Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 25
Fólk finnur gífur- legan mun á loftinu eftir að búið er að hreinsa loftstokkana. Ónæði er lítið við slíka hreinsun og verkið tekur yfirleitt ekki meira en 10 til 15 mínútur. Magnús Ásmundsson Það er nauðsynlegt að sinna viðhaldi og þrifum á loftræstikerfum til að þau verði ekki heilsuspillandi. Loftstokkahreinsunin K2 getur hreinsað allar gerðir loftræstikerfa fyrir einstakl- inga, fyrirtæki og stofnanir fljótt og örugglega og notar umhverfisvæn efni í verkið. Loftstokkahreinsunin K2 sérhæfir sig í hreinsun á loftstokkum, loft- ræstikerfum og eldhúsháfum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnan- ir. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hefur síðan þá byggt upp mjög gott orðspor innan iðnaðarins. „Stór hluti verkefna okkar kemur vegna meðmæla frá við- skiptavinum og endurtekinna viðskipta og við erum staðráðin í að veita fyrsta flokks þjónustu á samkeppnishæfu verði,“ segir Magnús Ásmundsson, verkstjóri hjá K2. „Súrefni er manninum lífs- nauðsynlegt og okkar markmið er að það sé gott andrúmsloft í hverju einasta rými. Loftstokkahreinsunin K2 er auk þess í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki sem hafa yfir að ráða viðamikilli sérþekkingu á ýmsum sviðum loftræstikerfa,“ segir Magnús. „Með þessu samstarfi getum við tryggt viðskiptamönn- um okkar ýmsa sértæka þjónustu sem hluta af heildarlausn, sé þess óskað.“ Mikilvægt að hreinsa loftræstikerfi „Eins hagnýtt og loftræstikerfi getur verið, hvort sem það er á vinnustað, heima eða annars staðar, þá getur það hæglega breyst yfir í andstæðu sína ef ekki er hugað að reglulegu eftirliti og þrifum á kerfinu,“ segir Magnús. Þurrt loft og yfir- eða undirþrýst- ingur getur haft víðtæk áhrif á líðan starfsmanna og viðskipta- vina,“ segir Magnús. „Með því að hreinsa reglulega og hafa eftirlit með loftræstingu má koma í veg fyrir að slíkt gerist og í mörgum tilfellum auka afköst og fækka veikindadögum starfsmanna. Viðskiptavinir okkar segja að eftir hreinsun finnist mikill munur, loftið sé miklu betra og það sé mun meiri kraftur í loftræstikerfinu,“ segir Magnús. Nauðsynlegt viðhald fyrir fjölbýlishús „Það er eðlilegt að gera úttekt á loftræstikerfi fjölbýlishúsa og hreinsa það á 3-5 ára fresti og við höfum séð um hreinsun á loft- stokkum og loftræstikerfum fjölda fjölbýlishúsa,“ segir Magnús. „Hreinsun fer þá fram uppi á millilofti eða þar sem blásarinn er staðsettur. Um leið er farið inn í hverja íbúð þar sem allar ristar eru teknar niður, lagnir hreinsaðar og ef þess er óskað þá er loftræsting sótthreinsuð með umhverfisvænu sótthreinsiefni,“ segir Magnús. „Við sótthreinsunina myndast polymer-húð innan á veggi loftræstikerfisins sem heldur örverum, bakteríum og öðrum óþrifnaði í burtu. Það er lítið ónæði fyrir íbúa hússins við svona hreinsun og yfirleitt tekur það ekki meira en 10–15 mínútur að klára hverja íbúð eftir að búið er að hreinsa lagnir og blásara frá þaki,“ segir Magnús. „Fólk finnur gífurlegan mun á loftinu eftir að það er búið að hreinsa loftstokkana.“ Húsfélagið í Engihjalla 7 í Kópa- vogi segir að hreinsunin þar hafi skilað miklu. „Fólkið í blokkinni okkar er mjög ánægt og við finnum merkjanlegan mun á loftinu í íbúð- unum,“ segir í umsögn félagsins. „Þetta var greinilega mjög tíma- bært verk og starfsfólk K2 vann það fljótt og örugglega.“ Hefur þú hreinsað háfinn nýlega? „Loftstokkahreinsunin K2 býður upp á það besta sem völ er á í dag í alhliða hreinsun á eldhúsháfum á heimilum og veitingastöðum,“ segir Magnús. „Það er nauðsynlegt er að gera reglulega úttekt á eld- húsháfum og hreinsa þá einu sinni eða oftar á ári. Regluleg hreinsun eldhúsháfa stuðlar að: n Minni eldhættu n Kröftugra útsogi n Lengri líftíma blásara n Rafmagnssparnaði n Þægilegra vinnuumhverfi heim- ilismanna og starfsmanna Eftir fyrstu hreinsun bjóðum við líka upp á að koma og meta ástand á loftræstingu frá eldhúsi á nokk- urra mánaða fresti, til að sjá hvað þarf að líða langt á milli hreins- ana,“ segir Magnús. „Það er ekkert rukkað fyrir þá þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Okkar stefna er að vera ávallt með bestu fáanlegu efni, tæki og búnað,“ segir Magnús. „Allir okkar starfsmenn hafa sér- hæft sig í þeirri þjónustu sem við veitum, hvar á landinu sem er, og ekkert verkefni er of stórt eða of smátt fyrir okkur.“ n Loftstokkahreinsunin K2 er með skrifstofur í Reykjavík og á Reykja- nesi. Sími 557 7000 og vaktsími 775 7770. Nánari upplýsingar á k2.is og netfanginu k2@k2.is. Loftstokkahreinsunin K2 hreinsar andrúmsloftið Sigurður Jónsson þjónustufull- trúi og Magnús Ásmundsson verkstjóri segja að markmið þeirra sé að það sé gott andrúmsloft í hverju einasta rými. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM K2 býður upp á það besta sem völ er á í dag í alhliða hreinsun á loftstokkum og loftræstikerfum. Eftir hreinsun lítur stokkurinn út eins og nýr. Svona lítur háfurinn svo út eftir hreinsunina.Það er nauðsynlegt að þrífa eldhúsháfa reglulega. Það er hægt að anda léttar eftir að K2 kláraði verkið. Hér sést hvernig mikil óhreinindi hafa tekið sér bólfestu í loftstokki sem var tengdur eldhúsi. Ef þetta er ekki þrifið getur þetta verið heilsuspillandi Hér sjást óhreinindi í loftræstikerfi fjölbýlishúss. kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 2022 VIÐHALD FASTEIGNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.