Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 26
Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Halla Mildred Cramer gerði rassíu í þvottahúsinu í mars síðastliðnum enda hafði herbergið verið á tossalist- anum í þrjú ár, alveg frá því hún og maðurinn hennar keyptu húsið 2019. „Við keyptum húsið eftir að amma heitin dó árið 2019 og fluttum inn í nóvember sama ár. Húsið er frekar gamalt, frá 1972, og það var allt upprunalegt þegar við keyptum,“ segir Halla. „Hægt og rólega höfum við verið að gera húsið upp og það fyrsta sem við gerðum var að skipta eldhúsinu alveg út. Þarna var eld- gömul seventís eldhúsinnrétting með dökkbláum rennihurðum og gömlu klístruðu timbri. Gólfið var illa farið og sömuleiðis borð- plöturnar. Núna er allt annað að sjá eldhúsið. Við höfum líka verið að taka niður veggi og harmonikkuhurðir eins og voru svo vinsælar hér áður fyrr. Einn vegginn málaði ég í köldum fjólubleikum lit, en eins og kannski sést á hárinu á mér þá er ég dálítið bleik. Að auki málaði ég útidyrahurðina skærbleika sem er frekar sjaldgæft. Svo stendur „Snúlla“ á henni með bleikum Umturnaði þvottahúsinu á ódýran hátt Halla lét lita hárið bleikt þegar hún var á Kanarí síðast og segist alsæl með litinn. MYNDIR/AÐSENDAR Guli liturinn varð að víkja og auka þurfti geymslupláss og vinnusvæði. Halla málaði veggina, færði þvotta- grindina fyrir gluggann, setti upp skúffusamstæðu og borðplötur. stöfum, en ég er alltaf kölluð Snúlla,“ segir Halla og hlær. Vildi losna við gula litinn Núna í mars síðastliðnum átti að tækla þvottahúsið sem Halla segir að hafi lengi pirrað hana enda ekkert pláss þar til að brjóta saman þvott. Geymsluplássið var of lítið og svo var þessi hrikalegi guli litur á veggjunum sem hana hreinlega klæjaði í fingurna að mála yfir. „Upprunalega planið var bara að mála yfir gula litinn. Svo datt mér í hug að setja upp borðplötur til að fá smá vinnupláss. Einnig var ég að íhuga að smíða sjálf hillur til að auka geymsluplássið en var ekkert rosalega spennt fyrir því. Þegar ég var í Ikea að skoða borðplötur rakst ég á hina fullkomnu hillusamstæðu í baðherbergisdeildinni og kippti henni með. Allt í allt tók þetta ekki nema nokkra daga. Ég fór til Kanarí og á meðan fékk ég hjálp frá leigjandanum okkar sem hefur hjálpað okkur mikið í húsinu. Hann átti sérstaka sög til þess að saga niður hillu- festingarnar, sem áttu uppruna- lega að ná frá gólfi og upp í loft, en það þurfti að stytta þær til að þær gætu verið á veggnum fyrir ofan borðplötuna. Þegar ég kom til baka frá Kanarí var hann búinn að þessu og sagði þetta enga stund hafa tekið.“ Ódýr en áhrifarík breyting „Allt sem ég keypti fyrir breyt- inguna á þvottahúsinu, fyrir utan málninguna, fékk ég í Ikea. Ég fékk fyrir þetta tvær borðplötur sem kostuðu um 12.000, tvo borð- fætur, hillueininguna góðu með hillum sem var á 17.000 og skúffur og til samans kostaði þetta ekki mikið. Þetta er allt annað líf. Núna er ég með gott vinnuborð fyrir þvottinn og geymslupláss inni í þvottahúsi fyrir allt sem tengist þvotti. Klósettrúllurnar komast þarna fyrir og eldhús- pappírinn sem og allt til að þrífa bílinn og margt f leira. Hafandi búið í leiguhúsnæði áður, er ég ekki kona sem þarf allt- af að hafa allt á sínum stað, enda er það ekki alltaf í boði í leiguhús- næði. En núna finn ég hvað þetta er þægilegt þegar maður fær að ráða þessu sjálfur. Mig langar næst að setja upp hillu efst á auða veggnum til að hafa geymslukassa.“ ■ vpallar@vpallar.is • www.vpallar is Vinnupallar minna á að öryggi er margfalt meira virði en slys og tjón. Verum vel búin í kreandi aðstæðum og komum heil heim. 6 kynningarblað 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURVIÐHALD FASTEIGNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.