Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 16
Par úr Reykjavík festi kaup
á húsi í Reykholti á síðasta
ári. Eldhúsið var fyrst tekið í
gegn og risastór garðurinn er
næstur á dagskrá
Oddrún Lilja Birgisdóttir og Valdi-
mar Jónsson eru framkvæmdaglatt
par sem keypti hús í Reykholti í
Biskupstungum á síðasta ári með
það markmið að gera að sínu. Fyrir
áttu þau eign í vesturbæ Reykjavík-
ur sem þau höfðu gert heilmikið
upp en langaði í stærri áskoranir
að sögn Lilju.
„Hugmyndin var að finna hús
í um klukkutíma fjarlægð frá
Reykjavík sem byði upp á mögu-
leika á alls konar framkvæmdum.
Okkur finnst mjög gaman að vinna
í skemmtilegum lausnum, nýta
það sem fyrir er en gera að okkar.
Við rákumst á þessa eign í Reyk-
holti og féllum fyrir henni.“
Byrjuðu á eldhúsinu
Fyrsta stóra verkefnið var að gera
upp eldhúsið að sögn Valdimars.
„Í eldhúsinu eigum við margar af
okkar bestu stundum. Eldhúsið var
í fremur hefðbundnum stíl með
dökkum og miklum innréttingum.
Okkur langaði fyrst og fremst að
skapa létta stemningu sem hentaði
betur þörfum okkar.“
Pinterest hjálpar til
Fyrsta skrefið var að setja upp
sameiginlegan hugmyndavegg á
Pinterest og finna þannig út hvern-
ig stemningu við vorum leita að.
„Þegar við vorum komin með
Gaman að vinna í skemmtilegum lausnum
Gamla eldhúsinnréttingin var í
fremur hefðbundnum stíl með
dökkum og miklum innréttingum.
Markmiðið var að skapa létta
stemningu sem hentaði betur
þörfum þeirra Lilju og Valla.
Hugað var að ýmsum skemmti-
legum smáatriðum í nýja eldhúsinu.
Ný gaseldavél er í nýja eldhúsinu.
Fyrsta verk var að rífa niður alla inn-
réttinguna og létta á eldhúsinu.
Nýja eldhúsið
er stórglæsi-
legt. Fyrir miðju
má sjá gamla
smíðabekkinn
sem gegnir hlut-
verki borðs og
hirslu.
MYND/AÐSEND
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
ágætis heildarsýn rifum við alla
innréttinguna niður og nýttum
síðan hluta af henni aftur í nýju
útgáfuna. Einnig vorum við svo
heppin að finna vask frá 1930 sem
kemur úr Bjarnaborg og síðan
keyptum við gamlan smíðabekk
hjá Efnismiðlun Góða hirðisins.
Innréttingin var úr gegnheilum
viði þannig að við gátum pússað
hana upp og gefið henni það útlit
sem okkur fannst passa inn í
stemninguna. Síðan notuðum við
afgangsefnið á einn vegginn.“
Garðurinn næstur á dagskrá
Þau eru afar sátt við útkomuna.
„Við erum svakalega ánægð með
niðurstöðuna og hún var jafnvel
betri en við bjuggumst við enda
var vinnuaðstaðan og flæðið
hannað að okkar þörfum.
Við förum spennt inn í næsta
verkefni sem er endurhönnun á
garðinum. Það er nú þegar búið að
setja upp hugmyndavegg á Pinter-
est vegna hans en við húsið okkar
er 5.000 fermetra garður þannig að
hugmyndaflæðið er endalaust og
tækifærin líka.“ ■
Oddrún Lilja Birgisdóttir og Valdi-
mar Jónsson eiga hús í Reykholti.
ALVÖRU
VERKFÆRI
Þú gerir meira með öflugum
rafmagnsverkfærum!
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
Hafðu samband
info@husavidgerdir.is
Sími 565-7070
Finndu okkur á
ALHLIÐA MÚRVERK
ÞAKVIÐGERÐIR
GLUGGASKIPTI
4 kynningarblað 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURVIÐHALD FASTEIGNA