Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 34
Mestallt er
í spaug-
sömum
tón en þó
ekki ætlast
til að fólk
skelli upp
úr á hverri
einustu
síðu.
Í þetta skiptið lögðu
þær við hlustir í sund-
laugum til að letra á
hundrað bolla.
Allt og sumt er titillinn á
nýrri vísnabók eftir Þórarin
Eldjárn. Flest verður þessu
þekkta og vinsæla skáldi þar
að yrkisefni.
„Þetta er vísnakver, það þriðja frá
minni hendi. Vísnafýsn kom hjá
Forlaginu 2010, síðan Til í að vera
til 2019 og nú Allt og sumt,“ segir
Þórarinn. „Þetta eru stökur, yfir-
leitt stakir kviðlingar, en stundum
er aðeins aukið í. Vísurnar eru
undir ýmsum bragarháttum, fyrst
og fremst ferkvæðum íslenskum
háttum í ýmsum afbrigðum. Svo er
eitthvað um limrur.“
Stuttar hugmyndir
Yrkisefnin eru margvísleg. „Eins og
segir í síðustu vísu bókarinnar er
fjallað um allt en þó mest um sumt.
Einn þráður gæti f lokkast undir
spakmæli eða almenna visku sem
ég hef reynt að sjóða niður í knappt
form og aðkreppt. Þurfti stundum
bragfræðilegt skóhorn. Heilræða-
vísum bregður fyrir og ýmsum
stemningum. Mestallt er í spaug-
sömum tón en þó ekki ætlast til að
fólk skelli upp úr á hverri einustu
síðu. Háttbundna formið felur oft
í sér að klykkt er út með einhverju
óvæntu sem samt hefur verið undir-
búið til hálfs með ríminu.“
Þórarinn segist grípa í það jafnt
og þétt að yrkja vísur og safna þeim
síðan saman. „Þetta eru stuttar hug-
myndir, hugdettur, orðaleikir eða
eitthvað sem kviknar út frá tungu-
málinu sjálfu og rími. Sumt kemur
nokkuð snöggt en annað er eitthvað
sem ég hef krotað hjá mér og svo
allt í einu rís eitthvað upp úr því og
enn annað ratar á ýmsu formi inn í
lengri ljóð og sögur.“
Mjög hressandi
Kápa bókarinnar er skemmtileg en
hana gerir Halldór, sonur Þórarins.
Gullbringa, sem er fjölskyldufyrir-
tæki, gefur bókina út. „Gullbringa
gaf á níunda áratugnum út tvær
bækur, Margsögu og Skuggabox.
Svo lá útgáfan lengi í dái en 2018
gáfum við út fjórar litlar bækur
Fjallar um allt en þó mest um sumt
Þetta eru
stuttar hug-
myndir, segir
Þórarinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
kolbrunb@frettabladid.is
Í tilefni af HönnunarMars mun
Studio allsber halda uppskeru-
hátíð í dag, þriðjudaginn 3. maí kl.
17.00. Samtímis verður opnað form-
lega verk eftir Hrund Atladóttur,
Sýndarsund, en verkið er unnið í
tengslum við sýninguna Sund, sem
nú stendur yfir í Hönnunarsafni
Íslands. Vatnsbar í umsjón Áslaugar
Snorradóttur verður settur upp í til-
efni dagsins.
Agnes Freyja Björnsdóttir, Silvía
Sif Ólafsdóttir og Sylvía Dröfn Jóns-
dóttir útskrifuðust úr vöruhönnun
frá Listaháskóla Íslands árið 2020.
Hundrað hlutir sem við heyrðum
í sundi er áframhald af verkefni
sem Studio allsber sýndi á Hönn-
unarMars 2021. Sú sýning bar yfir-
skriftina Hundrað hlutir sem við
heyrðum og samanstóð af hundrað
setningum á hundrað handgerðum
bollum. Þá var áletrunin setningar
sem hönnuðirnir heyrðu út undan
sér á kaffihúsum. Í þetta skiptið
lögðu þær við hlustir í sundlaugum
til að letra á hundrað bolla. ■
Hlustað í
sundlaugum
Studio allsber heldur uppskeruhátíð
í dag. MYND/VIGFÚS BIRGISSON
kolbrunb@frettabladid.is
Á bókakaffi í Gerðubergi á morg-
un, miðvikudaginn 4. maí kl. 20.00,
segir Kristín Ómarsdóttir frá smá-
sagnasafni sínu Borg bróður míns,
Sölvi Björn Sigurðsson fjallar um
skáldsöguna Kóperníka: skáldsaga
um morð, ást og viðurstyggð, Sig-
rún Pálsdóttir ræðir skáldverk sitt
Dyngju, sem var tilnefnd til Fjöru-
verðlauna og Fríða Ísberg talar um
fyrstu skáldsögu sína, Merkingu,
sem vann til Fjöruverðlauna í ár.
Rithöfundarnir munu spjalla um
tilurð verkanna, ritúal í skrifferlinu
og ýmislegt f leira og f lytja brot úr
verkum sínum.
Viðburðurinn verður einnig í
beinu streymi frá Facebook-síðu
Borgarbókasafnins. ■
Bókakaffi í
Gerðubergi
Fríða Ísberg ræðir um skáldsögu sína, Merkingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
sem við kölluðum Lespúsl. Uns að
því kom núna að okkur langaði til
að prófa þetta áfram. Það er margt
sem hvetur til þess. Prenttækni og
allt slíkt er orðið mun aðgengilegra
og sömuleiðis ýmis markaðssetning
sem fram fer á netinu. Bókin fæst í
búðum en við erum líka með net-
sölu, gullbringa.is þar sem auk bóka
má nálgast ljóðmyndir, ljóð úr bók-
inni til að hengja á vegg í vönduðu
prenti og fögrum ramma. Halldór
fékk þessa hugmynd út frá sýningu
á ljóðum mínum sem haldin var á
Kjarvalsstöðum í nóvember 1991.
Hann var viðstaddur opnunina,
hálfs árs gamall og heillaðist af
hönnun og uppsetningu Birgis
Andréssonar á ljóðunum.
Það að gefa út sjálfur verður til
þess að maður veit betur hvað verð-
ur um hverja einstaka bók heldur
en þegar aðrir annast útgáfuna. Þar
sem allt er í okkar höndum getum
við ráðið miklu um alla kynningu.
Þetta er bara mjög hressandi,“ segir
Þórarinn. Búast má við fleiri verk-
um frá honum seinna á árinu. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
AðAlsAfnAðArfundur
Keflavíkursóknar og Kirkjugarða Keflavíkur
Aðalsafnaðarfundur Keflavíkursóknar og Kirkjugarða
Keflavíkur verður haldinn þriðjudaginn 10. maí klukkan
17:30 í Kirkjulundi safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.
dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og
Kirkjugarðanefnd Kirkjugarða Keflavíkur
14 Menning 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR