. Sé grunur um eða staðfesting á myglu hef ég heyrt að stjórnendum sé sagt að smætta málið þar til borginni hentar að taka ákvörðun þó veikindi meðal starfs- fólks og barna geti versnað á meðan, ellegar falli þeir úr náð hjá borginni. Leikskólarnir Furuskógur og Kvistaborg eru nýleg dæmi um óljósa upplýsingagjöf til foreldra og starfsfólks og að svartar skýrslur liggi hjá borginni í marga mánuði áður en fólki er gert við- vart. Enn er starfsfólk borgarinnar bendandi hvert á annað eða aðkeypta sérfræðinga, berandi fyrir sig þekkingarleysi eða skorti á alþjóðlegum og innlend- um upplýsingum um viðmið eða áhrif myglu sem einföld netleit afsannar þegar starfsfólk skólanna og foreldrar leita svara. Hér ber meirihlutinn í borgar- stjórn ábyrgð, því vegna óstjórnar þeirra skortir starfsfólk borgarinnar réttu stefnuna og verkfærin til að bregðast almennilega við. Það tekur ekki langan tíma að gera heildstæðan verkferil um viðbrögð og upplýsingamiðlun í kjölfar gruns og staðfestingar á myglu. Það að slíkt liggi ekki fyrir kemur upp um viðhorf Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar gagnvart þessum vanda, því þau ákveða línuna sem starfsfólk borgarinnar fylgir gagnvart skólunum og foreldrum. ■ Déjà vu, myglar þú? Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Reykjavík benediktboas@frettabladid.is 1. maí úti á landi Fréttatími RÚV á sunnudag vakti athygli en hann var stút- fullur af uppfyllingarefni utan af landi. Bræður smíðuðu bíl í Grímsey og Akurnesingar settu upp leikrit svo fátt eitt sé nefnt. Landsbyggðin fyllir upp í fréttatíma helgarinnar. Verka- lýðsdaginn bar upp á sunnudag og það voru alveg ræður og göngur og alls konar úti á landi. En fréttamenn RÚV úti á landi vinna ekki um helgar. Það var því ekkert sýnt frá ræðum eða göngum eða alls konar í frétta- tíma allra landsmanna utan af landi. Verkalýðsdagurinn gerðist nefnilega bara í Reykja- vík samkvæmt fréttum RÚV. Milljarðarnir tveir Kjarninn greindi frá því í gær að RÚV sala, sem væri dóttur- félag RÚV og ber ábyrgð á allri sölu, af l aði tæp lega 2,4 millj arða króna í tekjur í fyrra. Þar af voru 2.206 millj ónir tekjur af aug lýs inga sölu. Alls eru 17 sölumenn að vinna hjá RÚV sölu og er hver og einn með 1,2 milljónir króna í laun samkvæmt frétt Kjarnans. Þar kemur einnig fram að íþróttir og peningar ganga hönd í hönd því nánast allir íþróttavið- burðir RÚV eru styrktir. Aðeins Eurovision og Verbúðin komast á lista efnis sem er styrkt sem er ekki íþrótt. ■ GEFÐU GJÖF TIL HEILLA HEILLAGJAFIR.IS SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.